Eintak - 03.02.1994, Blaðsíða 37
“Keith Richards, talar tungu sem oft á tíðum er undarleg samblanda af
gömlu jazzslangri, hippafrösum og götumáli, og það að koma honum
til skila á þann hátt að ég get vel heyrt hann fyrir mér með Bubba og
Rúna Júl í rútunni á leið á Hvolsvöll, er ótrúlegt afrek."
„Síðustu plötur
hans hafa daðrað
við leikgyðjuna en
aldrei gengið
skrefið til fulls. Þær
hafa virkað
ósannfærandi og
lítt heilsteyptar. Nú
fer Egill loksins alla
leið og var löngu
kominn tími til. “
Viðbót við leikskrú
EGILL ÓLAFSSON & LEIKFÉLAG
REYKIAVÍKUR
EVALUNA
★★★
Sem kunnugt er hefur Leikfélag
Reykjavíkur ráðist í uppsetningu á
söngleik byggðum á skáldsögu Isa-
bel Allende, Evu Lunu. Það var til-
valið og að því er manni finnst
næsta sjálfgefið að poppkamel-
ljónið Egill Ólafsson fengi það
hlutverk að semja tónlistina í
uppfærsluna og koma henni út á
geislaplötu. Egill er orðinn að
stofnun innan leikhússins. Síðustu
plötur hans hafa daðrað við
leikgyðjuna en aldrei gengið skrefið
til fulls. Þær hafa virkað ósannfæ-
randi og lítt heilsteyptar. Nú fer Eg-
ill loksins alla leið og var löngu
kominn tími til.
Það verður að segjast að Agli
tekst margt vel upp á Evu Lunu.
Hann hefur augljóslega gott vald á
kabaretthliðum leikhústónlistar og
tónlistin við uppfærsluna hneigist
nokkuð í þá átt. Á köflum bregður
Egill undir sig betri fætinum og
daðrar við suðræna sveiflu, jafhvel
austræna. Hann kokkar upp
léttdjassaða stemmningu sem
minnir jafhvel á Tom Waits þegar
best lætur. Tónlistin er afslöppuð
og þægileg. Auðheyrt er frá byrjun
að útsetningar Ríkharðs Arnar
Pálssonar eiga veigamikinn þátt í
að byggja upp þennan dulúðlega
blæ sem er aðalsmerki plötunnar.
Útsetningarnar, snilldarlegar á
köflum, eiga stærstan þátt í hvað
tónlistin á auðvelt með að standa
ein sér. Söngurinn á skiljanlega
erfiðar með að standa einn utan
leiksýningarinnar. Þó er gaman að
heyra innlegg Eddu Heiðrúnar
Bachmann sem sjaldan eða aldrei
hefur náð að skila jafn góðum per-
formans á band. Minna ber á
öðrum söngvurum enda eru lög
þeirra háðari verkinu og skila sér
ekki fyllilega á plötunni. Það er
ljóður á útgáfunni að hljóðfæra-
leikara skuli ekki getið í innleggi.
Sérstaklega er það sárt vegna þess
að spilamennskan er öll fyrsta
flokks og á köflum brillíant svo
maður iðar af forvitni yfir hver sé
að verki. Eins má nefha að í ein-
hverjum lögum er söngur merktur
karakter án þess að neinn söngvari
sé skrifaður fyrir honum. Þessi al-
deilis óþarfa yfirsjón skemmir dá-
lítið fyrir sjálfstæði plötunnar og
límir hana enn fastar við uppfærslu
leikfélagsins. Að öðru leyti er um-
slag Óskars Jónassonar prýði-
legt.
Auðvitað er tónlistin ekki samin
fyrir plötuna heldur sýninguna og
platan líður nokkuð fyrir það hafi
maður ekki skellt sér upp í Borgar-
leikhús. Það má eiginlega segja að
platan sé nokkurs konar viðbót við
leikskrána frekar en sjálfstætt verk.
Bækur
HILMAR ÖRN HILMARSSON
Byrott. rokksins finnur
stnn Boswell
VICTOR BOCKRIS
KEITH RICHARDS - ÆVISAGA
FORLAGIÐ
★★★★
Frank Zappa sagði einhverju
sinni að rokkblaðamennska væri
það þegar óskrifandi fólk tæki
viðtöl við það ótalandi fyrir hina
ólæsu. Því miður er þetta hættulega
satt, því þær sviptingar sem rokkið
hefur komið af stað og/eða tákn-
gerði hafa hlotið litla vitræna um-
fjöllun sem verður að teljast fúrðu-
legt í ljósi þess að fæðing æsku-
menningar á þessari öld er ein
merkilegasta þjóðfélagsbreyting í
sögu mannsandans. Þetta kunna að
þykja stór orð sérstaklega í ljósi
þess að byltingin sem fólk hélt að
væri að verða á sjöunda áratugnum
fór veg allra hungraðra hreyfinga
og kjamsaði í sig króana sína, — en
eftir stendur að æskan í dag hefur
völd og áhrif sem hefðu þótt
óhugsandi fyrir fimmtíu árum
síðan, hvað þá fyrir hundraðog-
fimmtíu árum.
Auðvitað hefúr á öllum tímum
verið uppi skapandi, skemmtilegt
og umbyltandi æskufólk og Grikkir
til forna kvörtuðu sáran undan
yngri kynslóðum sem rifu kjaft við
kennara, sýndu eldra fólki
óvirðingu og slæptust um hallæris-
plön Aþenu öllum til armæðu. I
Frakklandi á síðustu öld má merkja
marga prótó-hippa og fýrirbærið
„poét maudit“ sem ölvaði sig á á-
fengi, listum og fögrum konum, —
auk ópíata og kannabisefna, varð
mörgum æskulýðsleiðtoganum
upp úr 1960 uppspretta innblásturs
þó oft á tíðum hafi Kaliforníuútgáf-
an verið helst til gagnsæ saman-
borið við Baudelaire og co. Bretar
áttu líka sinn skammt af siðspillt-
um ungskáldum og í kringum fólk
eins og Byron, Shelley og Mary
Woolstonecraft var álitlegur hóp-
ur sem sukkaði og subbaðist eins og
það ætti lífið að leysa. Menn lifðu
hátt, dóu ungir og urðu misfalleg
lík.
En allt var þetta gert í litlum
kreðsum og þó að fólk væri oft
þekkt langt út fýrir raðir ljóða- og
listunnenda varð það fáum fýrir-
mynd nema á einhverjum háskóla-
árum þar sem menn stungu við í
Byronsgervinu meðan þeir undir-
bjuggu karríer í kennslu og utan-
ríkisþjónustunni.
Allt þetta breyttist svo um
munaði á fýrstu árum sjöunda ára-
tugarins og megin efnahvatinn var
fimm manna hljómsveit sem hét
Rolling Stones. Sjaldan hefúr tíðar-
andinn setið nokkurn hóp manna
af meiri krafti en í því tilfelli, og þó
margir hafi viljað sjá Stones sem
eins konar andhverfu Bítlanna
(sem umboðsmanni þeirra, Brian
Epstein, hafði tekist þó nokkuð vel
að markaðssetja sem skemmtilega
sómapilta, sem væri meira að segja
hægt að bjóða heim til drottningar-
innar...), þá voru þeir svo mikið
meira en bara antí-eitthvað. Þessi
roggni uppreisnarandi og þetta
kaldhæðnislega og kærulausa ffat
sem Stones gáfú í allt og alla sem
fylgdu hefð og siðvenjum, hold-
gerðist í því gangandi kraftaverki
sem nefnist Keith Richards. Keith
var þessi kjarkmikli, rómantíski
einfari sem gerði hlutina eins og
honum sýndist og gaf hvergi eftir.
Mick Jagger var metnaðarfullur,
ungur maður úr efri millistétt sem
lék niður fýrir sig á kvöldin og um
helgar og það er sagt að gamlir
skólafélagar úr London School of
Economics fái enn köst þegar þeir
heyra Mick kljást við cockney-
hreiminn. Brian Jones tilheyrði
sömu stétt. Faðirinn var virtur
flugvélaverkffæðingur og móðirin
píanókennari og Brian var alla tíð
haldinn smáborgaralegri angist um
að geta ekki orðið „eitthvað“.
Charlie Watts var jazzgeggjari af
gamla skólanum sem var nokkurn
veginn sama hvað hann gerði, bara
ef hann fengi borgað fyrir það, og
Bill Wyman sem var eldri en hinir
og auk þess giftur, komst í bandið
út á það hvað hann átti stóran
bassamagnara, — faldi síðan eigin-
konuna fyrir rokkpressunni og
gerðist ötulasti grúppíugiljari sög-
unnar. En einhvern veginn varð
þessi ósamstæði hópur að hættu-
legri heild sem braut niður múra
fordóma, hræsni og stirðnaðra
hefða og fór á margan hátt fýrir
þeirri holskeflu breytinga sem varð
þegar æskan áttaði sig á því að hún
hafði rödd og völd. Sá sem gerði
Stones að Stones er óumdeilanlega
Richards og saga hans er um leið
saga tíðarandans, breytinganna,
tortímingarinnar, heimskunnar og
upphafningarinnar.
Ævisaga Keith Richards eftir Vic-
tor Bockris er draumur sem rætt-
ist: vel skrifuð, vel hugsuð og vel
rannsökuð bók sem fellur ekki í þá
gryfju að fegra viðfangsefnið og
birtir manni ljóslifandi karaktera
og uppákomur sem hafa mótað
dægurmenningu síðustu áratuga.
Þetta er lífsreynslusaga sem sneiðir
hjá öllum siðapredikunum, en
samt upplifir maður fólkið sem féll
út við vegakantinn sakir úthalds-
leysis (eða einfaldlega út af því að
það var mennskt), sem fómarlömb,
— ekki aumingja eins og oft vill
verða í sukkarasögum af þessu kal-
íberi.
Bockris hefur áður ritað ævisögu
Andy Warhol og skrifaði ásamt
William Burraughs, A Reportfrom
the Bunker, hvort tveggja verk sem
bera honum fagurt vitni og hann er
nú orðinn fyrir mér einhver
skemmtilegasti skrásetjari samtím-
ans eins og hann birtist, speglast og
skrumskælist oft í persónum þeirra
sem taka það á sig að lifa einhver
ákveðin tímabil í botn. Að það
verði oft á tíðurn bölvaður
ólifnaður segir líka meira en margt
annað.
Ekki get ég lokið þessu án þess að
hrósa þýðingu llluga Jökulssonar
sérstaklega. Viðfangsefnið, Keith
Richards, talar tungu sem oft á
tíðum er undarleg samblanda af
gömlu jazzslangri, hippafrösum og
götumáli, og það að koma honum
til skila á þann hátt að ég get vel
heyrt hann fýrir mér með Bubba
og Rúna Júl í rútunni á leið á
Hvolsvöll, er ótrúlegt afrek. Og að
geta bætt frasann „...all you need to
play is five strings, three notes, two
fingers, and one asshole“ í þýðingu,
er ekkert annað en kraftaverk.
Sjónvarp
SIGURJÓN KJARTANSSON
Ómissandi
EIRlKUR
STÖÐ 2
★★★
Viðmælandinn horfir skeptískur
á Eirík Jónsson og er auðsjáanlega
að passa sig á að segja enga vitleysu.
„Hvaðan hefurðu þessa vitn-
eskju?“ spyr Eiríkur. „Þú ætlar þó
ekki að segja mér að þú hafir hana
frá Guði?!“
„Jújú, þetta er frá hæstu
hæðum,“ muldrar viðmælandinn
hálf vandræðalegur.
„Guð hefúr sem sagt talað til þín
og sagt þér að það læknaði öll sár að
borða fimm möndlur á dag?!“
„Já, en það fer þó ekki að skila ár-
angri fýrr en eftir fimm ár,“ svarar
viðmælandinn spekingslega.
Ofangreint samtal er nokkurn
veginn dæmigert fýrir þætti Eiríks
Jónssonar, sem hafa verið fastur
liður á Stöð tvö alla virka daga í
hátt á annað ár. Þættirnir litu í
fyrstu út fyrir að vera misheppnuð
tilraun til að stilla mönnum upp
við vegg, spyrja þá ágengra spurn-
inga og fá þá til að brotna niður í
beinni útsendingu. En þeir hafa
breyst í fýrirtaks skemmtiþætti.
Eiríkur er oft spaugilegur í til-
raunum sínum til að taka fólk á
sálfræðinni. Hann beitir öllum
brögðum og nýtir sér öll tækifæri.
Hann er naskur á að ná sér í áhuga-
verða viðmælendur. 1 síðustu viku
voru nokkrir effirminnilegir. Til
dæmis misheppnaði bruggarinn
sem kom við hjá Eiríki á leiðinni á
Litla Hraun, eiginkona Hjalta
Úrsusar sem var mjög „kúl“ og
karlinn sem læknaðist í ítalska loft-
þrýstiklefanum fræga og klykkti út
með því að fara úr sokkunum og
sýna alþjóð fótinn á sér (sem var
kannski óþarfi). Svo má náttúrlega
ekki gleyma „möndlulækninum"
sem ég minntist á í upphafi. Eiríki
hefur tekist að sýna fram á að
þjóðin á mun fleiri furðufugla en
nokkurn hafði órað fýrir.
Mér finnst ég varla nema hálfur
maður ef ég missi af þó ekki væri
nema einum Eiríki. Hann er hreint
út sagt ómissandi.
Barnaefni
DAVÍÐ ALEXANDER, 9 ÁRA
Fœrri brúðumyndir
MORGUNSJÓNVARP
BARNANNA
RÚV
★*
Morgunsjónvarp barnanna í
Rikissjónvarpinu hefur lagast. Það
er komið meira af skemmtiJegum
teiknimyndum. Síðast þegar ég
horfði á morgunsjónvarpið var of
mikið af brúðumyndum. Brúðu-
myndir eru alltaf svo barnalegar —
mjög barnalegar. Kannski þykir
litlum krökkum gaman af þeim. Ég
held að mér hafi fúndist það þegar
ég var lítill — en ég man það ekki.
JÚLÍUS KEMP
Löggulíf
I KJÖLFAR MORÐINGJA
STRIKING DISTANCE
STJÖRNUBÍÓI OG LAUG-
ARÁSBÍÓI
*★
Nútíma súper töffarinn Bruce
Willis leikur löggu (hvað annað?) í
kvikmyndinni striking Distance
sem sýnd er í Stjörnubíói og Laug-
arásbíói um þesar mundir. Það sem
einkennir þessa mynd helst eru ldi-
sjur. Allar senur í myndinni hefúr
maður séð áður og flestar mjög ný-
lega í einhverri annarri löggu- og
bófamynd sem aftur hefur verið
stolið úr annarri löggu- og bófa-
mynd. Persónurnar eru einnig
samansafn af klisjum; til dæmis
leikur Bruce drykkfelldan, fráskil-
inn lögreglumann sem á kött (í
flestum myndum eiga þeir hund).
Besta atriði myndarinnar er eitt
klipp þar sem klippt er firá sam-
starfsmanni Bruce sem er með
morðingjann inni í herbergi hjá sér
án þes að vita af því yfir á Bruce
heima sem er heima hjá sér að
reyna að leysa morðgátuna. Það fór
um mig þegar ég sá þetta á tjaldinu
og ég hélt að nú færi eitthvað nýtt
að gerast en svo var ekki. Þó ber að
hrósa því sem vel er gert og er það
val á tökustöðum og umhverfi sög-
unnar, Pittsburg, heimabæ höf-
undar. Ég hafði sérstaklega gaman
að berja Pittsburg augum og skilar
borgin hlutverki sínu með sóma.
Sriking Distance er ekta iðnaðar-
ffamleiðsla sem Hollywood dælir út
á færibandi og hefúr eiginlega ekkert
ffam að færa nema það sem flestir-
bíógestir sækjast eftin Áreynslulaus,
ágæt skemmtun. Stjömubió fœr
stjömu fyrir að selja ís í bió eins og reynd-
ar nokkur önnur bíó erufarin að gera
Ævisaga Keith Richards
eftir Victor Bockris er
draumur sem rættist: vel
skrifuð, vel hugsuð og
vel rannsökuð bók sem
fellur ekki í þá gryfju að
fegra viðfangsefnið
„Guð hefur sem sagt
talað til þín og sagt þér
að það læknaði öll sár að
borða fimm möndlur á
dag?!“
„Já, en það fer þó ekki
að skila árangri fyrr en
eftir fimm ár,“ svarar
viðmælandinn spekings-
lega.
Morgunsjónvarp barn-
anna í Ríkissjónvarpinu
hefur lagast. Það er
komið meira af skemmti-
legum teiknimyndum.
Síðast þegar ég horfði á
morgunsjónvarpið var of
mikið af brúðumyndum.
Allar senur í myndinni
hefur maður séð áður og
flestar mjög nýlega í ein-
hverri annarri löggu- og
bófamynd sem aftur hef-
ur verið stolið úr annarri
löggu- og bófamynd.
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994
37