Vikublaðið - 03.12.1992, Side 13
V I [!£.“
Fimmtudagur 3. desember 1992
i
VIKUBLAÐIÐ
13
MYNDLISTARMAÐUR VIKUNNAR
Hlutlægni Tuma Magnússonar
an en breytist í fölbleikan tón efst.
Hægri græni flöturinn hefur skörp
skil við „hvíta“ flötinn. Á mörkunt
grænu og hvítu flatanna eru tvær
klukkur sín hvoru megin og sýna
þær vinstra megin sama tíina eða
um 25 mínútur í ellefu, en þær
hægra megin sýna um það bil 18
mínútur í ellefu. Klukkurnar á
loðnu mörkunum eru skarpt málað-
ar, en þær á skörpu mörkunum
hægra megin eru „úr fókus“.
Ástæða þess að myndlistin kem-
ur okkur við er fyrst og fremst sú,
að hún fjallar um gildi sem endan-
lega varða trú okkar á manninn og
framtíð hans. Lengst af á þessari öld
hefur framsækin myndlist tengst
með einum eða öðrum hætti trúnni
á vísindin, tæknibyltinguna, þúsund
ára ríki kommúnismans eða óend-
anlega möguleika mannsins til auk-
ins frelsis og framfara. Frantsækin
myndlist hefur falið í sér ákveðna
útópíu og óbilandi trú á að listin
hafi mikilvægu hlutverki að gegna í
því að breyta heimin-
um.
Við lok kalda stríðs-
ins hefur hinn vestræni
og evrópski menningar-
heimur hins vegar
vaknað upp við það, að
mælikvarðinn á fram-
farirnar hefur eins og
gufað upp í höndum
okkar, og trúverðug
framsækin list sem vís-
ar okkur veginn fram á
við verður við þessar
aðstæður vandfundin.
Þessi kreppa hefur ekki
síst bitnað á málaralist-
inni.
Tumi Magnússon er
einn þeirra málara sem
hafa glímt við þennan
vanda málverksins á
sannfærandi hátt.
Myndir hans vísa kann-
ski frekar inn á við en
fram á veginn, en þær
eru fullkomlega heiðar-
legar í öllum efnistökum. Hlutirnir
sem Tumi málar eru settir fram í tví-
víðu rými myndflatarins og eru af
hversdagslegasta tagi: eyrnapinni,
diskur, tala, hárgreiða, tannbursti,
skrúfa, hnffapör eða spælegg, svo
eitthvað sé talið. Hlutir sem ekki eru
kallaðir til að breyta heiminum. Þeir
taka af öll tvímæli urn að formgerð-
in í myndum Tuma felur ekki í sér
neina útópiu. Og þeir eru málaðir á
eins látlausan hátt og frekast er unnt
eins og til að undirstrika vanmátt
þeirra og hlutleysi. Litaskalinn
virðist sömuleiðis valinn af handa-
hófi, þótt innan hans ríki ákveðið
lögmál eða fagurfræðileg nauðsyn.
Hlutlægnin í myndum Tuma beinist
að hinum sjónrænu áhrifum. Litur-
inn hefur ekki táknræna merkingu,
cn það að hann breytist er mælanleg
staðreynd sem varðar jafnt birtu,
rými og tíma. Um leið og athygli
augans skerpist á ákveðinn punkt
dofna aðrir, og rýrnið verður ekki
skynjað í heild án þess að skarpleik-
inn breytist. Sú nafnlausa mynd af
klukkum, sem hér er birt, dregur á
skýran hátt fram þær sjónrænu eig-
indir málverksins, sem Tumi er á
höttunum eftir. Klukkurnar gefa til
kynna að tíminn í myndinni líði frá
vinstri til hægri. Og loðin litaskil
andspænis skerpu vísa beint til
sjónskyns okkar, sem er háð viljan-
urn. Við getum litið á þetta verk
sem eins konar hugleiðingu um
möguleika málverksins. Þeir tengj-
ast sjónskyni okkar á allt að því
ljósfræðilegan hátt. Innan þessa
myndmáls ríkir jafnframt ákveðin
regla eða fagurfræðileg nauðsyn, en
það er jafn augljóst að hún er ekki
tilkomin til þess að koma skikk á
óreiðuna í veröldinni. Myndir Tuma
verða þannig afhjúpandi um van-
mátt listarinnar gagnvart þeim sam-
félagslega veruleika sem við stönd-
um frammi fyrir. Og það er í þessari
afhjúpun sem styrkur þeirra er ekki
síst fólginn.
Ólafur Gíslason
Verk: Án titils 1992
Olía á striga 200x180 sm.
Myndin hefur tvo græna fleti á
köntum sent við nánari aðgæslu
sýna skala í grænum lit sem hverfist
frá dökku og örlítið blágrænu neðst
til vinstri yfir í skærgrænni tón efst,
sem síðan heldur áfram hægra meg-
in að ofan og tekur í sig örlítinn gul-
an lit eftir því sem neðar dregur.
Vinstri flöturinn hverfur loðið út í
„hvíla" flötinn í miðju, sem við
nánari aðgæslu er gulleitur að neð-
Tumi Magnússon
Fæddur í Reykjavík 1957.
Nám í Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1976-78 og í AKl Enschede,
Hollandi 1978-80.
Tumi hefur haldið einkasýningar og
tekið þátt í samsýningum bæði í
Reykjavík, Helsingfors, Biel í Sviss, Málmey í Svíþjóð, Álaborg, Frankfurt am Main, Zurich og Köln.
Brennandí brú
Kristján Kristjánsson, blúsarinn góðkunni KK, hefur sent frá sér aðra
geislaplötu sína sem heitir BEIN LEIÐ.
Þar er meðal annars að finna ljóðið BRENNANDI BRÚ eftir KK.
Loforð, svikin og gleymd
sönn ást, innantóm eymd
enginn trúir á þig.
Aleinn í vanvirðu og smán
þögull og fár
svellandi tár
augun svo sár.
Þreifar, leiðin er blind
horfinn í logandi girnd
sorg, þú lítur við.
Horfir á brennandi brú
ást, tryggð og trú
hjálpið mér nú.
Guð hvar ert þú?
Leitar, engu er nær
heyr heyr, myrkrið það hlær
sorg, þú lítur við.
Horfir á brennandi brú
ást, tryggð og trú
hjálpið mér nú
Guð hvar ert þú?
Ljóðmál Starra í Garði
Dáir krata kenningar,
köttur úr bóli Framsóknar.
Lenínismi ætíð var
Olafi til skapraunar.
Þannig yrkir Þorgrímur Starri Björg-
vinsson, bóndi í Garði II í Mý-
vatnssveit, og birtir í nýútkominni
bók sem hefur að geyma ljóðmál hans
um Mývetninga og Mývatnssveit,
landsmál, góðvini og flokksmenn
Alþýðubandalagsins svo eitthvað sé
nefnt.
Húsfreyjan í Garði, Jakobína Sig-
urðardóttir rithöfundur, skrifar örfá
eftirmálsorð í bókina og segir þar
meðal annars:
„Starri er vissulega eins
mývetnskur og nokkur Mývetningur
getur verið og það hafa sveitungar
hans metið, að minnsta kosti við
kveðskap hans. Ef til vill hafa þeir,
sem eru andsnúnir skoðunum hans,
ómeðvitað tileinkað sér það viðhorf,
að af því hann „elskaði mikið" sína
og þeirra sveit skyldi honum „fyrir-
gefast mikið“. Og einnig vegna þess,
að honuni tókst að skopast án þess
að særa.“
„Úr ruslakistu Starra í Garði“
nefnist bókin og eins og tamt er í
slíkurn kistum ægir mörgu saman.
Úr ruslakistu
StarraíGarði
Útgefið Afhófítndi
Hér eru sem sýnishorn tvær stökur
þar sem skopið og alvaran haldast í
hendur:
Er nauðsynlegt að halda jafn-
vægi í byggð landsins?
Stingist landið endutn á,
austurhluta lyfti,
Þingeyingar ofan á
yrðu í þetta skipti.
Að vera kaupfélagsmaður
Bið ég guð um aðeins eitt
eftir sólarlagið,
að útförina geti ég greitt
í gegnum kaupfélagið.