Vikublaðið


Vikublaðið - 04.02.1993, Page 15

Vikublaðið - 04.02.1993, Page 15
VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993 15 RITHÖND VIKUNNAR Lætur lítið uppi Þú ert samkvæmt skriftinni stórhuga. Þú gerir þér ekki að góðu lítilræði, nema því aðeins að það sé áfangi að stærra markmiði. Þú vinnur hægt en markvisst, hefur ágæta sjálfsstjórn og beygir þínar miklu skapsveiflur og virkjar þær jákvætt. Hversdagslega ertu þægilegur en lætur ekki nema lítinn hluta hugsana þinna uppi. Þú munt vera fróðleiks- maður og þú telur þekkingu nauð- synlega, bæði hverjum manni og hvert sem verk- efnið er. Þú ert fjöl- skyldumanngerð og þér finnst sjálf- sagt að bera ábyrgð, a.m.k. til móts við aðra. Þú ert sennilega vanafastur og Benedikt Davíðsson, forseti ASl. breytingum tekur þú jafnan með varúð, a.m.k. heinta fyrir og í föstuin vinahóp. A suma verkar þetta þannig að þú skiljir þá ekki. Verður þá e.t.v. óþarfa misskilningur. Annars ertu jákvæð- ur og vingjarnlegur og það er engin uppgerð. Þú vilt engum manni illt. Þú munt hafa áhuga á heimspekilegum og guðfræðilegum efnum, einnig félagsmálum, en að þeim sýnist þér aðrar fræði- greinar alltaf stefna - fara í hring. Þú virðist hafa merki hrings- ins (heildarhyggjunnar) í skriftinni. Skipulagsgáfu hefurðu all- góða. Iþróttir og útivist sýnast einnig höfða til þín, líklega ertu eða hefur verið skáti eða þvíumlíkt. Þú vilt hafa þínar eigin að- ferðir við hvað eina. Þær eru stundum ólíkar aðferðum annarra - en venjulega reynast þínar aðferðir góðar, jafnvel betri. Þú vilt styðja ungt fólk og hefur ánægju af að sjá því ganga vel. Þú ert lifandi persónuleiki og alltaf tilbúinn að sýna samúð, bæði þeg- ar gengur vel og illa. Þér er einnig annt um að verja vel tíman- um, þannig að hann eyðist ekki í fánýta hluti. Þú hefur góð tök á tímanum. Þess vegna gengur þér vel næstum hvað sem þú tekur þér fyrir hendur. Varast: Að útskýra ekki fyrir vandamönnum þínum afstöðu þína, þannig að þeir séu vissir um að þú skiljir þá. Góða framtíð. SPURTí SKÓLA Þessi glaðværu börn úr 5. LBP í Hlíðaskóla voru spurð hvort veita ætti nemendum máltíðir í skólum. Allir voru því samþykkir eins og sjá má. LYKILLINN AÐ GÓÐU HJÓNABANDI BB Imínum huga er svarið stutt og einfalt. Lykillinn að góðu hjónabandi er að bera virðingu hvort fyrir öðru, segir Dóra Þórhallsdóttir, móttökustjóri hjá Ríkisútvarpinu. Skiljanlegur fótaskortur en . . . r Isíðustu viku nefndi ég nokkur dæmi um ruglanda og ranga meðferð orðtaka. Þar kom m.a. við sögu afbökunin að taka undir sama strenginn. Þarna er slegið saman orðtök- unum að taka í sama streng- inn sem merkir að ,samsinna einhverju eða styðja sama málstað’ og að taka undir eitt- hvað eða taka undir með ein- hverjum og merkir eiginlega það sama og að ,vera sammála einhverjum eða einhverju’. Orðtakið að taka í sama strenginn er þekkt frá 18. öld og er erlent að upp- runa. Líkingin er dregin af dráttar- dýrum sem toga í sömu vagnól. Merking orðtak- anna er eiginlega sú sama svo kann- ski er skiljanlegt að MÁLHORNIÐ mönnum verði fótaskortur á tungunni og byrji á öðru orð- takinu og endi setninguna með hinu. Það finnst mér hins vegar ekki eftirbreytniverð málnotkun, hvorki í gamni né alvöru. Ef við viljum ástunda fjölbreytni í málfari þá vinn- um við tungumálinu ekki gagn eða virðingu með því að fara rangt ineð gamal- gróin orðtök. Hugs- um um það og ver- unt börnunum góð fyrirmynd í mál- farsefnum. Sigurður Jónsson- frá Arn- arvatni w A flækingi Jafnréttisráð hyggur á breytingar á útgáfu fréttabréfs síns, Vogarinnar, sem mælast misjafnlega fyrir. A undanfömum árum hefur Vögin komið út 4 sinnum á ári og er dreift ókeypis til á fjórða þúsund áskrifenda, en þar á meðal eru starfsmannafélög og stórir vinnustaðir, tann- læknastofur og aðrir staðir þar sem líklegt er að margir sjái blaðið. Auk þess hafa ein- staklingar getað gerst áskrif- endur sér að kostnaðarlausu. Nú er hinsvegar verið að semja við Kvenréttindafélag Islands um að Vogin verði framvegis 8 síðna kálfur inni í blaði þess, 19. júní. Helsta röksemd þeirra sem styðja þessa breytingu er að kven- réttindafélagið sé þverpóli- tískt og því ekki hægt að segja að Jafnréttisráð sé að spyrða sig saman við einhvern einn væng hins pólitíska litrófs. Sá hængur er þó á að 19. júní fer einungis til áskrifenda sem borga blaðið og því er sú staða nú komin upp að burð- arás í upplýsingamiðlun opin- berrar stofnunar verður í höndum frjálsra félagasam- taka og vilji almennir skatt- borgarar fá þessar upplýsing- ar frá Jafnréttisráði þurfa þeir væntanlega fyrst að borga áskrift að 19. júní. Tilgangur breytinganna er ekki síst að spara útgáfukostnað og tíma starfsmanna sem hefur farið í Vogina. Hinsvegar hefur eng- in fagleg úttekt farið fram á því hvaða aðrar leiðir kynnu að vera færar til að mæta þörf Jafnréttisráðs í upplýsinga- ntiðlun eða hvað sparast við þessa sérkennilegu ráðstöfun. Fundaherferð í vaskinn Ifrægu eintaki Alþýðu- blaðsins - þar sem því var slegið upp á forsíðu í tilefni skoðanakönnunar DV á fylgi stjórnmálaflokkanna að litli flokkurinn mað langa nafnið væri í stórsókn - birtist heil- síðuauglýsing um væntanlega fundaherferð ilokksins. Mein- ingin var að halda sextán fundi „með ráðherrum llokks- ins“, en athygli vekur að Sig- hvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra ætlar að halda sig víðsfjani. Líklega hefur hann rennt í grun fyrirfram hvað fundirnir myndu helst snúast um, eins og hefur kom- ið á daginn á þeim tveim fundum sem þegar hafa verið haldnir. Sá fyrri var á Akranesi 25. janúar og voru framsögumenn þeir Eiður og Össur. Fundur- inn var rækilega auglýstur í útvarpi en aðeins þrír mættu. Næsti fundur, sem var í Ólafs- vík 26. janúar með sömu framsögumönnum, var eitt- hvað fjölmennari, enEiður og Össur voru teknir illilega í karphúsið fyrir skattahækkan- ir og álögur á hina efnaminni, auk þess sem Sighvatur heil- brigði l'ékk ískaldar kveðjur. Hefur Alþýðublaðið ekki enn treyst sér til að segja frá „stór- sókn“ flokksins á þessum vettvangi.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.