Eintak - 03.02.1994, Blaðsíða 6
=+
Sjónvarpsáhorfendur
fengu ekki að sjá stuttan
kafla þar sem Leoncie
sagði frá og sýndi
nærbuxur sem Jón Bald-
vin Hannibalsson ga f
henÍB^mi^Smitun í Fest
Atriði með kratanærbuxum og ummælum um utanrikisráðherrahjónin klippt út á síðustu stundu
Síðasta föstudagskvöld var sýnd-
ur í Ríkissjónvarpinu bráð-
skemmtilegur þáttur um indversku
prinsessuna, erótíska dansarann og
söngkonuna Leoncie. Það tóku ef-
laust fáir eftir því, en undir lok
þáttarins kom furðuleg klipping
sem var á skjön við annars ágæta
vinnslu hans. Þennan hnökra er
ekki hægt að hengja á kvikmynda-
gerðarfólkið í Andrá, sem sá um
dagskrágerð þáttarins, heldur á
hann sér aðra og mun furðulegri
skýringu. Hún er sú, að aðeins fá-
einum klukkustundum áður en
þátturinn fór í loftið tók Svein-
bjöm I. Baldvinsson, dagskrár-
stjóri innlendrar dagskrárdeildar,
þá ákvörðun að láta klippa um það
bil tveggja mínútna kafla burt úr
honum.
Forsaga málsins er sú að kvik-
myndagerðarfólkið skilaði þættin-
um tilbúnum inn til Sjónvarpsins
nokkrum vikum fyrir útsendingu.
Og þar lá hann um tíma án þess að
valda usla. Vegna einhverra
smávægilegra tæknigalla þurfti
þátturinn að fara aftur til kvik-
myndagerðarfólksins sem bætti úr
þeim. Þegar hann kom til baka
ákvað Sveinbjörn að eigin sögn, að
líta aftur á þáttinn. Þá fær hann
einhverja bakþanka vegna stutts
kafla í þættinum þar sem Leoncie
minnist á Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra, og tekur
Sveinbjörn þá ákvörðun að láta
klippa kaflann úr þættinum.
I umræddum kafla segir Leoncie
frá nærbuxum sem Jón Baldvin
færði henni að gjöf í veislu sem
Lionsklúbburinn í Grindavík hélt í
Festi fyrir nokkrum árum. Leoncie
sýnir buxurnar, sem eru forláta
boxer nærbuxur, skreyttar með
rauðri kratarós, og mátar þær fyrir
sjónvarpsmyndavélarnar.
Tildrögþess að Jón Baldvin færði
Leoncie nærbuxurnar voru þau að
eftir að Leoncie hafði skemmt með
söng og dansi í veislu Lions-
klúbbsins, steig Jón Baldvin fram
og þakkaði henni skemmtunina
fyrir hönd veislugesta og gaf henni
buxurnar sem þakldætisvott. Það
sem hefur sjálfsagt helst farið fyrir
brjóstið á Sveinbirni og Jóni Bald-
vini voru hlýleg orð sem Leoncie lét
falla í garð utanríkisráðherrahjón-
anna og illgjarnir gætu mistúlkað.
Hér á eftir fer það sem Leoncie seg-
ir í þættinum. Dæmi nú hver fýrir
sig hvort ástæða hafí verið til
ritskoðunar:
„Ah, hérna eru nærbuxur sem
Jón Baldvin gaf mér. Viljið þið að
ég fari í þær? Kannski eru þær of
stórar á mig, en ég skal reyna. Það
vantar bara Jón Baldvin hér
(bendir á aðra skálmina). Hann er
mjög skemmtilegur, þessi Jón
Baldvin, mjög áhugaverður ráð-
herra, alls ekki leiðinlegur. Hvern-
ig lít ég út? (komin í nærbuxum-
ar). Þetta er frá Jóni Baldvini, sér-
stök gjöf handa mér. Bryndís, eig-
inkona hans, hún er frábær mann-
eskja. Hún er ekkert afbrýðisöm,
hún er svo víðsýn manneskja. Ég
vil fá hana til að vera í næsta tón-
listarmyndbandi mínu, dansandi
fyrir aftan mig. Frá því að Jón
Baldvin gaf mér þessar buxur
hugsa ég alltaf þegar ég sé hann að
hann hefði átt að skrifa á þær: To
Leoncie with love. Jón Baldvin
Hannibalsson. Ég nota buxurnar í
næsta tónlistarmyndbandi mínu.
Can you imagine, the ministers
are as normal as everybody else in
this country. Sweetiepie, believe
me. They are not anything differ-
ent.“
EINTAK hafði samband við Svein-
björn og spurði hann af hverju
kaflinn hefði verið klipptur burt.
„Ef þessi saga hefði bætt einhverju
við um Leoncie sjálfa, hefði hann
að sjálfsögðu fengið að standa. En
þar sem sagan snerist fyrst og
fremst um fólk sem kom ekki
nálægt þessum þætti að nokkru
leyti, fannst mér engin ástæða til að
birta hana. Mér fannst að þessi
mínútu kafli, eða hvað sem hann er
nú langur, væri einvörðungu til
þess fallinn að velta einhverjum
manni, sem ekki kemur þættinum
um Leoncie við, upp úr einhverjum
getgátum og sögusögnum." Svein-
björn sagðist hafa talað við Jón
Baldvin en mundi ekki
nákvæmlega hvenær. Lagði Svein-
björn áherslu á að þetta hefði al-
farið verið hans ákvörðun og að
engar þumalskrúfur hefðu komið
þar við sögu.
Leoncie sagðist í samtali við EIN-
TAK, hvorki skilja upp né niður í
því af hverju sú ákvörðun hefði
verið tekin að klippa þennan kafla
burt. Hún sagði að Jón Baldvin
hefði gefið sér nærbuxurnar í mesta
sakleysi og að hún hefði einungis
verið að grínast með þetta í þættin-
um. Fannst henni þetta framtak
innlendrar dagskrárdeildar bera
vott um mikinn skort á kimnigáfú
þar á bæ og sárnaði henni það
mjög.
Innanhúss hjá Sjónvarpinu þykir
þetta mál stórfyndið. Sagan segir að
starfsmenn á fréttastofu hafi til
dæmis lagt á sig töluvert erfiði við
að útvega sér margumræddan
kafla. Það tókst hjá þeim, og fylgdi
það sögunni að ætlunin væri að
sýna atriðið á árshátíð Rík-
isútvarpsins næsta laugardag.
Það er auðvelt að ímynda sér að
Jóni Baldvini hafi runnið kalt vatn
milli skinns og hörunds þegar
Sveinbjörn hringdi í hann. Sérstak-
lega í ljósi þess að Jón hefúr lengi
mátt þola glósur um smygl og
drykkjuskap. Líklega hefur honum
ekki fundist á það bætandi að fólk
færi að spinna upp sögur í kringum
hann og Leoncie. ©
6
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994
-f