24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 40
24stundir Sparaðu umtalsverðar fjárhæðir með kaupum á nýjum Polo eða Passat. Takmarkað magn af þessum frábæru bílum á mögnuðum kjörum - enn hagstæðara verð og 100% erlent lán. Komdu núna. Við tökum vel á móti þér og gamla bílnum þínum líka! Betra verð, sparneytni og 80% lán að fullu í erlendri mynt Volkswagen kynnir nýjar leiðir til að spara umtalsverðar fjárhæðir. Volkswagen Passat Verð áður 3.570.000 kr. Verð nú 3.355.000 kr. *Sjálfskiptur Passat Comfortline Plus 2.0 FSI kostar nú aðeins 44.750 kr. á mán. í 84 mán. m.v. 100% myntkörfulán með 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,5%. Volkswagen Polo Verð áður 1.990.000 kr. Verð nú 1.875.000 kr. *Beinskiptur Polo Comfortline 1,4 kostar nú aðeins 24.950 kr. á mán. í 84 mán. m.v. 100% myntkörfulán með 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,78%. Þú færð Passat fyrir aðeins 44.750 krónur á mánuði* Þú færð Polo fyrir a ðeins 24.950 krónur á má nuði* A uk ah lu tir á m yn d: Á lfe lg ur . Das Auto. ? Geir H. Haarde varpar öndinni léttarþessa dagana. Engin þörf á því lengur aðdreifa athygli þjóðarinnar með vangavelt-um um geigvænlega losun gróðurhúsa-lofttegunda í von um að hún steingleymimínusnum á bankareikningnum. Ís-lenska karlalandsliðið í handbolta er búiðað redda þessu. Gefa íslensku þjóðinni von og trú á sjálfa sig á ný. Þjóðin var komin með upp í kok af lánakrepputali. Búin að fá nóg af bar- lómi, væli og volæði. Við vildum sigur. Jákvæðni. Aðgerðir. Og þótt hagstjórn landsins gæti ekki gefið okkur þetta þá voru aðrir sem gátu það: Sjö kátir karlar í bláum búningum. Sjálfstraustið upp- málað og með sigurglampa í augum. Þegar allt kemur til alls er þetta auð- vitað bara spurning um hugarfar. Íþróttasálfræði 101. Eitthvað sem ráða- menn þjóðarinnar ættu kannski að kynna sér. Frekar en að þegja þunnu hljóði gæti fyrirliði lands og þjóðar æft sig í að fara með ræðuna hans Óla Stef. sem hann frussaði út úr sér móður og másandi eftir Þjóðverjaleikinn: „Þetta var bara snilld. Mjög gott. Massa karakter. Við sýndum þrýsting, sýndum bara að við erum góðir. Þetta var enginn grís eða neitt. Við erum þéttir í vörn, markvarslan, hraðaupp- hlaupin og sóknin öll stabíl. Allt mjög jákvætt.“ Þetta myndi svínvirka. Stjórnin myndi fyllast nýjum eldmóði og þjóðin snúa bökum saman sem aldrei fyrr. Við tökum þetta í seinni hálfleik. Gengið til búningsherbergja Heiðdís Lilja Magn- úsdóttir vill handboltasál- fræði í hagstjórnina YFIR STRIKIÐ Hvernig er liðsheildin? 24 LÍFIÐ Nýtt lag með Sálinni hans Jóns míns verður frumflutt í dag. Yrk- isefni lagsins er ást- arsorg. Glænýr Sálar-slagari fer í spilun »33 Helgi Björnsson leikur skúrkinn í nýjustu mynd Júlíusar Kemp og fagnar velgengni kántríplötu sinnar. Kántríkóngur leikur hvalaskúrk »38 Kynbomban Scarlett Johansson lætur ekki slæma plötudóma stöðva sig og vill gera aðra plötu og leikstýra. Vill syngja meira og leikstýra »35 ● Sílamávafjöld „Þeir eru duglegir að bjarga sér,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson líf- fræðingur um ágang máva í mið- borginni upp á síðkastið. „Að- alfæða þeirra er uppsjávarfiskur, til dæmis sandsíli, en ef verulega þrengir að sækja þeir í það fæði sem þeir finna og gefur þeim orku. Slíkt fæði finna þeir við Tjörnina og í miðborginni.“ Gunnar segist ekki halda að neinna aðgerða sé þörf. „Ef ekki er nægileg fæða fyrir máva í framtíðinni eru líkur á að mávum fækki.“ ● Gegn hatrinu „Fólk erlendis tek- ur eftir því sem við erum að gera því við notum mikið MySpace til að auglýsa tón- leika. Fólk vill bara taka þátt og sýna stuðning,“ segir Dane Magn- ússon hjá Félagi Anti-rasista varð- andi þann mikla fjölda erlendra flytjenda sem leika á styrktartón- leikum félagsins á Organ á laug- ardaginn kemur. Þar munu meðal annars flytjendur frá Bretlandi, Danmörku og Bandaríkjunum koma fram. Tónleikarnir munu hefjast klukkan 22 og kostar litlar 1000 krónur inn. ● Makedónía kvödd „Það er rosalega gott að vera komin heim í sveitasæluna og náttúruna hérna í Borgarnesi,“ segir Auður H. Ingólfs- dóttir, sem und- anfarið ár hefur unnið á vegum UNIFEM í Skopje í Makedóníu. „Í Makedóníu unnum við mikið við stefnumörkun varðandi jafnrétt- isáætlun og heimilisofbeldi. Þetta er hörkuvinna, en mér þótti mjög fróðlegt að kynnast Sameinuðu þjóðunum svona innan frá. Svo er Balkanskaginn mjög spennandi.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.