24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Nær þrettán prósent lækna á Landspítala sögðust hafa orðið fyrir einelti
samkvæmt niðurstöðu rannsóknar á starfsumhverfi og líðan íslenskra,
norskra og sænskra sjúkrahúslækna. Könnunin var gerð árin 2004 og 2005
og var 531 íslenkum lækni boðið að taka þátt en svarhlutfall þeirra ís-
lensku var tæp 48 prósent.
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands og
einn aðstandenda könnunarinnar, segir eineltið það mesta sem mælst hef-
ur í rannsóknum hér á landi.
Þrátt fyrir hátt hlutfall hér heima var niðurstaðan ekki ósvipuð í Sví-
þjóð og Noregi; 13,8 prósent læknanna sem tóku þátt í könnuninni á Kar-
ólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi töldu sig hafa orðið fyrir einelti og 10,5
prósent læknanna á St. Olavs-sjúkrahúsinu í Þrándheimi.
Læknarnir ytra kvörtuðu hins vegar frekar undan undirmönnum sín-
um eða þeim sem voru jafnhátt settir, en hér heima töldu menn sig verða
fyrir einelti yfirmanna.
Ekki má gleymast þegar umfangsmiklar og tímafrekar rannsóknir eru
unnar að þær sýna ástandið á þeim tíma sem kannanirnar voru lagðar fyr-
ir. Ekki er hægt að ganga út frá því að ástandið sé enn það sama. Ekki má
heldur reikna með því að vandinn hafi verið leystur með einstaka manna-
breytingum. Einelti setur mark sitt á sálir.
Nýir yfirmenn Landspítala biðu ekki niðurstöðu rannsóknarinnar þeg-
ar þeir ákváðu að skoða ástandið þar nánar. Þeir réðu sérfræðing frá Há-
skóla Íslands til þess að rannsaka það. Það er til eftirbreytni. Menn voru
meðvitaðir um að innan hópsins upplifðu læknarnir
einelti og töldu það hugsanlega ástæðu þess að lækn-
arnir þorðu ekki að tjá sig um málefni spítalans undir
nafni í fjölmiðlum.
„Við höfum einnig nú þegar leiðir til að taka á ein-
elti en þær hefur ekki þurft að virkja,“ sagði Björn
Zoëga í viðtali við 24 stundir í gær.
Aðgerðaáætlunin sýnir að yfirmenn Landspítalans
eru meðvitaðir um að vandi í mannlegum samskipt-
um leysist ekki í eitt skipti fyrir öll. Að vökult auga
þarf að hafa fyrir einelti. Að það er ekki bundið við
aldur, menntun, stöðu eða kyn.
Hugsanlega settu þeir Íslandsmetið þar sem þeir
þekktu einkennin.
Læknar eiga Ís-
landsmet í einelti
Þórunn Sveinbjarnardóttir um-
hverfisráðherra stóð sig af-
skaplega vel á fundinum, var vel
undirbúin og
lýsti sínum
ákvörðunum
skilmerkilega.
Heimamenn
töldu ekki rétt-
mætt að fram-
kvæmdir vegna
orkuöflunar ál-
vers á Bakka þyrftu í heildstætt
umhverfismat þegar Helguvík-
urframkvæmdir þyrftu þess ekki.
Ástæður þess skýrði Þórunn en
augljóst er að hér er um lög-
fræðilegt atriði að ræða. Best væri
ef allir sætu við sama borð en
munur var á stöðu framkvæmda
þegar kæra barst og því er af-
greiðslan mismunandi.
Lára Stefánsdóttir
lara.blog.is
BLOGGARINN
Stóð sig vel
Það er alltaf gott að mennta sig og
það er snjallt hjá Gísla Marteini að
nota tækifærið núna þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn
treður spínatið í
hverju spori til að
draga sig út úr
vandræðagang-
inum. Hann ætlar
sér væntanlega að
koma ferskur inn
í borgarstjórn-
arflokk Sjálfstæðisflokksins á
kosningavetri og líklega mun hon-
um reynast það auðvelt. Sam-
keppnin verður varla hörð.
Í vetur hældi Ólafur F. sér af því að
hafa aldrei farið til útlanda á
kostnað borgarinnar. Það er eins
og hann líti ekki á það sem hluta
af starfi sínu að sækja ráðstefnur
um borgarmálefni …
Dofri Hermannsson
dofri.blog.is
Gott hjá Gísla
Úr því sem komið er þá er þetta
óvitlaus leikur hjá Gísla Marteini.
Hann sér ekki fram á að ná mark-
miðum sínum um
að verða borg-
arstjóri í þessari
umferð. Eins gott
að taka sér smá
pásu og koma
sterkur inn síðar.
Gísli hefur sýnt
það að hann hefur
áhuga á borgarmálum. Hann er
aktívur og áhugasamur embætt-
ismaður. Í umhverfismálunum
hefur hann sýnt að hann hefur
þroska til að skipta um skoðun.
Það er mikill munur á frjáls-
hyggju-Gísla sem við munum öll
eftir, og hjólreiðamanninum og
umhverfisráðsformanninum
Gísla.
Andrés Jónsson
andres.eyjan.is
Óvitlaus leikur
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@24stundir.is
Umhverfisráðherra boðaði til fjölsótts
borgarafundar á þriðjudag um málefni ál-
versins á Bakka. Sú ákvörðun hennar að setja fram-
kvæmdina í sameiginlegt umhverfismat hefur kallað á
hörð viðbrögð heimamanna og mikil reiði er ríkjandi í
bænum. Ekki síst þar sem umhverfisráðuneytið mis-
munar framkvæmdum eftir staðsetningu. Meðan fyr-
irhugaðar álversframkvæmdir á Reykjanesinu renna
ljúft í gegnum ráðuneytið er nöglum stráð í vegslóða ál-
versins á Bakka. Fundarmenn höfðu vænst þess að ráð-
herra gæfi skýr svör varðandi þessa mismunun, afstöðu
sína til álversins og hvort hún ætli að vinna að fram-
gangi þess að leyfi fáist til að halda áfram rannsókn-
arborunum á Þeistareykjum. Leyfið er frumskilyrði
þess að hægt verði að taka ákvörðun um byggingu ál-
versins eða ekki, því án orku frá háhitasvæðum í ná-
grenni Húsavíkur verður ekkert af uppbyggingu álvers-
ins. Ráðherra var margspurð út í þessi atriði á
fundinum en varðist fimlega og komst upp með að
svara ekki þessum þýðingarmiklu spurningum. Þrátt
fyrir að ráðherra hafi farið frá Húsavík án þess að svara
heimamönnum vænti ég þess að hún sé fróðari um af-
stöðu og áhyggjur Þingeyinga. Útspil ráðherra mun
stefna uppbyggingu álvers á Bakka í ákveðna óvissu og
það er ábyrgðarhluti af henni og öðrum þingmönnum
að halda því fram að sameiginlegt umhverfismat tefji
ekki fyrir framkvæmdum á Bakka nema í fáar vikur eða
mánuði. Aðstæður á Þeistareykjum gætu gert það að
verkum að framkvæmdin tefðist í eitt ár eða meira þar
sem aðeins er hægt að bora rannsóknarholur yfir sum-
artímann. Sömu sögu er ekki að segja um Reykjanesið
og Hellisheiði. Þingeyingar verða að treysta því að ráð-
herra skilji þeirra áhyggjur og hraði
matinu eins og kostur er. Því miður
hefur sundurlyndi ráðherra innan rík-
istjórnarinnar og óheppilegar yfirlýs-
ingar sumra þeirra tafið verulega fyrir.
Heimamenn hafa kappkostað að eiga
gott samstarf við stjórnvöld, opinberar
stofnanir og samstarfsaðila varðandi
umhverfismat, orkuöflun og upp-
byggingu álversins. Því er gjörningur
umhverfisráðherra óskiljanlegur.
Höfundur er formaður Framsýnar-stéttarfélags
Mikil reiði í bænum
ÁLIT
Aðalsteinn Á.
Baldursson
kuti@framsyn.is
tækni
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Acer Extensa 5620Z
Intel tveggja kjarna örgjörvi,
1.5Ghz, 1.5GB vinnsluminni,
80 GB geymslupláss, 15.4“
CrystalBrite skjár, Windows
Vista, 3 ára ábyrgð.
79.900-
Skólatilboð
Acer Extensa 5220B
Intel Celeron örgjörvi, 1.86Ghz,
1GB vinnsluminni, 80 GB
geymslupláss, 15.4“ CrystalBrite
skjár, Windows Vista, 3 ára
ábyrgð.
69.900-
Skólatilboð
Aðeins Kr. 2.406 á mánuði
m.v. 48 mán. Svar lán
Aðeins Kr. 2.714 á mánuði
m.v. 48 mán. Svar lán