Vikublaðið - 04.02.1993, Qupperneq 4
4
VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993
„Á árinu 1995 hafi allir skólar í landinu komið á innra eftirliti (gœðastjórnun) sem nœr til helstu þátta skólastarfsins,“ segir í áfanga-
skýrslu nefndar um mótun menntastefnu.
Svo mikil var eftirspurnin
eftir áfangaskýrslu stóru
menntanefndar Ólafs G.
Einarssonar menntamála-
ráðherra að í lok síðustu
viku varð ráðuneytið
uppiskroppa með eintök
og menn urðu að skrá sig
á lista til að fá skýrsluna.
Hafi áhugi á skýrslunni
komið ráðuneytinu á
óvart er það kannski
vegna þess að nefndin
var hálfgert leyndó og
virtist ekki ætlast til að
umræða yrði mikil um
störf hennar.
í mótun menntastefnu
Páll Vilhjálmsson
Ráðherra skipaði nefndina
án tilnefningar sem þýðir að
hvorki stéttarfélög kennara né
almannasamtök á borð við
verkalýðshreyfinguna fengu
sína fulltrúa í þessa 18 manna
nefnd. Kennarasambandið
sendi fleiri en eitt bréf til ráð-
herra síðast liðinn vetur þar
sem farið var fram á að kenn-
arasamtökin fengju sína full-
trúa í nefndina en ráðherra
hafði óskirnar að engu. Beiðni
um að samtökin fengju að
fylgjast með störfum nefndar-
innar og umræðu innan henn-
ar var sömuleiðis hafnað.
Ráðherra hugsaði sér að
nefndin ynni sínar tillögur og
síðan yrði leitað til hags-
munaaðila og þeim gefinn
kostur á að segja álit sitt. Þetta
kallar ráðherra að „hafa sam-
ráð“, en kennarar skynja
málatilbúnaðinn þannig að
ætlunin sé að stilla þeim upp
við vegg. Það varð ekki til að
draga úr tortryggni kennara
að Kennarasambandið fékk
aðeins fjórar vikur til að
mynda sér álit á áfangaskýrsl-
unni, en ráðherra vill fá um-
sögn Kennarasambandsins
inn á borð til sín fyrir 25ta
febrúar.
Kennarar hafa bent á fleiri
atriði sem hníga í þá átt að
sjónarmið samtaka þeirra eigi
ekki upp á pallborðið hjá
nefnd um mótun mennta-
stefnu. í ítarlegri heimilda-
skrá sem fylgir áfangaskýrslu
nefndarinnar er ekki að finna
rit Kennarasambandsins,
Mennt er máttur, en þar er
skólastefna sambandsins sett
fram og útskýrð. Fjórða út-
gáfa ritsins leit dagsins ljós á
liðnu ári en grunnurinn að
innihaldinu var lagður árin
1984-1987 og komu fjölmarg-
ir kennarar að þeirri vinnu.
Skilaboðin til kennara og
samtaka þeirra er að framlag
þessara aðila verðskuldi ekki
athygli nefndarinnar.
Upplýsingar
Vegna þess hvemig staðið
var að skipun nefndarinnar
um mótun menntastefnu eiga
kennarar erfitt með að taka
sumar tillögur nefndarinnar
alvarlega. Þetta gildir til
dæmis um tillögur er lúta að
upplýsingamiðlun. Nefndin
leggur til að „upplýsingamiðl-
un til almennings um skóla-
starf, framkvæmd þess og ár-
angur, verði aukin“ og enn-
fremur að „skilgreind verði
upplýsingaskylda stjóm-
valda“. Þetta kemur ekki al-
veg heim og saman við starfs-
háttu nefndarinnar sem ber
tillögumar fram. I greinargerð
segir að upplýsingamiðlun sé
forsenda fyrir því að foreldrar
og aðrir geti lagt mat á skóla-
starfið. En það er líka sagt (og
skáletrað) að það sé „álitamál
hvaða upplýsingar og hversu
miklar samfélagið þarf á að
halda um skólastarfið".
Ekki kemur fram að nefnd-
in hafi séð mótsögn felast í
því að mæla með aukinni
upplýsingamiðlun, en halda
starfi sjálfrar nefndarinnar
sem mest til hlés og hafna
óskum um upplýsingar.
Nefnd um mótun mennta-
stefnu er ætlað að gera tillög-
ur um breytingar á lögum og
nýmælum til laga um gmnn-
og framhaldsskóla og það get-
ur varla verið álitamál að sam-
félagið hefur þörf fyrir upp-
lýsingum um þær umræður
sem eru undanfari lagafmm-
varpa. Starfshættir nefndar-
innar ganga reyndar þvert á þá
ábyrgðarskyldu sem nefndin
boðar skólamönnum og skil-
Breytingar verður að gera í sátt
segir Svanhildur Kaaber formaður Kennarasambands íslands
- Það skapar tortryggni þegar menntamálaráðherra neitar
okkur um að tilnefna fulltrúa í nefnd um mótun mennta-
stefnu í grunn- og framhaldsskólum, segir Svanhildur
Kaaber, formaður Kennarasamhandsins.
- Ég veit ekki hvers vegna
hagsmunaaðilum var ekki
leyft að tilnefna fulltrúa í
nefndina. Svörin sem við
fengum voru þau að það yrði
haft samráð við okkur á síð-
ari stigum málsins. Það á eft-
ir að koma í ljós hversu mik-
ið tillit verður tekið til okkar
sjónarmiða, en það er aug-
ljóst að veigamiklar breyt-
ingar verða ekki gerðar á
skólastarfinu nema í samráði
við samtök kennara.
Annars þarf skólastarfið
ekki á gagngerum breyting-
um að halda núna og ekki
heldur er þörf á nýjum áætl-
unum. Það er hinsvegar kom-
inn tími til að framkvæma þá
hluti sem búið er að sam-
þykkja. Ég nefni það sérstak-
lega að Alþingi samþykkti
samhljóða í mars 1991, með
grunnskólalögum, að auka
vikulegan kennslutíma á
hvern nemanda næstu þrjú
árin á eftir. Núverandi
menntamálaráðherra hefur
frestað gildistöku þessa
ákvæðis í tvígang. Nefndin
um mótun menntastefnu tal-
ar núna eins og þetta sé áætl-
un fyrir framtíðina en ekki
eitt af brýnustu forgangs-
verkefnum skólastarfsins.
Þetta er afturför að okkar mati.
Svanhildur segist líta svo á
að skólarnir séu hluti af vel-
ferðarkerfinu og öll umræða
um hlutverk þess sé af hinu
góða. Það hafi einkennt
þessa umræðu að þjóðarsátt
sé um skólakerfið. - Og ég sé
ekki betur en að niðurstaða
nefndarinnar staðfesti þá al-
mennu sátt sem er í þjóðfé-
laginu um skólalöggjöfina,
segir Svanhildur.
En hitt skiptir ekki síður
máli, að áliti Svanhildar, að
samfella fáist í skólastarfið.
- Það verður að vera
framtíðarstefnumörkun, sem
breytist ekki þó að nýr ráð-
herra komi í menntamála-
ráðuneytið. I áfangaskýrsl-
unni finnst mér eins og verið
sé að endurtaka margt af því
sem áður hefur komið fram,
til dæmis í framkvæmda-
áætlun menntamálaráðuneyt-
isins frá árinu 1991, Til nýrr-
ar aldar. Það sem skiptir máli
núna er að tryggja fjármagn
til að framkvæma það sem
þegar hefur verið samþykkt,
segir Svanhildur Kaaber.