Vikublaðið - 03.12.1992, Side 1
3. TÖLUBLAÐ ■ 1. ÁRGANGUR 3. DESEMBER 1992
Atlaga að hinni fjölmennu ungu mlllistétt
Skattahækkanir á
bamafíölskyldur
- með mikinn húsnæðiskostnað
Þegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar Sjállstæðisilokksins og Al-
þýðnflokksins eru skoðaðar nánar kemur í ljós að mestar byrðar eru
lagðar á barnafjölskyldur sem eru að eignast húsnæði. Auk almennr-
ar hækkunar á tekjuskatti ákvað ríkisstjórnin að lækka barnabætur
annað árið í röð og draga einnig úr vaxtabótum.
Á sama tíma og hátekjumönnum er
ætlað að leggja aðeins 300 millj. til
aðgerða ríkisstjómarinnar á næsta
ári nema sérstakar skattahækkanir
ríkisstjómarinnar með lækkun bama-
bóta á þessu og næsta ári rúmum 1100
millj. kr. Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn hafa skert bamabætur
um 25% á tveimur ámm.
Kjaraskerðingin hjá bamafjöl-
skyldum sem eru að eignast húsnæði
er ennfremur aukin með því að
lækka vaxtabætur á næsta ári til við-
bótar þeirri lækkun sem fram kom á
Atvinna og
jafnari kjör
I samþykkt miðstjórnarfundar Al-
þýðubandalagsins, sem haldinn var í
Hafnarfirði um síðustu helgi, segir
að flokkurinn sé reiðubúinn til sam-
starfs við aðra stjómmálaflokka og
hagsmunasamtök um nýja leið í
efnahags- og atvinnumálum sem
skapar atvinnu og jafnar lífskjör.
Það sjónarmið var ríkjandi í
stjómmálanefnd að í stað „band-
orms“ með ályktunum um fjölmarga
þætti, m.a. umhvefismál, sjávarút-
vegsstefnu og utanríkismál, ætti
fundurinn í þetta skipti að einbeita
sér að stuttri og snarpri ályktun um
það sem hæst bæri í efnahags- og at-
vinnumálum á líðandi stund.
Sjá bls. 14 - 15.
Ólafur Ragnar Grímsson keypti dýru veröi happdrœttismiða nr. 1 í ára-
mótahappdrætti Alþýðubandalagsins af Guðmundi Bjarnleifssyni á mið-
stjórnarfundi um helgina.
þessu ári. Hin breiða millistétt yngra
fólks sem leggur á sig mikla vinnu til
að eignast húsnæði og veita bömum
sínum sómasamlegt uppeldi er sá
þjóðfélagshópur sem Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn
ráðast sérstaklega á með breytingum
á skattalögum.
Unga fólkið í landinu, sem er að
ala upp böm sín og glíma við rnikinn
húsnæðiskostnað, hefur orðið harka-
lega fyrir barðinu á stjómarstefn-
unni. Mikill fjöldi þessa fólks hefur
á undanfömunt misserum fest kaup á
húsnæði í gegnum húsbréfakerfið.
Kjaraskerðing ríkisstjórnarinnar í
gegnum margvíslegar skattahækkan-
ir, minnkun bamabóta og lækkun
vaxtabóta gerir það að verkum að
tekjustaða þessarar ungu millistéttar
er nú allt önnur og verri en þegar
greiðslugetam var metin og húsbréf-
in látin í té.
Á sama tíma ákveður ríkisstjómin
að fjármagnseigendur þurfi ekki að
leggja fram neitt til þessara aðgerða.
Þúsundir fjármagnseigenda verða
skattlausar á næsta ári. I þeim hópi
eru margir sem komu sér upp stór-
eignum á blómatímum verðbólgunn-
ar þegar lánsfé var óverðtryggt. Þeir
njóta nú sérstakrar velvildar ríkis-
stjómarinnar en ráðist er á ungu fjöl-
skyldumar með bömin og miklar af-
borganir af verðtryggðum húsnæðis-
lánum.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir
bflakaup Davíðs og Friðriks
Greiðslurnar fóru til Ingimundar í Heklu
í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um bifreiðamál ríkisins kemur
fram hörð gagnrýni á bílakaup ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Davíðs
Oddssonar og Friðriks Sophussonar, en þeir létu kaupa handa sér nýja
bíla á fyrstu mánuðum sínum í embætti. í skýrslu Ríkisendurskoðunar
er bent á að samkvæmt gildandi reglum eigi öll bifreiðakaup ríkisins að
fara í gegnum Innkaupastofnun ríkisins og leita beri tilboða með opnum
og formlegum hætti. Auk þess þurfi Bílanefnd ríkisins að fjalla um bif-
reiðakaupin. Kíkiscndurskoðun bcndir á að bifrciðakaup ráðherranna hati
ekki verið í samræmi við þessar reglur.
Ríkisendurskoðun segir í skýrslu
sinni: „Ríkisendurskoðun telur með
öllu ófært að aðalskrifstofur ráðu-
neyta er heyra beint undir stjóm ráð-
herra sniðgangi með öllu þá reglu-
gerð sem gildir um bifreiðamál ríkis-
ins og gefin er út af fjármálaráð-
herra“.
Hér á Ríkisendurskoðun við að
fljótlega eftir að ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar tók við ákváðu ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins, með þá Davíð
Oddsson og Friðrik Sophusson í
broddi fylkingar, að kaupa nýjar ráð-
herrabifreiðar. Allar þessar bifreiðar
voru keyptar án umfjöllunar Bíla-
nefndar ríkisins og án þess að leitað
væri tilboða frá ólíkum bifreiðaum-
boðum.
í staðinn ákváðu ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins upp á eigin spýtur að
kaupa bifreiðamar beint frá Heklu
hf. Forstjóri Heklu, Ingimundur Sig-
fússon, hefur um árabil verið for-
maður fjáröflunamefndar Sjálfstæð-
isflokksins. Hann lét Davíð Odds-
syni einnig í té húsnæði fyrir
skrifstofur Davíðs í kosningabarátt-
unni um formennskuna í Sjálfstæðis-
flokknum. Einnig lét Ingimundur í
Heklu Bimi Bjamasyni í té húsnæði
í prófkjörsbaráttu Bjöms í Sjálfstæð-
isflokknum.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir
harðlega að ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins skuli brjóta reglugerð sem
gildir um bifreiðamál ríkisins til þess
að geta í skjóli þess brots átt við-
skipti við fyrirtæki Ingimundar Sig-
fússonar. Þannig voru góðum flokks-
manni launaðir margvíslegir greiðar
við forystumenn flokksins.
Björn Guðbrandur Jónsson
líffrœðingur rœddi umhverjis-
stefnu Al Gores.
Birting
í vestri?
Már Guðmundsson fjallaði
um efnahagskenningar
Roberts R. Reichs.
Robert R. Reich, helsti efna-
hagssérfræðingur Bill Clintons,
nýkjörins forseta Bandaríkjanna,
segir að markaðurinn sé ekki
sjálfstæð heild innan þjóðríkisins
sem keppi við umsvif og stefnu-
mörkun hins opinbera.
„Jörð í tvísýnu“ nefnist
bók A1 Gores, nýkjörins vara-
forseta Bandaríkjanna. Hann
líkir iðnaðarsamfélaginu við
óþroskaðan ungling með
ódauðleikatilfinningu. Ný
viðhorf í bandarískum stjórn-
málum voru til umræðu á
þjóðmálafundi Birtingar.
Sjá bls. 8-9.