Vikublaðið


Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 25. NOVEMBER 1994 . Minnin 7 Upphaf stjórnarmyndunarviðræðna 1980, fr. v. Lúðvík Jósepsson, Steingrímur Hermannsson og Benedikt Gröndal. Með Willy Brandt þáverandi kanslara Vestur-Þýskalands, en myndin var tekin á meðan á landhelgisdeílunni stóð. Stutt seviágrip. Lúðvik Jósepssen Verkalýðsmálaráðstefna Alþýðubandalagsins 1979. Eðvarð Jónsson og Lúðvík Jóseps- son. Lúðvík Jósepsson lést áttræður að aldri eftir skammvinn veikindi síðasta föstudagsskvöld, 18. nóvember. Með honum er genginn einn helsti for- ystumaður í hreyfingu íslenskra vinstrimanna um áratuga skeið. Hann átti drjúgan þátt í skapa sósí- alistum þá sterku stöðu sem þeir hafa haft á Neskaupstað og Austurlandi öllu í hálfa öld og hafði úrslitaáhrif á stefhumótun í sínum flokki jafht í verkalýðs- og atvinnumálum sem í þeim málaflokkum sem hann sinnti sem ráðherra. Sem sjávarútvegsráð- herra kom þáð í hans hlut að standa í fararbroddi fyrir útfærslu landhelg- iimar í 50 mílur 1972 og haim var sterkur talsmaður hagsmuna íslend- inga á Hafr éttarráðstefhmmi í Genf. Lúðvík var fæddur í Neskaupstað 16. júní 1914. Foreldrar hans voru Þórstína Þorsteinsdóttir og Jósep H. Gestsson. Hann lauk gagnff æðaprófi á Akureyri 1933 og var kennari \ið Gagn- fræðaskólann í Neskaupstað 1934-1943. Næstu fimm árin starfaði hann við útgerð í heimabæ sínum og gegndi for- mennsku í Samvinnufélagi út- vegsmanna í bænum. 1948 gerðist hann forstjóri Bæjarút- gerðar Neskaupstaðar og gegndi þeim starfa til 1952. Lúðvík sat í bæjarstjóm Nes- kaupstaðar samfleytt í 32 ár, eða ffá 1938 til 1970.14ann var for- seti bæjarstjómar 1942-1943 og 1946-1956. Hann sat á Alþingi fyrir Sósíalista- flokkinn og síðar Alþýðubandalagið 1942-1979, ýmist sem landskjörinn þingmaður eða sem þingmaður S- Múlasýslu og síðar Austurlandskjör- dæmis. Frá 1956-1958 ogsíðar 1971- 1974 sat hann í ríkisstjórn þar sem hann fór með ráðtmeyti sjávarútvegs og viðskiptamála. Hann var fomiaður Alþýðubanda- lagsins 1977-1980 og formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins 1961- 1971 ogffá 1975-1979. Lúðvík Jósepsson sat í íjölmörgum stjórnum og ráðmn og nú síðast í bankaráði Landsbanka Islands ffá 1980 til dauðadags. Utför hans verður gerð á mánudag kl. 13.30 ffá Dómkirkjunni. Lúðvík Jósepsson, Einar Ágústsson, Hannibal Valdimarsson og Hans G. Andersen á einum af fjölmörgum blaðamannafundum sem haldnir voru vegna útfærslunnar 1972. Lúðvik Jósepssyni þökkuð gifturík formennskutíð á landsfundi Alþýðu- bandalagsins 1980. Lúðvík á tali við hina bresku lafði Tweedsmuir á meðan landhelgisstríðið stóð sem hæst. Ein- ar Ágústsson er í bakgrunninum. Lúðvík Jósepsson og kona hans Fjóla Steinsdóttir, en þau hófu sambúð 1935. Myndin er tekin 1978. Vikublaðið vottar ekkju hans, Fjólu Steinsdóttur og syni, Steinari Lúð- víkssyni, dýpstu samúð. Þríeykið fræga úr Neskaupstað, Jóhannes Stefánsson, Bjarni Þórðarson og Lúðvík Jósepsson, á landsfundi Alþýðubandalagsins 1980, þegar sá síðast- nefndi lét af flokksformennsku.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.