Vikublaðið - 03.12.1992, Side 8

Vikublaðið - 03.12.1992, Side 8
4 8__________________________________________________VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. desember 1992 NÝ VIDHORF í BANDARÍSKUM STJÓRNMÁLUM: Goðsögnin um markaðinn . missir mátt og tiltrú Með kosningasigri Bill Clintons í haust hafði ákveðin þróun í banda- rískum stjórnmálum runnið sitt skeið á enda. Tímabilið hófst með kjöri Ronalds Reagan fyrir 12 árum, en hann beitti fyrir vagn sinn hagfræði- kenningum sem hafa öðru hvoru komist í tísku á Vesturlöndum og ganga út á það að einkaframtak á frjálsum markaði sé skyn- samlegasta hagkerfið. George Bush hélt fram stefnu Reagans þegar hann tók við af honum fyr- ir fjórum árum. Kjami stefnu Reagans og Bush var að markaðurinn átti að sjá til þess að einkafram- takið ynni sitt verk, sem var að auka hagsæld og auð í Bandaríkjunum. Með því að rökstyðja afskiptaleysi ríkis- valdsins með tilvísun til markaðarins var höfðað til máttugrar goðsagnar sem byggir á myndltkingu Adams Smith, frumkvöðuls hagfræð- innar, um að markaðurinn sé ósýnileg hönd sem haldi efna- hagslífi þjóða í jafnvægi. Þessi myndlíking öðlaðist sjálfstætt líf og var tekin sem sjálfsönnuð forsenda í margar kennslubækur í hagfræði. A fundi sem Birting hélt í síðustu viku í veitingahúsinu Lækjarbrekku voru til um- ræðu ný viðhorf í bandarísk- um stjórnmálum. Framsögu- menn voru þeir Már Guð- mundsson, sem er hagfræð- ingur hjá Seðlabankanum, og Bjöm G. Jónssoa líffræðingur. Már fjallaði um hugmyndir helsta efnahags- ráðunautar Bill 'p? Clintons, Roberts R. Reich, en áhersla Bjöms j var á hugmyndum Al- berts Gore varaforseta um umhverfisvemd. Markaður og ríki ekki andstæður Robert Reich hafnar því sjónarmiði að markaðurinn sé sjálfstæð heild innan þjóðríkisins sem keppi við umsvif og stefnumörkun hins opinbera. Þetta úrelta viðhorf studdist við þá skoð- un margra frjálshyggjumanna að markaðurinn sé í andstöðu við ríkisvaldið þar eð afskipti ríkisvaldsins af gangverki markaðsafla séu skilyrðis- laust af hinu illa. í reynd er þetta ekki þann- ig, segir Reich, heldur er markaðurinn aðeins þáttur í starfsemi nútímaþjóðfélaga og á ekki sérstakt tilkall til að vera undanþeginn aðhaldi og íhlutun stjómvalda, fremur en Björn Guð- brandur Jónsson, líffrœðingur. aðrir starfsþættir. Sé markað- urinn látinn óáreittur er við- búið að óheft gróðasókn ein- staklinga muni hafa í för með sér kostnað sem hægt væri að komast hjá. Samfélagið verð- ur einnig af mörgum ávinn- ingum ef óheftur markaðsbú- skapur er látinn ráða í efna- hagsmálum. Reich bendir á að leikregl- ur markaðarins eru ekki leidd- ar af rökgreiningu eða öðrum vísindalegum aðferðum. Til grundvallar markaðshyggju liggur verðmætamat sem tek- ur afstöðu til ólíkra hug- mynda um siðferðileg gildi. Því síður er markaðurinn guð- leg sköpun sem hafi orðið til óháð verkum og vilja mann- anna. Reich gagnrýnir dæmigerð- ar frjálshyggjuhugmyndir en hann varar jafnframt við hin- um öfgunum sem felast í for- ræðishyggju þar sem alvitur stjómvöld ákveða fyrirfram niðurstöður hins hagræna fer- ils. Það væri vísasta leiðin til Már Guðmunds son, hagfrœð- ingur. GOMLU GILDIN TIL VEGS Á NÝ. I umræðum eftir framsögu Más Guðmundssonar og Bjöms G. Jónssonar taldi Hörður Bergmann það vafasamt að umhverfis- pólitík Gores myndi hafa mikil áhrif vegna þess að þeir Clinton og Gore voru kosnir til að hleypa lífi í efnahags- lífið. Og það þýðir aukna neyslu í Bandaríkjunum, en menn telja gríðarlega neyslu Bandaríkjamanna vera mengunarvald. styðst meðal annars við hug- myndir Roosevelts (forseti Bandaríkjanna 1933-1945) um þjóðarsátt. Þá sækja Clinton og Gore mikið í stofnanahagfræði sem ávallt hefur afneitað frjálshyggju- kennisetningum. María Maack spurði hvort hér væru ekki á ferðinni gamlar evrópskar hugmyndir vinstrimanna. / Baldur Oskarsson sagðist ekki betur sjá en að gömlu framsóknargildin væru nú hafin til vegs vestan- hafs. Hann spurði Má jafn- framt hvort Evróputenging Islands myndi ekki skipta fólki í tvær fylkingar, líkt og Reich lýsir að hafi gerst í Bandaríkjunum. Már sagði margt í grein- ingu Reichs ekki eiga við ís- land enda miklu einsleitara þjóðfélag hér. Hann taldi inngöngu Islands í EES myndu auka tekjuskipting- una á íslandi og að ríkisvald- ið yrði að grípa til ráðstafana til að dreifa ávinningum EES-aðildar. / Olafur Ragnar Grímsson minnti á að Clinton og Gore væru fulltrúar fyrir þúsundir ofan á þúsundir Bandaríkja- manna sem styðja hugmynd- ir þeirra enda er hér um að ræða niðurstöðu á ferli sem hófst fyrir mörgum árum. / Mörður Arnason velti upphátt fyrir sér hvort nú væri að hefjast „póst- marxískt" skeið þar sem hug- myndaumræðan tæki ný við- mið, án þess að vera and- marxísk. Þá sagði hann at- hyglisvert að evrópsk „blokkahugsurí' ætti ekki við í Bandaríkjunum og sigur Clintons og Gores væri til þess fallinn að brjóta upp hefð- bundna stjómmálahugsun. í fundarlok á háalofti Lækjarbrekku veltu menn fyrir sér „skíts- ófrenírí* Morgunblaðsins sem virtist hallt undir mál- stað Bush í bandarísku kosningunum en fjallaði jafnframt með velþóknun, í Reykjavíkurbréfum, um beitta gagnrýni á þau gildi sem George Bush stóð fyrir og var hafnað af banda- rísku þjóðinni. pv Gish Gunnarsson benti á að bæði Clinton og Gore koma úr róttækari armi Demókrataflokksins sem £9 i ( i <

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.