Alþýðublaðið - 18.11.1972, Qupperneq 11
Kross-
gátu-
krílið
Topp /npp ^~/70^.
5 0/?6 áLUFft 5« sr S£/? fpjrrr - 'fíNúuH FLOKK /?/?
|i
'T/EPi
R£VN zr
BfíR BFL!
TÓfiN LEmuR TófVff KS'ftfíR
l bUOFR
iKíbh OVÆG JN
TfU.it 1>UFr TfjÓT
ÚT útbuR TftuTfibl
l
RF STftÐ •pPýjF
mm< -0
ai ^ r~ - ijn Ca
' k; Cfc> Cö i jö ii í
• ^CbMt^iXiSí*
GS h, N N ^ v, ö fcc }> S
^ <S"- • 'j'CÍ3t^i,X;5)>o •
1-1—- ta Ca
í SKUGGA MARDARINS
Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt
hlæjandi eins og hann hæddi þá
sem ekki stóðu honum á sporði.
bau voru sterkblá að lit og nú
horfðu þau á mig, enda þótt hann
heilsaði mér ekki. Hann sagði yfir
höfuðið á mér: — Svo þetta er
stúlkan.
— Já. pabbi, sagði Adelaide.
— Hún er lik föður sinum, ha,
Adelaide?
— Já, það er svipur með
þeim.
— Nora. Heitir hún það?
— Mér féll illa að talað væri um
mig eins og ég væri ekki viðstödd.
Ég var komin með óþægilegan
hjartslátt,þvi þrátt fyrir ásetning
niinn að verða ekki of gagntekin
af lotningu, var ég það. Itödd min
var bæði oflætisfull og
framhleypin þegar ég sagði: —
íígget svarað öllum spurningum
varðandi sjálfa mig. Hann lyfti
loðnum, ljósum augnabrúnunum
og bláa loganum var beint að
mér. Ég hélt ál'ram: — Ég er
vissulega stúlkan, og ég heiti
Nora.
Andarlak breyttist andlitssvip-
ur hans. Ég hélt hann ætlaði að
verða reiður vegna þess sem
hann áliti frekju af mér. en ég var
ekki viss.
Jæja, sagði hann, — þá höf-
um við íengið tvöfalda staðfest-
ingu á þvi svo við ættum að geta
verið viss. Heldurðu að henni
muni iika vel hérna, Adelaide?
Ég svaraði áður en Adelaide
kom upp orði: — bað er enn of
snemmt að segja um það.
— ltenni er betra að láta sér vel
lika, þvi hér verður hún að vera.
Hann hálf lokaði augunum og
sagði : — Sendu Jagger inn og
flýttu kvöldverðinum um tiu
minútur. Hún mun vera svöng.
Ég vil ekki að hún haldi að við
ætlum að svelta hana.
betta var merki um að við
mættum fara. Ég sneri mér við,
fegin að losna. Á leið okkar út
mættum við manni, sem beið eftir
að komast inn i bókastofuna.
betta er ungfrú Nora
Tamasin, herra Jagger, sagði
Adelaide. Nora, þetta er herra
Jagger, sem rekur búgarðinn.
Herra Jagger var lágvaxinn
maður og feitlaginn. Mér fannst
hann heldur litill fyrir mann að
sjá. en ef til vill hefur það verið
vegna þess hve ég var nýskilin við
„hágöfgina” eins og ég hafði
þegar skirt hann i hæðni. Jagger
var mjög rjóður i andliti og hafði
heldur áleitin dökk augu — og
mér likaði ekki hvernig þau
horfðu á mig. En ég veitti þessu
varla athygli, mér var ennþá
heitt i hamsi gagnvart Merðinum.
Mér varð ljóst að ég hafði ekki
hugmynd um hvernig bókastofan
leit úh frá þvi að dyrnar opnuðust
hafði ég ekkert séð annað en
hann.
Adelaide fylgdi mér aftur til
herbergis mins.
- Ég held að þú hafir gert
hann hissa, sagði hún.
Og það hefur honum ekki lik-
að, bætti ég við.
Ég veit það ekki. Komdu að
minnsta kosti ekki of seint til
kvöldverðar. bú verður að koma
eins og þú ert. bað er enginn timi
lil að hafa fataskipti. Ég kem og
sæki þig svo þú mætir timanlega.
Honum er meinilla viö óstundvisi.
Strax og hún var farin, gekk ég
að speglinum. Ég var eldrauð i
vöngum og augun tindruðu bessi
áhrif hafði hann haft á mig. Hann
lalaði framhjá mér eins og ég
væri ekki til og hann gerði það
viljandi til að rugla mig i ríminu.
Hversvegna hafði faðir minn dáð
hann svo mjög? Hversvegna
hafði hann falið mig i umsjá þvi-
liks manns? Ég var sautján ára
og þvi voru fjögur ár þar til ég
yrði myndug. ()g hvað átti ég þá
að gera af mér? Verða kennslu-
kona? Ó, veslings ungfrú Graeme
með hár eins og fuglshreiður og
drauma sina um það sem hefði
getað orðið. En heldur vildi ég
það en verða ómagi hjá honurn.
betta orð vakti hlátur hjámér. Ég
var i rauninni spennt já, ég var
það. Ég hlakkaði til að hitta hann
altur vegna þess að ég vildi sýna
honum að enda þótt hann
drottnaði yfir öðru heimilisfólki
sinu, yrði sú ekki raunin á um
mig.
Adelaide kom aftur að vörmu
spori til að sækja mig tilkvöld-
veröar.
Mér til undrunar var það stóra
borðið i forstofunni, sem ég hafði
tekið eftir þegar við komum inn,
er dúkað hafði verið til kvöld-
verðar. bað var lagt á það fyrir
tóif manns. Adelaide varð auðsjá-
anlega fegin þvi að faðir hennar
var enn ekki kominn.
- Við erum mörg, sagði ég.
— Við vitum aldrei hve mörg
við verðum hverju sinni, sagði
hún mér. — Stundum eru fram-
kvæmdastjórarnir hérna. Fjöl-
skyldan er fimm manns, með þér.
i kvöld verður herra Jagger
hérna, og William Gardner hugsa
ég lika. beir eru hér olt. Faðir
minn vill gjarnan ræða viðskiptin
við þá yfir matborðinu.
Stirling kom þjótandi inn —
einnig feginn yfir þvi að faðir
hans skyldi ekki vera mættur.
bau virtust öll vera hrædd við
manninn.
- bá hafið þið hitzt, sagði
hann. llann vildi heyra mig segja
hve mikið mér þætti til föður hans
koma. - Nú ertu búin að tala við
liann.
Já, viðurkenndi ég. bó
hann hal'i ekki beinlinis talað við
mig til min öllu heldur. Ég
svaraði fyrir hönd sjálírar min —
ef þú gctur kallað það að tala við
einhvern.
Hvernig gekk það Adelaide?
Likaði honum við hana?
bað var eins og Nora sagði,
og það er ekki langur timi liðinn.
Ég sá að honum þótti viðtalið
ekki hafa farið vel og var von-
svikinn og dálitið áhyggjufullur.
Ég mat mikils umhyggju hans
lyrir mér, en kunni illa þrælsótta
hans við þennan mann.
í þessu kom hann inn ásamt
framkvæmdastjórum sinum og
ég varð gröm sjállri mér fyrir að
linna til sömu lotningar og var
svo augljós hjá hinum. Á aðra
hönd honum var Jagget; en hinum
megin maðurinn sem ég íékk að
vita að væri William Gardner.
llann leit i kringum sig og kinkaði
kolli. Siðan sagði hann. llvarer
Jessica? Ekki komin ennþá.
Jæja, við hyrjum þá án hennar.
Stirling sat honum til hægri
handar. Mér lannst að i þvi væri
fólgin einhver æðri merking. Mér
til undrunar var ég látin setjast
vinstra megin við hann. Adelaide
sat næst Stirling og við hliðina á
mér var autt sæti, að likindum
ætlað hinni óstundvisu Jessicu.
Um leið og mennirnir tveir höfðu
tekið sér sæti neðar við borðið,
komu þjónarnir inn með súpuna.
Ilún var heit og Ijúffeng, en ég
var of æst til að njóta hennar.
Mörðurinn — ég gat ekki hugs-
að um hann með öðru nafni —
stjórnaði samræðunum. Mér virt-
ist að okkur hinum væri ekki ætl-
að að tala nema þegar yrt væri á
okkur. Hann ræddi við Stirling
um ferðalagið og spurði hann
álits hans á Englandi. Hann
hlustaði með athygli á svör sonar
sirts. Stirling var sá eini við-
staddra, sem virtist óhræddur við
hann, en sýndi honum þó djúpa
virðingu og hegðaði sér, að mér
fannst, eins og i nærveru guð-
dóms.
Og hvernig var svo sjóferð-
in? spurði hann.
— Úfin á köflum. bað var tölu-
veröur veltingur meðfram Afriku
ströndinni. Sumum farþegunum
var nóg boðið.
— Hvað um Noru? Hvernig
varð henni við?
Hann horfði enn á Stirling en ég
varð fljótari til svars: - Segðu
föður þinum, Stirling, að
veltingurinn hafi ekki valdið mér
teljandi óþægindum.
Ég imyndaði mér að ég sæi
kimniglampa i augum hans. —
Hún hefur sem sagt verið góður
sjómaður, hm?
bað er óhætt að segja það.
Ja'ja, kannski hún samlagist
þá okkar hrjúfu og óhefluðu
lifnaðarháttum. Heldurðu að hún
geri það?
Já, það held ég, sagði
Stirling, og brosti til min.
Getur hún setið hest? Hún
þarí að kunna það hér.
- Ég hef riðið heima, sagði ég.
Svo ég ætti að geta það hér.
Nú leit hann loksms a mig. —
Útreiðar eru erfiðar hérna, sagði
hann, i fleira en einu lilliti. bú
linnur muninn. Hann hafði lag á
að lyfta annarri augnabrúninni
þannig að ég taldi það til þess
ætlað að bæla mann, en ég
hrósaði með sjálfri mér dálitlum
sigri vegna þess að ég hafði
fengið hann til að láta af þeim
litillækkandj hætti að tala fmm-
32
in var tekin, er hann kom
heim i fri. Seinna missti hann
handlegg við Antietam. En
honum var leyft að halda her-
deildinni. bað var ekki svo
mjög fengizt um slikt i þá daga
Anderson: Ég veit það. Langafi
minn gekk með tréfót og tók
samt þátt i striðinu.
Krú Everleigh: Að loknu strið-
inu kom hann heim og kvænt-
ist langömmu minni. Hér er
brúðarmyndin. Hefur þú
nokkurn tima séð jafn litla og
sæta konu? Hún eignaðist sjö
börn. Hér kemur eina mynd-
in, sem ég á af foreldrum
móður minnar. Afi var eldri
en amma min og átti verzlun i
Pennsylvaniu. Amma var
mesta skass. Ég man óljóst
eftir henni. Ég held ég hafi
fengið vaxtarlagið frá henni
Hún var tröllaukin — og ófrið
Móðir min var einkabarn
Ilér er mynd af móður minni
með skólasystkinum hennar.
Hún var i kennaraskóla i tvö
ár. bað er dreginn hringur
utan um hana. bessi litli
drengur er faðir minn, þegar
hann var tiu ára. Var hann
ekki sætur? Hann fór til Yale
Sjáðu hvernig hann er
klæddur! Er þetta ekki stór-
kostlegt? Hann var i róðrar-
sveitinni þar. Hann var lika
ágætur sundmaður. Hér er
mynd af honum i sundskýlu.
betta var siðasta árið hans
við Yale.
Anderson: Maður gæti haldið,
að hann hafi verið vanaður.
Krú Everleigh: Skepna. Hann
var karlmenni. Hár og þrek-
vaxinn. Hann kynntist móður
minni á skóladansleik og þau
giftust strax og hann útskrif-
aðist. Hann hóf störf sem
skrifstofumaður þremur ár-
um áöur en fyrri heimsstyrj-
öldin hófst. Ernest bróðir
minn fæddist árið 1915, og
pabbi lét skrá sig i herinn,
þegar Bandarikin blönduðust
i striðið. Hann fór austur um
haf 1918. Ég held, að hann hafi
ekki tekið þátt i bardögum.
Hérna er hann i einkennis-
búningnum sinum.
Andcrson: bessar vafnings-
legghlifar hljóta að hfa verið
afar óþægilegar. Kyrsti eigin-
maður móður minnar fórst
með Marne.
Krú Everleigh: Ekki hefur hann
getað verið faðir þinn.
Anderson: Nei. Pabbi var þriðji
maðurinn hennar.
Krú Everleigh: Jæja, hér eru
pabbi og mamma með Ernie
og Tom — hann var næstelzt-
ur. Hann var talinn af i
Frakklandi i seinni heims-
styrjöldinni. Og hérna heldur
mamma á mér þetta var
lyrsta myndin, sem var tekin
af mér. Var ég ekki sæt?
Anderson: Jú.
Krú Everleigh: Svo eru hérna
nokkrar myndir af mér sem
unglingi. Hlúndubuxur, leik-
fimisbúningur, baðföt. Við
vorum i kofa við vatn i Kan-
ada. Hérna erum við öll börn-
in, Ernest og Thomas og Ró-
bert og ég.
Anderson: Varst þú eina stúlk-
an?
Krú Everleigh: Já. En ég stóð
fyllilega jafnfætis þeim, og
fljótlega synti ég betur en
nokkur drengjanna. Mamma
var oft rúmliggjandi vegna
veikinda, og pabbi var i vinn-
unni. bess vegna vorum við
systkinin samrýmd. Ernie
var foringinn, þvi hann var
elztur, en þegar hann fór i há-
skóla, tók ég við stjórninni.
Tom og Bob höfðu hvorugur
það vald, sem Ernie hafði.
Anderson: Hve gömul varstu,
þegar þessi mynd var tekin?
Frú Everleigh: Ég held ég hafi
verið. fjórtan ára.
Andcrson: Og orðin svona
brjóstamikil.
Krú Everleigh: Já, ég var bráð-
þroska. Svona var það alla
mina ævi. Ég fór að hafa
blæðingar ellefu ara gömul.
Sjáðu axlirnar og lærin. Ég
synti betur en bræður minir
og vinir þeirra. Ég held aö
strákunum hafi þótt það
miður. beirkusu veikbyggðar
stúlkur. Ég var stór sterk og
vöðvamikil. Ég hélt, að strák-
arnir vildu vera með stelpu,
sem gæti synt, farið i útreiðar
ogslegiztviöþá. En þegar við
fórum að fara á dansleiki, tók
ég eftir þvi, að það voru veik-
byggðu, fölu, kvenlegu stúlk-
urnar sem þeir buðu með sér.
Mamma heimtaði, að ég færi i
dansskóla, en ég var aldrei
lipur dansari. Ég gat stungið
mér og synt, en ég var
klunnaleg á dansgólfinu.
Andcrson: Hver svipti þig mey-
dómnum?
Krú Evcrleigh: bað gerði Ernie
bróðir minn. h'innst þér það
viðurstyggilegt?
Andcrson: Hvers vegna ætti
mér að finnast það? Ég er frá
Kentucky.
Krú Evcrleigh: bað gerðist,
þegar hann kom einu sinni
heim i paskaleyfi frá háskól-
anum. Og hann var fullur.
Anderspn: Auðvitað.
Krú Everleigh: bessi mynd var
tekin, þegar ég útskrifaðist úr
gagnfræðaskóla. Er ég ekki
glæsileg?
Anderson: bú ert eins og belja i
náttkjól.
Krú Everleigh: bað er liklega
satt, Guð minn góður, en sá
hattur. En svo þegar ég fór i
skólann hennar ungfrú Proud,
grenntist ég svolitið. Ekki
mikið, en svolitið. Ég var i
sundliðinu, fyrirliði knattliðs-
ins, reiðliösins og golfliðsins
og einnig var ég góð i tennis.
Hérna er ég með bikarinn,
sem ég fékk fyrir að vera fjöl-
hæfasta iþróttasttílkan.
Andersou: En sá likami. Ég
vildi gjarna hafa þekkt þig
þá.
Krú Everleigh: bað gerðu
margir þá. Ég var svo sem
enginn dansari, en ég komst
að þvi, hvernig stúlka fer að
þvi að verða vinsæl. bað var
afar auðvelt. Strákarnir
þurftu ekki annað en biðja
mig að gera þa.ð. Ég fór á ótal
stefnumót.
Anderson: Ég hefði haldið, að
þú værir lesba.
Krú Everleigh: Ég reyndi það.
Ég sótti aldrei á þær, en
margar þessara sætu, fölu
finlegu stúlkna leituðu á mig.
o
Laugardagur 18. nóvember 1972