Vikublaðið


Vikublaðið - 04.02.1993, Side 11

Vikublaðið - 04.02.1993, Side 11
VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993 MENNINGIN 11 • • umsogn Byltingin hið innra Gloria Steinem. A Book of Self- Esteem. Revolution from with- in. Corgi Books 1993, 446 bls. r Infu ár í röð hefur Gloria Steinem verið á lista árbókarinnar World Almanac yfir 25 áhrifamestu konur í Bandaríkjunum. Hún var einn stofn- enda bandaríska kvennablaðsins Ms, sem hún ritstýrði í 17 ár, og er ein þekktasta þarlenda baráttukonan á sviði kvenfrelsis og mannréttinda- mála. Áður hefur hún sent frá sér bók um Marilyn Monroe og met- sölubókina Outrageous Acts and Everyday Rebellions. Þessi nýja bók hennar, sem fjallar um leit kvenna að sjálfsvirðingu, kom fyrst út innbundin í fyrra og hefur þegar sett sölumet. Hún er nú fáanleg sem pappírskilja hjá Ey- mundsson. Bókin er til- einkuð hverjum þeim sem virðir barnið í sjálfum sér, eins og segir á saurblaði bók- arinnar. Hún er einnig ætluð öll- um þeim konum, körlum, bömum og jafnvel þjóð- um sem vegna skorts á sjálfs- virðingu hafa Með þessum orðum slær Gloria grunntón bókarinnar sem er nokkurs konar kynblendingur með litninga frá minnst þremur bókmenntateg- undum; kvenfrelsisritum, austrænum heimspekiritum fyrir Vesturlandabúa og loks sjálfshjálparbókmenntum sem hafa lagt undir sig marga hill- umetra í bókabúðum hin síðari ár. Tónninn sem Gloria Steinem slær er þó hvorki falskur né hjáróma, enda vitnar sóknin í allskyns sjálf- styrkingarnámskeið um djúpstæða andlega þörf kvenna um allan hinn vestræna heim fyrir að leita að sínu eigin sjálfi eftir að hafa plokkað utan af persónuleikanum aldagömul við- horf sín og annarra til þess hvernig konur þær eru eða ættu að vera. Bók Gloriu er árangur hennar eigin leitar, auk þess sem hún segir frá ferð ann- arra kvenna í átt að nýrri sjálfsmynd. Sú leið sem Gloria hvetur lesend- ur sína til að fara er hvort tveggja í senn könnunarleiðangur um æva- forna austræna heimspeki og per- sónuleg ferð hvers einstaklings (konu) inn á við til þess barns sem hann einu sinni var. Þetta er hringur sem lokast þar sem hann byrjaði, eða eins og segir í því búddíska orðtaki sem hún byrjar bók sína á; þú hefur náð hingað til að uppgötva það sem þegar býr í þér. Gloria Steinem hafnar þeirri við- teknu túlkun að austræn heimspeki, kristin trú þar á meðal, feli í sér óvirka afstöðu til lífsins. Þvert á móti segir hún að því eldri sem kennisetn- ingarnar séu, því meiri áherslu leggi þær á að sjálfsþekking og sjálfsvirð- ing sé hin sanna uppspretta styrks og þar með hæfni til að rísa upp gegn aðstæðum sínum. í þessum fornu kennisetningum felist einnig sú lífs- sýn að einstaklingurinn sé hluti af heild, að alheimurinn búi í honum sjálfum. Þessi „hringlaga" lífssýn er andstæð hverskyns valdapíramídum sem síðari tíma feðraveldi, kynþátta- kúgun og stéttaþjóðfélag innleiddu, en forsenda þess að hægt var að beygja fólk til hlýðni við valdhafa var að rýra trú þess á eigin visku og breyta Guðshugmyndinni. - Guð tók æ meir á sig mynd hinnar ríkjandi stéttar, hefur Gloria sagt. Hinn þátturinn í leit kvenna að nýrri sjálfsmynd er leiðin inn á við eins og áður sagði, leiðin til fortíðar og þess bams sem allir eitt sinn vom. Þegar það er fundið lokast hringur- inn, verður heill. Og hið sama gildir um þjóðir sem um einstaklinga; ef heilu þjóðirnar alneita sögu sinni er voðinn vís. Gloria finnur samsvömn milli þessarar sameiginlegu afneit- unar þjóða og háttemis þeirra við barnauppeldi. í Rússlandi er til dæmis til orðatiltæki sem hljóðar svo: „Vilja barna skal brjóta sem fyrst.“ Bók Gloriu er fyrst og fremst kvenfrelsisbók, en kvenfrelsi sam- kvæmt skilningi Gloriu er óaðskilj- anlegt frelsun hvers einstaklings óháð kyni. Stúlkur eiga mest á hættu að verða andlegar vanmetakindur vegna þeirra fjandsamlegu viðhorfa til líkama síns, getu, eðlis og mögu- leika sem þær verða að tileinka sér frá unga aldri, eigi þær að verða að „konum“. hj. I s' J J V ‘A' S‘l . i ' íaA'>jí Hfllx Wé 5&V£/c Osyy m. febrúar Frestur til að skila skattframtali rennur út 10. febrúar Síðasti skiladagur skattframtals vegna tekna og eigna á árinu 1992 nálgast nú óðum. ítarlegur leiðbein- ingabæklingur hefur verið sendur til framteljenda sem kemur að góðum notum við útfyllingu framtalsins. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafn- framt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varð- veiti launaseðla áfram eftir að fram- talinu hefur verið skilað. Ef þörf krefur eiga launaseðlarnir að sanna að staðgreiðsla hefur verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skatt- stjóra í viðkomandi umdæmi. Forðist álag vegna síðbúinna skila! GSK RÍKISSKATTSTJÓRI ’/drJ. l.lf lamað þrek sitt.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.