Eintak

Útgáva

Eintak - 26.05.1994, Síða 31

Eintak - 26.05.1994, Síða 31
h HhHTJE S J&gXgjJU.w ^ I -5 S «S! CAETlí POSTAÍ.E frímerkjum með myndum affflffmog œgnhlrium „Ég byrjaði að saftia frímerkjum með myndum af fílum árið 1961, þannig að það eru komin 33 ár síð- an ég byrjaði á þessu,“ segir Mary Ann Owens en hún er bandarískur frímerkjasafnari og er stödd hér á landi í boði ÍSFRÍM sem er félags- skapur íslenskra frímerkjasafnara. Mary Ann er eldri kona sem býr í Brooklynhverfi í New York og hef- ur lífsviðurværi sitt af störfum við bókhald. Utan vinnunnar snýst líf hennar hins vegar fyrst og fremst um frímerki. Hingað til lands er Mary Ann komin með í farteskinu fjögur svokölluð mótíf-frímerkja- söfn og þar á meðal er eitt safn, „Fíllinn", sem er nafntogaðasta safn þessarar tegundar í heiminum. Til útskýringar má benda á að mót- ífsafn er safn þar sem myndefnið á öllum frímerkjunum á eitthvað eitt sameiginlegt. Safnið „Fíllin n“ inni- heldur til dæmis frímerki þar sem fíll kemur við sögu á hverju einasta frímerki. Þetta safn telur 2500 frí- merki sem þýðir að Mary hefur að meðaltali eignast eitt nýtt fílafrí- merki á um það bil fimm daga fresti. Mary er treg til að gefa upp verðmæti safnsins en segir þó að sem dæmi kosti uppáhalds frímerki sitt í því 500 dollara sem gerir rúm- lega 35.000 krónur íslenskar. Annað athyglisvert safn í eigu Mary ber nafnið „Hlífafræði“. Þetta safn er aðeins fimm ára gamalt og inniheldur eingöngu frímerki þar sem regnhlífar, eða sólhlífar sjást. Hin tvö söfnin heita „Dóná svo blá“ og „Bandarísku farartækjafrí- merkin“. Þessi söfn eru meðal þeirra frímerkja sem verða til sýnis á Landssýningu íslenskra frí- merkjasafnara sem opnar á morg- un í íþróttahúsi Hagaskóla og lýkur á sunnudag. En hvernig stóð á því að Mary Ann hóf að safna frímerkjum? „Ég hafði safnað dvergstyttum af fílum í nokkur ár áður en mér datt í hug að snúa mér líka að fílum á frí- merkjum. Þannig að það má segja að styttusöfnunin hafí verið byrj- unin á þessu hjá mér. Hin frí- merkjasöfnin komu svo þannig til að maður þarf alltaf að setja sér ný markmið og þessa dagana legg ég mesta áherslu á hlífasafnið. Þessi söfnunarárátta er ekki ósvipuð veiðum, maður veit af bráðinni þarna einhvers staðar úti, maður þarf bara að leggja sig eftir því að ná í hana.“ En fer mikill tími í þetta hjá henni? „Ég hef ferðast töluvert um heiminn og sýnt söfnin mín og haldið fyrirlestra eins og ég geri hér á Islandi. Ég er ekki gift og ég á ekki börn og utan vinnunnar fer mest allur tími minn í frímerkin svo að vissu leyti má segja að ég hafi helg- að þeim líf mitt.“ I augum flestra eru frímerki blaðsneplar með mynd öðrum megin og vondu bragði hinum megin með hið eina notagildi að koma pósti frá einum stað til ann- ars, ekki þó í augum Mary Ann og kollega hennar í frímerkjasöfn- un.O Mary Ann Owen Hún á fyrirlestri sem hún hétt í fyrrakvöld fyrir íslenska áhugamenn um frímerkjasöfnun. „Hér hefur það tekist sem gjarnan vefst fyrir okkur íslendingum. Að búa tii virkilega erlendis-plötu. Það er bara að vona að útlendingur- inn kaupi í bílförmum. Jet Black Joe eiga orðið vel skilið að spila fyrir milljónir m í Dusseldorf og Prag. “ Popp ÓTTARR PROPPÉ Ausland here we come! Jet Black Joe You Ain’t herf. (alþjöðleg útgáfa) ★★★★ Saga Jet Black Joe er vel kunn. Þeir rokkbræður Gunni Bjarni úr Bootlegs og Páll Rósinkrans úr Nirvana (þeirri hafnfirsku þ.e.a.s) sömdu nokkur lög og fengu plötu- samning. í framhaldinu smöluðu þeir í band. Aðal inntökuskilyrðin voru þau að væntanlegir meðlimir yrðu að hætta að vinna og segja kærustunni upp. Það var frá upp- hafi ljóst að rokkmýtunni skyldi fylgja. „Have a good time, all the time“. Jet Black Joe skáru sig úr bransanum að því leyti að þeir ætl- uðu sér alltaf langt. Þeir tóku ekki annað í mál en að syngja á ensku. Þeir vældu ekki um peningaleysi né byrjuðu þeir að hjakka á sveitaböll- um til að koma undir sig fótunum. Markmiðið var alltaf að slá í gegn í útlandinu. Þetta var í raun fyrsta hljómsveitin stofnuð með heims- frægðina að leiðarljósi síðan Change voru og hétu. Jet Black Joe sló strax í gegn en þeir piltar létu sér fátt um finnast. I dag syngur önnur hver íslensk hljómsveit á ensku og þjóðsögurnar um Jet Black Joe eru farnar að minna á sagnaarfleifð Péturs Kristjáns og Rúnna Júl. Og loks eru piltarnir komnir á stóran samning við CNR Records í útlöndum! You Ain’t Here er fyrsta plata hljómsveitar- innar sem fer í alvöru dreifingu er- lendis og er í raun bara fínpússuð útgáfa af konseptplötu með sarna nafni sem kom út fyrir jólin. Helsti veikleiki Jettaranna hingað til hefur legið í lélegri hljóðstjórn en nú er hann að baki. Sístu lögunum á ís- lensku útgáfunni hefur verið kippt út og ný sett í staðinn. Freedom, hið vinsæla, heitir hér Fly Away og er sungið af Páli Rósinkrans. Þetta er vel heppnuð skífa sem gæti eins hafa orðið til á eynni Mön fýrir tuttugu árum í skynsprengingu einhverrar súpergrúppu þess tíma. Hér hefúr það tekist sem gjarnan vefst fýrir okkur Islendingum. Að búa til virkilega erlendis-plötu. Það er bara að vona að útlendingurinn kaupi í bílförmum. Jet Black Joe eiga orðið vel skilið að spila fýrir milljónir í Dusseldorf og Prag. © Rokkað einstaklings- framtak XIII Salt ★★ XIII er ein af Ijölmörgum sveit- um sem sigla í kjölfar Jet Black Joe. Það er sungið á ensku og hiklaust gengið í smiðju konunga rokksins. Hallur Ingólfsson trommaði keik- ur með Gypsy, Ham og Tíbet Tabú (sem síðar breyttist í Sálina) áður en hann tók völdin í sínar hendur og stofnaði eigið band. Fyrir nokkrum árum kom út platan Damcrack með hljómsveit að nafni Bleeding Volcano. Þar var Hallur að verki og spilaði sjálfur nánast á öll hljóðfæri. Sú plata var nánast al- vond og fór framhjá flestum. En Bleeding Volcano breyttist í XIII og framförin eru meiri en lítil. Sem fýrr er Hallur í aðalhlutverki. Hann syngur, spilar á gítar og trommur, auk þess að semja bæði lög og texta. Salt er rokkplata af nýja skólanum. XIII horfa augljóslega til Seattle í groddann. Lögin, melódískir slag- arar, og söngurinn beint upp úr Eddie Vedder handbókinni. En eins og vill verða er útfærslan og hljómurinn ekki alveg nógu góður til að maður haldi að hér séu Seatt- leguðir á ferð. Það er helst til mikið myrkur í þessu salti og fulllítill pip- ar. Salt er dálítið sérstök blanda af grunge og gothstíl. Það er skemmti- leg tilviljun að undirritaður hefur spilað á tónleikum með tveimur amerískum hljómsveitum sem báru báðar nafnið XIII svo ljóst er að Hallur og félagar eru ekki einir á ferð. Ef framförin verður jafn mikil á næstu plötu verður ekki spurt að leikslokum. Þangað til er engin spurning að stelpurnar haldi vatni. XIII er komin til að vera. © Öðruvísi súpergrúppa Material Halluciantion Engine ★★★ Bassaleikarinn og pródúsentinn, Bill Laswell, hefur gert nánast allt nema að semja sinfóníu. Reyndar kæmi ekki á óvart þó að hún yrði frumflutt í haust. Á milli þess sem hann snýr tökkum hjá mönnum eins og Iggy Pop og The Cult safn- ar hann saman allra handa tón- spekingum og skiptir ekki máli hvort viðkomandi eru djassarar, fönkhetjur eða dauðarokkarar með þrjár bassatronnnur. Material er helsta hljómsveit Laswell þessa dag- ana. Það nægir eiginlega að gefa sýnishorn af nafnalistanum til að lýsa þessari plötu. Wayne Shorter, William S. Buuroughs, Liu Sola, Nicky Skopelitis, Bernie Worr- ell, Bootsy Collins, Sly Dunbar, Shankar, o.s.frv. o.s.frv. Þetta er eins konar súperstjörnu- djamm þar sem djassinn blandast heimstónlistinni og fönkinu og... Þetta er ekki útvarpsvæn skífa en sjaldan heyrir maður önnur eins tilþrif. Þetta er svona plata sem ætti helst að spila bara neðansjávar svo ekkert fari til spillis. Á svona platta „Salt er rokkplata af nýja skólanum. XIII horfa augljóslega til Seattle í groddann. Lögin, melódískir slag- arar, og söngurinn beint upp úr Eddie Vedder handbókinni. “ vantar ekkert nema meðahnennsk- una. Nauðsynleg plata fyrir þá sem vilja gefa útvarpinu smáhvíld. 0 Bíó JÚLÍUS KEMP Gilli Grape What’s Eating Gilbert Grape SögubIói ★★★ Sá ágæti leikari, Johnny Depp, fer með titilhlutverkið í kvikmynd- inni What’s Eating Gilbert Grape sem sýnd er í Sögubíói. Gilbert er óánægður aðstoðarmaður í lítilli matvöruverslun í litlum bæ ein- hvers staðar í Bandaríkjunum. Gfl- bert hefur hug á að komast burt en þvi miður hafa forlögin komið því þannig við að hann getur ekki farið. Líkt og móðir hans sem er föst fýrir framan sjónvarpið vegna þess að hún er svo Jéit. What’s Eating Gil- bert Grape er mjög óvenjuleg am- erísk mynd. Þetta er skennntileg smábæjar- saga sem leikstýrð er af mikilli kunnáttu af Svíanum Lasse Hall- strom. Sá sami og gerði My Life as a Dog. Örlög mannanna eru mis- jafnlega sorgleg en einhvern veginn tekst Hallstrom að gera það súra bæði sætt og skemmtilegt. Sá sem stelur senunni er Leonardo Di Caprio sem leikur vangefinn bróð- ur Gilberts sem fer sér að voða í hvert skipti sem litið er af honum. Di Caprio var einmitt tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína sem er í einu orði sagt ótrúleg. What’s Eating Gilbert Grape er ein af þessum fáu myndum þar sem maður gleymir bæði stað og stund og maður veit ekki af sér fýrr en miskunnarlaus sumarsólin svíður í augun. © FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1994 31

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.