Vikublaðið - 03.12.1992, Side 12
12
VIKUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. desember 1992
ÍÍSÉgMÉÍ
Sjálfur hefði ég senni-
legci orðið forstjóri
SVR árið 1951 efég
hefði verið álitinn heil-
brigður í stjórnmála-
skoðumim. Og það má
borgarstjórinn eiga að
hann lét það ekki hafa
áhrif á ákvörðun sína
að ég varfrœndi hans.
andi lífskjör og önnur lífsskilyrði
fólks sem viðgengst bæði hér og í
öðrum löndum. Og þó að komið hafi
í ljós að fólkið í kommúnistaríkjun-
um hafi kannski búið við mestu ves-
öldina og versta óréttlætið af öllum
Evrópuþjóðum áratugina eftir síðari
heimsstyrjöldina, þá er það léleg
rökvísi að álykta af þeirri reynslu að
kapítalisminn sé rétta leiðin.
Efínn
Auðvitað hef ég hrifist af mörgu
um ævina, fegurðinni, ekki síst fal-
legum konum, fögrum hugsjónum,
fögrum orðum, fögrum tónum og
svo framvegis. En ég hrífst ekki
þannig að ég fylgi fólki eða málstað í
blindni. Síðan ég var unglingur og
komst í kynni við Krishnamurti og
kenningar hans held ég að mér sé al-
veg óhætt að fullyrða að ég haft ekki
trúað á neitt, aldrei raunverulega trú-
að neinu. Það er nefnilega sitt hvað
að vita eða trúa.
Krishnamurti hefur verið mitt
andlega leiðarljós í li'flnu. Að vísu
hefur mér gengið misvel að lifa í
samræmi við boðskap hans, aðallega
vegna þess hvað ég er breyskur og
ófullkominn. En þó hefur alltaf toll-
að í mér kenning hans um mikilvægi
efans og þess vegna trúi ég engu
blint.
Krishnamurti segir: ..Efinn vinnur
skapandi starf, jákvætt starf, af því
að hann leiðir í Ijós máttarviðina í
mannlífinu. Þeir eru ekki þjóðfélags-
bygging, heimspeki eða trú, þeir eru
ekki neinir guðir, hvorki þessa heims
né annars. Þeir eru hrein reynsla hins
lifandi manns.“
Hann segir líka: „Gefstu upp fyrir
því sem er. Það er ekki uppgjöf held-
ur sókn, meira að segja gríðarleg
þrekraun fyrir venjulega menn; við
erum flestir þannig í stakk búnir.“
Og loks segir Krishnamurti: „Að
skilja hvað þú ert, án afbökunar, er
upphaf dyggðarinnar."
Aðalbjörg Sigurðardóttir sagði
mér frá því hvernig útsendarar eltu
Krishnamurti á röndum, þegar átök-
in milli öfgastefna var í algleymingi
á þriðja áratug aldarinnar, og vildu fá
hann til að mæla með kommúnism-
anum sem hinni réttu aðferð til að
jafna kjör fólksins og koma á réttlæti
í heiminum þannig að öllum gæti
liðið vel. En meistarinn sagði við þá
að þeir væru ekki menn til að fram-
fylgja hugsjón sinni. Það gerði van-
þroski þeirra og eigingirni. Enda
kom það aldeilis á daginn.
Skömm á stéttaskiptingu
En skarpskyggni Krishnamurtis er
ekki öllum gefin. Margir góðir og
gáfaðir menn trúðu því að sósíalism-
inn myndi bylta veröldinni og gera
hana að notalegri stað fyrir mann-
eskjuna. Sjálfsagt hefði ég trúað því
líka ef ég hefði ekki verið hættur að
trúa nokkru. Það bjargaði mér.
Hins vegar hef ég ævinlega fundið
til sterkrar samkenndar með þeim
sem búa við lökust kjör og aldrei
dregið dul á það hvar ég stend í póli-
tík. Jafnaðarstefnan er mér í blóð
borin. Ég hef skömm á stéttaskipt-
ingu og því hróplega misrétti varð-
gefa mig á vald einhverju utan sjálfs
mín.
Ég viðurkenni að til er einhver
æðri kraftur. Ég hef oft fundið fyrir
honum og séð margt, sem ekki verð-
ur skýrt með viðurkenndum vísinda-
lögmálum, svo að það þýddi lítið
fyrir mig að neita tilvist æðri máttar.
En ég hef enga hugmynd um það
hvaðan þessi kraftur kemur. Hann
gæti rétt eins verið minn eigin lífs-
kraftur, eða sameiginlegur kraftur
allra manna, eins og að vera af öðr-
um heimi, hvað sem það nú merkir.
Það er betra að neita ekki því sem
maður skilur ekki. En það er samt
engin ástæða til að falla fram og til-
biðja það. Ég kýs að umgangast
þennan kraft af fyllstu kurteisi en
láta þar við sitja.
Maðurinn þarf að mínum dómi
ekki að velta svo mikið fyrir sér þeim
kröftum, sem búa utan hans skiln-
ings. Hann hefur ærið verkefni að
kanna sjálfan sig. Og það er fjandi
erfitt verk eins og við vitum öll. Ekki
síst vegna þess að tiltækasta ráðið
við sjálfskönnunina, hugsunin, tækið
sem við beitum yfirleitt, er okkar
erfiðasta hindrun í því að ná árangri.
Það er af því að hugsunin dregur
okkur út úr augnablikinu, aftur eða
fram í tímann. En allt sem máli
skiptir er í núinu. Þar er fegurðin og
kærleikurinn.
(Millifyrirsagnir í kaflanum eru
Vikublaðsins.)
taka á mig þessa ábyrgð sem ljóst var
að myndi trufla mig meira frá tón-
listinni. Og okkur Eiríki varð líka
mjög vel til vina. Svo undarlega vildi
til að við vorum fæddir í sama húsi
og meira að segja í sama herbergi á
Flateyri, að vísu með sjö ára milli-
bili. Við áttum fleira sameiginlegt,
því að Einkur var áhugasamur um
tónlist, spilaði ljómandi vel á har-
móníku og það gutlaði líka á honum
í píanóleik þannig að við spiluðum
oft fjórhent þegar við vorum að
skemmta okkur. Hann lék laglínuna
en ég sá um flúrið.
Eiríkur skildi vel þörf mína fyrir
að vera laus við þegar andinn kom
yfir mig. Ég kom oft seint á morgn-
ana en vann þá bara lengur fram eftir
á kvöldin. Ég tók mér líka stundum
ríflegt hlé í hádeginu því að þegar ég
var upp á mitt besta kom fyrir að ég
gat samið heilt lag í einum matar-
tíma. Það varð mér því til góðs, eftir
á að hyggja, að ég skyldi vera látinn
gjalda stjórnmálaskoðana minna.
Æðri kraftur
Annars hafa stjórnmál aldrei verið
mér sérlega hugleikin. Sama er að
segja um trúmál. Tónlistin og austur-
lenska lífsspekin frá Krishnamurti
hafa fyrst og fremst orðið til að móta
lífsstefnu mína að svo miklu leyti
sem hún hefur ráðist af öðru en því
sem eðli mitt og áhrif umhverfisins
bjóða mér að aðhafast hverju sinni.
Ég hef aldrei fundið hjá mér neina
þörf til að játast undir eitt eða neitt,
þau kynni, sem ég hafði af áhrifum
og ákvörðunum stjórnmálamanna í
starfi mínu hjá Reykjavíkurborg alla
þessa áratugi, urðu mér lærdómsrík
og opnuðu augu mín fyrir því hvem-
ig hugsjónir og réttlætiskennd víkja
fyrir eiginhagsmununum og klíku-
skap flokksins.
Allt annað mál
A morgnana fer ég í laugarnar.
Sumir af sundfélögum mínum stað-
hæfa í heita pottinum að hrun
kommúnismans þýði að hugsjónin
um jöfnuð manna hafi beðið svo
mikið afhroð að nú sé best að rninn-
ast aldrei á hana framar. Þá bendi ég
þeim á það að það séu ekki hugsjón-
irnar sem bregðist, heldur mennirnir
sem reynast ekki þess megnugir að
framfylgja þeim. Hvað til dæmis um
kristindóminn? Nóg er þar um fal-
legar hugsjónir. En eftir fimmtán
hundruð ára streð hafði kristinni
besta fólkið ræður sjaldnast ferðinni.
Vondir kauðar ná oftast yfirhönd-
inni. Og það er oftast sama meinið
sem kemur í veg fyrir að hugsjónir
kristindómsins og jafnaðarstefnunn-
ar fái að njóta sín. Skortur á kær-
leika. Það vantar kærleika í mann-
inn. Ef nóg væri af honum væri allt í
lagi. En þá þyrfti heldur engan sósí-
alisma, og kannski heldur engan
kristindóm.
Maður verður leiftursnjall og
kjafthýr þarna í heitu pottunum.
Ekki alveg ósvipað því að fá sér einn
léttan sjúss.
Bein kynni mín af stjórnmálum og
Ólafsson lét af störfum forstjóra. Jó-
hann var mikill vinur pabba, sem
sagt ekki skoffín. Staðan var ekki
auglýst, heldur var Gunnari Ásgeirs-
syni, syni besta vinafólks okkar á
Flateyri, boðið embættið. En hann
ætlaði sér stóran hlut í viðskipta-
heiminum svo hann bauð fram yngri
bróður sinn, Eirík, sem þá var ráð-
inn.
Til góðs
Ég var að vissu leyti óánægður að
vera ekki boðin forstjórastaðan, en
um leið létti mér að þurfa ekki að
kirkju ekki miðað lengra á veg en
svo að örgustu illmenni settust á
páfastól. Ég er ekkert viss um að Al-
exander Borgia hafi verið neitt skárri
maður en Jósef Stalín, sá armi þrjót-
ur. Og nú, á tuttugustu öld kristninn-
ar er allt logandi í styrjöldum og
hroðalegustu fjöldamorð fyrir
skömmu framin af yfirvöldum með
vitund almennings í landinu þar sem
lúterstrúin er upprunnin. Er þá ekki
kristindómurinn að verða búinn að
afsanna gildi sitt?
„Nei, það er allt annað mál,“ segja
þá karlarnir í laugunuin, vinir mínir.
Vondir kauðar
En á öllum tímum er gott fólk að
berjast fyrir fögrum hugsjónum.
Sannleikurinn er hins vegar sá að
Flokkspólitík hjá SVR
Ihaldið hefur alla tíð misnotað að-
stöðu sína hjá Reykjavíkurborg, ekki
síst við mannaráðningar. Á tímum
kalda stríðsins voru gerðar árásir á
ýmsar stofnanir borgarinnar og átti
að hreinsa til. Árið 1951 var t.d. öll-
um bílstjórum Strætisvagna Reykja-
víkur sagt upp. Eftirlitsmönnum
strætisvagnanna hafði verið uppálagt
að flokka vagnstjórana eftir hæfni en
allir vissu að hinn raunverulegi til-
gangur var að bola burt þeim sem
voru á röngu róli í stjórnmálunum.
Vagnstjórarnir voru síðan endurráðn-
ir nema sjö sem allir voru vinstri
menn. Hæfni manna til að starfa hjá
bænum, hvort sem var í háum eða
lágum stöðum, þótti best tryggð með
flokksskírteini eða skyldleika við
pólitíska gæðinga.
Sjálfur hefði ég sennilega orðið
forstjóri SVR árið 1951 ef ég hefði
verið álitinn heilbrigður í stjórn-
málaskoðunum. Og það má borgar-
stjórinn eiga að hann lét það ekki
hafa áhrif á ákvörðun sína að ég var
frændi hans. Ég var búinn að starfa
hjá fyrirtækinu í 17 ár og þar af 10 ár
sem skrifstofustjóri, þegar Jóhann
Á myndinni, sem er úr œvisögunni Lífsins dómínó, eru Sigfús Halldórsson, Helgi Sœmundsson og Skúli Hall-
dórsson í kjallaranum hjá Vilhjálmi frá Skáholti.
Lífsins dóimnó
Út er komin hjá Skjaldborg bókin Lífsins dómínó þar sem Örnólfur Árnason rithöfundur skráir öðruvísi
ævisögu Skúla Halldórssonar tónskálds sem lengi var skrifstofustjóri Strætisvagna Reykjavíkur.
Foreldrar Skúla voru Unnur, elsta dóttir Theódóru og Skúla Thoroddsen, og Halldór Stefánsson læknir.
Mörgum mun þykja forvitnileg lýsing Skúla á heimilisbragnum á æskuheimiium hans á Flateyri og ísafirði
og í húsi öntmu sinnar að Vonarstræti 12 í Reykjavík, þar sem hann bjó á kreppuárunum. í bókinni skoðar
Skúli Halldórsson umhverfi sitt og samferðafólk af sömu hreinskilni og sjálfan sig. Vikublaðið birtir kafia
úr bókinni þar sem hann talar um jafnaðarstefnuna og austurlenska lífsspeki Krishnamurtis. Hann greinir
einnig frá misnotkun íhaldsins í Reykjavík á aðstöðu sinni.