Vikublaðið


Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 20. APRÍL 1994 Hersir Oddsson forstjóri Vélamiðstöðv- arinnar er „oddviti“ Riddara Reykja- víkur, TBO. „Það er af ogfrá að þetta sé eitthvað í líkingu við Frímúrara- regluna. “ félagsmálastjóra, Hannes Valdimars- son hafnarstjóra, Sigfus Jónsson for- stjóra Innkaupastofhunar Reykjavík- ur, Jóhannes Pálmason forstjóra Borgarspítalans og Harald Hannes- son heitinn, fyrrum formann Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Nokkrir þessara manna eru hættir hjá borginni og er ekki ástæða til að ætla annað en að eftirmennirnir hafi feng- ið aðild að reglunni. Sumir fyrrum borgarstjórar voru kjörnir heiðursfélagar Riddara Reykjavíkur, en hér er átt við Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson, Birgi Isleif Gunnarsson og Davíð Oddsson. Þeir Egill Skúli Ingibergs- son og Markús Örn Antonsson voru ekki kjörnir heiðursfélagar og Arni Sigfússon er ekki enn kominn á dag- skrá. Þá er ástæðulaust að gera ráð fyrir því að Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur verðandi borgarstjóra verði boðið inn fyrir dyrnar. Félagatalið liggur ekki á lausu Nokkrir af æðstu embættismönn- um borgarinnar hafa kosið að taka ekki þátt í reglustörfunum. Þeir eru reyndar fáir en nefna má Magnús Oskarsson borgarlögmann, Eggert Jónsson borgarhagfræðing og Jón Rósmundsson borgargjaldkera. Sem fyrr segir eru reglubræður nú 87 talsins og skiptast upp í sex stig eða gráður. Eins og í Frímúrarareglunni er ekki hverjum sem er boðið að ger- ast innvígður. Tilhögunin er sú að innvígður reglubróðir getur tilnefnt einhvern sem honum iíst vel á, t.d. á vinnustað sínum, en viðkomandi verður að hafa starfað um skeið hjá borginni. Ekld er það gegnheilagt skilyrði að um starfsmann borgarinn- ar sé að ræða, þó það sé ahnenna regl- an. Hitt er þó óumflýjanlegt skilyrði að því er virðist, sem sé að í regluna mega konur ekki ganga. Eru konur þó eitthvað um sex af liðlega 60 helstu yf- irmönnum borgarinnar, deilda, fyrir- tækja og stofnana hennar. Að öðru leiti liggur félagatal reglunnar ekki á lausu. Þessar sex konur eru Edda Tryggvadóttir borgargjaldkeri, Svan- hildur Bogadóttir borgarskjalavörður, Margrét Hallgrímsdóttir borgar- minjavörður, Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður, Elísabet B. Þóris- dóttir forstöðumaður Gerðubergs og Guðrún Halldórsdóttir forstöðumað- ur Námsflokka Reykjavíkur. Auk þeirra er Lára Björnsdóttir að taka við af Sveini Ragnarssyni félagsmála- stjóra. Stúkan er afdrep - stúkan er fríkvöld Ilvað segja konurnar um fyrirbærið og útilokun kvenna? „Þetta skiptir mig engu máli. Eg veit ekki hvað þeir eru að gera og per- sónulega vildi ég frekar fara í einhvern annan félagsskap, sem er að gera eitt- hvað gott. Eg vissi að þetta félag er til en hef aldrei haft áhuga á því. Per- sónulega er ég ekki fyrir karla- og kvennaklúbba, við erum öll manneskj- ur,“ segir Edda Tryggvadóttir borg- argjaldkeri. Edda er sem sé ekki uppnumin. Að konur séu útilokaðar ffá reglunni er eitt, annað er hversu fáar konur eru í stjórnunarstöðum í borgarkerfinu. Vikublaðið fékk sendan lista yfir for- stöðumenn borgarstofnana, þar sem er að finna allt frá borgarstjóra niður í staðarhaldarann í Viðey, samtals 63 stöður og var þar að finna nöfh fimm kvenna. Það gera tæp átta prósent. Ulfar Þormóðsson ffímúraraskelfir ritaði stuttan kafla um Riddara Reykjavíkur í bók sinni Bræðrabönd og vitnar þar í BT-tidinger, sem er sænskt málgagn norrænu reglnanna. Þar segir: „Stúkan er afdrep. Stúkan er drengskaparvinátta. Stúkan er mánaðarlcgt fríkvöld. Stúkan er helgisiðir og siðffæði." Ennfremur: „Þú ert það sem hver einstakur bróðir gerir þig; stúkan er eitthvað sem er þegar bræðurnir koma saman og skapa hana.“ eir eru kallaðir „Riddarar Reykjavíkur" og mynda lítt auglýstan karlaklúbb æðstu fyrrverandi og núverandi embætt- ismanna borgarinnar. Leynireglu segja sumir, bakland ílialdssamra embættismanna jafnvel. Eins og í ffímúrarareglunni skiptast reglu- bræðumir upp í stig eða gráður, samtals sex gráður og munu fimni eða sex af 87 bræðrum hafa æðsta stigið. Þeir hittast einu sinni í mán- uði yfir vetrarmánuðina og ráða ráðum sínum á einhverjum betri veitingastaða borgarinnar. Valdaklíka eða saklaus kvöldverðarklúbbur karla? Utvaldir fyrrum borgarstjórar hafa verið gerðir að heiðursfélögum og ber þar fyrstan að nefúa Davíð Oddsson forsætisráðherra. Er þetta leynileg valdaklíka eða saklaus matarklúbbur? Riddarar Reykjavíkur bera annars nafnið TBO-stúka Reykjavíkur. Um norrænt fyrirbrigði er að ræða sem rekja iná til stofnunar stúku í Gauta- borg 1928. TBO údeggst nánar til- tekið Tjæneste Brödrenes Orden og fyrirfinnast slíkar reglur í 14 borgum á Norðurlöndunuin. Reglan í Reykja- vík var stofnuð 1952. En hverjir eru í þessari dularfullu reglu æðstu embættismanna borgar- innar? I núverandi stjórn sitja Hersir Oddsson forstjóri Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, oddviti reglunnar, Magnús Sædal byggingafulltrúi, rit- ari, Hörður Gíslason hjá SVR hf. og forstöðumaður stjórnardeildar um al- menningssamgöngur, gjaldkeri, Gísli Kristjánsson í Vélamiðstöðinni, Jón Björn Helgason hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur og Valgarð Briem lög- fræðingur, fyrrum yfirmaður Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur. Um leið má geta þess að í stjórn reglunnar voru fyrir fjórum árum Haukur Pálmason aðstoðarrafmagns- stjóri, þáverandi oddviti, Jón G. Tómasson borgarritari, Kristján Kristjánsson fjárhagsáætlunarfulltrúi, Hólmsteinn Sigurðsson skrifstofu- stjóri Vamsveituimar og Hersir. Meðal fyrrum oddvita er Guðmundur Vignir Jósepsson fv. gjaldheimtu- stjóri. Davíð en ekki Egill og alls ekki Solla Af öðrum reglubræðrum í gegnum tíðina má nefna Gunnar Eydal skrif- stofustjóra borgarstjórnar, Berg Tómasson borgarendurskoðanda, Jón Kristjánsson starfsmannastjóra, Þórð Þorbjarnarson fv. borgarverkffæðing, Inga U. Magnússon fv. gatnamála- stjóra, Þórodd Th. Sigurðsson vatns- veitustjóra, Aðalstein Guðjohnsen rafmagnsstjóra, Rúnar Bjarnason fv. slökkviliðsstjóra, Svein Ragnarsson Æðstu karlkyns embættis- menn borgarinnar eru saman i leynireglu Davið Oddsson fymim borgarstjóri er heiðursfélagi. Ekki Markús og ekki Arni enn.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.