Alþýðublaðið - 18.11.1972, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 18.11.1972, Qupperneq 1
„MAÐUR KLÆÐIR SIG BARA VEL, OG SVO ER HLÝTT í SKÚRNUM" Hún lætur ekki frostiö á sig fá hún Salóme Jakobsdóttir, en hjálpar ótrauð börnunum yfir gangbrautina á Sundlauga- veginum við sundlaugina hvernig sem viðrar, og ekki sagðist hún kviða fyrir vetrin- um. „Maður klæðir sig bara vel, og svo er hlýtt i skúrnum”, sagði hún þegar við stoppuðum hjá henni i gærdag til að spjalla við hana. Og hún Salóme er yngsti gangbrautarvörðurinn, hún er ekki nema 18 ára gömul, — en það var eiginlega aðal ástæðan fyrir þvi, að við brugðum myndavélinni á loft, þegar við sáum hana. Hún trúði okkur fyrir þvi, að hún ætlaði að vera þarna við gangbrautina i allan vetur, — reyndar ekki nema hálfan daginn, — hinn helminginn ætlar hún að vera heima hjá barninu sinu. Ekki sagði Guttormur Þormar i Umferðarmála- deildinni, að mikil ásókn væri i þetta starf, en þó sagði hann, að tvær konur hefðu ekki komizt að siðast þegar var auglýst. albýðu BRETAR TOKU 30,000 TONNUM BETUR í FYRRA „Með hliðsjón af aflaþróun I áranna 1969 og 1970, olli árið 1971 nokkrum vonbrigðum”, segir i yfirlitsgrein um islenzkan sjávar- útveg 1971 i nýjasta hefti Ægis, rits Fiskifélags tslands. Greinir Ægir mjög ýtarlega frá sjávarútveginum og afkomu hans i fyrra, en hér er aðeins hægt að stikla á þvi stærsta. í yfirlitinu segir, að búist hafi verið við nokkrum samdrætti árið 1971, en ekki eins miklum og raun varð á. Orsakirnar megi að nokkru leyti rekja til meiri sóknar erlendra veiðiskipa á miðin. Þannig hafi t.d. afli Breta á Islandsmiðum aukist um liðlega 30 þúsund lestir, á sama tima og afli tslendinga sjálfra dróst saman um tæpar 50 þúsund lestir. Þessi samdráttur nemur 6,8% frá fyrra ári. Hins vegar jókst KRAG SÆKIR UH LEKTORSSTÖDU Jens Otto Krag, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, hefur nú sótt um stöðu við háskólann i Arósum. — iiMWIr T verðmæti aflans upp úr sjó um 15%, eða um tæpar 750 milljónir króna. Síðan segir i greininni i Ægi, að erfitt sé að gera sér grein fyrir framtiðarhorfum fiskveiðanna við tsland. útfærsla land- Framhald á bls. 4 NORÐANÁTTIN A UNDANHALDI Veðurstofan spáði þvi i gær- kvöld, að norðanáttin, sem rikt hefur um gjörvallt iandið að undanförnu, gengi niður um helgina. Sagði Jónas Jakobsson veðurfræðingur i samtaii við biaðið, að nú drægi til austanáttar, frost minnkaöi og jafnframt myndi þykkna upp. Jónas sagði að orsakir veðrabrigðanna framundan væru þær, að háþrýstisvæði sem var við Grænland teygir sig nú austur á bóginn yfir tsland. Jafnframt teygði lægðarsvæði við Suður-Græn- land sig i austurátt. Þá sagði Jónas, að jafnvel mætti búast við einhverri snjókomu sunnanlands yfir helgina, en fyrir norðan yrði bjartara, og þar væri óliklegt að þiðnaði. Sunnlenzkir skiðaáhuga- menn mega þvi jafnvel búast við skiðafæri yfir helgina, einkum þó á Bláfjallasvæðinu. RAFMAGN SKAMMTAÐ NORÐURLANDI (VETUR Aktuelt, aðalmálgagn jafnaðarmanna i Danmörku, skýrir frá þvi siðastliðinn íjtnmtudag, að Krag hafi sótt um stöðu lektors eða adjunkts i þjóð- félagsfræðum við háskólann i Árósum. Fullyrðir blaðið að Krag verði veitt staðan. Meðal þeirra kennslugreina, sem hinn fyrrverandi forsætis- ráðherra kemur til með að kenna, er alþjóðastjórnmál. Þegar Aktuelt sneri sér til hins fyrrverandi forsætisráðherra i siðustu viku, kvaðst hann aðeins vilja segja þetta: „Ég neita þvi ekki, að ég er ein- mitt að skrifa umsóknina”. Það er fyrirsjáanlegur rafmagnsskortur á Norðurlandi i vetur, eða á svæði Laxár- virkjunar, frá Raufarhöfn aö Dalvik, og sjálfsagt verður gripið til skömmtunaraðgerða, sagði Ingólfur Arnason, raf- veitustjóri á Akureyri i viðtali við blaðið i gær. Stjórn Laxárvirkjunar hefur ritað bréf þar sem þetta kemur ótvirætt fram. Segir þar að stöðin sé nú keyrð á fullum afköstum til að anna rafmagns- þörfinni, en með vetrinum, þegar vatn fari að minka i Laxá, dragi óhjákvæmilega úr af- köstum stöðvarinnar, sem hafi þá rafmagnsskort i för með sér. Ingólfur sagði, að þegar til skömmtunar kæmi, yröi hún látin ganga jafnt yfir Norður- landið.Reyntverður að halda at- vinnurekstri i gangi með að taka rafmagn af ibúðarhverf- um. Nokkrar diesel-rafstöðvar, svonefndar varastöðvar, eru á Norðurlandi, en þær munu engu bjarga þar sem þær eru nú þegar keyrðar á nær fuílum afköstum. Bjóst Ingólfur við að ástandið gæti orðið mjög slæmt, ef eitt- hvað bilaði i kerfinu, og bætti við, að þar væri allra veðra von sem kerfið væri viða veikt. Það er ekki lengra siðan en i fyrradag, að stór spennir skammt frá Akureyri brann yfir með þeim afleiðingum, að allt svæðið frá Akureyri til Hjalt- eyrar varð rafmagnslaust, auk Hörgárdals, Þelamerkur og öxnadals. Vonir stóðu til að við- gerðum lyki i dag. Við þessa bilun urðu móttakari og sendir Landssimans að Björgum i Hörgárdal rafmagnslausir, og þó að þar sé varastöð, var ekki nema ein simalina opin á milli Reykja- vikur og Akureyrar um tima i fyrradag og var samband mjög slæmt. Sagði Ingólfur að spennir þessi væri aðeins einn veikur hlekkur i rafkerfinu nyrðra, en þeir væru miklu fleiri. Kerfið væri viða veikt og þvi mætti búast viö hverskyns skakkaföll- um i Aðalástæðan fyrir þessum fyrirsjáanlega rafmagnsskorti er seinkun á framkvæmdum við Laxárvirkjun. Búizt var við að viðbótin við stöðina þar yrði komin i gagnið nú i haust, en vegna ófyrirsjáanlegra tafa taldi Ingólfur liklegt, að það yrði ekki fyrr en i vor. — SKORTUR FYRIRSJAANLEGUR KERFID ViÐA VFik-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.