Vikublaðið - 03.12.1992, Side 5

Vikublaðið - 03.12.1992, Side 5
Fimmtudagur 3. desember 1992 VIKUBLAÐIÐ 5 UMH VERFISMA L Hvenær sést svanurinn á íslenskum vörum? Á undanförnum árum hafa umhverfisverndarsamtök víða um heim hvatt neytendur til að haga innkaupum sínum og neyslu á þann veg að sem minnstum skaða valdi á umhverfi. Þetta hefur ekki síst komið fram í áskorunum um að draga úr sóun og óþarfa neyslu og að velja þær vörur sem eru umhverfisvænni en aðrar, þ.e.a.s. þær sem valda minni skaða á umhverfi, við framleiðslu, notkun og eyðingu, en aðrar sambærilegar vörutegundir. Það kem- ur betur og betur í Ijós að neytendur eru tilbúnir að verða við þess- um áskorunum en það reynist erfitt að átta sig á hvaða vörur eru umhverfisvænar og hverjar ekki. Til þess að auðvelda neytendum þetta val hafa víða verið teknar upp svokallaðar umhverfismerkingar. Tilgangurinn með þeirn er að stuðla að bættu umhverfi og hvetja til þess að þróuð verði ný og betri tækni við framleiðslu á iðnaðarvörum. En upphafi til eyðingar og gefa að því búnu leyfi til notkunar á viðkom- andi umhverfismerki eða hafna beiðni þar að lútandi. Blái engillinn í Þýskalandi er dæmi um þekkt umhverfismerki. Allan Astrup Jensen hjá dönsku sammála um að reiðhjól sé ólíkt umhverfisvænna farartæki en bíll, en samt mundi reiðhjólið ekki fá þessa merkingu - nema að það væri á einhvern hjátt umhverfisvænna en önnur reiðhjól! Enda þótt margir telji að engin bót sé að hvarfakútum sýnir þetta dæmi að notkun bláa engilsins er eingöngu bundin samanburði á sambærilegum vörutegundum en ekki samanburði á valkostum. Engar slíkar umhverfismerkingar eru til hérlendis, en Islendingar taka þátt í samstarfi Norðurlandanna um sameiginlegt norrænt umhverfis- merki - Svaninn. Þetta samstarf hefur staðið yfir í rúm tvö ár og virðist af einhverjunt ástæðum neytið sem hefur með höndum þetta samstarf við Norðurlöndin og for- ystu í íslenska umhverfismerkisráð- inu. Furðuleg Iítið hefur heyrst um þetta starf og tilhögun þess og væri áhugavert að fá meiri vitneskju um það. Hvenær er þess til dæmis að vænta að Svanurinn fari að sjást á íslenskum vörum? Hvert eiga fram- leiðendur og innflytjendur að snúa sér ef þeir hafa hug á að fá slíkt merki á vörur sínar? Hve margar vörutegundir sem seldar eru hér- lendis hafa fengið Svaninn og síðast en ekki síst hvaða tryggingu hafa neytendur fyrir því að merkinu sé treystandi? Norræna umhverfismerkið á að auðvelda íslenskum neytendum að Engar slíkar umhverfismerkingar eru til hér- lendis, en Islendingar taka þátt í samstarfi Norðurlandanna um sameiginlegt norrœnt umhverfismerki - Svaninn. Þetta samstarf hefur staðið yfir í rúm tvö ár og virðist af ein- hverjum ástœðum ganga bœði seint og erfið- lega. Svanhildur Skaftadóttir, framkvœmdastjóri iMiid- verndar, spyr hvers vegna svo lítið heyrist frá umhverf- isráðuneytinu um norrœna umhverfisárið. þessum merkingum er því miður ekki öllum treystandi. I sumum til- fellum setja frmleiðendur sín eigin merki á framleiðsluna í von um betri sölu og gefa merkin þá í skyn að um umhverfisvænar vörur sé að ræða, jafnvel þó að svo sé alls ekki. I öðrum tilfellum eru það óháðir að- ilar, sem athuga ferli viðkomandi vöru „frá vöggu til grafar" eða frá tæknistofnuninni (Dansk Teknolog- isk Institut) lýsir notkun þess á þennan hátt: - Merkið gefur til kynna að einhver ákveðin vara sé umhverfisvænni kostur en aðrir sambærilegir. Til dæmis niundi bíll, sem búinn væri hvarfakút, vera tal- inn umhverfisvænni en sá sem ekki hefir slíkan útbúnað og gæti því fengið merkið. Hins vegar eru allir ganga bæði seint og erfiðlega. Svo erfiðlega að norræn umhverfis- verndarsamtök hafa nú orðið miklar efasemdir um að rétt sé að þessari vinnu staðið og að hún þjóni til- gangi sínum, m.a. þess vegna hafa sænsku náttúruverndarsamtökin nýlega hætt allri þátttöku í umhverf- ismerkisráðinu í Svíþjóð. Hérlendis er það umhverfisráðu- velja þær vörur sem minnstum skaða valda í umhverfinu og ef það á að hvetja ísienska framleiðendur til að framleiða umhverfisvænar vörur, verða þessir aðilar að fá upp- lýsingar um merkið og svör við spurningunum hér að framan. HUSNÆDISMAL Leigjendur gagnrýna húsnæðisstefhuna sem kosinn er æðsti trúnaðarmaður þjóðarinnar andspænis valdakerfinu. Nú er í raun valt að tala um sigur Ásgeirs Ásgeirssonar í þessu sam- bandi því munurinn á frambjóðend- unum var ótrúlega lítill eins og þess- ar tölur bera með sér: Alls greiddu 63.969 þessum tveimur frambjóðendum atkvæði sín. Þar af fékk Ásgeir Ásgeirsson 51,5% af því atkvæðamagni sem þeir báðir fengu; var átján hundruð sjötíu og níu atkvæðum hærri á landinu öllu! Landsbyggðin kaus sér annan forseta: séra Bjarna Jónsson því utan Reykjavíkur hafði hann 19.261 at- kvæði en Ásgeir 17.954 atkvæði. Það var Reykjavík sem vann þennan mun upp fyrir Ásgeir. Með öðrum orðum: Það er engin fjarstæða að halda því fram að Gunnar Thorodd- sen hafi unnið þessar forsetakosn- ingar gegn eigin flokki. Það var ekki í síðasta sinn sem hann vánn sigur yfir eigin flokksvaldi. Minnispunktar meginkostur bókar í kaflanum um forsetaembættið kemur meðal annars fram ýmislegt um aðdragandann að myndun við- reisnarstjórnarinnar. Þar er eins og vfðast í bókinni - og það er höfuð- kostur hennar - byggt á minnis- punktum Ásgeirs. Þar kemur fram að hann var reiðubúinn að stuðla að stjórn með Alþýðubandalaginu þeg- ar vinstristjórnin fór frá rétt fyrir jól- in 1958. Þar kemur líka fram að 01- afur Thors vildi helst mynda ný- sköpunarstjórn þá. Það er mikilvæg söguleg staðreynd að allt til loka á sínum starfsferli vildi Ólafur Thors endumýja kynnin frá nýsköpunarár- unum. En ágreiningur um dýrtíðar- málin hindraði samstöðu á þann vænginn og ágreiningur um kjör- dæmamálið á hinn. Þannig varð til viðreisnarstjórnin sem ekki verður séð að hafi endilega verið óskastjórn Ásgeirs Ásgeirssonar. Að minnsta kosti verður fullyrt hér að hann hafi borið sig eðlilega að við stjórnar- myndunartilraunina. Þar með - með þessum minnispunktum - reynast ásakanir Morgunblaðsins á hendur Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finn- bogadóttur um afstöðu þeirra í stjórnarmyndunum fjarstæða. Fyrir það er bókin um Ásgeir Ásgeirsson ekki síst verðmæt. Að vísu kemur ekkert fram um það að Ásgeir hafi viljað fela Alþýðubandalaginu stjórnarmyndunarforystu, en eftir minnispunktunum að dæma virðist hann reiðubúinn að tryggja að Al- þýðubandalagið njóti þingstyrks síns með eðlilegum hætti. Og það sama er að segja um Ólaf Thors. Það er at- hyglisvert af því að þetta gerist í miðju galdraofsóknaræði kaldastríðs- ins. Hinu er ekki að neita og liggur í augum uppi að það er ekki vinsam- legur tónn í garð Alþýðubandalagsins í minnispunktum Ásgeirs Ásgeirsson- ar. En það er annað mál. Bókin „Ásgeir Ásgeirsson ævi- saga“ er 470 síður. Höfundur hennar er Gylfi Gröndal. Bókin er gefin út af Forlaginu. Gylfi hefur í fórum sín- um gögn um báða forsetana, Kristján og Ásgeir. Gaman væri að hann bæri þessa rnenn og starfsstíl þeirra sam- an einhvern tímann. Eins og áður segir er bókin skyldulesning fyrir þá sem nenna að fylgjast með því sem skrifað er um stjórnmál; en eftir að hafa blaðað í bókinni finnst mér standa upp úr að Ásgeir Ásgeirsson hefði átt skilið betri og heilsteyptari bók, því hann hefur áreiðanlega verið mikið fjöl- breyttari og mótsagnkenndari per- sónuleiki en kemur fram í bókinni. Að minsta kosti fæ ég ekki almenni- lega skilið - þrátt fyrir 470 síður - hver maðurinn var. Ég bíð þeirrar bókar. Því Ásgeir Ásgeirsson á ekki síður skildar ítarlegar bækur en hinn póllinn á miðju íslenskra stjórnmála: Jónas Jónsson frá Hriflu. Svavar Gestsson Aðalfundur Leigjendasamtak- anna, sem haldinn var í Reykjavík 14. nóvember sl„ benti á að nkjandi húsnæðisstefna þjónaði ekki alþýðu manna með eðlilegum hætti. Á fund- inum var rædd hugmynd að leigu- þjónustu sem samstarfsverkefni ým- issa aðila. Samþykkt var að taka þátt í slíku verkefni, enda talin mikil þörf fyrir trúverðuga leigumiðlun, bæði fyrir leigjendur og íbúðaeigendur. Á ályktun fundarins segir að hús- næðislögin frá 1990 hafi í reynd ekki komið til framkvæmda eins og ætlað var, einkunt á höfuðborgarsvæðinu. Mikill skortur sé á félagslegum leiguíbúðunt með viðráðanlegum kjörum. Þeir sem ekki standast greiðslumat við lánsumsókn eigi fárra kosta völ í félagslega húsnæð- iskerfinu. Þetta bitni ekki síst á ungu fólki sem er að stofna heimili. j'j Leigjendur hafa enn ekki fengið húsnæðisbætur eins og lofað hefur verið, þótt slíkar bætur séu og hafi verið greiddar íbúðakaupendum. Þá er lögð áhersla á að ríkjandi húsnæð- isstefna hafi aukið mjög skuldsetn- ingu íslenskra heimila og þeirri stefnu og þeim viðhorfum sem henni tengjast beri að hafna. Leigjendasamtökin fagna tilkomu húsbréfakerfisins og hvetja til þess að fjölbreytni innan félagslega hús- næðiskerfisins verði aukin. I stjórn Leigjendasamtakanna voru kjörin Jón Kjartansson frá Pálmholti formaður, Jóhanna Magn- úsdóttir varafonnaður, Haraldur Jón- asson ritari og Reynir Ingibjartsson gjaldkeri.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.