Vikublaðið - 21.01.1993, Side 5
Fimmtudagur 21. janúar 1993
VIKUBLAÐIÐ
5
MYNDLIST EFTIR ÓLAF GÍSLASON
Töfraheimur leikhússins
Hlín Gunnarsdóttir leikmyndahönnuður og sagan af Ronju ræningjadóttur
Sex ára sonur niinn upplifði sýningu á Ronju ræningja-
dóttur í Borgarleikhúsinu svo sterkt, að hann treysti sér varla
til þess að horfa upp á ískyggilega framvindu leiksins eftir hlé.
Og j)egar upplifun jiess sem bar fyrir augu á sviðinu varð of
sterk kúrði hann sig niður á bak við sætisbakið fyrir framan.
Hann bærði ekki á sér meðan á sýningunni stóð, en að henni
lokinni var eins og allar gáttir opnuðust og við tóku enda-
lausir Ronju- og ræningjaleikir. Hann hafði yfirunnið óttann.
Viðbrögð barnanna við
góðri leiksýningu vekja
spumingar um hlutverk og
eðli leikhússins: hefur það
enn einhverju hlutverki að
gegna á tímum kvikmynda,
sjónvarps og myndbanda, þar
sem hversdagslegri jafnt sem
ævintýralegri reynslu er
miðlað í síbylju, og þá ekki
síst til barna, á raunsærri og
tæknilega fullkomnari hátt
en nokkur leikhúsuppfærsla
getur gert?
Reynslan frá Borgarleik-
húsinu sýndi svo um munaði,
að leikhúsið er ennþá vett-
vangur fyrir ævintýrið, og sú
tilfinningaútrás sem hún
framkallaði, sýndi að ennþá
getur leikhúsið búið yfir
þeim galdramætti sem kall-
aður hefur verið „kaþarsis“:
að áhorfandinn nái með inn-
lifun sinni að losna undan
valdi andstæðra tilfmninga
og leysa þær úr læðingi um
leið, þannig að skilyrði skap-
ist fyrir yfirveguðu jafnvægi
og dómgreind á ný.
Stór þáttur í þeim sterku
áhrifum sem sýningin í
Borgarleikhúsinu vakti, var
sjálf sviðsmyndin, sem gerði
þessa ævintýraveröld svo Iif-
andi og trúverðuga.
Höfundur sviðsmyndar-
innar er Hlín Gunnarsdóttir,
sem komið hefur til liðs við
íslenskt leikhús á undanföm-
um árum svo að athygli hefur
vakið. Má þar á meðal nefna
sviðsmyndir hennar við Jóla-
ævintýri Dickens hjá Leikfé-
lagi Akureyrar 1985 og eftir-
talin verk hjá Leikfélagi
Reykjavíkur: „Ferðin á
heimsenda" eftir Olgu Guð-
rúnu Arnadóttur frá 1989,
„Hótel Þingvellir" eftir Sig-
urð Pálsson frá 1990, „Ég er
meistarinn" eftir Hrafnhildi
G. Hagalín frá 1990, „1932“
eftir Guðmund Ólafsson frá
1991 og „Ljón í síðbuxum"
eftir Bjöm Th. Björnsson frá
1991. Auk þess hefur hún
unnið fyrir Nemendaleikhús-
ið og áhugaleikfélög.
Þótt viðfangsefni þessi
hafi verið ólík og krafist
ólíkra lausna, má segja að
það sé sameiginlegt einkenni
leikmynda Hlínar að þær em
ekki bara bakgrunnur, heldur
virkur þátttakandi í atburða-
rás leiksins, og að þær undir-
striki það hlutverk leikhúss-
ins umfram önnur að vera
vettvangur ævintýrs og gald-
urs.
I Ronju ræningjadóttur er
skógurinn, virkisborgin og
klofið Matthíasarfjallið
byggt inn í einu og sömu
myndina, sem snýst á svið-
inu og tekur á sig ótrúlegustu
myndbreytingar eftir þörf-
um. Gjár opnast og undir-
göng, foss fellur af fjalli,
hellir er þar, virkisborg og
himinhá bjargbrún, snjór
fellur, blóm springa út með
hækkandi sól og öll er þessi
lifandi náttúra undirstrikuð
með lifandi skógarnomum,
rassálfum og grádvergum.
„Börn eru heiðarlegustu
og um leið athugulustu
áhorfendur sem við fáum í
leikhúsið,“ segir Hlín Gunn-
arsdóttir. „Það fer aldrei á
milli mála hvort sýning held-
ur athygli þeirra. Og þegar
þau segja: „nú er dagur,“ eða
„nú er nótt“, þá vitum við að
þau hafa lært að tileinka sér
tungumál leikhússins. Það
fer ekkert smáatriði framhjá
þeim, ekki heldur þegar
Ronja leggst til svefns án
þess að fara úr skónum."
Myndbreytingar þær sem
Matthíasarfjallið tekur á sig í
Ronju ræningjadóttur em í
raun ekki óskyldar þeim
myndbreytingum sem pavil-
jóninn tók á sig í hinni
snjöllu leikmynd að „Ljóni í
síðbuxum“ frá síðasta vetri.
Og í „Ég er meistarinn"
leystist tígulmyndað mynstr-
ið á gólfinu upp í fljúgandi
fugla á veggnum og undir-
strikaði þannig þema sýning-
arinnar um það hvernig
draumsýn listamannsins leit-
ar úr jarðbundnum fjötrum til
frelsis og fullkomnunar. Og
„Ferðin á heimsenda" var
ekki síst ferðalag í gegnum
síbreytilega sviðsmynd sem
var mikilvægur burðarás
sýningarinnar.
Þegar ég sá sýninguna á
Ronju ræningjadóttur í fé-
lagsskap sonar míns og fleiri
barna kom það mér í opna
skjöldu að sýningin verkaði
sterkar á sjálfan mig en
margar leiksýningar sem
boðið er upp á fyrir full-
orðna. Sýningin skírskotar til
barnsins í okkur öllum, og
minnir okkur á að hlutverk
leikhússins er meðal annars
og ekki síst í því fólgið. Og á
því sviði getur það haft ýmsa
yfirburði yfir kvikmyndina,
jafnvel þótt sá miðill búi yfir
mun fullkomnari möguleik-
um bæði til raunsæislegrar
lýsingar og sjónhverfinga.
Hlín Gunnarsdóttir hefur
sem leikmyndahönnuður
umfram annað opnað fyrir
okkur þá hlið leikhússins
sem snýr að ævintýri og
galdri. Hún hefur sýnt fram á
að þar á leikhúsið ennþá
hlutverki að gegna og að þar
getur leikmyndin skipt sköp-
um um það hvort tilgangin-
um sé náð.
Rœningjahöfðingjarnir Borka og Matthías berjast um yfirráðin og flokkar þeirra fylgjast
með atganginum ofan af œvintýralegri leikmyndinni.
EFTIR RAGNHILDI VIGFUSDOTTUR
REYNSL UHEIMURINN
Vel klædd er konan ánægð
Fyrir nokkruni árum kom hingað kanadísk kona til ársdvalar. Hún var vön vetrarhörkum sem hér og var því í kuldastíg-
vélum, fóðruðum buxum, í dúnúlpu með trefil og eymaskjól. En hún fann fljótt að hún skar sig úr fjöldanum og pakkaði vetr-
arfatnaðinum niður og lét sig hafa það að vera skítkalt eins og okkur hinum. Mér varð hugsað til hennar þegar ég átti leið um
Grafarvog fyrir skömmu. Ég skildi síst í því hvað björgunarsveitin væri að gera fyrir utan Foldaskóla á laugardagskvöldi, en
var þá bent á að þama væm unglingar á ferð, gallaklæddir samkvæmt nýjustu tísku. Þar kom að því að einhverrar skvnsemi
gætti í fatatísku hér á landi. Vonandi verður framhald á og fatahönnuðir leggi metnað sinn í að hanna föt sem henta íslenskri
veðráttu. Hvemig stendur annars á því að við klæðum okkur ekki eftir veðri? Getum við ekki horfst í augu við þá staðreynd að
við búum utan hins byggilega heims og verðum að haga okkur samkvæmt því?
Eftir stúdentspróf fór ég
sem au pair til Skotlands og
rausaði mikið um það hvað
við Islendingar værum skyn-
samari en Skotar sem létu
t.d. börn sín klæðast stutt-
buxum sem skólabúningi.
Auk þess kynntum við upp
hús okkar en það virtist mér
vera óþekkt fyrirbæri þar í
sveit. Þegar heim kom kynnt-
ist ég allt annarri hlið á land-
anum. Veturinn var kaldur og
leiðinlegur, eins og þeir eru
alla jafna. Ég fór að vinna
sem næturvörður á hóteli í
miðbænum og kynntist sam-
kvæmislífi Reykvíkinga frá
nýrri hlið. Þegar klukkan fór
að ganga fjögur aðfaranætur
laugardaga og sunnudaga
streymdi fólk að sem grátbað
mig um að hleypa sér inn og
útvega sér leigubíl. Það var
svo brjóstumkennanlegt að
ég hlýddi fyrstu helgina og
sat uppi með hundleiðinlegt
blindfullt lið fram á morgun
því það var auðvitað engan
leigubíl að hafa.
Ég lét mér þetta að kenn-
ingu verða og opnaði aldrei
aftur fyrir fólki sem var úti
að skemmta sér. Þegar konur
lágu á dyrabjöllunni og
reyndu að höfða til míns
betri manns með þvi að lýsa
því fjálglega hvað þeim væri
kalt, sagði ég að þær gætu
sjálfum sér um kennt, að fara
út í norðangarra og byl í
pínupilsi, berfættar á hæla-
skóm og á þunnum sumar-
jökkum. Ég benti þeim á að
þær byggju á Islandi en ekki
Bermúda. Herrarnir voru lít-
ið skárri, á blankskóm og í
jakkafötum úr gerviefnum.
Þetta var ekki glæsileg sjón.
Líklega hefði ég aumkað mig
yfir þau ef þau hefðu ekki
alltaf verið svona full og leið-
inleg. Ég kann ekkert í
skyndihjálp en veit þó að það
á aldrei að drekka áfengi við
kulda. Nú þegar góðgerða-
starfsemi er að vaxa fiskur
um hrygg er verðugt verkefni
að mæta í raðimar fyrir utan
skemmtistaðina og gefa fólki
heita súpu og afhenda hlý föt
(og stinga smokkum með til
vonar og vara).
Ég var nýlega að sýna vin-
konum mínum skóhengi sem
ég keypti af því að mér
fannst það svo handhægt og
sniðugt. Þama má geyma ein
tólf pör sem annars þvældust
fyrir í þröngum ganginum.
Ein þeirra virti búbótina fyrir
sér og sagði svo furðu lostin:
„En þú átt bara „skjótast-út-
í-biT skó“. Ég reyndi að
malda í móinn og benti á að
ég ætti ekki einungis Nokia-
stígvél heldur hefði ég einnig
átt kuldastígvél til skamms
tíma. Ég varð þó að viður-
kenna að ég notaði stígvélin
sárasjaldan og þótt kulda-
stígvélin hefðu verið keypt í
Kanada þá hentuðu þau eng-
an veginn íslenskri veðráttu
(blotnuðu í gegn í rigningu
og vom flughál í hálku) og
urðu því skammlíf. Ég lýsti
mig sigraða. Þó hafði ég
þreyjað af þorrann og góuna
með henni austur í Jökulsár-
hlíð fyrir tæpum áratug þar
sem við vomm í vindgöllum
og stígvélum upp á hvem
einasta dag. Hvað varð um
þennan hæfileika minn til að
klæða mig eftir veðri?
Ég minnist þess ekki að
mér hafi verið kalt þegar ég
var lítil. Þó ólst ég upp í
veðrarassgati á þeim tíma
þegar böm máttu ekki leika
sér inni nema þegar þau vom
fársjúk eða manndrápsveður
úti. Við vinkonumar svið-
settum nokkmm sinnum
smávægileg slys til að kom-
ast inn í barbíleik. Þá „datt“
sú sem við vildum komast
inn til í ána og við grétum
hver í kapp við aðra til að
mýkja viðkomandi móður.
Oftast var hrakfallabálkurinn
látinn skipta um föt og okkur
skipað út aftur, en stundum
heppnaðist bragðið. Þá vom
böm í ullamærfötum allan
veturinn og áttu sérstök
skólaföt sem farið var úr um
leið og skóla lauk á daginn.
Þegar við klæddum okkur
uppá og fórum í afmæli eða á
barnaballið þótti sjálfsagt að
vera í gammósíum og stfg-
vélum með spariskóna í
poka.
Þar sem við virtum skó-
safnið fyrir okkur rann upp
fyrir okkur Ijós. Ég er ekki sú
eina sem á engin vetrarföt.
Smám saman urðum við allar
tískunni og blöðmbólgunni
að bráð. Látum okkur hafa
það að eyðileggja nokkur pör
af leðurskóm yfir veturinn
því ekki er hægt að láta sjá
sig á stígvélum. Hvað þá á
mannbroddum. Þegar Ála-
fossúlpan var gatslitin og auk
þess komin úr tísku var ekki
keypt önnur í staðinn. Nú er
okkur um megn að ráða bót á
fataleysinu í eitt skipti fyrir
öll. Ein var reyndar svo
heppin að fá bomsur úr
þrotabúi sem smellpassa ut-
an um samkvæmisskóna og
önnur gengur í þrælfínni
vetrarkápu af ömmu sinni.
Hinar eiga nóg með að fata
bömin upp á hverju hausti og
vélsleðagallinn á unglinginn
kostar sitt. Ef við króknum
ekki úr kulda í vetur emm
við staðráðnar í að kaupa
vetrarfötin á útsölu í vor.