Vikublaðið - 18.03.1993, Síða 4
4
VIKUBLAÐIÐ 18. mars 1993
Tilveran
og ég
- Ég var nú aldeilis á fínni
ráðstefnu hér um daginn, sagði
einn fastagesturinn í laugunum
við mig.
- Nú, var það eitthvað um
fjárfestingu og skattsvik?
spurði ég.
- Nei, nei ekkert svoleiðis
hallærisvesen, maður. Held-
urðu að maður sé einhver við-
skiptafræðingur eða hvað, fast-
ur á analstiginu?
- Ég spurði bara.
- Nei, þessi ráðstefna var
um mál málanna, maður minn.
Atvinnuleysið! Hvert stefnir at-
vinnuleysisdraugurinn? hét
þetta. Alls konar pótentátar
sem töluðu. Það voru nú samt
ekki nema tveir sem sögðu eitt-
hvað af viti.
- Já, þessir sem Vikublaðið
sagði frá?
- Stefán og Halldór? Pró-
blemfræðingamir? Ekki aldeil-
is, maður minn. Nei, nei, það
voru þeir Pétur og Hannes. Þar
voru sko lausnirnar. Pétur benti
nú til dæmis á að allavega þriðj-
ungur af þessu liði sem er á bót-
um væri annaðhvort svindlarar
eða aumingjar. Hann ætti nú að
þekkja þetta, forseti Alþýðu-
sambands Vestfjarða og krata-
höfðingi til margra ára. Það er
bara að hreinsa þetta lið af
skránni og þá er nú afrekaskrá
ríkisstjórnarinnar ekki svo
slæm. Kannski gæti einhver
siðvæðingarkratinn fengið
vinnu við þetta. Heldurðu að
hefði nú verið nær að fá hann
sem forseta ASÍ?
- Ja, það hefði trúlega ekki
verið Jóni Baldvini á móti
skapi. Ekki hefði það slegið á
gleðina á Ömmu Lú.
- Þegi þú nú bara, slordóni!
Þá var þetta nú ekki laklegra hjá
honum Hannesi mínum bless-
uðum. Alltaf getur maður nú
treyst á hann með einfaldar og
alþýðlegar lausnir. Verðið á
vinnuaflinu er of hátt, sagði
hann. Lækka bara launin þang-
að til atvinnurekendur treysta
sér til að ráða. Þá er atvinnu-
leysið auðvitað búið. Heldurðu
að það væri nú munur, maður
lifandi. Ráða sér fólk á 20-
25.000 á mánuði. En þetta vilj-
ið þið kommarnir ekki. Frekar á
allt að fara í hund og kött. En
hann Hannes minn var nú Iíka
með lausnina á því vandamáli.
Stoppa bara þessi verkalýðsfé-
lög. Banna ban helst
D ^ __ ____ •* v V/j. •• ll
sko ekki lengur atvinnuleysi á
íslandi.
- En ég hélt að hans kenn-
ing væri að verkalýðsfélögin
væru gagnslaus fyrir verkafólk.
- Já, auðvitað eru þau það.
Allt sem hindrar eðlilegan
framgang markaðarins er til
ógagns fyrir alla. Það er ekki
fyrr en allt er til sölu sem við
erum orðin frjáls til að njóta.
Þess vegna eru verkalýðsfélög-
in helsi á fólk eins og einhver
sagði í ljósrauð eyru Hannesar
einhvem tíma. Ekki man ég nú
hver hann sagði að það hefði
verið, kannski Guð eða jafnvel
Hayek.
- Þeir hafa þá náð ágætlega
saman, Pétur og Hannes.
- Já, það held ég bara. Þeir
voru að minnsta kosti alveg
búnir að fá sig fullsadda af
þessu Ögmundarrugli að eitt-
hvað sé að sækja til svokallaðra
„fjármagnseigenda". Nei, nei
skera „bæturnar" og þrengja
„réttindin", það var lausnin
enda mennirnir báðir stuðn-
ingsmenn ríkisstjórnarinnar.
ÚTVARP OG SJÓNVARP
r
Eg er fjölmiðlafíkill og „bes-
serwisser“ að eðlisfari og
því höfðar það til mín að skrifa
fjölmiðlapistil þessarar viku.
Ég hlusta fyrst og fremst á Rás
tvö og horfi nær einvörðungu á
útsendingar Ríkissjónvarpsins.
Ég á ekki afruglara enda glápi ég
nóg á þessa einu stöð.
Stöð tvö ber þó að meta að
verðleikum. Fréttaþátturinn 19/19
er það eina sem ég sé á þeirri
sjónvarpsrás og mér sýnist að
Stöðvarmenn hafi yfirburði yfir
fréttastofu Ríkissjónvarpsins.
Það er stundum eins og hin dauða
hönd leiðans leggist þungt á
fréttatíma hinna síðarnefndu.
Ég hef lengi átl mér þann
draum að koma á fót frjálsu út-
varpi, lýðræðislegu og virku. En
reynslan segir mér að slik út-
varpsstöð lognist annað hvort út
af eins og Rótin sáluga eða láti
nægja að miðla okkur kjaftasög-
um um náungann og viðlíka létt-
meti milli popplaga. Dægurmála-
útvarp Rásar tvö komst þó einna
næst þessum markmiðum undir
stjórn Stefáns Jóns Hafstein þótt
Að neyta en ekki njóta
ríkisútvarp væri. Þær manna-
breytingar sem orðið hafa þar á
bæ síðan hann hvarf úr embætti
hafa leitt til þess að dofnað hefur
yfir Rásinni. Að vísu standa þeir
Leifur og Sigurður G. alltaf fyrir
sínu en þar blása nú hægari vind-
ar en áður.
Það er fátt annað en Dægur-
málaútvarpið sem freistar mín í
hljóðvarpsdagskrám helgarinnar
framundan. Helst væru það þó
þættir á Rás eitt, Úr Jónsbók og
Sjónarhóll.
Sjónvarpsdagskrá helgarinnar
í Ríkissjónvarpinu einkennist
einna helst af úrslitakeppni
heimsmeistaramótsins í hand-
knattleik. Sjálfur var ég hálfpart-
inn alinn upp í gamla Háloga-
landsbragganum, vöggu íslensks
handknattleiks, svo vafalaust
verð ég límdur við skjáinn mest-
allan laugardaginn.
Reyndar vekur fátt annað sér-
staklega athygli mína í sjón-
varpsdagskrá helgarinnar. Ég hef
þó alltaf gaman af Gettu betur
sem Stebbi Hafstein stjórnar af
röggsemi á föstudagskvöldið.
Fátt höfðar til mín laugardags-
kvöldið, hvorki kroppasýningar-
þátturinn Strandverðir né hinn
blóðlausi þáttur um Indiana Jon-
es. Blóðsugumyndina Skugga-
sveina, sem sýnd verður seinna
um kvöldið, sá ég fyrir allnokkru.
Hún þykir ekki hæfa áhorfendum
yngri en 16 ára en höfðar þó aðal-
íega til þeirra.
A sunnudaginn eru það eink-
um tveir þættir sem vekja athygli
mína, íslenskar kvikmyndir og
Norræna kvikmyndahátíðin. Þá
vek ég athygli á nokkuð merki-
legum sögulegum sjónvarps-
þætti, Stórviðburðum aldarinnar.
Að lokum þetta: Við njótum
ekki menningar og lista í hefð-
bundinni merkingu þeirra orða
með því að horfa á sjónvarp og
hlusta á útvarp. Það sem fram fer
er neysla. Sú neysla er ágæt
flóttaleið og stundum hvfld.
Spumingin er hins vegar sú hvort
hægt sé að snúa dæminu við.
Ég hef einnig þá tilfinningu,
einkurn þegar ég horfi á utnræðu-
þætti í sjónvarpinu, að þar ríki
ekki raunverulegt skoðanafrelsi.
Flestir viðtalsþættir koðna niður
vegna þess að engu er líkara en
að stjómendur leitist við að bera'
vatn á eld mismunandi skoðana.
Það er næstum aldrei rifist í ís-
lensku sjónvarpi. Skyldi svo vera
annars staðar í þjóðfélaginu?
Vonandi ekki. Við þurfum átök
til að komast af.
Skafti Þ. Halldórsson
STARFIÐ
r
Akvað átta ára að verða bifvélavirki
Okkur lék forvitni á að vita hvemig það væri að vera bifvélavirki
og skmppum því á verkstæði Bifreiða og Landbúnaðarvéla við
Suðurlandsbraut í Reykjavík. Við hittum fyrir Atla Vilhjálmsson verk-
stæðisformann og spurðum hvenær hann hefði fengið áhuga á bflum
og vélum.
- Ég ólst upp úti á landi og við vomm tveir félagamir sem ákváðum
það átta ára gamlir að verða bifvélavirkjar og setja upp verkstæði á
Borðeyri. Félagi minn átti að verða verkstjóri og ég að vinna hjá hon-
um. Þetta gekk eftir, hann er enn á Borðeyri og ég hér hjá Bifreiðum
og Landbúnaðarvélum. Ég kom hingað suður sextán ára gamall og
fékk strax vinnu hjá þessu fyrirtæki, kláraði svo fjögurra ára nám við
Iðnskólann og hef unnið hér síðan - í fjórtán ár.
- Hvemig vaknaði þessi áhugi á vélum?
- Það var nóg af vélum í sveitinni og ég gerði mér það til dundurs
að setja saman og lagfæra gamla Farmal Cub dráttarvél. Það tókst og
ætli áhuginn hafi ekki komið þá.
- Hvemig er að eiga við þessa bfla sem þið þjónustið?
- Ladan er góð, einföld og góð smíði og gott að komast að hlutun-
um. Hún er að vísu mjög frábmgðin Hyunday-bflunum sem em allir
rafknúnir, en tæknin er orðin það mikil að maður setur bara mæli á
þann bfl og sá mælir segir manni hvað er í lagi og hvað ekki.
- Hefur þá starf bifvélavirkjans breyst í gegnum árin?
- Já, biddu fyrir þér, þetta er allt annað. Verkfærin sem við notum
eru orðin mun fullkomnari, starfið er allt miklu hreinlegra en var hér
áður fyrr, fjölbreyttara og skemmtilegra á allan hátt. Hreinlætið fer
reyndar eftir því hvemig starfsmennimir vilja hafa í kringum sig. Hér
gilda ákveðnar hreinlætisreglur, það er hvorki gott né gaman að vinna
á subbulegum verkstæðum. Hér er góður mórall og gott starfsfólk og
fyrirtækið hefur reynst okkur afarvel.
- Hvemig er vinnutíminn og launin?
- Vinnutíminn er frá 7.45 til hálfsex og launin em allgóð.
- En hvert er hlutverk verkstæðisformanns?
- Ja, ætli ég sé ekki einhverskonar stuðpúði á milli kúnna, fyrirtæk-
isins og starfsmanna hér á verkstæðinu. Þetta er krefjandi og stundum
mikið álag, en vinnustaðurinn er góður og hér líkar mér vel.
(mynd/texti: ÓÞ)
Skalla-Pétur skúrar ekki
Guðmundur Ólafsson er einn þeirra sem verða í sviðsljósi Borg-
arleikhússins um helgina. Guðmundur er löngu landsþekktur
fyrir hlutverk sín í ýmsum leikritum í áranna rás. Hann er líka þekktur
rithöfundur, einkum fyrir bækur sínar um Emil og Skunda, sem á að
kvikmynda á komandi sumri undir nafninu „Skýjahöllin" og svo er
hann með enn eina bókina um þá félaga í smíðum. Hún er væntanleg á
jólamarkaðinn. Við gripum Guðmund þar sem hann var að skúra
heima hjá sér. Hann sagðist hafa
beðið eftir því lengi að geta tekið
til hendinni við heimilisstörfin
og það væri eitt af hans hlutverk-
um að skúra gólf. Sá starfi er að
vísu öðruvísi en að bregða sér í
gervi Skalla-Péturs í Ronju ræn-
ingjadóttur eða í hlutverk Cléan-
te í Tartuffe, en bæði þessi hlut-
verk eru í hans höndum á sviði
Borgarleikhússins um helgina.
Guðmundur hóf leikferinn í
heimabyggð sinni Ólafsfirði og
hefur leikið með Alþýðuleikhús-
inu, Leikfélagi Akureyrar, í Þjóð-
leikhúsinu og auðvitað hjá LR.
Guðmundur segir erfitt að gera
upp á milli hlutverka, en þau sem
hann hefur leikið í vetur eru ofar-
Iega í huga hans. Hann segist
ekki taka með sér heim þær per-
sónur sem hann leikur, skilur þær
eftir á sviðinu þegar sviðsljósið
slokknar. Hinsvegar þarf hann
eins og aðrir leikarar að sökkva
sér ofaní persónurnar þegar verið
er að æfa hlutverkin. Guðmundur „deyr“ í hverri sýningu á Ronju.
Blessaður gamli maðurinn sem hann leikur lognast útaf í sýningunni
og oft segist Guðmundur heyra athugasemdir frá börnunum í salnum
t.d. þegar leikaramir eru kallaðir fram í lok sýningar. Þá verða sum
börnin hissa á því að hann skuli ekki vera með vængi eins og engill,
var hann ekki dáinn?
(mynd/texti: ÓÞ)
f SVIDSLJÓSINU