Vikublaðið - 21.01.1993, Side 13
VIKUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. janúar 1993
13
TAMÍLAMÁLIÐ EFTIR ERLU SIGURDARDÓTTUR
Fulltrúar Guðs
á jörðu eða...
Varla hafði Poul Schliiter Iokið lestri sínum á útdrætti skýrslunnar um
Tamílamálið þegar hann ákvað að segja af sér forsætisráðherraembættinu.
Nokkrum klukkustundum síðar sagði H.P. Clausen af sér sem forseti þjóð-
þingsins. Flokkssystir þeirra, Grethe Fenger Mdller, fyrrum formaður
dómsmálanetndar þingsins, og flokksbróðirinn Viggo Fischer stama á því að
þau hafi samviskuna í lagi en verjast annars allra frétta. Aðalsökudólgurinn,
samkvæmt Mogens Homslet dómara, Erik Ninn Hansen, fyrrv. dómsmála-
ráðherra og fyrrv. forseli þingsins, kveðst ekki hafa tíma tíl að lesa skýrsluna
og er hann því líklega eina sálin í Danaríki sem hefur ekki kynnt sér hana.
Hann mætir ekki á þingflokkslúndi en hvikar annars hvergi. Hefúr það
skapað urg innan Ihaldsflokksins og verða æ háværari raddir innan flokks-
ins sem hvetja Ninn Hansen til að hverfa af þingL Ráðuneytisstjóri forsætis-
ráðuneytisins og háttsettir embættísmenn í dómsmálaráðuneytinu mæta í
vinnuna eins og ekkert sé, en eiga málaferli yfir hiifði sér.
En hvers vegna öll þessi læti út af
einni skýrslu? Myndu íslenskir ráð-
herrar og þingmenn segja af sér ef
ljóst yrði að þeir hefðu annað hvort
brotið landslög eða legið á upplýs-
ingum gagnvart þingheimi?
Hansen-gate
Rétt er að taka fram að skýrslan,
þrátt fyrir nafn sitt, fjallar ekki fyrst
og fremst um tamílska flóttamenn,
þótt þeir hafi að vísu verið fómar-
lömb vinnubragða í dómsmálaráðu-
neytinu. Málið hefur einnig verið
kallað „Hansen-gate“, sbr. Water-
gate, enda fjallar það um valdamis-
notkun dómsmálaráðherra, sem
ákvað að brjóta landslög þegar hann
gaf fyrirskipun um að frysta um-
sóknir tamílskra flóttamanna um að
fá nánustu skyldmenni sín (maka og
böm) til landsins.
Þá fjallar málið um embættismenn
sem hlýddu skipunum ráðherra, þrátt
fyrir að þeir vissu að þær brytu í
bága við lögin, um forsætisráðherra
og nýjan dómsmálaráðherra sem
hylmdu yfir með Ninn Hansen og
ýmist lugu eða þögðu þunnu hljóði.
Þá em tvö flokkssystkin þeirra ávít-
uð, þ.á m. Grethe Fenger Mpller,
fyrmrn formaður dómsmálanefndar
þingsins, sem sökuð er um að hafa
komið með fyrirspurn frá nefndinni
til ráðuneytisins í þeim eina tilgangi
að tmfla rannsókn umboðsmanns
þingsins á málinu.
Hvað má læra?
Á meðan menn sitja með sveittan
skallann við myndun nýrrar ríkis-
stjómar, er mikið rætt um afleiðingar
skýrslunnar. Ekki um hvaða refsingu
hver og einn eigi að fá heldur hvaða
þýðingu þetta fái fyrir starfshætti
ráðherra, þingheims og embættis-
manna.
Bent hefur verið á setu minni-
hlutastjómar í áratug og hvaða áhrif
hún hafi á starfsskiptingu ríkisstjóm-
ar og þingsins. Ef allt væri með
felldu setti þingið lög sem stjórnin
ynni eftir, en sú sé ekki raunin. Mik-
ilvægasta markmið fráfarandi stjórn-
ar hafi verið að sitja sem fastast og
hafi hún því látið þingmeirihlutann
móta stefnu í t.d. menningar- og um-
hverfismálum. Þótt hún hafi viljað
breyta stefnu í t.d. málefnum flótta-
manna, hafi hún séð fram á að stuðn-
ingur fengist ekki fyrir lagafmm-
vörpum þar að lútandi. Því hafi ein-
staka ráðherrar freistast til að þenja
lagabókstafmn meira en góðu hófi
gegnir. Þessu vísar fráfarandi
menntamálaráðherra Bertel Haarder
á bug og segir hann minnihlutastjóm
einmitt vanda vinnubrögð sín ein-
staklega mikið því fjandsamlegt
augnaráð meirihluta þingsins hvíli
stöðugt á henni. Með öðmm orðum
sé minnihlutastjórn trygging fyrir
því að lögin séu virt. Tamílaskýrslan
rennir ekki stoðum undir þá staðhæf-
ingu.
Aðstoðarmenn ráðherra óskast
Margir þingmenn krefjast þess nú
að þingið fái betri aðstöðu til að geta
fylgst með vinnubrögðum ríkis-
stjómar. Þá er einnig búist við að
Jafnaðarmenn komi nú á aðstoðar-
mönnum ráðherra, eða „statssekre-
tær“, eins og það er kallað, þ.e.a.s.
pólitískum millilið ráðherra og emb-
ættismannakerfisins. Danir hafa ekki
haft þetta kerfi þótt það tíðkist ann-
ars staðar á Norðurlöndum.
Embættismenn ráðgjafar eða
meðreiðarsveinar?
Þá emm við komin að embættis-
mönnunum. Eiga embættismenn að
hlýða skipunum ráðherra þótt þeir
viti að þær em ólöglegar? Eða eiga
þeir að vera ráðgjafar sem vara ráð-
herra við slíkum hættum? Embættis-
mennirnir sem gagnrýndir eru í
Tamílaskýrslunni báru því við í yfir-
heyrslum að þeir hefðu reynt að vara
ráðherra við, en þar sem ekki hefði
verið við hann tjónkandi hefðu þeir
neyðst til að vinna gegn samvisku
sinni.
Ekki hafa margir klökknað yfir
þessum hræðilegu örlögum embætt-
ismannanna, enda má ætla að full-
orðnir menn og þar að auki spreng-
lærðir í lagabókstafnum, ættu að
geta staðist slíkan þrýsting af hálfu
ráðherra. Ef ekki annað þá ættu þeir
að gera forsætisráðherra viðvart og
það var einnig gert í þessu máli. En
forsætisráðherra brást þannig við að
hann ákvað að hylma yfir með
flokksbróður sínum og læriföður.
Þessi umræða um leikreglur og
líftryggingu lýðræðisins er rétt hafin
og fer fram á meðan unnið er að
stjómarmyndun. I fyrra kviknaði
annar hluti lýðræðisumræðunnar,
þegar Danir tóku afstöðu til þátttöku
sinnar í stórveldisáformum EB. Þá
var sjónum beint að möguleikum
smáþjóðar í alþjóðlegu samstarfi. Nú
er það innra líf þjóðarinnar sem er til
umræðu. Hún getur verið fróðleg og
lærdómsrík fyrir íslendinga, sem
velta fyrir sér svipuðum spurningum
þessa dagana.
Einstaka ráðherrar í minnihlutastjórn Schliiters þöndu lagabókstafinn meira en góðu hófi gegndi. Áttu emb-
œttismennirnir að Itlýða ráðherrunum eðafara að lögum?
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
ÍSLANDS
Auka 28. janúar
Myrkir músíkdagar
Hljómsveitarstjóri:
Eirtleikari:
William Sweeney:
Sally Beamish:
Haukur Tómasson:
Gunther Schuller
Tommy Smith
An Rathad Ur
Konsert f. tenór sax
og hljómsv.
Sinfónía fyrir Róbert
Afsprengi
IÐJA, félag verksmiðjufólks
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör
stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda fyrir
næsta kjörtímabil.
Tillögur skulu vera samkvæmt A-lið 19. greinar í lögum
félagsins.
Tillögum, ásamt meðmælum hundrað fullgildra félags-
manna, skal skila á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg
16, eigi síðar en kl. 11 fyrir hádegi, þriðjudaginn 26. jan-
úar 1993.
Kjörstjórn Iðju
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1991
3. flokki 1991
Innlausnardagur 15. janúar 1993.
1. flokkur 1991
Nafnverð:
10.000
100.000
1.000.000
Innlausnarverð:
12.284
122.843
1.228.429
3. flokkur 1991
Nafnverð:
10.000
100.000
500.000
1.000.000
Innlausnarverð:
10.931
109.306
546.532
1.093.065
Innlausnarstaður:
Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
Kfcl HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI696900