Vikublaðið - 03.12.1992, Side 4
I
4__________________________________________________VIKUBLADIÐ Fimmtudagur 3. desember 1992
BÓKMENNTIR
Forsetínn er trunaðar-
maður fólks gegn kerfi
Lýðveldishátíðarnefndin 1944: Jóhann Hafstein, kornungur rnaður þarna, tilnefndur af Sjálfstœðisflokknum,
Ásgeir Ásgeirsson tilnefndur af Alþýðuflokknum, Alexander Jóhannesson háskólarektor, ritari nefndarinnar
önnum kafinn tekur ekki eftir Ijósmyndaranum, Einar Olgeirsson og Guðlaugur Rósinkranz, fulltrái Fram-
sóknarflokksins.
Ásgeir Ásgeirsson er forseti Sam-
einaðs alþingis á Þingvöllum 1930.
Hann er fyrst fjármálaráðherra en
síðan forsætisráðherra í kreppunni.
Hann er fræðslumálastjóri þegar
stórvirkjum í skólamálum um allt
land er hrundið í framkvæmd. Hann
er bankastjóri Útvegsbankans. Hann
er forseti Islands í sextán ár. Er það
nema von að sett sé saman þykk bók
um þennan mann; er það nema von
að þar sé á ferðinni metnaðarmikil
útgáfa sem segir bæði kost og löst,
aðallega kost auðvitað, en hefur þó
yfir sér að minnsta kosti jafnvægis-
blæ. Það hefur ævisaga Ásgeirs Ás-
geirssonar eftir Gylfa Gröndal því
miður ekki. Bókin kom út nú á dög-
unum og hún er samfelldur lofsöng-
ur um það hversu maðurinn hafi ver-
ið gáfaður, skemmtilegur og snjall.
Sem er allt rétt. En vafalaust hefði
verið skynsamlegra - upp á langlífi
bókarinnar - að hafa nokkurt jafn-
vægi í efninu. Það er satt að segja
beinlínis dapurlegt þegar ekki eru
skrifaðar bækur um stjórnmálamenn
sem eru að minnsta kosti jafnmerkar
sem bækur og þeir eru sem stjórn-
málamenn. En þrátt fyrir þetta hóf-
leysi aðdáunar á Ásgeiri Ásgeirssyni
sem fram kernur í bókinni er hún
engu að síður afar fróðleg og tví-
mælalaus skyldulesning fyrir alla þá
sem hafa áhuga á sögu og samtíð ís-
lenskra stjórnmála.
Fimm sinnum krati og
fjórum sinnum framsókn
Kaflinn um framboð Ásgeirs fyrst
á Vestfjörðum er skemmtilegur. Þar
segir frá viðureign Ásgeirs og Guð-
jóns á Ljúfustöðum. I fyrstu virðist
það ójafn leikur með þeint hætti að
Guðjón hljóti að hafa alla yfirburði
sakir reynslu og þekkingar í héraði. í
raun snýst dæmið við í kosningabar-
áttunni. Ásgeir Ásgeirsson reynist
snjall og orðfimur frambjóðandi
enda er hann það allt í senn sem þá
þegar gekk í augu kjósendanna;
Ungur, fríður, gáfaður og orðhagur.
Það er ekki að sökum að spyrja.
Hann hefur hreina yfirburði í kosn-
ingunum. Mér nægir þó ekki kaflinn
til að skilja þá yfirburði. Að vísu
kemur fram að hann skaut að athuga-
semdum sem urðu fleygar um Vest-
ur-Isafjarðarsýslu að sögn sögurit-
ara. Og tilvitnanirnar í bók Gunnars
M. Magnúss skýra margt. En það
vantar í rauninni margt í bókina til að
skilja af hverju Ásgeir fékk allt þetta
fylgi. Hverjar voru aðstæðurnar í
samfélaginu sem leiddu til þess að
hann náði þessu fylgi og náði að
halda því í þrjátíu ár?
Ásgeir Ásgeirsson hefur yfirburði
yfir aðra frambjóðendur í þau skipti
sem hann býður sig fram fyrir Fram-
sóknarflokkinn. Þar á bæ er hins
vegar ekki friðvænlegt. Flokkurinn
rifnar í sundur. Forsætisráðherra
flokksins, Ásgeir Ásgeirsson, er
nánast rekinn úr flokknum. Bænda-
flokkurinn er stofnaður. Atlagan að
Tryggva Þórhallssyni er með endem-
um. Ásgeir Ásgeirsson býður sig
fram utan flokka. Hann glansar; fær
491 atkvæði í Vestur-ísafjarðarsýslu
- næsti maður 223. Framsóknar-
flokkurinn reyndi ekki að bjóða fram
á móti Ásgeiri. (Framsóknarmenn
nútrmans segja reyndar að flokkur-
inn hafi ekki haft svigrúm til þess
því að Ásgeir hafí tilkynnt að hann
yrði utanflokka daginn áður en fram-
boðsfrestur rann út.) Þegar til þings
kemur styður hann ríkisstjórn Fram-
sóknarflokksins og Alþýðuflokksins
og situr síðan í þingflokki Alþýðu-
flokksins sem utanflokkamaður í
þrjú ár, en gengur þá í Alþýðuflokk-
inn. Kosningar fara enn fram 1937.
Þá er Ásgeir í framboði fyrir Al-
þýðuflokkinn. En það breytir engu.
Hann sigrar enn. Framsókn býður
auðvitað fram og hamast gegn Ás-
geiri. En það kom fyrir ekki og þó
urðu úrslitin tæpari en nokkru sinni
fyrr: Frambjóðandi Sjálfstæðis-
flokksins, kornungur maður úr
Reykjavík, fær 411 atkvæði en Ás-
geir fær 497 atkvæði. Frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins er tilvonandi
tengdasonur Ásgeirs, Gunnars Thor-
oddsen. Mér sýnist af bókinni að sá
maður hafi lært marga listina af Ás-
geiri Ásgeirssyni.
Ásgeir Ágeirsson situr á friðar-
stóli í Alþýðuflokknum; gegnir fyrir
flokkinn margvíslegum trúnaðar-
störfum en er ekki í fremstu víglínu.
Hann flytur fyrstur frumvarp um
kjördæmabreytingu sem verður,
nokkuð breytt, að lögum með stuðn-
ingi Sósíalistaflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins. Þar með er el'nt til
tvennra kosninga 1942. í fyrri kosn-
ingunum fær hann 460 atkvæði en
Halldór á Kirkjubóli er næstur með
345 atkvæði. Og í seinni kosningun-
um fær Ásgeir 384 atkvæði en Hall-
dór á Kirkjubóli 351 atkvæði.
Hann er enn kosinn 1946 og 1949
og situr því á þingi fyrir Vestur-ís-
firðinga í 30 ár eða allt til þess tíma
að hann er kosinn forseti. Hann er
kosinn þingmaður 10 sinnum, fjórum
sinnum fyrir Framsóknarflokkinn,
einu sinni utan flokka og fimm sinn-
um fyrir Alþýðuflokkinn. Hann er
dæmigerður miðjumaður íslenskra
stjórnmála og hann siglir síðan
beggja skauta byr til þess að verða
forseti íslands þegar rétt 30 ár eru
liðin frá því að hann lagði fyrst Guð-
jón á Ljúfustöðum.
í lok kaflanna um þingmanns- og
ráðherraferil Ásgeirs Ásgeirssonar
segir höfundurinn, Gylfi Gröndal:
„Ásgeir Ásgeirsson var í hópi
þeirra íslensku stjórnmálamanna,
sem aðhylltust vestrænt lýðræði, og
létu ekki á sig fá árásir andstæðinga
sinna, háð þeirra og spé, heiftaryrði
og ógnanir. Hann var sannfærður
um, að Islendingum væri fyrir bestu
að skipa sér á bekk með lýðræðis-
þjóðum Vesturlanda.
Þeir höfðu rétt fyrir sér; um það
þarf enginn að efast lengur.
Sagan hefur fellt sinn dóm.“
Svona textar á bók sem vill láta
taka mark á sér eru ekki taktfskir
eins og það heitir á þeirri mállýsku
sem okkur stjórnmálamönnum er
tamt að nota.
Uppreisn í forsetakosningunum
Sá kafli sem maður les í þessari
bók með mestri eftirvæntingu er
kaflinn um forsetakjörið 1952. Þá
ákveður Alþýðuflokkurinn, í stjórn-
arandstöðu, að styðja Ásgeir Ás-
geirsson. Framsóknarflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn ákveða að
styðja séra Bjarna Jónsson. Kosn-
ingabaráttan er með ólíkindum
óvægin og niðurstaðan er öllum
kunn. I stuttu rnáli má segja að kosn-
ing Ásgeirs Ásgeirssonar hafi frem-
ur verið ósigur þeirra vinnubragða
sem forystumenn Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins
beittu en sigur forsetans. Það er
sama hvar borið er niður í þessari
sögu; stuðningsmenn Ásgeirs voru
snjallari áróðursmenn í smáu og
stóru. Úrslitum réð að sjálfsögðu
Reykjavfk og sú staðreynd að borg-
arstjórinn Gunnar Thoroddsen, vin-
sæll ungur maður, studdi tengdaföð-
ur sinn. í kosningu Ásgeirs samein-
aðist því andstaða við þáverandi
ríkisstjóm Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins sem var óvinsæl
og kraftlaus. Þess vegna hlaut fram-
bjóðandi gegn þeirri stjórn að vinna.
Og Ásgeir Ásgeirsson synti ftmlega
fram hjá boðum andróðurs. Leið-
sögn Tímans og Morgunblaðsins var
hafnað. Þetta var uppreisn. Svipuð
saga endurtók sig svo 1968 þegar
Kristján Eldjárn var kosinn en þá var
Gunnar Thoroddsen í öðru hlutverki
eins og kunnugt er. Og þegar hugsað
er um málið í heild:
Forsetakosningar hafa alltaf verið
uppreisn gegn ríkjandi kerfi valda-
stétta í þessu landi. Þessi staðreynd
undirstrikar mikilvægi forseta ís-
lands og þar með að forsetakosning-
ar eru þjóðaratkvæðagreiðsla þar
Tjald, Þingvellir, nr. J
Farið verður til Þingvalla frá Hótel Borg
miðvikudag 25. júni kl. 21 stundvíslega.
Bifreið nr.
/S
Fatnaður á Þingvöllum: Almenn dökk föt.
Hlý nærföt. Hlý yfirhöfn. Regnkápa.
FOLMIÐ
velur ítirst'laim'.
FORSETAKOSNINGIN
Eorsíða á kosningaliandbók.
Eihn aðalkostur bókarinnar er myndirnar og góð
nafnaskrá. Hcr er mynd afboðskorti á Þingvelli 25.
jání 1950: Hlý nœrföt, takk.