Eintak

Tölublað

Eintak - 03.02.1994, Blaðsíða 17

Eintak - 03.02.1994, Blaðsíða 17
+ Sendiherra islands hjá Evr- ópubandalaginu, Hannes Hafstein, hefur aðsetur i Brössel. Hannes er talinn tveggja toppmannanna í þjónust- unni og gegnir því embætti sem þyk- ir mikilvægast um þessar mundir. •Metorðastigi diplómatanna annar Þorsteinn Ingólfsson flyst fljótlega úr starfi ráðuneytisstjóra hér heima og tekur við embætti sendiherra hjá Atlantshafs- bandalaginu sem einnig hefur aðsetur í Brussel. Það er enn mjög eftirsóknarvert embætti þótt mikilvægi NATO hafi minnkað. son, skrifstofustjóra al- þjóðaskrifstofunnar, og Gunnar Snorra Gunnars- son, skrifstofustjóra viðskipta- skrifstofunnar. Heimildarmaður- inn vildi ekki taka svo djúpt í árinni að segja að Jón Baldvin væri ein- angraður innan ráðuneytisins, en tók sem dæmi að Steingrímur Hermannsson hefði átt miklu meiri samskipti við starfsmenn ráðuneytisins þegar hann var utan- ríkisráðherra. Albert Guðmunds- son, sem lét af sendiherraembætt- inu í París um áramótin vegna ald- urs, hefur líka sagt opinberlega að samskipti þeirra Jóns Baldvins hafi verið í lágmarki. Hannes Hafstein og Ein- ar Benediktsson á toppn- um Þungavigtarmennirnir í íslensku utanríkisþjónustunni um þessar mundir, að mati eins sendiherra, eru fyrst og fremst tveir; Einar Benediktsson, sendiherra í Wash- ington, og Hannes Hafstein, sendiherra hjá EB með aðsetur i Brússel. „Þessir tveir eru topp- mennirnir,“ segir sendiherrann. Einar hefur verið sendiherra ffá 1976 og starfað víða. Frami Hann- esar er athyglisverður í ljósi þess að það kom fljótt í ljós eftir að Jón Baldvin settist í ráðherrastólinn að þeir gátu eldti unnið saman, en Hannes hafði tekið við sem ráðu- Það hefur alltaf þótt virðing- arstaða að gegna starfi sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Tómas Á. Tómasson gegnir því embætti. Skrif fyrrum eiginkonu hans um stormasamt hjónaband þeirra virðist ekki hafa haft áhrif á framann. ar skiptu sér sjaldnast af ráðningum manna nema í æðstu embættin en nú er svo komið að hann er jafnvel að spekúlera í því hverjir eru ráðnir sem sendisveinar," sagði heimildar- maður EINTAKS innan ráðuneytis- ins. Jón Baldvin hefur verið dug- legur við að koma krötum að í góð embætti, jafnt mönnum sem hann hef- ur viljað umbuna og stjórnmálamönn- íif um sem hefur þurft að koma gfek úr landi. „Nú er helst enginn ráðinn Hjálmar W. Hannesson er sendiherra í Bonn sem þykir hvorki eftirsóknarverð né fráhrindandi staða. Getur verið stökkpallur til annars betra. mála- '■ s k r i f - stofunnar, Nll og fyrir- \|| rennari hans, Ngl Róbert Trausti Árnason, sem tek- ur við ráðuneytis- ___________ stjóraembættinu af Þorsteini Ingólfssyni, séu í ’ náðinni hjá Jóni Baldvini. .. Nafnamir Gunnar Pálsson og Gunnar Snorri Gunnarsson, sem •, báðir hafa fengið sendiherranafnbót hjá Jóni Baldvini eru þó helst nefndir sem þeir sem utanríkisráð- herrann hefur mesta velþóknun á af yngri mönnunum í ráðuneytinu. Sá fyrrnefndi veitir alþjóðaskrif- stofu ráðuneytisins forstöðu en sá síðarnefndi viðskiptaskrifstofúnni. Heimildarmenn EINTAKS nefndu þá helst til sögunnar sem búast megi við frama innan utanríkis- þjónustunnar, auk Gunnars Gunn- arssonar, sem þykir þó eiga meira undir velvild Jóns Baldvins en hinir tveir. Þá þykja bræðurnir Arnór Sigurjónsson, varnarmálaráðu- nautur, og Sturla Sigur- jónsson, sendiráðsritari, líklegir til afreka og njóta velvilja ráð- herrans. Sveinn Björnsson, for- setaritari, og S v e i n n Ágúst Björns- Einar Benediktsson, sendiherra í Washington, er talinn sami þungavigt- armaðurinn og Hannes Haf- stein og gegnir embætti í samræmi við það. Sendi- herrar komast ekki á topp- inn án þess að dvelja um tíma í Bandaríkjunum. ríkisráðherra. Til dæmis er talað um að ráðuneytið hafi fyllst af framsóknarmönnum í ráðlierratíð Einars Ágústssonar. Gamall brandari innan utanríkisþjónust- unnar er að kalla hana DAS eða Dvalarheimili aldraðra stjórnmála- manna sem segir líka meira en mörg orð. Pólitískar stöðuveitingar innan utanríkisráðuneytisins eru við- kvæmari en annars staðar innan stjórnkerfisins því þar er meira um að menn reyni að byggja undir starfsframa sinn skipulega. Þær hafa því niðurdrepandi áhrif, sér- staklega á yngri mennina því framavonin minnkar. Einn þeirra sagði í samtali við EINTAK: „Flestir eru ráðnir inn á faglegum forsend- um. Þeir leggja metnað sinn í starf- ið og búast við starfsframa. Það er því augljóst að þegar mikið er um pólitískar ráðningar er það alls ekki uppörvandi fyrir karríerdiplóm- jSk ata.“ Það þykir gott að vera í London. Helgi Ágú- stsson, sendiherra þar, hefur langa reynslu og þykir traustur. Hann á þó eftir að fá stóra tækifærið. Kjartan Jóhannsson fékk pólitíska skipun sem sendiherra í Genf þar sem hann er fulltrúi íslands hjá ýmsum alþjóðastofnunum. Eftir að EES-samningarnir öðluðust gildi hef- ur mikilvægi embættisins dvínað, enda er Kjartan fljótlega á leið út til að taka við sem aðalframkvæmdastjóri EFTA. neytisstjóri árinu áður. Jón tók þá þann kostinn að \ senda Hannes utan tO starfa. '+fl Frammistaða Hannesar sem aðalsamningamanns Islands um EES skilaði honum eftirsóknar- verðasta sendiherraembættinu, því hjá EB. Sagt er að Jón Baldvin hafi ekki getað litið framhjá honum. Þorsteinn Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri, sem er á förum til Brussel þar sem hann tekur við sendiherraembættinu hjá NATO, er í einu af toppsætunum. Það sama má segja um Guð- mund Eiríksson. Þrátt fyrir að neita að skrifa undir flutningsskylduna var hann skipaður sendiherra árið 1988. Helgi Ágústsson, sendiherra í London, er líka ofarlega á listanum. Sterk staða Tómasar Á. Tómas- sonar, sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum kemur nokkuð á óvart. Fyrrum kona hans, Heba Jóns- dóttir, skrifaði opinskáa bók um stormasamt hjónaband þeirra, sem bar titilinn Sendiherrafrú segir frú, og var á metsölulistum. Ekki virðist þó hafa verið tekið mark á „upp- ljóstrunum" Hebu, því þær hafa ekki haft áhrif á frama Tómasar. Nafnarnir þrír undir verndarvæng Jóns Bald- vins Síðustu tilfærslur _þykja sýna ótvírætt að Benedikt Asgeirsson, verðandi skrifstofustjóri varnar- Sigríður Á. Snævarr er fyrsta og eina íslenska konan sem hlotið hefur sendiherranafnbót. Hún veitir sendiráðinu í Stokkhólmi forstöðu sem á það sammerkt með öðrum sendiráðum á Norðurlönd- um að hafa misst verkefni jafnt og þótt. sendi- Njj fulltrúi í g París, eru líka nefndir. -+ Á b e r a n d i \:i menn sem greini- ' lega ætluðu sér skjótan frama, eins og fréttamennirnir fyrrver andi hjá Sjónvarpinu, Bjarni Vestmann, sendi ráðsritari hér heima, og Guðni Bragason, sendiráðsritari í Bonn, þurfa hins vegar að bíða lengur þar til þeirra tími kemur. Póiitiskar stöðuveitingar valda óánægju Hinar óskráðu reglur um frama innan utanríkisþjónustunnar segja að menn hefji klifrið upp met- orðastigann í neðstu þrepunum. Á seinni árum hefur þetta verið að breytast og hófst sú þróun áður en Jón Baldvin kom í ráðuneytið. Meira ber á því að ráðherra færi menn upp metorðastigann eftir eigin geðþótta, eins og hann hefur vald til, og einnig ber meira en áður á pólitískum skipunum. „Ráðherr- n e m a hann sé k r a t i , “ \-»r^ sagði reyndur sendiherra. Dæmin um Kjart- an Jóhannsson, sendiherra í Genf og \ verðandi aðalfram- \ kvæmdastjóra EFTA, og Eið Guðnason, sendiherra í Osló, eru augljósust. Þá gerði Jón Baldvin Sjálfstæðisflokknum þann greiða að senda Albert Guð- mundsson, „enfant terrible", til Parísar. Það hefur lengi verið vel þekkt leið að losna við afdankaða stjórn- málamenn í útlegð í eitthvert sendiráðið. Þá er litið á skipan Gunnars Gunnarssonar sem sendiherra hjá RÖSE í Vín og nú sem sendiherra í Moskvu sem pólitíska en Gunnar er talinn krati. Ein heimild innan utanríkisþjónustunnar talaði líka um skipan Gunnars sem vinar- greiða við Styrmi Gunnars- son, ritstjóra Morgun- blaðsins, en þeir Jón Bald- vin eru sem kunnugt er miklir mátar og hafa \ lengi verið. Gunnar þótti vera tekinn |\' fram yfir marga gjjk aðra sem þóttu eiga framann pí^. skilinn. Við Ólafur Egilsson, sendl- herra, flyst til Kaupmanna- hafnar frá Moskvu. Þangað fór hann frá London þegar glasnost gerði Rússland áhugavert. Kaupmannahöfn er nú vinsælli en Moskva. Sendiráðið f París státar af glæsilegustu húsakynnunum og menningarlegasta umhverfinu. Átökin eru kannski ekki mikil en borgin er eftirsóknarverð. Sverrir H. Gunnlaugsson er á leiðinni þangað frá Brussel. Eftirsóknarverðast að vera í Briissel, New York og Washington EINTAK fékk einn reyndasta sendi- herra landsins til að meta hvaða sendiráð eru eftirsóknarverðust. Tekið var tillit til umfangs starfsem- innar, pólitísks mikilvægis, tækifæra til ferðalaga til landa sem heyra und- ir viðkomandi sendiráð, staðsetn- ingar, staðaruppbótar og fleira. Sendiherraembætti í Brússel er talið það mikilvægasta þrátt fyrir að þau séu tvö, eitt hjá EB og annað hjá NATO. Þar sem gildi NATO á alþjóðavettvangi hefur minnkað en EB orðið mikilvægari stofnun þykir nú eftirsóknarverðast að vera sendiherra hjá EB. Á eftir þessum tveimur póstum kemur sendiherraembættið hjá Sameinuðu þjóðunuin í New York. Sendiráðið í Washington er skammt á eftir og svo það í Lond- on. Alltaf hefur þótt eftirsóknarvert að vera í París, ekki síst vegna staðsetningar ýmissa alþjóðlegra menningarstofnana í borginni. Sendiherrann í Genf hefur verið áberandi á síðustu árum vegna EES-samninganna, en eftir að þeir tóku gildi er það ekki jafn eftir- L sóknarvert. Bonn þykir nokkuð hlut- |laus staður hvort sem menn ' • eru á uppleið eða fluttir :+ þangað frá eftirsóknar- Hk verðari stöðum. Eiður Guðnason vék úr umhverfisráðuneytinu í skiptum fyrir sendiherraembættið í Osló. Slíkar pólitískar stöðuveitingar vekja jafnan óánægju, sérstaklega meðal yngri og framagjarnari starfsmanna utanríkisþjónustunnar. s 1 í k a r aðstæður k e m u r gjarnan upp \ kurr hjá yngri og \\ framagjarnari dip- ' x lómötum. Jón Baldvin er þó +\:| ekki talinn hafa gengið \ lengra í pólitískum stöðu- veitingum en sumir fyrir- rennarar hans í embætti utan- Það þykir ekki eftir- sóknarvert að vera sendur til Moskvu, eins og ástandið er í Rússlandi. Sendi- herraembættið þar þykir þó nokkuð ör- uggur stökkpallur til frekari metorða. Gunnar Gunnars- son þykir líklegur til að ná lengra, að minnsta kosti meðan Jón Baldvin situr í utanríkisráðuneytinu. Sendiráðin á Norðurlöndunum, þ.e. í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Ósló, eru ekki nærri eins þýðingarmikil og áður. Verkefnin hafa jafnt og þétt færst frá sendi- ráðunum til stjórnmálamannanna sem nú eru í beinni samskiptum við kollega sína á Norðurlöndum. Moskvusendiráðið þótti ekki sér- lega eftirsóknarvert undir ráð- stjórninni en þótti þó góður stökk- pallur til frekari metorða. Það komst þó í tísku með glasnost. I dag er það aftur orðið stökkpallur. „Við höfum bara góð sendiráð," sagði sendiherrann og þvi ekki um það að ræða að senda menn í „útlegð“. Útlegðin er hér heima á útnáranum íslandi. Hvað er Iíka dapurlegra fyrir metnaðarfullan diplómat, sem á sér þann draum æðstan að vera í hringiðu heims- málanna, en að vera fastur í lítilli kompu á 5. hæð lögreglustöðvar- innar í Reykjavík? Það þarf sterk bein til aðAimbera það hlutskipti til lengdar. Ekki að undra að menn bíði tilkynninga ráðherra um tilfærslur með mikilli eftirvæntingu.O Spútnikar Jóns Baldvins Guðmundur Eíriksson sendiherra og helsti sérfræðingur utanrfkisráðuneyt- isins í þjóðréttar- málum, er eini !s- lenski diplómatinn sem komist hefur upp með að neita að skrifa undir plagg sem gerir starfsmenn ut- anrikisþjónustunnar flutningsskylda. Yfirburðaþekking Guðmundar gerir hann ómissandi. Róbert Trausti Árnason, sendiherra, tekur við ráðuneytis- stjóraembættinu af Þorsteini Ingólls- syni 1. maí. + Gunnari Pálssyni er spáð sendiherra- embætti erlendis næst þegar til- færslur verða. Hann stýrir nú al- þjóðaskrilstofunni. Gunnar Gunnarsson, sendiherra, var kallaður til liðs við utanríkisþjónustuna af Jóni Baldvini og komst strax til æðslu metorða. Hann er á leiðinni til Moskvu eftir að hafa verið sendiherra íslands hjá RÖSE en það embætti verður lagt niður. Gunnar Snorri Gunn- arsson er í for- svari tyrir viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins. Hann og Gunnar Pálsson eru oftast nefndir af yngri mönnum ráðuneytisins sem Jón Baldvin hefur mesta velþóknun á. Arnór Sigur- jónsson, varn- armálaráðunautur, hefur lengi verið umdeildur fyrir skoðanir sínar. Þær hugnast þó greini- lega utanrik- isráðherranum sem kallaði hann til liðs við utanríkisþjónustuna. Menn spá honum frama, að minnsta kosti svo lengi sem Jón Baldvin er í ráðuneytinu. Hið sama giidir um bróður hans, Sturlu. FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1994 17

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.