Vikublaðið - 18.03.1993, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 18. mars 1993
5
RITHÖND VIKUNNAR
Þórunn Björnsdóttir kórstjóri, fulltrúi ABK í
lista- og menningarráði.
Eðlilegt að leiðbeina öðrum
Samkvæmt skriftinni ertu örlynd og virk manngerð. Þú leynir ekki hugsunum þínum
eða skoðunum, mundir líklega ekki geta það þótt þú reyndir. Sem sagt mjög hrein-
skilin, sumir mundu segja um of. Þú ert sjálfstæð og óhrædd við að ganga á móti straumn-
um. Að hinu leytinu ertu hrifnæm og hjartahlý, tilfinningar ríkar og næmar. Þess vegna
verða sveiflur og átök í lífi þínu, skapgerð þín kallar á það. Skáldgáfu muntu annað hvort
hafa sjálf eða eiga hana í ættum.
Líklega finnst þér gaman að hafa margt í takinu, vinna á mörgum stöðum. Þér finnst
gaman að vinna, leggur sál þína í verkið. Vinahópur þinn virðist mjög sundurleitur, þar er
allskonar fólk. En þér virðist þykja jafnvænt um allar manngerðir nánast. Þú ert gestrisin
og þér er eðlilegt að leiðbeina öðrum, ekki síst unglingum. Þú leggur áherslu á að vekja hjá
þeiin inetnað. Þú hefur stjórnunarhæfileika og næðir góðum árangri á hvaða sviði sem þú
tækir að þér. En kennsla og listræn störf ættu að líkindum best við þig. Einnig hvers konar
stjórnunarstörf. Þér finnst lfka gaman að gefa, halda jól og afmæli í heiðri, gera þér og öðr-
um dagamun. Þú ert lagin að ftnna útvegi í hverju máli, ráðagóð.
Varast: að sökkva þér svo í annríki að þú notir ekki hæftleika þína vegna hversdagsanna.
Gangi þér vel.
önujUL^
SPURT í SKÓLA
*
5. bekkur L í Digranesskóla var spurður hvort væri betra að búa í Kópavogi eða Kaupmannahöfn. Uppréttar hendur mæla með Kópavogi.
Á KAFFIHÚSINU
Rassþrekið
er ómetanlegt
Enn er hún á hausnum út-
gerðin, alveg sama hvað
gert er. Nú vantar finnn millj-
arða. Hvar á að taka þá? Jú, með-
al annars af launafólki og reynd-
ar landsmönnum öllum, þó ekki
með hátekjusköttum og ekki á að
lækka vexti, eða hvað? Er nema
von að spurt sé. Menn hafa rætt
þelta á fundum fyrir og eftir mat
og þá veltir maður því fyrir sér
hversu feiknalegt rassþrek þessir
rnenn hafa. Og hvað kemur út úr
þessu öllu? Jú, ríkisstjórnin er að
hugsa málið, skoða frá öllum
hliðum, sjálfsagt má auka at-
vinnuleysið, það gæti orðið þjóð-
hagslega hagkvæmt. Öngvar
kauphækkanir, helst að lækka
það. Þetta getur rnaður lesið um í
blöðunum á kaffihúsum og þegar
maður er orðinn þreyttur á öllu
staglinu les rnaður bara erlendu
blöðin, þau fjalla sem betur fer
ekki um ástandið hér heinia fyrir.
(Mynd/texti: ÓÞ)
RMsstjómarromsa
Allir tala um afreksmenn
sem fsa-landi stýrá,
næga visku eiga enn,
oft nteð hugsun skíra.
Úti í Viðey áttu fund,
ört var skrifuð blokkin.
Annar þeirra átti hund
en hinn drullusokkinn.
Dabbi klingir glösum glatt,
gefur Jonna að drekka,
en hann er sá sem seldi hatt
og sífellt platar rekka.
Á útlandsferðum aldrei hlé
enda bættur skaðinn.
Langhala hann lét í té,
loðnu fékk í staðinn.
Situr Jón á sjóða-bing,
sjaldan hreyfir tappann,
en Álversdrauma umþenking
er að sliga kappann.
Sagan af því - sú er ljót
sífellt strekkir plankann,
en ætti að verða á því bót
ef hann kemsl í bankann.
Frikki Sóp við fjármálin
fleslum sýnist loppinn,
niðurskurðar nöldrarinn
- nú þarf hann á koppinn.
Þorsteinn minn með þorskinn sinn
þarf nú fleiru að sinna.
Fangamála faktorinn
finnst mér líka vinna.
Dóri vísur kveða kann,
kúm og ánum fórnar,
fjallagötum fjölgar hann
og flóabátum stjórnar.
Hanna litla um hlutverkin
heldur langa tölu,
lét svo hanna húsbréfm
og hefur þau til sölu.
Sighvatur með sjúkraskatt
sýnist flestum stúrinn.
Svona er honum sífellt att
í sama lyfjakúrinn.
Allvel dafnar Eiður minn,
upp hann hreinsar klessur.
svíkur ekki sendlinginn
og sækir Ríó messur.
Þá er bara eftir einn,
um hann fáa varðar:
skólamála skutulsveinn,
skinnið Óli Garðar.
Ef á liðið öðlast trú
örugg Hólmsteins klíka,
sínar greinar semja nú
á salerninu líka.
Verjum
nafnalögin
Islendingar bjuggu við óbreytt
nafnalög frá árinu 1925. Þeim
lögum var aldrei framfylgt og
sennilega hafa fá lög verið jafn-
oft brotin á Islandi. í fjórðu til-
raun náðist loks ágætt samkomu-
lag á Alþingi um ný nafnalög
sem tóku gildi 1991. Nú heyrast
háværar raddir um það að nafna-
lögin verði að endurskoða og
breyta. Ósjálfrátt hvarflar að
manni í ljósi samninga
um Evrópskt efna-
hagssvæði, lagabreyt-
inga og laga sem Al-
þingi verður að sam-
þykkja af því tilefni,
auk kröfunnar um
óskert frelsi til sem
flestra hluta nú um
stundir, að krafan um
endurskoðun og breyt-
ingar á nýju íslensku
nafnalögunum sé
málhornið
krafa um breytingar breyting-
anna vegna. Ekki sé hugsað um
afleiðingarnar. Lögin segja að
nafn megi ekki brjóta í bág við
fslenskt málkerfi. Þetta ákvæði
virðist fara fyrir brjóstið á frjáls-
hyggjusinnum samtfmans og
vilja þeir því breytingar á lögun-
um og hafa frelsi til að velja barni
hvaða nafn sem er.
Mannanöfn eru hluti af orða-
forða og málkerfi
hverrar þjóðtungu. Ég
vara eindregið við
miklum breytingum á
nýsettum nafnalögum.
Beygingarkerfi tung-
unnar á í vök að verjast
og má síst við því að
ýtt sé undir beygingar-
leysi með breytingum
á lögum um mannan-
öfn.
Sig. Jóns.
ÆT
A flækingi
Bitlinga-
kapalliim
Það er flókið líf hjá krötunum
þessa dagana. Og þeim er ekki
vorkunn.
Helmingurinn af fylginu er
farinn. Og það sem eftir er skipt-
ist í tvennt, helmingurinn á móti
ríkisstjórninni. Það er 0,6 % fylgi
við hvern ráðherra Alþýðu-
flokksins um þessar mundir. Þess
vegna er brostinn flótti í liðið og
Jón Baldvin og Jóhanna leggja
bitlingakapal á hverju kvöldi;
kapal sem gengur aldrei upp.
Fyrst leggst kapallinn svona:
Jón Sigurðsson fer í Seðla-
bankann. Eiður verður sendi-
herra. Karl Steinar verður for-
stjóri Tryggingastofnunar ríkis-
ins. En hverjar verða
afleiðingarnar?
I staðinn fyrir Jón kemur Guð-
mundur Árni inn í þingflokkinn.
I staðinn fyrir Karl Steinar kemur
annar varamaður krata á Reykja-
nesi inn í þingflokkinn. I staðinn
fyrir Eið kemur bæjarfulltrúi af
Akranesi, Gísli. Hann er í óró-
legu deildinni í Alþýðuflokkn-
um. Þar með yrði þingflokkurinn
orðinn til vandræða. Hægra liðið
veikara - en órólega liðið of
sterkt. Bæði að mati Jóns og Jó-
hönnu. Jóhönnu líka, vegna þess
að þá yrði hún ekki lengur vemd-
ari félagshyggjunnar í Alþýðu-
flokknum. Þessi kapall gengur
ekki upp.
Svo leggst kapallinn aftur eins,
en hverjir eiga þá líka að verða
ráðherrar?
Össur vill, en enginn vill hann.
Guðntundur Ámi vill, en enginn
vill hann nema Gunnlaugur bróð-
ir hans. Rannveig vill. Sighvatur
vill flytja sig í annað ráðuneyti.
Allir vilja flytja Sighvat í annað
ráðuneyti. Helst erlendis. En
enginn þorir að segja það upphátt
sem allir vilja; Sighvat út svo
hann geti tekið aftur við Norræna
félaginu.
Þessi kapall gengur heldur
ekki upp svo Jón Baldvin leggur
kapalinn í þriðja sinn:
Sighvatur fer í annað ráðu-
neyti, Jóns Sig. Guðmundur Árni
kemur inn. Karl Steinar verður
ráðherra og fer í félagsmálaráð-
uneytið. Jóhanna fer í staðinn í
heilbrigðisráðuneytið. Jóhanna
skipar svo Sighvat forstjóra
Tryggingastofnunar ríkisins rétt
fyrir næstu kosningar. Jón Bald-
vin skipar Eið sendiherra ein-
hvers staðar rétt fyrir næstu kosn-
ingar.
Þetta gengur upp:
1. Sighvatur býður sig aldrei
fram aftur.
2. Karl Steinar verður ráð-
herra.
3. Guðmundur Árni vinnur
efsta sætið á Reykjanesi vegna
næstu alþingiskosninga.
4. Jón Sigurðsson stjórnar
Seðlabankanum.
5. Eiður Guðnason býður sig
aldrei fram aftur.
6. Það er hægt að bjóða Össur
fram á Vesturlandi í næstu kosn-
ingum eða Suðurlandi.
7. Bjössi og presturinn tapa
sínum þingsætum.
Já. Þetta gengur upp ög þó:
Hægri vængurinn er farinn af
Jóni Baldvin. Hvorki fugl né
flugvél fljúga án þess að hala
vængi báðum megin. Hægri
vængurinn er Jón. Eiður, Sig-
hvatur. Þessi kapall gengur held-
ur ekki upp.
Þess vegna munu þau enn um
sinn leggja kapal sern gengur
aldrei upp - nenta nteð því að
svindla. Við bíðurn eftir að sjá
svindlið.
Börkur