Eintak - 03.02.1994, Blaðsíða 16
Fyrir dyrum standa verulegar tilfærslur á mönnum innan utanríkisþjónustunnar, Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra, hefur í hendi sér hvert hann sendir menn og hvar hann plantar þeim í metorðastigann.
Nokkrir reynslumiklir sendiherrar hafa fallið í ónáð hjá honum frá því hann settist í ráðuneytið. Á sama tíma
hefur hann skipað nokkra sendiherra á pólitískum forsendum og hlaðið undir aðra sem eru honum hugnanlegir
af einhverjum ástæðum. StyrmirGuðlaugsson skoðaði þessar tilfærslur og myrkviði metorðastigans
í utanríkisþjónustunni.
Jón Baldvin rúllar
sendiherrum
uppognið
meto
Nýlega var tilkynnt um verulegar
tilfærslur innan utanríkisþjónust-
unnar sem þykja sýna vel hverjir
njóta velvilja Jóns Baldvins
Hannibalssonar, utanríkisráð-
herra, og hverjir ekki. Slíkar til-
færslur fara fram með reglubundnu
millibili og vekja yfirleitt ekki mikla
athygli utan ráðuneytisins sjálfs.
Tilkynning um hverjir flytjast
hvaðan og hvert, hverjir eru
hækkaðir í tign og svo framvegis
birtist í Morgunblaðinu eins og hver
önnur fréttatilkynning á innsíðum.
Innan utanríkisþjónustunnar bíða
menn hins vegar í oívæni eftir því
hvert geðþótti ráðherrans ber þá
næst.
Möguleikarnir eru í rauninni
þrír: Stöðuhækkun með skipun í
eftirsóknarverðara embætti á meira
spennandi stað en áður, sem gefur
til kynna að ráðherrann vilji umb-
una viðkomandi fyrir vel unnin
störf. Status quo sem erfitt getur
verið að ráða í. Og loks að vera
kallaður heim sem er jafnan talið til
marks um gengisfellingu innan
þjónustunnar. Ef um gott embætti
er að ræða, eins og stöðu skrifstofu-
stjóra, getur þó verið um hækkun í
virðingarstiganum að ræða hjá
lægra settum diplómötum. En þeg-
/ ónáðinni hjá Jóni:
Páll Asgeir
Tryggvason
var kallaöur
heim frá Bonn
áður en starfs-
tíma hans lauk.
Níels P. Sig-
urðsson kom
frá Ósló 1989
og hefur starfað
aö sérverk-
efnum síöan.
Ekkert al-
mennilegí verk-
efni hefur fund-
ist fyrir Þórð
Einarsson l
ráðuneytinu eftir
að Jón kvaddi
hann heim frá Stokkhóimi 1991.
Ingvi S.
Ingvarsson
læturaf sendi-
herraembætti í
Kaupmannahöfn
innan fárra vikna
en hann ætti að
láta af störfum um næstu áramót
vegna aldurs.
ar sendiherra er kallaður heim áður
en hann nær sjötugu og er ekki
skipaður ráðuneytisstjóri þýðir það
sjaldnast annað en að sá hinn sami
hafi fallið í ónáð hjá ráðherranum,
enda hafa sendiherrar ekki að
neinu sérstöku að hverfa hér heima
þar sem þekking þeirra og reynsla
nýtist.
Sendiherrar falla
í ónáö hjá utanríkis-
ráðherranum
Þegar rýnt er í þær tilfærslur sem
standa fyrir dyrum vekur fyrst at-
hygli að Ingvi S. Ingvarsson
sendiherra er kallaður heim frá
Kaupmannahöfn. Að mati heim-
ildarmanna EINTAKS innan utan-
ríkisráðuneytisins þykir Jón
Baldvin hafa sýnt sendiherranum
lítilsvirðingu með heimkvaðnin-
gunni. Ingvi verður sjötugur í des-
ember og hefði því sjálfkrafa látið af
embætti um næstu áramót og það
er útbreidd skoðun innan utanrík-
isþjónustunnar að hann hefði átt
að fá að klára sinn tíma. Ingvi er
einn þeirra sem þykir vammlaus og
hafa staðið sig með stakri prýði í
þau tæpu fjörutíu ár sem hann hef-
ur verið diplómat. Einn heimild-
armaður innan ráðuneytisins, sem
tók undir að túlka megi heim-
kvaðninguna sem lítilsvirðingu,
benti þó jafnframt á að líta megi
svo á að eðlilegt hefði verið að nota
tækifærið fyrst hvort eð er var verið
að færa menn til.
Á þeim tíma sem Jón Baldvin
hefur gegnt embætti utanríkisráð-
herra, frá haustmánuðum 1988,
hafa nokkrir sendiherrar fallið í
ónáð hjá honum, að því er virðist,
og í raun verið sviptir starfi sínu.
Níels P. Sigurðsson, sendi-
herra, var kallaður heim 1989.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um EINTAKS spurði hann Jón Bald-
vin hvernig stæði á þessari heim-
kvaðningu og tjáði honum jafn-
framt að hann vildi gjarnan vera
eins og íjögur ár áfram í Osló eða á
einhverjum öðrum stað erlendis.
Jón Baldvin á að hafa svarað Níelsi
stuttaralega: „Hvað, ertu ekki flutn-
ingsskyldur?“ Ekki hefur fundist
neitt starf sem Níels má heita
fullsæmdur af og hann er kominn á
þann aldur, á tvö ár í sjötugt, að
hann verður ekki sendur utan aftur
úr þessu. Menn hafa þó hent gam-
an að því að fyrir mistök hafi Jón
Baldvin gleymt að taka af Níelsi
sendiherrastöðuna hjá Vatíkaninu
sem hann gegnir enn.
Þórður Einarsson var líka í
raun sviptur sínu send.iherra-
embætti þegar hann var kallaður
heim frá Stokkhólmi 1991. Hér
heima hef-
ur ekki
enn fúnd-
ist starf
við hæfi
þekkingar
h a n s ,
reyn slu
og virð-
ingar sem
s e n d i -
herra. Páll
Ásgeir
T ryggva-
son, síðast
sendiherra í
Bonn, lenti í
því sama en
hann hætti
s t ö r f u m
vegna aldurs
1992. Samskipti
Hannesar Jóns
sonar, sendiherra,
og Jóns Baldvins eru
sérkapítuli sem ekki
verður rakinn hér. Hann
es sagði af sér embætti 1989
eftir deilur við ráðherrann sem
stóðu lengi og voru mest áberandi í
kringum EES-samningana.
„Það vantar kerfi í ráðuneytið
þannig að sendiherrar geti komið
heim tímabundið til starfa og farið
út aftur,“ sagði einn sendiherra í
samtali við EINTAK og bætti við:
„Raunar er aðeins eitt starf sem
sendiherrar geta tekið við hér
heima sem ekki er vísbending um
að þeir hafi fallið í ónáð og það er
sjáift ráðuneytisstjóraembættið.“
Óvissan meiri eftir að
Jón Baldvin varð
ráðherra
Allir sem ráða sig til starfa hjá ut-
anríkisþjónustunni skrifa undir
plagg þess efnis að þeir gangist
undir að vera flutningsskyldir sem
þýðir að ráðherra á hverjum tíma
getur sent þá hvert á land sem er
eða kallað þá heim eins og honum
þykir best henta. Guðmundur Ei-
ríksson, þjóðréttarfræðingur, neit-
aði hins vegar að skrifa undir þetta
plagg á sínum tíma þar sem hann
gat ekki hugsað sér að vera seldur'
undir duttlunga ráðherra. Hann er
sá eini sem vitað er um að hafi
komist upp með það.
Óvissan um hvert menn verða
sendir til starfa hefur aukist eftir að
Jón Baldvin tók við ráðherraemb-
ætti á haustmánuðum 1988, að sögn
heimildarmanna. Einn háttsettur
starfsmaður í ráðuneytinu sagði að
ráðherrann ráðgaðist aðeins við
æðstu menn ráðuneytisins og
nefndi þá Þorstein Ingólfsson,
ráðuneytisstjóra, Gunnar Páls-
16
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994