Vikublaðið


Vikublaðið - 04.02.1993, Síða 2

Vikublaðið - 04.02.1993, Síða 2
2 VIÐHORF VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993 VIKUBIAÐIÐ Útgefandi: Alþýdubandalagid Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamcnn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingar.: Ólafur Pórð- arson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91) - 17 500 Fax: 17 5 99 Askriftarsími: (91) - 17 500 Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Áskriftarverð kr. I000 á mán- uði. Verð í lausasölu kr. 250. Pétur og Hrafnkell Ráðherramir eru komnir í stríð við verkalýðshreyf- inguna. Þeir telja vænlegast að efla ófrið í samfélag- inu, ala á tortryggni og fjandskap. Ríkisstjórnin hafnaði tilboði frá samtökum launa- fólks um víðtæka samstöðu og skynsamlegar aðgerðir í efnahagsmálum. Forystusveit Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks kaus í staðinn aðför að launafólki, órétt- læti í skattamálum, aðgerðaleysi í atvinnumálum og svik á þeim loforðum sem forsætisráðherra undirritaði þegar sáttasemjari ríkisins hafði forgöngu um lausn í síðustu kjarasamningum. Þegar forseti ASI og formaður BSRB mótmæla stjórnarstefnunni og kerfjast breytinga þá saka ráð- herramir þessa forystumenn launafólks um að vera ekki „faglegir“. Forsætisráðherra réðst sérstaklega á Benedikt Davíðsson fyrir að vera með pólitísk sjónar- mið og heilbrigðisráðherra tilkynnti þjóðinni að Ög- mundur Jónasson væri gapuxi. Undirtónninn í ummælum ráðherranna er að það sé Alþýðubandalagið, og þá sérstaklega formaður Al- þýðubandalagsins, sem stjómi pólitískum málflutn- ingi forseta ASÍ og formanns BSRB. Það er eins og ráðherramir lifi í einangrunarklefa. Hafa þeir ekki heyrt gagnrýnina frá sínum eigin mönnum? Hefur fordæming varaþingmanna Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks, veralýðsforingja á Vest- fjörðum og Austfjörðum, Hrafnkels A. Jónssonar og Péturs Sigurðssonar farið framhjá forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra? Eða er Alþýðubandalagið kann- ski farið að stjóma Pétri og Hrafnkeli? Hrafnkell A. Jónsson er formaður verkalýðsfélags- ins Arvakurs á Eskifirði og varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins á Austurlandi. Hann hefur eindregið for- dæmt stefnu ríkisstjómarinnar og lýsti því yfir í út- varpsviðtölum að svik ríkisstjórnarinnar væm slík að hann gæti ekki aftur beðið verkafólk á Austurlandi að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Formaður Árvakurs hefur síðan ítrekað þessi sjónarmið með einhverri hörðustu árás á stefnu ríkisstjórnarinnar sem fram hefur komið frá forystumanni í verkalýðshreyfingunni. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vest- fjarða og varaþingmaður Alþýðuflokksins á Vest- fjörðum, hefur fyrir nokkmm dögum hafnað allri sam- vinnu við ríkisstjórnina. Stefna ríkisstjórnarinnar sé slík að við hana þýði ekkert að tala. Verkalýðshreyf- ingin verði að sækja fram með fullum þunga til að ná frá atvinnurekendum þeirri kaupmáttarskerðingu sem ríkisstjórnin lögleiddi fyrir áramót. Það eru mikil tíð- indi þegar Pétur Sigurðsson lýsir því yfír að tilgangs- laust sé fyrir launafólk á íslandi að ræða við ráðherra Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þegar Davíð Oddsson og Sighvatur Björgvinsson ráðast næst á forseta ASÍ og formann BSRB ættu þessir ráðherrar að hafa í huga ummæli Péturs og Hrafnkels. Það eru dómsorð frá þeirra eigin mönnum. Hrafnkell A. Jónsson og Pétur Sigurðsson hafa satt að segja kveðið sterkar að orði um stefnu og verk rík- isstjórnarinnar en bæði forseti ASÍ og formaður BSRB. Kannski telja ráðherrarnir að Pétur og Hrafn- kell séu bara haldnir pólitískri blindu. Einangrun ráðherranna er orðin slík að þeir sjá pólitískar ofsóknir í öllum hornum. Þegar svo er kom- ið að forystumenn í verkalýðshreyfingunni, sem í síð- ustu kosningum skipuðu efstu sæti á framboðslistum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, eru í fremstu röð þeirra sem fordæma stjórnarstefnuna, þá er rétt að rík- isstjórnin hugleiði í alvöru að breyta um stefnu. Ráðleggingin til ráðherranna er skýr: Næst þegar þið ætlið að saka forystu ASÍ og BSRB um pólitík, munið þá eftir Pétri og Hrafnkeli. / Ovinsæl ríkisstjóm á réttri braut? Sú kenning heyrist af og til að vinsældir ríkisstjómar séu mælikvarði á réttmæti ákvarðana hennar og þá með öfugum formerkjum þannig að vaxandi óvinsældir vitni um að stjómin sé á réttri braut og svo framvegis. Forustumenn nú- verandi ríkisstjómar hafa blásið nýju lífi í þessa formúlu og gripið til hennar aftur og aftur upp á síðkastið svarandi fyrir bágt gengi í skoðanakönnunum. Við þessa röksemdafærslu er margt að athuga, ekki síst ef hana á að nota til að útskýra jafn mikla sveiflu og mælst hefur að undanförnu t.d. í fylgi Sjálfstæðisflokksins sem hefur hrunið eins og reyndar stuðningur við stjórn- ina í heild. Sama á við um umtalsverðar óvinsældir heil- brigðisráðherra. Er það þann- ig að einmilt þessar óvinsæld- ir, fylgishrun, sé til marks um það að þessir aðilar séu að gera rétt. Mitt svar er nei og ég tel að í þessum málflutningi felist hvorki lítilsvirðing við dóm- greind þjóðarinnar sem ástæðulaust sé að sitja undir. Auðvitað er það ekki svo að almenningur sé ófær um að skilja hvað landi og þjóð er fyrir bestu en bjargist fyrir snilligáfu og kjark nokkurra ráðherra sem með því að gera þveröfugt við það sem lands- menn vilja, feti ótrauðir hina réttu braut. Mcð þcssari for- múlu er þjóðinni í reynd líkt við óvita sem þó rambar alltaf á það að álykta vitlaust, verða óánægð þegar gert er rétt og þá væntanlega gleðjast og fylkja sér um ríkisstjóm sem gerir allt vitlaust, þ.e. rangt. í raun þarf ekki mörg orð um þessa röksemdafærslu, svo fráleit er hún þegar betur er að gáð. Samt hefur ekki minni maður en forsætisráðherra Davíð Oddsson sloppið með það í hverju viðtalinu á fætur öðru að útskýra með þessum hætti óvinsældir ríkisstjómar- innar; þær stafi af því að stjórnin sé að gera rétt. Þjóðin veit fullvel að taka þarf á ýmsum aðsteðjandi eða uppsöfnuðum vandamálum, - skuldir þarf að greiða o.s.frv. - en henni er einfaldlega ekki sama um hvernig þetta er gert. Þjóðin hefur nefnilega réttlæt- iskennd og þegar ríkisstjóm misbýður henni þá kemst hún í ónáð, verður óvinsæl. Að lokum er það reynslan sem leiðir í Ijós hvaða ákvarðanir reynast vel og hverjar ekki. Það er í öllu falli ljóst að ríkis- stjórn eins og sú sem nú situr, með traustan meirihluta á þingi, er í bullandi minnihluta með þjóðinni, henni hefur gersamlega mistekist að út- skýra gerðir sínar. Stjórnin hefur þjóðina á móti sér en ekki með og það kann ekki góðri lukku að stýra. Þegar svona er komið er ástæða til að efast um dómgreind ríkis- stjórnar, ekki þjóðar. Steingrímur J. Sigfússon. Hrafnkéll A. Jónsson er Pétur Sigurðsson er með með pólitík. pólitík. Pólitíkusar launafólks Á máli forsætisráðherra er það „pólitík“ að vera á móti ráðstöfunum ríkisstjómar- innar, og er helst að skilja að hún sé runnin undan rifjum Alþýðubandalagsins og for- manns þess, Olafs Ragnars Grímssonar. Magnús L. Sveinsson, for- maður Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur, Hrafnkell A. Jónsson, formaður Al- þýðusambands Austurlands, og Pétur Sigurðsson, for- maður Alþýðusambands Vestfjarða, hafa allir gagn- rýnt ráðstafanir ríkisstjórnar- innar í skatta-, vaxta- og kjaramálum. Pétur Sigurðsson helur kveðið upp úr með það fyrst- ur verkalýðsforingja að kreljast verði 7,5% kaup- hækkunar í kjarasamningum til þess að bæta upp kaup- máttarskerðinguna, m.a. vegna þess að ekki sé á stjórnina treystandi. Hver trúir því að þessir menn láti pólitík ráða gerð- um sínum í verkalýðshreyf- ingunni? Hvað þá pólitík Al- þýðubandalagsins? Líklega fáir aðrir en for- sætisráðherra. En skyldi hann hafa heyrt um pólitík samtaka launa- fólks? Stundum hefur hún ráðið fcrðinni í landinu og um hana á sjálfsagt eftir að heyrast meira á næstu vikum.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.