Vikublaðið


Vikublaðið - 04.02.1993, Side 12

Vikublaðið - 04.02.1993, Side 12
12 HAMINGJAN VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993 Björn Þorsteinsson - Af hverju gráta þau? Af hverju gráta þau? spurði Mitja [ekilinnj um leið og þeir þutu hratt framhjá. - Það er barnunginn, sagði ekillinn, bamunginn grætur [...] - En af hverju grætur hann? áréttaði Mitja heimskulega. Af hverju eru litlu hendumar berar, af hverju er ekki ein- hverju vafið utan um hann? - Barnunganum. er ískalt, herra, föt hans eru frosin. Þessvegna hlýnar honum ekki. - En af hverju er þetta svona? Hvers- vegna? heldur þessi heimski Mitja áfram að spyrja. - Þetta eru fátæklingar, það brann of- an af þeim, þau hafa ekkert að borða, þau betla af því að það brann ofan af þeim. - Nei, nei, - heldur Mitja áfram eins- og hann hafi ekkert skilið, - segðu mér heldur af hverju þær standa þarna, þessar mæður sem brann ofan af, af hverju fólk- ið er fátækt, afhverju barnunginn er fá- tækur, af hverju ekkert grær á steppunni, afhverju þau faðmast ekki og kyssast, af hverju þau syngja ekki gleðisöngva, af- hverju ógæfan hefur gert þau svona svört og af hverju þau gefa ekki barnunganum að borða? Og hann finnur innra með sér að þótt hann hafi spurt einsog fáviti, án skyn- semi, þá sé það einmitt þetta sem hann vill forvitnast um og einmitt svona sem menn eiga að spyrja.' Hlutverk mitt hér er að spyrja og þá líkast til einnig að svara; mér var fal- ið að halda erindi undir yfirskriftinni „hvað eru auðlindir?“. Það er erfið spurning sem kallar jafnharðan á ótal aðrar af sama tagi, og allar krefjast þær svars. Og ef „svar“ er skil- ið sem endanleg og einhlít lausn á tilteknum vanda - eins og 12 er svar við reikningsdæminu 7+5 - þá hef ég ekki önnur ráð en játa í auð- mýkt að ég hafi ekki fundið svar við einni ein- ustu af þessum ótal spurningum. Eg mun því f þessu máli mínu lítið annað gera en spyrja og velta vöngum; og mig grunar sterklega að mörgum þeim er á hlýða muni þykja ég spyrja eins og einhverskonar fáviti og - það sem verra er - í fullkominni andstöðu við það sem þeir kalla „heilbrigða skynsemi". Þetta er vond ásökun sem heimspekingar mega iðulega þola. Hún er í fyrsta lagi röng og í öðru lagi ósann- gjöm - en verst er að hún er með því lagi gerð að heimspekingurinn getur með engu móti hrakið hana; hann verður að treysta því að ákærandinn sjái það sem satt er; heimspeking- urinn er enginn fáviti, skynsemin er leiðarljós hans, og hann spyr einmitt eins og menn eiga að spyrja. Engar spurningar eru brýnni en þær sem erfítt er að svara. Og nú skulum við spyrja: hvað eru auðlindir? Því má svara eftir orð- anna hljóðan: auðlind er uppspretta auðs. En hvað er þá auður? spyrjum við áfram og málið vandast nokkuð. Samkvæmt íslensku orðsifjabókinni hefur orðið „auður“ tvær að- almerkingar: í fyrsta lagi „ríkidæmi, auðæfi“; í öðru lagi „örlög, dauði; hamingja, auðna; ör- lagadís, norn“. Þegar rætt er um auðlindir er ef- laust allajafna um fyrsttöldu merkinguna að ræða: auðlind er þá uppspretta ríkidæmis eða auðæfa. Að vísu er „ríkidæmi" nokkuð stórt orð og hæfir illa þeirri heilbrigðu skynsemi að sá sem eigi alls enga auðlind sé ekki bara venjulegur meðalstreðari heldur beinlínis bein- ingamaður. Við skulum því taka almennar til orða og segja að auðlind sé undirstaða afkomu manna, semsé hvaðeina sem gefur þeim eitt- hvað í aðra hönd, hvort sem það er fimmeyr- ingur eða fimmhundruðþúsund. Og úr því að ríkidæmi er hvort eð er ætíð afstætt getum við I bók Dostojevskís um Karamazovbræður segir meðal annars frá því er einn bræðranna, sem heitir Mitja, leggst til svefns og dreymir að hann sé farþegi í hestakerru á eyðilegri sléttu. Það er kalt í veðri og hundslappadrífa. Á sléttunni er þyrping kolsvartra kofa og helmingur þeirra er brunninn. Við þoipið stendur hópur horaðra kvenna, einhvern veginn svartar í framan. Ein þeirra heldur á grátandi barni. leyft okkur að tala um smátt og stórt ríkidæmi; og segjum þá að auðlind sé uppspretta ríki- dæmis, hvort sem það er smátt eða stórt. Sam- kvæmt þessum skilningi er þá „auðlind" nánast það sama og „tekjulind". Nú eru eflaust einhverjir í salnum fróðari en ég um það hvernig megi græða pening. Ég get að vísu látið mér detta ýmislegt í hug í því efni: fara á sjóinn, vinna f fiski, ræna banka, gerast tannlæknir, skrifa metsölureyfara, vinna fimm- faldan pott í lottó, finna upp eitthvað sniðugt sem enginn hefur þörf fyrir en allir kaupa. Það að læra heimspeki er ekki á þessum lista; mér er sagt að heimspekinám sé ekki arðbært. Við hljótum því að álykta að mig skorti frumkvæði til að gera það sem væri sjálfum mér fyrir bestu. Hvað um það skulum við samþykkja að margt geti orðið einstaklingnum að auðlind. Málið er að nokkru leyti flóknara þegar auð- lindir þjóða eru skoðaðar: ríkidæmi íslensku þjóðarinnar sem heildar eykst til dæmis með engu móti þótt einstæð móðir á Kálfshamars- vík vinni áðurnefndan stóra vinning í lottó. Þetta dæmi dregur fram að aðeins það megi kallast auðlind sem eykur við hlut eigandans; ekki það sem færir auð hans úr einum stað í annan. Þannig eru auðlindir íslensku þjóðar- innar ýmist sóttar til náttúru landsins eða til þjóðarinnar sjálfrar. Og þetta virðist vera ágæt- is tvískipting sem gaman er að klæða í heim- spekileg hugtök; köllum náttúrulegu auðlind- irnar „efnislegar auðlindir" og hinar „andlegar auðlindir" Til efnislegra auðlinda íslendinga skul- um við telja fiskana í sjónum, sauðféð upp um heiðarnar, aflið í beljandi án- um, báxítið sem siglt er með út hingað og fleira sem ég gleymi. Nú færist í vöxt að fullyrt sé að þessar efnislegu auðlindir íslensku þjóðarinnar séu fáar og jafnvel ótraustar, og lagt er mikið kapp á að finna þjóðinni nýjar auðlindir. Þetta er oft kallað „nýsköpun í atvinnulífinu" en snýst samt ekki um annað en uppgötva nýjar auðlindir sem landið býr yfir eða getur staðið undir. Sem dæmu um nýsköpun af þessu tagi má nefna vetnisframleiðslu, ræktun nytja- skóga, akuryrkju og útflutning á vatni. Það er auðvitað alveg rétt að efnislegar auðlindir íslands eru fáar og þorri þeirra er ótraustur í þeim skilningi að þær eru ekki eilífar eða fullkomlega varanlegar enda þótt sumar þeirra endurnýi sig sjálfar. Fiskamir fjölga sér til dæmis sjálfir með sínum aðferðum, en ef búið er að veiða allar hrygn- urnar eiga hængamir þá afarkosti að deyja seiðalausir eða leita á önnur mið þar sem eru fleiri fiskar í sjónum. Eins er þetta um kvikfén- aðinn - nema hvað í þeim efnum er stórum auðveldara að hafa stjóm á viðkomunni. AI- mennt má segja um efnislegar auðlindir að þær eyðast ef of mikið er af tekið. Þess vegna verð- ur að umgangast þær með forsjá, og jafnframt er sjálfsagt og eðlilegt að hafa augun opin fyrir nýsköpun. Andlegar auðlindir, sem ég nefni svo, era æðri hinum efnislegu í því að þær eru alveg óþrjótandi, að minnsta kosti á meðan til er fólk með hugmyndaflug. Andlegar auðlindir íslendnga eiga sér samheiti sem hefur lifað góðu lífi á liðnum áram, og það er „íslenskt hugvit“. Margir hafa lullyrt að framtíð Islands velti á því hvort takast megi að gera hugvitið að útflulningsvöra og þar með sannkallaðri auðlind. Víst er að Islendingar eins og aðrir menn geta notað gáfurnar til að búa til ýmislegt sem fá má fé fyrir; það geta verið nýstárleg tæki, tölvuforrit, rokktónlist, húsgögn, kvikmyndir og hvaðeina annað sem hægt er að hugsa upp, smíða og selja. Hug- myndaflugið hefur þann eina galla að það fylg- ir engum áætlunum, en eftir því sem flugmenn- irnir eru fleiri ætti að vera auðveldara að reiða sig á afurðir þeirra sem trausta tekjulind. Og til að svo megi verða þarf fyrst af öllu að bylta þeirri hugsjón skólakerfisins að spara pening með því að miða við að allir séu eins - sem leiðir auðvitað til þess að allir verða eins, og það er óvart sú manngerð sem fyllist skelfingu þegar hún finnur hjá sér vísi að frumlegri hugs- un. Nú höfum við gert okkur sæmilega grein fyrir þessum tveimur tegundum auðlinda, efn- islegum og andlegum. Við höfum gert okkur ljóst að auðlindir eru undirstaða afkomu manna, með öðrum orðum: enginn einstakling- ur og engin þjóð getur lifað án auðs og þar með án allra auðlinda. Eins höfuin við áttað okkur á því að andlegar auðlindir eru óþrjótandi en efnislegar miklu síður. Svo virðist sem andleg- ar auðlindir séu á einhvern hátt forsenda hinna efnislegu: það er hugvitið sem skapar tækin, og

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.