24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 32
Eftir Trausta S. Kristjánsson
traustis@24stundir.is
Jóhann Berg Guðmundsson er
einn efnilegasti knattspyrnumaður
landsins, en hann hefur slegið í
gegn í sumar með Breiðabliki í
Landsbankadeildinni og fengið
náð fyrir augum landsliðsþjálfar-
ans að auki. Blaðamaður brá sér í
Kópavoginn og forvitnaðist nánar
um þetta örvfætta undur.
Hverra manna ert þú Jóhann?
„Pabbi minn er Guðmundur
Örn Jóhannsson og móðir mín er
Íris Gunnarsdóttir. Ég fluttist í
Kópavoginn þegar ég var sex ára
gamall, en þar áður vorum við í
Árbænum þar sem ég sleit fyrstu
takkaskónum með Fylki,“ segir Jó-
hann, sem fluttist til Íslands í des-
ember.
„Fjölskyldan fluttist til Englands
fyrir þremur árum, þar sem ég
æfði með unglingaliðum Fulham
og Chelsea, en sleit krossband og
var frá æfingum í eitt ár.“
Hefur lítt hugað að framtíðinni
Menntun situr gjarnan á hak-
anum hjá ungum strákum sem eru
fimir með knöttinn og vekja áhuga
erlendra liða. Jóhann segist með-
vitaður um þá staðreynd.
„Það eru margir sem fara of
ungir í atvinnumennsku og það
sést líka á þeim. Þá hef ég á tilfinn-
ingunni að menntun sé ekki efst á
baugi hjá þeim, þó einhverjir nái
að tvinna þetta saman. Hvað sjálf-
an mig varðar, þá er það alveg
mögulegt að ég fari utan eftir þetta
tímabil, en þá mun ég líklega klára
skólann í fjarnámi. Ég er ekkert
byrjaður að hugsa um háskólanám
ennþá, enda nægur tími til þess. Ég
tek bara einn dag í einu og spái lít-
ið í annað en fótbolta þessa dag-
ana.“
Í sömu andrá hringir Ólafur
Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks,
og innir Jóhann eftir símanúm-
erinu hjá karli föður hans. Skyldi
hafa borist tilboð í drenginn?
„Heh, ja, nú veit ég ekki sko.
Þeir eru bara að tala eitthvað sam-
an um fótbolta eflaust,“ segir Jó-
hann, hálfvandræðalegur og með
flóttalegt augnaráð.
Jóhann Berg Guðmundsson hefur slegið í gegn í Landsbankadeildinni
Jarðbundinn framherji með stóra drauma
Jóhann Berg Guðmunds-
son var nýlega valinn í ís-
lenska karlalandsliðið í
knattspyrnu, aðeins 17
ára gamall, eftir að hafa
slegið í gegn með Breiða-
bliki í sumar. Hann á sér
stóra drauma og hefur
alla burði til þess að láta
þá rætast.
Hæfileikaríkur Jóhann er
leikinn með knöttinn, en seg-
ist ekki vera neitt sérstakur í
raungreinum.
32 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir
FÓLK
24@24stundir.is a
Hvað sjálfan mig varðar, þá er það alveg
mögulegt að ég fari erlendis eftir þetta tíma-
bil, en þá mun ég líklega klára skólann í fjarnámi.
viðtal