Eintak

Útgáva

Eintak - 26.05.1994, Síða 16

Eintak - 26.05.1994, Síða 16
4 -------------------- : ■- Islenski búlgarinn, Dían Valur Dentchev sem hefur verið í hungurverkfalli síðan 12. maí vegna baráttu sinnar fyrir umgengnisrétti við son sinn, Davíð Valdemar Dentchev, hefur skráð hugleiðingar sínar daglega frá því hann hóf hungurverkfallið. Hann veitti eintaki góðfúslega leyfi til að birta þær. 1 12. maí 1994, _________fyrsti dagur Að vel íhuguðu máli ákvað ég að hefja hungurverkfall í dag sem ör- þrifaráð í baráttu minni fyrir um- gengnisrétti við son minn, Davíð Valdemar Dentchev, sem ég hef ekki fengið að sjá síðan í október árið 1993. Með þessari aðgerð vil ég styðja Hönnu Guðmundsdóttur sem hefur verið í hungurverkfalli í tíu daga og vekja athygli á því órétti sem forsjárlausir foreldrar eru beittir á íslandi. Ég er tilbúinn til að fórna lífí mínu fyrir þennan mál- stað og neyta hvorki votts né þurrs þangað til málið verður tekið upp fyrir rétti. Það er kominn tími til að málið hætti að hringsóla á milli Sýslumannsins í Reykjavík, Barna- verndarnefndar og dómsmálaráðu- neytisins. Samkvæmt Mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og Evr- ópudómstólnum sem ísland er að- ili að eru það mannréttindi að mál séu tekin fyrir af dómstólum en þvælist ekki á milli skrifræðiskon- tóra ríkisins. Mannréttindi eru brotin á íslandi án þess að stjórn- völd hafist nokkuð að. I þessu máli hafa 18 greinar af samþykkt Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna verið brotin en þessi samþykkt var tekin upp á ís- landi 1990-1991. Félagsráðgjafarnir, María Þórarinsdóttir og Hrönn Björnsdóttir, hjá Barnaverndar- nefnd, skiluðu greinargerð um málið til Sýslumanns í stað þess að afhenda það stjórn Barnaverndar eins og gert er ráð fyrir í 42. grein samþykktarinnar, en það er lög- brot. 13. maí 1994, annar dagur Eg talaði við Hönnu í dag og hún var full baráttuvilja. Ég er farinn að finna fyrir mjög sterkri hungurtil- finnningu en ég er samt ákveðinn í að gefast ekki upp. Mér finnst ég vera mjög einangraður, sem ís- lenskur ríkisborgari af erlendu bergi brotinn og furða mig á því að íslensku þjóðinni virðist vera skít- sama þótt réttindi forsjárlausra for- eldra séu ítrekað brotin á íslandi. Ég var djúpt snortinn yfir hvað fólk stóð saman í baráttu Sophiu Han- sen og er mjög sympatískur við hennar málstað en það hryggir mig að þegar nákvæmlega sami hlutur- inn gerist á Islandi virðist það ekki skipta neinn máli. Ég hef aldrei orðið var við útlendingahatur á Is- landi en kannski birtist það í þessu formi. Alt frá því að ég gerðist ís- lenskur ríkisborgari hefur mig langað til að líta á mig sem fullgild- an Islending og á ísland sem föður- land mitt. Það lítur út fyrir að ómeðvituð stefna stjórnvalda sé að skapa nýbúa-vandamál á Islandi og ég kvíði því að sonur minn verði beittur frekara óréttlæti þegar hann verður eldri vegna þess að hann á pabba sem er fæddur í Búlgaríu. 14. maí 1994, þriðji dagur________ Eg finn að þreytan og hungrið eykst með hverjum deginum. Ég held áfram að vera í daglegu sam- bandi við Hönnu og reyni að stappa í hana stálinu. Ég vona að hún hafi lesið bækurnar sem ég færði henni um hvernig best sé að komast í gegnum svona reynslu því það er ekkert grín að vera án fæðu í langan tíma og nauðsynlegt að gera það af þekkingu. Davíð er sá eini á Islandi sem ég get talið til fjöl- skyldu minnar og mér finnst það ansi kaldhæðnislegt hvernig stjórnvöld taka á þessu máli í ljósi þess að það er ár fjölskyldunnar. 15. maí 1994, fjórði dagur Ég fór til guðþjónustu í Hallgrímskirkju og bað fyrir Davíð og fól kringumstæður mínar í hendur guðs og bað hann um að sjá til þess að réttlætinu væri fullnægt. Ég hef ekki talað persónulega við prest ennþá en hyggst tala við prestinn í kaþólsku kirkjunni því ég held að hann skilji mig betur en lúterskur prestur, vegna siðferðislegrar hliðar málsins. Mér finnst siðferðis- lega rangt, og held að það geti stefnt sálrænni hlið Davíðs í hættu, að hann sefúr í sama herbergi og fyrrum eiginkona mín og sambýlismaður henn- ar, ef ég get kallað hann það því þau eru ekki skráð í sam- búð þrátt fyrir að hafa búið undir sama þaki í tæp þrjú ár. Eftir guðþjónustuna fór ég heim til að hvíla mig því ég var orðinn svo þreyttur og máttfarinn af hungri. um. Margir þeirra sem hringdu voru í sömu sporum og ég eða þekktu til foreldra sem áttu í sömu baráttunni við kerfið og voru beittir misrétti. Það olli mér vonbrigðum að sjá í EINTAKl að Hanna væri búin að ákveða að gefast upp í hungurverkfallinu og ég hringdi í hana og spurði hvaða aðra von hún hefði til að mál hennar fengi eðlilega afgreiðslu. Hún sagðist von- ast til að á fundi félagsmála- stjórnar Hafnarfjarðar dag- inn eftir yrði ákveðið að mál- ið yrði tekið fyrir affur. 20. maí 1994, níundi dagur Hvað getur verið eðlilegra en barátta venjulegs heiðar- legs manns fyrir að fá að lifa eðlilegu lífi með barni eða börnum sínum? Þetta er ní- undi dagurinn sem ég er í hungurverkfallinu og líkami minn er farinn að bera þess greinileg merki. Ég hef misst átta kíló en var samt grannur fyrir og fötin hanga utan á mér. Eg vona að barátta Hönnu hafi ekki verið til einskis og félagsmálastjórn muni ákvarða henni í vií. Ég er að vinna að frekari grein- argerð um málið fyrir fjöl- miðla en reyni að hreyfa mig sem minnst til að spara kraft- ana. ingu á málefnum forsjárlausra for- eldra og skrifaði bókina Utan veggja réttlætis sem kom út fyrir jólin en þar eru rakin nokkur mál sem eru ótrúlega lík mínu. í bók- inni kemur fram sama ofríki kvenna í félagsfræðikerfinu og ég hef þurft að eiga við, en einungis konur hafa ákvarðað í máli mínu. Það er eins og þeim sé ómögulegt að skilja tilfmningar feðra og vitna alltaf móðurinni í vil. 18. maí 1994, ______sjöundi daqur Mér finnst einkennilegt að búa nú í svokölluðu lýðræðisríki eftir að hafa alist upp í kommúnistaríki, að stjórnvöld virðast ekki beita þegna sína minna ofríki heldur en var í Búlgaríu. Þar voru börn þó látin í friði. Ég hélt í minni barns- legu trú að hlutverk valdhafa í lýð- ræðisríki væri að þjóna þegnum sínum en ekki beita þá valdníðslu og sniðganga mannréttindi þeirra. Það er einkennilegt að hér er engin stofnun sem hefur eftirlit með starfsemi hins opinbera og rann- sakar mál ef fólkið í landinu finnst það vera beitt misrétti. Samtrygg- ing kerfisins er svívirðileg. Kerfið leggst sameiginlega á eitt þegar það þarf að berjast fyrir hagsmunum sínum en þegar einstaklingurinn þarf að berjast við það vísa stofnan- irnar hver á aðra eins og þær séu fullkomlega aðskildar. Blaðamaður EINTAKS kom í heimsókn og talaði við mig og ljósmyndari tók myndir af mér og það mun birtast í blaðinu á morgun. 19. maí 1994, áttundi daqur Myndin af mér á forsíðu EIN- TAKS og viðtalið í blaðinu vakti mikla athygli. Maðurinn í sjopp- unni þar sem ég keypti blaðið þekkti mig frá fyrri tíð og spjallaði við mig og hvar sem ég fór var fólk að tala við mig um greinina. Það kom mér að vissu leyti á óvart að flest fólk veit að kerfið vinnur ekki með hagsmuni barna að leiðarljósi og það hvatti mig til að halda bar- áttu minni áfram og hét mér stuðn- ingi sínum. Þegar ég kom heim fór síminn að hringja og fólk hélt áfram að votta mér stuðningi sin- 16. maí 1944, fimmti dagur f morgun fór ég á ritsjórn- arskrifstofu DV og talaði við blaðamann. Ég sagði honum frá hungurverkfallinu og sýndi honum greinarnar sem höfðu verið skrifaðar um mál mitt í EINTAKI og önnur mál- skjöl. Við áttum stutt spjall og blaðamaðurinn lofaði að skrifa grein um málið sem á að birtast á morgun. Ég hafði farið með málið áður til ann- arra fjölmiðla og verið hafnað og var því ánægður með að blaðamaðurinn væri tilbúinn að fjalla um málið. Ég er búinn að reyna allar aðrar hugsanlegar leiðir og lokaúrræðið var að fara til fjöl- miðla. Mér finnst ekki gaman að þurfa að fjalla um einkalíf mitt á opinberum vettvangi en ég vona að það verði til þess að afgreiðsla for- sjármála verði endurskoðuð á ís- landi. Ég er þeim íjölmiðlum sem hafa tekið málið upp á sína arma mjög þakklátur og vona að fleiri feti í fótspor mín og baráttan í forsjár- málum komi meira upp á yfirborð- ið. 17. maí 1944, sjötti dagur Þetta er sjötti dagur hungurverk- fallsins og hungurtilfinningin er horfin, sem betur fer. Ég er skýr í hugsun en líkamlegt úthald mitt fer þverrandi. Andlega séð eykst þrótt- ur minn því ég trúi að það sem ég er að gera sé rétt. Greinin birtist á síðu tvö í DV og ég hef fengið góð viðbrögð og stuðningsyfirlýsingar frá nágrönnum mínum. Ég talaði við Pétur Gunnlaugsson, lög- fræðing, en hann hefur sérþekk- 21. maí 1994, tíundi dagur Það komu strákar í heim- sókn í morgun til að hitta gamla manninn sem býr í íbúðinni við hliðina á mér. Þeir spurðu mig um Davíð en þeir muna vel eftir honum frá því hann var hjá mér og þeir voru að leika sér saman. Mér finnst sárt að segja þeim að hann geti ekki fengið að vera hjá mér því þeir skilja það ekki. Hanna hringdi í mig og sagði mér að máli hennar hefði verið vísað frá. Ég er hræddur um að henni verði nú hegnt af yfirvöldum fyrir að tala um málið í fjölmiðlum og barátta hennar verði enn erfiðari en áður. Við hugguðum hvort annað eftir fremsta megni í gegnum símann en mér fannst mjög sársaukafúllt að heyra um þessa niðurstöðu. Ég átti erfitt með að finna réttu orðin til að segja við hana í símann. Það eru eklci til nein „rétt orð“ til að segja því það er ekki hægt að útskýra svona mannréttindabrot. Þrátt fyrir að ég þekki kerfið af slæmu fannst mér ótrúlegt að hægt sé að sýna for- eldri og börnum slíka grimmd. Ég velti því fyrir mér hvernig þeir sem tóku ákvörðun um að vísa erindi hennar frá myndu bregðast við ef þeir væru í okkar sporum. 22. maí 1994, ellefti dagur Fyrst að mál Hönnu fékk þessa afgreiðslu er ég enn harðari í af- stöðu minni en áður að halda út hungurverkfallið þangað til ég fæ að leita réttar míns fyrir dómstól- um. Það er sama þótt ég þurfi að fórna lífi mínu, málstaðurinn er þess virði. Ég get ekki sætt mig við að vera niðurlægður og beittur órétti af þessu tagi og get ekki hugs- að mér að halda áffam að lifa lífinu eins og undanfarin þrjú ár, vitandi aldrei hvort ég fái að hitta Davíð við eðlilegar kringumstæður aftur. Mér finnst svo skrýtið að ég hef hitt og þekki fjölda íslendinga sem eru með ólíkindum heiðarlegir og gott fólk sem hefur jafnvel stutt mig fjárhagslega eins og maðurinn sem ég leigi hjá. Á sama tíma er til fólk í lykilstöðum í kerfinu sem virðist ekki hafa nokkra mannlega tilfinn- ingu í brjósti sínu. Þetta fólk sem á að hafa mjög sterka og þroskaða siðferðiskennd vegna málanna sem það fæst við virðist gjörsamlega sið- blint á köflum. Mér finnst það vera spurning hvort aflið verði sterkara meðal þjóðarinnar og hvort vald- hafar leiði hana til frelsis og mann- réttinda eða alræðishyggju miðald- anna. 23. maí 1994, tólfti dagur I dag skrifaði ég enn eina grein- argerð til dómsmálaráðuneytisins til að reyna í eitt skipti fyrir öll að útskýra mína hlið skilnaðar- og for- sjármálsins, og hyggst senda afrit til Mannréttindadómstólsins í Strass- burg og búlgarska sendiráðsins í Kaupmannahöfn. Seinna í vikunni ætla ég að skrifa erfðaskrá en þar mun einnig koma fram að þegar mér hverfur þróttur vil ég ekki njóta aðstoðar heilbrigðiskerfisins og vera meðhöndlaður eins og hundur. Ég vil fá að halda virðingu minni og reisn sem manneskja og fá að deyja í friði. Það eina sem ég vona er að eftir dauða minn fái málið rétta meðhöndlun og réttlæt- inu verði fullnægt. Það er ótrúlegt að afstaða kerfisins er eingöngu byggð á málflutningi fyrruin eigin- konu minnar en jafnvel hún viður- kenndi að Davíð væri hændur að mér og hefði ekkert upp á mig að klaga. 24. maí 1994, þrettándi dagur Það eru örugglega margir sem halda að ég sé geðveikur en ég veit að ég er það ekki. Ég trúi því að hver maður eigi að berjast fyrir rétti sínum og barna sinna og ég ætla mér að standa vörð um þann rétt svo lengi sem ég lifi. Það er mikið af ungu fólki á íslandi á aldrinum 18- 25 ára sem fremur sjálfsmorð vegna þess að það var á hrakhólum í kerf- inu þegar það var börn og fékk ekki að hafa eðlileg samskipti við for- eldra sína þegar þau voru að alast upp. Ég lít á foreldra þeirra sem hugleysingja að bregðast ekki harð- ar við, vitandi að börn þeirra voru beitt óréttlæti. I flestum löndum heimsins eru hagsmunir barna verndaðir með lögum og það er ekki hægt að tala um velferð barna ef það er ekki gert í samræmi við réttmæta foreldra þeirra. I öðrum lýðræðislöndum eru börn ekki að- skilin frá foreldrum nema fullsann- að sé fyrir rétti að þeir geti valdið börnum sínum skaða. O 16 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.