Eintak - 03.02.1994, Blaðsíða 31
„Auðvitað heyrum við að fólk er að ýja að einhverju öðru en
að spila bridds en við höfum engar sannanir fyrir því að fólk
sé að selja sig,“ segir Páll Þorsteinsson.
„Ég veit til þess að konur leiðist út í vændi vegna fjárhagsörðug-
leika. Sumar eru með börn á framfæri sínu og eiga því engra ann-
arra kosta vöt en að selja aðgang að líkama sínum. Ég hef heyrt að
þær fari fram á greiðslu sem nemur 18.000-20.000 krónum," segir
Guðrún Ágústsdóttir, sem situr í félagsmálaráði Reykjavíkurborgar.
engar sannanir fyrir því að fólk sé
að selja sig. Auk þess höfum við
verið gagnrýnd íyrir að vera of
ströng heldur en hitt“, segir Páll.
Smáauglýsingadeild DV fer held-
ur ekki varhluta af tvíræðum aug-
lýsingum.
„Það er aldrei komið að vændi
beinum orðum í einkamáladálkin-
um“, segir Ingibjörg Halldórs-
dóttir, yfirmaður á smáauglýsinga-
deildinni. „Það er bara sagt að ung
og falleg stúlka óski eftir kynnum
við velstæðan mann. Þar þarf þó
ekki endilega að vera vændi á ferð.
Fyrir urn það bil fimm árum bárust
okkur aftur á móti mun berorðari
auglýsingar sem var umsvifalaust
hafnað. Þær gátu til dæmis verið
merktar „greiði gegn greiða“.
Stundum komu líka karlar með
auglýsingar sem hljómuðu á þá leið
að giftur maður óskaði eftir stúlku
með náin kynni í huga, eða að
maður sem brygði sér reglulega í
bæinn vildi gjarnan kynnast þar
konu.“
Ingibjörg segir að þegar starfs-
fólk hafi verið nýbyrjað að vinna á
auglýsingadeildinni slysaðist það
stundum til að hleypa vafasömum
auglýsingum í blaðið. Þá áttu
áskrifendur það til að segja því upp
eða hringja og kvarta.
„Nú vita flestir að það þýðir ekk-
ert að koma með slíkar auglýsingar
til okkar því við birtum þær ekki“,
segir Ingibjörg.
Óskað eftir að „tekið
sé í ’ann“ í nuddi
Karlmönnum hefur verið hent út
af nuddstofum í bænum fyrir að
óska eftir kynferðislegum atlotum
með nuddurunum. Helga Geirs-
dóttir nuddari, segir að það komi
reglulega fýrir.
„Sumir hringja og gefa ýmislegt í
skyn. Þeir óska til dæmis eftir
nuddi heima hjá sér. Þegar við
spyrjum hvort við eigum ekki að
taka nuddbekk með okkur segja
þeir að rúmið dugi“, segir Helga.
„Stundum leita menn eftir meiru
en nuddinu einu saman þegar þeir
eru komnir á bekkinn á stofunum.
Þá spyrja þeir kannski hvort þeir
geti fengið „tekið í’ann“ eða hvort
nuddarinn vilji „korna í leiki“. Þeir
sem láta sig ekki, halda áffam með
því að segja að enginn þurfi að
frétta af þessu, þeir eigi nóga pen-
inga og hvort mann vanti ekki
aukapening. Ég hef heyrt um tilboð
allt upp í 30.000 krónur. Þessum
mönnum er umsvifalaust hent út“.
Helga segir að þeir sem óski eftir
kynlífi til kaups séu á öllum aldri -
frá miðjum þrítugsaldri og upp úr.
„Þetta eru alls konar menn og
ekki síður kvæntir“, segir hún.
„Þeir óska til
dæmis eftir nuddi
heima hjá sér.
Þegar við spyrjum
hvort við eigum
ekki að taka nudd-
bekk með okkur
segja þeir að
rúmið dugi,“ segir
Helga Geirsdóttir
nuddari.
Vændisþjónusta á vegum
veitingastaðar
„Það er greinilegt að einhvers
staðar fer vændið fram“, sagði
starfsstúlka á Hótel íslandi, án þess
að vilja útskýra mál sitt frekar.
Starfsstúlka í móttöku á einu af
stærri hótelunum í Reykjavík segir
að vínveitingahús eitt hefði greini-
lega stundað skipulagt vændi á hót-
elinu fyrir um það bil einu ári.
Vændið gekk þannig fyrir sig, að
sögn stúlkunnar, að staðurinn
útvegaði íslenskum og erlendum
karlmönnum vændiskonur,
hringdi síðan á undan þeim á hót-
elið með skömmum fyrirvara og
pantaði herbergi. Reikninginn
skyldi síðan senda á veitingahúsið.
Fyrir kom að þetta fólk vildi ekki
framvísa fullgildum persónuskil-
ríkjum og þá fór starfsmenn hótels-
ins að gruna ýmislegt. Einnig yf-
irgáfu pörin ekki staðinn á sama
tíma og konurnar þá gjarnan á
undan. Fljótlega rann það upp fýrir
starfsfólkinu að um skipulagt
vændi væri að ræða. Fleiri gestir
fengu ekki að „gista“ hótelið á veg-
um þessa veitingahúss.
Lögregluþjónn í Reykjavík segir
altalað að vændi sé stundað á
Skippernum við Tryggvagötu. Fá-
einar konur er sagðar hafa tekið sig
saman og leigt íbúð þar sem þær
stundi iðju sína. Þangað leiða þær
viðskiptavini sína eftir að hafa hitt
þá á Skippernum.
Þegar barþjónn þar var spurður
hvort hann yrði var við vændi sagði
hann: „Stundum - stundum ekki.“
Markaðurinn varia fyrir
hendi
Ómar Smári Ármannsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn segir það
heyra til algjörra undantekninga að
vændi komi til kasta lögreglunnar.
„Fyrir nokkrum árum var
ákveðið hús í Vesturbænum orðað
við slíka starfsemi en þegar nánar
var að gáð reyndist sá orðrómur
ekki eiga við rök að styðjast“, segir
Ómar Smári. „Svo hefur verið talað
um að stúlkur færu um borð í tog-
ara til að bjóða blíðu sína. Ekki hef-
ur þó verið sannað að gjald væri
tekið fyrir það. Lögreglan hefur
enga yfirsýn yfir einstaldingsfram-
takið. Ungar stúlkur í vímuefna-
neyslu hafa íjármagnað neysluna
með „vændi“ en það er tilfallandi.
Þetta er svo lítið samfélag að
markaðurinn er varla fýrir hendi.
Vissulega kemur upp orðrómur af
og til en hann hefur yfirleitt ekki átt
við rök að styðjast.“
Fyrir örfáum árum var þó Reyk-
víkingur dæmdur fyrir hórmang.
Hann auglýsti hjónabandsmiðlun
en reyndist vera að notfæra sér
eymd kvenna sem stunduðu vímu-
efnaneyslu. Maðurinn auglýsti
starfsemina meðal annars í smá-
auglýsingum DV.
„Við tókum inn auglýsingar frá
manninum í nokkurn tíma. Um
leið og rannsókn málsins hófst var
hann algjörlega útilokaður héðan
og hefur verið það síðan", segir Páll
Stefánsson auglýsingastjóri.
Ábyrgð samfélagsins
„Nú er verið að endurskoða fjár-
hagsaðstoð Félagsmálastofnunar
sérstaklega hvað varðar viðmiðun
við barnafjölda. En sú aðstoð þarf
að vera í samræmi við atvinnuleys-
isbætur sem og bætur frá Trygging-
arstofnun ríkisins", segir Guðrún
Ágústsdóttir. „Kvennaathvörf í
Noregi og Svíþjóð hafa baráttu
gegn vændi á stefnuskrá sinni og
benda eindregið á að það séu
viðskiptavinirnir sem séu söku-'
dólgarnir. Vændiskonurnar leggja
sig oft í lífshættu við störf sín og
fyrir jól tóku starfsmenn sænsks
kvennaathvarfs upp á því að standa
vörð uni þær svo þeir gætu skorist í
leikinn ef eitthvað kæmi upp á.
íslenskt þjóðfélag verður að fara
að horfast í augu við vændi en við
verðum líka að útrýma þörfinni
fýrir því. íslendingar geta ekki verið
þekktir fyrir að búa svo illa að kon-
um að þær neyðist til að selja lík-
ama sinn. Þar að auki er vændi einn
angi kvennakúgunar.“ ©
—|- FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994
31