24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 24
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Við Hrísbrú í Mosfellsdal vinnur fjölþjóðlegur hópur sérfræðinga við rannsóknir og uppgröft á vel varð- veittum leifum langhúss sem talið er að hafi verið byggt skömmu eftir landnám Íslands. Jesse Byock, pró- fessor í fornleifafræði og norræn- um fræðum við University of Calif- ornia í Los Angeles, UCLA, stýrir rannsókninni. „Þetta hefur verið höfðingjasetur. Það var vel byggt með stóru eldstæði í miðjunni og tveimur dyrum og snúa aðrar þeirra beint að kirkju sem var hérna á móti,“ segir hann, en þess má geta að kirkjunnar er getið í Egils sögu. „Í herberginu og anddyrinu voru timburgólf og hér hafa fundist leif- ar af skartgripum, sem voru ekki al- gengir hér á landi á þessum tíma.“ Langeldur í miðju hússins „Þar var moldargólf en ann- ars staðar í húsinu var timb- urgólf,“ segir Jesse Byock. Uppgröftur við Hrísbrú í Mosfellsdal Perlur og timburgólf Skrautlegar konur á Hrísbrú Þessar perlur fundust í rústunum, en þær eru meðal annars úr bergkristal, gleri og járni. Við dyrnar Beint á móti þessum dyrum var kirkjan sem getið er um í Egils sögu. Nákvæmnisvinna Fræðimenn á sviði fornleifafræði, lífefnafræði, beinafræði, skordýrafræði, korta- gerð og annarra greina hafa unnið að uppgreftrinum undanfarin ár. 24 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. Algjört verðhrun – Afslátt eða gott verð? LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Í herberginu og anddyrinu voru timburgólf og hér hafa fundist leifar af skartgripum. menning Gallerí Ágúst fagnar eins árs af- mæli sínu um þessar mundir og er því fagnað með opnun einkasýn- ingar Katrínar Elvarsdóttur, Mar- saga/Equivocal, næstkomandi laug- ardag. Katrín notar aðallega ljósmyndatæknina í listsköpun sinni, en hún útskrifaðist með BFA- gráðu frá Art Institute of Boston ár- ið 1993. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einka- sýningar í Bandaríkjunum, Rúss- landi, Frakklandi og víðar. Verk Katrínar eru meðal annars í eigu Listasafns Reykjavíkur, Þjóðminja- safns Íslands, Listasafns Akureyrar og Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Katrín hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir ljósmyndir sínar og árið 2007 var hún tilnefnd til Heið- ursverðlauna Myndstefs. Gallerí Ágúst er staðsett við Bald- ursgötu 12 í Reykjavík og er opið miðvikudaga til laugardaga klukkan 12 til 17 og eftir samkomulagi. Sýn- ing Katrínar stendur til 27. septem- ber. hilduredda@24stundir.is Tímamót hjá Gallerí Ágúst við Baldursgötu Ársafmæli og einkasýning „Ég sæki innblástur einna helst í fornsögurnar,“ segir herra Pétur Sigurgeirsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem leggur stund á kveð- skap og á orðið gott safn af ljóð- um og kvæðum eftir sjálfan sig. „Að vísu hef ég misst sjónina og er orðinn hálfmáttfarinn en ég nota hugann sem er vel starfandi.“ Pétur gegndi stöðu biskups Ís- lands frá árinu 1981 til 1989 og var þar áður prestur í Akureyr- arkirkju. „Þar var ég í heil 34 ár og þjónaði einnig í Grímsey. Þangað sigldi ég í 116 ferðum,“ rifjar hann upp. Herra Pétur sendi 24 stundum ljóð sitt Blessuð Reykjavík, við lagið Yfir fornum frægðar strönd- um: Blessuð Reykjavík Sunnan báran boð þér flutti, blessuð Reykjavík. Fornar súlur flutu hingað. Fann þig auðnan rík. Yfirgaf norsk hetja hafsins heimsins iðu-torg. Bær var Ingólfs Arnarsonar Íslands höfuðborg. Þorkell máni afkomandi orðstír lifir þar. Siðprúðastur – samt í heiðni sérkenni hans var. Sig hann fól þeim Guði er gefur glaða sólskin hér. Lífgar það mest líf á jörðu, líf svo ávöxt ber. Frúin Hallveig Fróðadóttir formóðir góð var. Fyrstu landnáms heiðrum hjónin heima í Vík – loks þar. Kristni ákvað árið þúsund, albest löggjöf hér. Guð í Kristi gaf oss – þar með gleðiboðskap þér. (Sbr. Róm. 8.38-39) Pétur Sigurgeirsson biskup. Herra Pétur Sigurgeirsson yrkir Ljóð um landnám Íslands Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari heldur tónleika í Laufáskirkju við Eyjafjörð laugardaginn 16. ágúst klukkan 14. Á efnisskrá eru verk eftir Telemann, Kuhlau, Tomasi, Piazzolla og Takemitsu auk nýs verks eftir Ásrúnu I. Kondrup sem var samið fyrir Hafdísi á vor- mánuðum 2008. Hafdís starfaði í júní og júlí síð- astliðinn hjá Hinu húsinu í Reykjavík við tónleikahald og uppákomur vítt og breitt um borgina. Í júlí og ágúst ferðast hún um landið og spilar. hee Flaututónar í Laufáskirkju JPV útgáfa hefursent frá sér bók- ina Glerkastalinn eftir Jeanette Walls. Bókin geymir end- urminningar höfundar sem ólst upp í strjál- býli Bandaríkjanna, fyrst í eyði- mörk villta vestursins og síðar í fjöllunum í austri. Sérvitrir for- eldrar festu hvergi rætur. Fað- irinn var uppfinningamaður en líka forfallinn drykkjumaður sem sveik öll loforð, og móðirin var sveimhugul listakona, of við- kvæm fyrir amstur hversdagsins. Fjölskyldan hraktist á milli staða og börnin þoldu sára fátækt. Þau spjöruðu sig þó í veröldinni en foreldrarnir lentu á götunni í New York, sjálfviljug. hee Glerkastalinn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.