Vikublaðið


Vikublaðið - 21.01.1993, Side 7

Vikublaðið - 21.01.1993, Side 7
Fimmtudagur 21. janúar 1993 VIKUBLAÐIÐ 7 í DAGSINS ÖNN Inn í hvunndaginn með gömlu gufunni r Eg er haldinn mikilli íhaldssemi viö val á fjölmiðlaefni, hvort heldur dagblöðum, tímaritum, útvarpi eða sjón- varpsrásum. Þarf mikið til að ég taki breytingum. Sumum fjölmiðlamönnum tengist maður órjúfanlegum vináttu- böndum, án þess að hafa nokkru sinni barið þá augum. Maður treystir þeim t.d. langt umfram aðra menn til að koma sér til lífsins að morgni. Ég hafði um langan tíma treyst þeim félögum á Rás 2, Leifi og Eiríki, til að koma mér úr draumheimum næturinnar inn í kaldan veruleika hversdagsins. Arftökum þeirra við morgunútvarp Rásar 2 var því ekki vorkunnarlaust að fylla í skarðið. Satt best að segja vaknaði ég með ólund við málskraf þeirra, tónlist og hvað annað sem þeir fundu upp á til að bregða birtu á skammdegið. í dag læt ég mér vel líka að treysta gömlu guf- unni til að koma mér inn í hvunndaginn. Ég hef í áranna rás verið ákaflega fréttaþyrstur. Það þýðir að fjölgun fréttarása kallaði á stöðugt meira af tfma mínum. Að kvöldi hef ég til skamms tíma verið upptekinn frá klukk- an 19:00 að útvarpsfréttir hófust, til 20:30 þegar fréttamenn og veðurfræð- ingar Rfkisútvarpsins þökkuðu fyrir sig og kvöddu. Nú eru breyttir tímar. Það má segja að upp á síðkastið hafi ég ver- ið haldinn óviðráðanlegri fréttafælni. Ástæðan er að efnis- tök Ijósvakafjölmiðlanna af innlendum vettvangi, sem mér þótti áhugaverðastur, eru svo fátækleg og einhæf að engu tali tekur. Þrátt fyrir allt eru fréttaþættir eins og „Auðlindin" veru- lega upplýsandi. Þátturinn „Úr Jónsbók", fjölmiðlaspjall III- uga Jökulssonar og þáttur Jóns Orms Halldórssonar eru bæði áhugaverðir og skemmtilegir. Á föstudag kl. 18:03 er áhugaverður þáttur með Árna Björnssyni „þjóðhætti", Eg- ilssaga, sem hann flytur ásamt Ragnheiði Gyðu Jónsdótt- ur. Á leiðinni heim úr vinnunni hlusta ég gjarnan á Þjóðar- sálina. Mér finnst einhvernveginn broddurinn hafa yfirgef- ið sálina viö brotthvarf Stefáns Jóns Hafsteins. Kvöldgest- ir Jónasar Jónassonar eru margir óborganlegir. Samt finnst mér skorta verulega á kynningu þáttanna, sérstak- lega hver sé gestur Jónasar hverju sinni. Á sunnudag kl. 14:00 er áhugaverður þáttur um Vest- mannaeyjagosið 20 ára og í sjónvarpi er Magnús Bjarn- freðsson með þátt um sama efni. Það er eins og það hafi gerst í gær, svo sterk er minningin í huga mínum og ann- arra sem vöknuðu upp við fréttir morg- unútvarpsins um atburðinn og óvissuna sem fylgdi um örlög manna og málleys- ingja sem bjuggu á Heimaey er ólagið reið yfir. Þættir Ævars Kjartanssonar eru alltaf skemmtilegir. Eins er á dagskrá sunnu- dagsins þátturinn „Kjarni máls. - ATVINNULEYSI", sem ég tel að ætti að vera á dagskrá þjóðarinnar að morgni, um miðjan dag og að kveldi alla daga meðan sá andskoti, atvinnuleysið, ríður húsum þorra landsmanna, beint eða óbeint. Af sjónvarpsefni sé óg þátt sem höfð- ar til mín „Úr ríki náttúrunnar" kl. 19:25 fimmtudaginn 21. jan. og Derrick. Ann- að efni læt ég mér í léttu rúmi liggja, nema á íþróttir er ég alæta. Ákvörðun yfirmanna Sjónvarpsins að auka útsendingu barnaefnis er mér sér- stakt gleðiefni. Foreldrar hafa margir af litlum efnum orðið að láta undan þrá- beiðni barna sinna um áskrift að Stöð 2 vegna barnaefnis stöðvarinnar á laugardags-og sunnudagsmorgnum. I bók- staflegri merkingu hafa foreldrar orðið að kaupa sér frið eða mátt vita af börnum sínum fyrir allar aldir á bæjarrápi til að njóta efnisins hjá öðrum. Kostnaður af kaupum á dagblöðum, sjónvarpsrás og út- varpi er ekki svo lítill ef að er gáð. Kaupi fjölskyldan eitt dagblað, aðgang að Stöð 2 og Ríkisútvarpinu-sjónvarp, er kostnaðurinn kr. 66.324 - á ári. Safnast þegar saman kem- ur. Ef síðbúin ákvörðun stjórnenda Ríkisútvarpsins um morgunefni fyrir börn ( sjónvarpi gæti orðið til þess að efnalitlir einstaklingar geti losað sig við eina áskrift, er það ekki lítil kjarabót. Gunnar Gunnarsson, starfsmaður Sjúkraliðafélags íslands. mmmmm í sviðsljósinu mmmmm Ragnheiður Elfa syngur í Borgarleikhúsinu Ragnheiður Elfa Arnardóttir verður í sviðsljósinu annað kvöld á sviði Borgarleikhússins í hlutverki frú John- stone. Borgarleikhúsið hefur tekið til sýningar söngleikinn Blóðbræður eftir Willy Russell í þýðingu Þórarins Eldjárns. Stjórnandi sýningarinnar er Halldór E. Laxness. Höfundurinn segir okkur áhrifamikla sögu af lífi venjulegs fólks, sem læt- ur engan ósnortinn en megnar um leið að skemmta okkur með alþýðlegri gamansemi og kunnuglegum manngerðum. Ragnheiður Elfa er ekki að stíga sfn fyrstu skref á leiksviði. Hún lék m.a. titilhlutverkið í „Guðrúnu" og í „Land míns föð- ur". Láru lék hún í „Föðurnum", „Ég er hættur, farinn", „Fröken Júlíu" og mörg önnur hlutverk. Og nú er það sem sé söngleikur, sem Ragnheiður fæst við á fjölum Borgarleik- hússins um helgina. mmmmmm málhornið hhhhh Viðvörunarveður Tíðarfarið hefur verið umhleypingasamt að undan- förnu. Við höfum heyrt og séð í fjölmiðlum aðvör- unarorð um ófærð og óveður þar sem réttara er að tala um viðvörun, t.d. stormviðvörun, eins og raunar oft er sagt, því að við vörum við einhverju en vörum ekki að. Þá tilkynnir Vegagerðin að ekkert ferðaveður sé hér eða þar þegar mér finnst betra að tala um að ekki sé ferðaveður á til- teknu svæði. Ótíðin hefur einnig haft truflandi áhrif á skólastarf í landinu. Það staðfesta til- kynningar frá skólum þar sem segir að skólahald falli niður vegna veðurs. Mér finnst einhvern veg- inn að þetta sé ekki sann- leikanum samkvæmt. Rekstur skólakerfisins leggst varla af þótt veðrið sé vont, hins vegar getur þurft að fella niður kennslu eða loka skóla um stundarsakir vegna óveðurs. Og meira um veður. Heldur fannst mér kaldhæðnis- leg fréttin um fyrirhugaðar loftárásir bandamanna á Ir- ak þar sem þess var sérstaklega getið að veðrið á þeim slóðum væri gott. Ósjálfrátt komu upp í hugann Ijóðlínur Tómasar Guðmundssonar: En Drottinn sagði við mig: „Nú er vor um allan geiminn! Nú er veður til að skapa! Og lengi hef ég ætlað mér að endurbæta heiminn". bbhh spurt í skóla muammm Eru foreldrar of strangir? Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. Þessir átta ára krakkar í 3 Sl í Hlíðaskóla voru spurðir hvort foreldrar væru of strangir. Fjórir nemendur voru á því að þeir væru of strangir en afgangurinn vildi meina að foreldrarnir væru nú ekki sem verstir.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.