Eintak

Eksemplar

Eintak - 26.05.1994, Side 4

Eintak - 26.05.1994, Side 4
Fimmtudagurínn ip. maí Fór í eróbikk en þar var nánast enginn. Allir úti í einhverju ööru sporti. Ég þarf aö koma mér uppi góöu útisporti á sumrin. Ég get bara ekki hugsað mér golf. Ef til vill væri sniöugast að fá sér hund til að taka meö í göngur. Fá sér tík, vafra um Ægissíðuna og vonast til þess aö Tanni tæki hana. Þá yröum við Davíð tengdir upp frá því. Eða í þaö minnsta eins lengi og litlu hvolþarnir lifðu. O Mark Smith úr The Fall birtist á götum Reykjavíkur © Borgin vill Björk á lýðveldisskemmtun © Myndlistarmanni meinuð þátttaka á sýningu vegna gagnrýni á Kjarvalsstaði IARK SMITH, söngvari bresku hljómsveitarinnar The Fall, dvalciist á íslandi um fjögurra daga skeið nýlega. Kappinn var hér í fríi með nýrri vin- konu sinni en einhverjir muna ef- laust eftir því að hljómsveitin hélt tónleika hérlendis fyrir einum 12 ár- um síðan og vakti þá töluverða at- hygli. Fall var þá ein af þekktari ný- bylgjusveitum Breta og hljómsveitin mun enn á lífi, merkilegt nokk, 17 árum eftir að hún var stofnuð. Fall hefur ætíð stundað öfluga hljóm- plötuútgáfu og gefið út rúmlega 40 plötur frá því ferillinn hófst... Tuttugu og níu myndlistar- menn taka þá*+ '■ '•vningunni Skúlptúr/sk '+otúr að Kjarvalsstöðum. [ uppnati var hug- myndin sú að þrjátiu listamenn tækju þátt í sýningunni en Ásmundi Ásmundssyni var synjað um þátt- töku á síðustu stundu. Ástæðan mun vera sú að Ásmundur sendi vini sínum úti á landi kort með mynd af Kjarvalsstöðum en í kort- inu gagnrýndi hann harðlega Gunn- ar Kvaran, forstöðumann Kjarvalsstaða. Svo einkenni- lega vildi til að í stað þess að fara á réttan stað barst kortið til Kjarvalsstaða og í hend- urnar á forstöðumanninum. Eitthvað mislíkaði honum skoðanir listamannsins og fór fram á að fá að sjá verk hans áður en það færi upp á sýningunni. Gunnar tjáði Ás- mundi að honum þætti verk hans ekki „passa við“ sýn- inguna og því var listamaður- inn útilokaður frá sýning- unni... Nú er unnið að því á vegum Lýðveldishá- tíðarnefndar að fá Björk Guðmundsdóttur til að koma fram á skemmtun í Laugardalnum sama dag og tónleikar hennar verða haldnir i Laugardalshöllinni. Hugmyndin er sú að Björk komi fram á sviði sem sett verður upp á gervigrasvellin- um. Ljóst er að hún mun trekkja verulega að ef af verður og styrkja þannig önnur atriði sem verða á dagskránni... Föstudagurinn 20. maí Ég rakst á einn af þessum nemendum mínum á barnum í kvöld. Hann fór eitt- hvað aö spyrja mig út í prófin. Ég fór strax í vont skap, fór heim og horfði á sjónvarpið. Hvaö er aö þessum nem- endum? Maður leyfir þeim aö fylgjast meö hvernig fræöimenn vinna, leyfir þeim aö taka þátt í starfi manns og jafn- vel að skrifa heilu og hálfu bækurnar fyrir mann, en svo þegar þeir þurfa að tala við mann er alltaf þessi hótun undir aö þeir geti nú látið mann fá þaö óþveg- iö í vor þegar nemendur gefi kennurun- um einkunnir. Djöfull, hvað þetta helvítis lýðræðisbull getur verið þreytandi. Laugardagurinn 21. maí Ég vaknaði við að Kjartan hringdi. Hann sagöist hissa á aö hafa hvergi rekist á mig að undanförnu. Hélt síöan sína vanabundnu messu um aö allir þyrftu aö leggja sitt aö mörkum, hvert minnsta handtak gæti gert gæfumuninn og allt þaö. Ég held hann hafi ekki vitað við hvern hann var að ræöa. Hann hljómaöi örvæntingarfullur og hálfsleit símtali, auðsjáanlega þegar kominn að þvi næsta með sömu þulunni. Sunnudagurinn 22. maí Þegar ég var á sprangi um bæinn gekk ég fram á Kjartan. Hann sagði: „Loksins læturðu sjá þig“ og „þetta er lagið" og „svona höfum við það“ og ég veit ekki hvaö og hvað. Hann man þá efir mér og aö það var ég sem hann talaöi viö í gær. Mér fannst eins og ég væri kominn inn í innsta hring. Fylltist stolti og lalaði við eina þrjátíu og sex áður en ég fór heim, um nauðsyn þess að við sjálfstæðis- menn héldum borginni. Mánudagurinn 23. maí Það hringdi í mig einhver blaöamaður á Tímanum og spuröi mig út í kosninga- baráttuna í borginni. Ég var enn hrædd- ur viö aö fá falleinkunn hjá nemendum minum svo ég laug því til aö ég heföi ekkert mátt vera aö því aö fylgjast meö henni. Sagðist vera upp fyrir haus í að fara yfir próf. Ég vona þetta fari ekki illa í Kjartan. Þriðjudagurinn 24. maí Þriðjudagurinn 24. maí Þá er fyrsta könnunin komin sem sýnir að R-listinn er ekkert annað en sams konar blaðra og Borgaraflokkurinn, Kvennalistinn og Alþýöuflokkurinn sem öll hafa gersigraö skoðanakannanir en aldrei verið annaö en aumingjar þegar fer að draga að kosningum. Fólk finnur þetta á sér. Þeir sem geta ekki, kunna ekki, tíma ekki aö reka kosningabaráttu, hafa ekkert að gera með völd. Þeir mundu glutra þeim niöur eins meðbyrn- um í könnununum. Miðvikudagurinn 25. maí Fór í bæinn eftir aö hafa jarðað Mörö Árnason á Rás 2 og gekk fram hjá for- Ijótum og galtómum strætó sem keyrði um göturnar með endalausum slag- orðaflaumi frá R-listanum. Ég áttaði mig strax á að við erum búnir að vinna kosningarnar. Þegar gömlu kommarnir eru orðnir lausir með rómantískar bar- áttuaðferðir, gjallarhorn, útifundi og gamaldags stemmningu þá má R-listinn þakka fyrir aö ná 15 prósentum. Stór bandarísk kvikmynda- fyrirtæki íhuga að taka Bíódaga til dreifingar í Bandaríkjunum. Friðrik Pór Friðriksson er ný- kominn til landsins eftir að hafa gert góðan túr á kvikmyndahátíð- ina í Cannes. Friðrik var með nýj- ustu bíómynd sína, Bíódaga, á há- tíðinni en einnig hafði hann í far- teskinu „trailer“ úr Cold Fever, sem bandaríski framleiðandinn og handritshöfundurinn, Jim Stark, gerir með honum, en lokavinnslu þeirrar myndar lýkur í haust. Friðrik kom aldeilis ekki tóm- hentur heim frá Cannes því hann nýtti ferðina vel og gekk frá fjár- mögnun á þremur myndum sem hann ætlar að gera á næstu tveimur árum. Það er því ljóst að Frið- rik er kominn á það traustan stall í evrópskri kvikmyndagerð að fjár- mögnunaraðilar í Évr- NAFNSPJALD VIKWNNAR Rafn Rafnsson, öðru nafni Rafn Ratnman, er einn eftirsóttasti kvikmyndatökumaður íslands. Sem dæmi um hve mikið er að gera hjá Rafni þá fengu báðir listarnir sem berjast um völdin í Reykjavík hann til að vera á bak við kvikmyndatökuvélina þegar sjónvarpsauglýsingar þeirra voru teknar upp. Svo fleiri verkefni séu talin upp sem Rafn hefur komið nálægt síðustu vikur má nefna að hann á veg og vanda að upptökum á Sjónvarps- markaði Stöðvar tvö sem heldur óvænt hefur slegið í geng meðal landans. Fyrir skömmu sá Rafn svo um kvikmyndatöku á tónlistarmynd- bandi fyrir Bobb, samstarfsverkefni Bubbleflies og Bong, en það myndband verður frumsýnt fljótlega. Ferill Rafns hefur þó ekki verið eintómir sigrar og gieði því hann var einn af þeim sem sátu uppi með sárt ennið eftir gerð Stutts Frakka því framleiðendur myndarinnar sviku um að Friðrik Þór Friðri gerði það gott í Cannes G fjái á bíói Friðrik Þór Friðriksson „Ef allt gengur að óskum og eitthvert þessara fyrirtækja dreifir Bfódögum eigum við góða möguleika á Óskarstilnefningu. “ ópu sækjast eftir að leggja fé í þær myndir sem hann stendur að. Saian á dreifmgarétti á Bíódögum gekk líka mjög vel í Cannes, og stærstu tíðindin í sambandi við þau mál eru að nokkur bandarísk kvik- myndafyrirtæki sýndu myndinni mikinn áhuga. „Við erum þegar komnir með stærri bíódreifingu á Bíódaga en Börn náttúrunnar fengu en það var stærsta bíódreifing sem íslensk mynd hefur fengið fram að þessu. Þrjú mjög stór bandarísk fyrirtæki eru að skoða að taka myndina til r ^Vlónu^ n L a I Æk. | v_A. / 9fn ^ greiða honum laun eins og svo mörgum öðrum sem unnu við myndina. Það er ekki hægt að skilja við nafnspjald Rafns án þess að útskýra hvernig nafnið Ramman er til- komið. Það gerðist þannig að Rafn ákvað að hætta störfum hjá Saga film og veðja á sjálfan sig og fara í lausamennsku. Hann vantaði gott nafn á þá þjónustu sem hann hefur í boði og þá kom Ramman upp úr dúmum, enda liggur það nokkuð beint við þar sem starf Rafns felst jú í því að ramma myndefnið inn með linsu kvikmyndatöku- vélarinnar. dreifingar en eins og málin standa núna get ég ekki sagt hvaða fyrir- tæki þetta eru. Þessi dreifingarmál í Bandaríkjunum skýrast eftir að myndin verður sýnd á Toronto- kvikmyndahátíðinni, en þangað var myndinni boðið á Cannes-há- tíðinni. Ef allt gengur að óskum og eitthvert þessara fyrirtækja dreifir Bíódögum eigum við góða mögu- leika á Óskarstilnefningu,“ segir Friðrik. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum EINTAKS eru það kvik- myndafyrirtækin Warner Bros og Miramax sem eru að skoða Bíódaga. Fyrrnefnda fyrirtækið er stærsti fram- leiðandi bíómynda I heim- inum en meðal mynda sem það stóð að á síðasta ári voru: The Fugitive og The Bodyguard. Miramax sérhæfir sig aftur á móti í dreifingu og framleiðslu listrænna bíómynda en meðal mynda sem það dreifði 1993 voru The Cry- ing Game og Piano. Bíó- dagar verða því í traustum höndum ef annað hvort þessara fyrirtækja tekur myndina upp á sína arma. Friðrik slær hvergi af við kvik- myndagerðina og þær þrjár myndir sem hann samdi um fjármögnun á Cannes eru: Djöflaeyjan, eftir hand- riti Einars Kárasonar, Fálkar, Einar og Friðrik skrifa handritið að þeirri mynd í sameiningu, og mynd sem hefur ekki enn hlotið nafn en fjallar um Pólverja nokkurn sem dreymir um að komast frá heima- landi sínu og til Bandaríkjanna en lendir í miklum hremmingum við þær tilraunir. Berstleikurinn meðal annars til íslands en það er sænskur höfúndur sem skrifar handritið að þessari mynd. Það eru sömu aðilar í Þýskalandi sem standa að fjár- mögnun tveggja \ fyrstnefndu myndanna og stóðu að fjármögnun Bíódaga en peningar í myndina um Pólverjann verða norrænnar ættar. Friðrik segir að ekki sé búið að fastsetja hvenær tökur myndanna heQist en lílegast er að fyrst verði ráðist í gerð Djöflaeyjunnar. „Djöflaeyjuhandritið er tilbúið undir tökur og hefur verið í nokk- urn tíma. Við eigum bara eftir að athuga hvort við förum í það núna í haust eða frestum því um ár. Djöflaeyjan átti að vera sjónvarps- sería en Ríkissjónvarpið hefur ekki sýnt þessu nógu mikinn áhuga, hvort sem það er út af kostnaði eða einhverju öðru, en hvað um það, þeir hjá Sjónvarpinu hafa ekki lagt þetta fyrir norræna sjónvarpssjóð- inn, Nordvision, svo sú fjármögn- unarleið datt upp fyrir. Af þessum orsökum breyttum við áætlunum okkar þannig að núna á Djöflaeyjan að verða bíómynd.“ En er Friðrik hœttur við aðflytjast til Flollywood? „Það liggur ekkert á því að fara á meðan það er nóg að gera hérna. Hér í Evrópu fær maður að minnsta kosti sjálfur að ráða loka- klippinu á myndunum sínum en það fær maður ckki fyrir vestan." © ÓQEÐFELLDASTA FRÉTT VIKWNNAR Lenai gefur landbúnað- arvandinn versnao Ógeðfelldasta frétt vikunnar birtist í dagblaðinu Degi á Akureyri í liðinni viku undir fyrirsögninni Frjósemi fjár alltaf að aukast. 1 fréttinni er greint frá því að sauð- burður standi nú sem hæst, hjá mörgum bændum sé um helming- ur borínn en annars staðar sé hann mun lengra kominn. Þá er greint frá því að frjósemi sé óvenju mikil, flestar ær séu tvílembdar og nokk- uð um að þær séu þrílembdar. Seinna í fréttinni segir: „Frjósemi sauðfjár hefur verið að aukast á undanförnum árum og nú virðist heyra til undantekninga að ær fæði [svo!] eitt lamb“. Ja hjarna. Lengi getur landbún- aðarvandinn versnað. Það er ekki nóg með að íslenskir neytendur súpi seyðið af langvarandi arðráni bændastéttarinnar og haftastefnu landbúnaðarmafíunnar og ráðu- neytisins. Nú hafa ærnar sjálfar gengið í lið með slátrurum sínum og auka kyn sitt enn frekar, senni- legast til þess eins að storka þeim, sem nauðugir viljugir borga brús- ann af fornaldarkerfi landbúnaðar- ins. Og það þrátt fyrir að afkvæmin endi sjálfsagt sem haugalömb eða rotnandi á hafnarbakka í þróunar- ríki eftir að hafa nagað nýgræðing- inn í nokkur ár. Nú er það svo að skattgreiðendur allir standa straum af Rannsóknarstofnun landbúnað- arins og eftir lestur jafnógeðfelldrar fréttar og þessarar er kannski fund- ið verðugt viðfangsefni fyrir RALA: að finna leiðir til þess að minnka frjósemi sauðfjár. Annars var í Degi að finna aðra frétt, sem einnig tengdist dýrarík- inu, og veitti ofangreindri frétt harða samkeppni um að vera ógeð- felldasta frétt vikunnar. Hún birtist undir fyrirsögninni Hundur beit póstburðarkonu. Fréttin er kannski ekki svo afskaplega ógeðfelld í sjálfri sér, en afar sérkennileg í blaði, sem sér sérstaka ástæðu til þess að taka það fram í hausi sínum að það sé dagblað. Þegar einhver frumkvöðull blaðamennskunnar vestanhafs var spurður um það hvað væri frétt og hvað ekki, svar- aði hann að bragði að Hundur bít- ur mann væri ekki frétt en Maður bítur hund væri hins vegar svo sannarlega frétt. Það er einu sinni eðli hunda að bíta frá sér og telst því ekki sérstaklega í frásögur fær- andi. Að minnsta kosti ekki í dag- blöðum. 0 4 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.