Vikublaðið - 21.01.1993, Side 6
6 VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. janúar 1993
AD UTAN
Stjómarskrárréttur er síðasta vígi
borgaranna gegn ofrílvi flokkaveldisíns
Ur samtalsbók Richards von Weizsackers sem
vakið hefur mikla athygli í Þýskalandi
Þeir verða ekki margir þýsku stjómmálamennimir sem öðlast munu vegleg-
an sess í Evrópusögu 20. aldarinnar. Frægastir em náttúrlega hundapískaramir
Hitler og GöbbeLs sem tryggðu sér fyrir miðbik aldarinnar heimssögulegan sess
fyrir djöfullega slægð og einstök ódæðisverk; en ,jiundaþvagan mikla“, eins og
Þórbergur Þórðarson kallaði jaf'nan ástandið á nasistaliðinu, er ekki spuming
um stjómmál heldur hundingjahátt
Hlutskipti flestra mikil-
hæfra manna og kvenna á
stjómmálasviðinu í þessu
landi var alla jafna sorglegt.
Fremst í flokki eru þar Rósa
Luxemburg og Karl Lieb-
knecht, sem féllu fyrir morð-
vopnum hægrimanna og aft-
urhaldsins í byrjun aldarinnar.
Á dánardægri þeirra fyrir
nokkrum dögum minntust um
50 þúsund manns þeirra í
Berlfn. Þá muna kannski ein-
hverjir ennþá eftir Walther
Rathenau, íhaldssömum iðn-
jöfri af gyðingaættum, sem
einnig var myrtur af útsendur-
um afturhaldsins í Berlín. En
flestir hinna, sem drepnir voru
af nasistum á götum úti, í
kjallaraholum eða fangabúð-
um, eru löngu gleymdir, sama
hversu efnilegir þeir voru sem
stjómmálamenn. Og nú vitum
við einnig að morðunum á
framámönnum úr flokki sósí-
aldemókrata var haldið áfram
eftir stnðslok í Austur-Þýska-
landi - af rússneskum stalín-
istum og handlöngurum
þeirra úr flokki Ulbirchts.
Fyrir utan alla þá sem hlutu
slíkan sorgarsess í sögunni
eru þeir sárafáir þýsku stjóm-
málamennimir, sem hafa vax-
ið af stómm og margslungn-
um vanda þýskra stjómmála á
þessari öld, sem er einkum sá
að gera þýska stríðsmanna-
þjóð að lýðræðissinnaðri og
friðelskandi þjóð. Flestir kusu
að ala á gömlum andskota
hennar, með vopnaskaki og
þjóðrembu, eins og t.d. Franz-
Josef Strauss, sem lét auk þess
„smyrja sig“ í vopnakaupun-
um (sem vamarmálaráðherra)
og gerði jafnan ógreinilegan
mun á eigin pyngju og pólit-
ísku harki í Bæjaralandi.
Af þeim þýsku stjómmála-
mönnum sem gengnir em get
ég aðeins nefnt einn sem orð-
ið hefur greinilega maður að
meiri í baráttunni og öðlast
veglegan sess í sögunni:
Willy Brandt. Af þeim sem
enn em á lífi sé ég sömuleiðis
aðeins einn stjómmálamann,
sem hefur nú þegar orðið sér
úti um óumdeilanlegan orð-
stír: Richard von Weizsácker,
núverandi forseti Þýskalands.
Sá fyrrnefndi kom af vinstri-
kanti sósíaldemókrata, en sá
síðamefndi úr frjálslyndari
armi kristilegra hægrimanna.
Báðum er sameiginlegt að
hafa lagt mest kapp á það eitt
að umturna aldagömlum
stríðsanda þýsku þjóðarinnar í
lýðræðisanda, sem og að friða
þjóðina í nútímalegu samfé-
lagi og sætta hana við sögu-
legt hlutskipti sitt. Willy
Brandt orðaði þessa viðleitni í
kjörorðinu „Mehr Demokrat-
ie wagen“ (þorum að auka og
efla lýðræðið), sem hrint var í
framkvæmd á stjómartíma
sósíaldemókrata og frjáls-
lyndra á sjöunda áratugnum,
m.a. í skólakerfinu.
í samtalsbók Richards von
Weizsackers er efling hins
unga lýðræðis í landinu eitt
meginþemað - og það sem
mestum deilum hefur valdið.
Þegar bókin kom út sl. sumar
ruku móðgaðir stjórnmála-
menn (einkum úr hægra lið-
inu) upp til handa og fóta og
mótmæltu í offorsi bæði með-
ferðinni á flokkaveldinu,
einkum þó hugtaki von
Weizsackers „flokkaríki",
sem afskiptum forsetans af
stjómmálum líðandi stundar
yfirleitt. Fljótt kom þó í Ijós
að þessir áköfu gagnrýnendur
von Weizsackers höfðu ekki
lesið bókina, heldur látið sér
nægja einnar-blaðsíðu-útdrátt
sem ólundarlegir sérfræðing-
ar flokksins höfðu gert af van-
efnum. Yfirleitt em topp-
stjómmálamenn hættir að lesa
bækur, skýrslur eða álitsgerð-
ir, nema í slíkum „einnar-
blaðsíðu-útdrætti". Gildir sú
regla, að því meira „topp“
sem menn era, því meira lesa
þeir í „útdrætti" og þeim mun
minna af bókum. Með öðram
orðum láta þeir lesa, skrifa og
hugsa fyrir sig. I því felst
valdið.
Þannig staðfestu þessir
gagnrýnendur von Weizsack-
ers einmitt eina fullyrðingu
hans í bókinni: Annarsvegar
er valdagræðgi flokkanna eða
flokkseigendafélagsins tak-
markalaus, en hinsvegar er
valdagleymska flokkanna að
sama skapi takmarkalaus,
þegar takast skal á við raun-
veraleg vandamál líðandi
stundar. Valdagræðgin birtist
ekki aðeins í því að vísa öllum
ásökunum um spillingu, mis-
notkun valds eða bara um-
ræðu um valddreifmgu á bug
með offorsi, heldur einnig í
taumlausri og oft mann-
skemmandi kosningabaráttu.
Valdagleymskan (eða sjálf-
skapandi vanmætti) birtist
m.a. í því að vandamálin era
gerð „óleysanleg“ ef lausnin
Friðrik Haukur Halls-
son lagði m.a. stund áfé-
lagsvísindalegar rann-
sóknir á Islandi á átt-
unda áratugnum. Birtust
niðurstöður þeirra að
hluta í bókinni Herstöð-
in, félagslegt umhverfi
og íslenskt þjóðlíf (Akur-
eyri; fh, 1990). Friðrik
Haukur starfar ná við
háskólann í Bielefeld við
rannsóknir.
felur jafnframt í sér takmörk-
un eigin valda. Stjómmála-
menn skjóta sér ekki aðeins
undan „óvinsælum aðgerð-
um“, heldur vanrækja allir
flokkar (í misríkum mæli)
stefnumótun, sem fæli í sér
skilyrt mat á framtíðarsýn og
möguleikum hins raunvera-
lega. Samfélagið samþykkir
en raunveralegt ástand. Fjöl-
miðlar verða að ná ákveðnu
upplagi eða áhorfi, rétt eins
og flokkamir kjósendum, og
era því jafn óhæfir til óháðs
eftirlitsstarfs með valdinu og
þeir. Fjölmiðlar geta ekki einu
sinni haft raunhæft eftirlit
með flokkunum, því venju-
lega hafa þeir lfka meiri
áhuga á einfeldni valdabarátt-
unnar, jafnvel örlögum ein-
stakra frambjóðenda, heldur
en lausn fiókinna vandamála
sem þó eru knýjandi og oft
kveljandi fyrir „skjólstæð-
inga“ þeirra, ákrifendur og
áhorfendur.
Þýska stjórnarskráin skiptir
valdinu í fimm stofnanir og
vill þar með afmarka skýrar
raunveralegt valdsvið þeirra:
þingið, sambandsráðið, ríkis-
stjómina, forsetann og stjóm-
arskrárréttinn. Richard von
Weizsacker bendir hér á að
flokkamir en ekki fjölmiðl-
amir myndi í raun sjötta vald-
ið, án þess þó að vera kallaðir
til samsvarandi ábyrgðar í
stjómarskránni og án þess að
vera settir undir nægjanlegt
eftirlit. Af þessum fimm
stofnunum er þremur fyrst-
nefndu stjómað meira og
minna frá aðalstöðvum við-
komandi meirihlutaflokka:
þingið hefur orðið að veik-
burða afgreiðslustofnun, sam-
bandsráðið sömuleiðis, nema
þegar stjómarandstaðan nær
ar meirihluta (eins og nú er).
ríkisstjóminni hefur embætti
kanslarans orðið að strengja-
brúðumiðstöð. Embætti for-
setans er mjög háð persónu
þess sem þar situr. Flestir vora
hingað til næstum óþolandi
Eins og Richard von
Weizsácker bendir réttilega á í
samtalsbókinni er síðastnefnda
valdsviðið, stjórnarskrárréttur
(Bundesverfassungsgericht),
stjórnarskrárleg nýjung og um
margt merkilegust allra þess-
ara stofnana.
þetta ástand flokkanna svo
lengi sem velferðin er tryggð;
flokkaveldið heldur uppi
óráðsíunni til að halda völd-
um. Bæði samfélagið og
þólitfkin lifa þannig á kostnað
framtíðarinnar.
Sú uppskipting valdsins í
þrjú svið sem hafa skyldu eft-
irlit hvert með öðra (dóms-
vald, löggjafarvald og fram-
kvæmdavald) var merkur
áfangi er hún kom fram á 18.
öld. Hún á ekki lengur við. Sú
hugmynd að fjölmiðlar myndi
nú „fjórða valdið" er líka vill-
andi og endurspeglar frekar
sjálfsánægju fjölmiðlamanna
litlausir; einnig þess vegna
hefur ljóma stafað af von
Weizsacker. Hann hefur gert
þetta embætti að þeirri stofn-
un sem stjórnarskráin ætlaðist
til, nefnilega vakið í ræðu og
riti athygli á ofríkistilhneig-
ingum á hinum valdsviðun-
um, sett fram siðferðilegt mat
á úrlausnum flokkanna og
víkkað sjóndeildarhring
stjómmálanna útfyrir „næstu
kosningar”.
Eins og Richard von
Weizsacker bendir réttilega á í
samtalsbókinni er síðast-
nefnda valdsviðið, stjórnar-
skrárréttur (Bundesverfass-
ungsgericht), stjórnarskrárleg
nýjung og um margt merki-
legust allra þessara stofnana.
Stjórnarskrárréttur er æðsti
dómstóll þjóðarinnar í öllum
málum sem varða brot á
sjálfri stjómarskránni, en hinn
þýski Hæstiréttur (Bundes-
gerichtshof) er æðsti dómstóll
þjóðarinnar í öllum öðram
málum. Með flóknum reglum
er tryggt að dómarar stjórnar-
skrárréttar séu óháðir öðram
valdsviðum.
í stuttri sögu þýsku stjórn-
arskrárinnar (hún tók gildi
1949) hefur það ótrúlega oft
komið fyrir að stjórnmála-
flokkarnir hafi barið í gegn
lög á þingi, sem síðan hafa
reynst brjóta í bága við bók-
staf stjórnarskrárinnar. Mál
hafa unnist fyrir dómstólum
og lögin þar með fallið úr
gildi eða verið vísað til lög-
gjafans á ný til lagfæringar.
Snemma reyndust stjórn-
völd hafa rangt við er þau
vildu pína alla unga menn til
að gegna herþjónustu. Stjórn-
arskráin gerir ráð fyrir að ef
ströng samviska bannar
mönnum að bera vopn á aðra,
þá skuli þeir hinir sömu leyst-
ir undan þessari kvöð, en þess
í stað þjóna þjóðinni með öðr-
um hætti. Stjórnarskrárréttur-
inn skikkaði því stjómvöld til
að setja lög um þegnskapar-
vinnu til að leysa slík tilfelli,
sem þau gerðu eftir ærið þóf.
Enn er þýski herinn á dagskrá
dómstólsins þessa dagana, því
andi þýskra stríðsmanna svíf-
ur sem fyrr yfir frosnum vötn-
um hægrimanna hér í landi,
og alltaf era þeir reiðubúnir
að senda soldáta í enn eina
hildina, til dæmis til Serbíu í
eigin nafni eða í nafni Sam-
einuðu þjóðanna eða Vestur-
evrópubandalagsins ... ef
þeir mættu. En stjómarskráin
þýska bannar þátttöku þýskra
stríðsmanna utanlands, og því
nægir að einhver óbreyttur
borgari kæri herútboðið fyrir
stjómarskrárréttinum - og
haukamir yrðu að grafa
stríðsöxina á ný, eða breyta
stjómarskránni ella.
Líkur era á að enn eitt al-
vöramálið komi fyrir stjómar-
skrárréttinn á næstunni. Munu
nokkrir þingmenn ftjáls-
lyndra og fleiri flokka úr
Bundestag væntanlega kæra
það fræga Maastricht-sam-
komulag fyrir dómstólunum.
Afleiðingamar munu verða
þær, að því er fagmenn telja,
að samkomulagið fellur úr
gildi, þar sem það stangast á
við bókstaf stjómarskrárinn-
ar.
Þrír þingmenn Græningja á
Evrópuþinginu eru einnig
sagðir ákveðnir í að kæra
þessa Maastricht-dellu alla;
gárangarnir segja að það séu
trúlega einu þingmennimir
sem hafi virkilega lesið
megnið af samkomulaginu,
enda sé svo rólegt á því valda-
lausasta þingi allra evrópskra
þinga að jafnvel leiðindabull á
borð við Maastricht-sam-
komulagið sé ánægjuleg af-
þreyingarlesning.