Vikublaðið


Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 9
VTKUBLAÐIÐ 25. NOVEMBER 1994 9 m Listasafn íslands: Vefjarlist Asgerðar Búadóttur Það er enginn nýr sannleikur að halda því firam að vefnaður Asgerðar Búadóttur búi yfir ó- venjulega fágaðri fullkomnun í formi, lit, efhisvali og handverki. Það blasir við hverjum og einum sem á annað borð sér, svo opinn er vefur hennar, hreinn og beinn og einfaldur í formi og framsetningu. En hvað er það sem laðar okkur að þessum formum, þessum litum og þessari á- ferð? Hvað segja veggteppi hennar okkur í raun og veru? Hvernig stendur á því að við finnum okkur sjálf svo auðveldlega að einhverju eða öllu leyti í þessu einfalda mynd- máli og hvaða boðskap hefur það að bera? Asgerður gefur myndvefnaði sín- um gjarnan nöfn sem tengjast nátt- úrunni, náttúruöflunum og árstíðun- um: Náttkemba, Bláin, Dögun, Viílk- an, Norðrið o.s.ffv. Formin í þessum myndum eru þó mestmegnis fullkomlega óhludæg, þannig að vafasamt er að tengja þau beint við ákveðin fyrirbæri í náttúr- unni. Og þótt litdmir komi okkur kunnuglega fyrir sjónir úr íslensku umhverfi, þá hvfla þeir fyrst og ffemst í sjálfum sér í veffium, rétt eins og formin og efnið. Það bætir ekki við upplifun okkar af myndinni Náttkembu að reyna að sjá í henni mynd af kyrrlátu regni að næturlagi. Og myndin Dögiin verður okkur engu nærkomnari þótt við reynum að sjá í henni einhverja gamla minn- ingu af rauðri sólarupprás. Þessi veggteppi eru einfaldlega ekki lýsandi í þeim skilningi að þau birti okkur glögga mynd af náttúmnni. Það er langur vegur ffá hlutveruleik- anum að þeim formrænu og efnis- legu niðurstöðum sem vefur Ásgerð- ar býður okkur upp á. Hvers vegna ber vefur hennar þá með sér þennan ómótstæðilega þokka? Ef það er ekki tilvísunin í hlut- vemleikann sem höfðar til okkar í þessu myndmáli, þá bendir allt til þess að það eigi sér frekar einhverja samsvömn innrá með okkur sjálfutn. Mig langar í þessu sambandi til að vitna í ritgerð sem Spánverjinn José Ortega y Gasset skrifaði árið 1954 um landa sinn, málarann Velazques. Hann er þar að tala um hinn ítalska/ spánska mannérisma sem Velazques hafði snúist öndverður gegn, rétt eins og hinn ítalski starfsbróðir hans Caravaggio hafði gert nokkmm ámm áður. Ortega y Gasset sér rétti- lega í mannérismanum fyrsta vísinn að þeirri formhyggju sem löngu síð- ar átti eftir að verða megineinkenni vestrænnar myndlistar: að upphefja formið sem slíkt og þau innbyggðu gildi sent það býr yfir, án tillits til hins ytri hlutveruleika. Röksentda- færsla Spánverjans er sláandi einföld þar sem hann lýsir þeirri upphafit- ingu formsins sem meðal annars ein- kenndi mannérismann á ofanverðri 16. öld á Ítalíu, þar sem „... hin list- rænu fonn urðu ríkjandi andspanis hinum hiutlægu fortnum. Hluturinn birtist okkurþví mnmyndaður á mynd- fletinum, þannig að hann verður strangt tekið annar hlutur en hinn raimverulegi; nýr hlutur, sem á sér ekki stað í náttúrunni, en er uppfitining listamannsins. Sltkur umbreyttur hlut- ur vekur sérstæða velþóknun. Það er eins og hin nýja ogstílferða hlutgetving sýni okkur hlutinn eins og hann ætti að Ólafur Gíslason vera, eða með öðnmt orðutn ífitllkotnn- tin sinni. Það er engu líkara en að djiípt í manninum búi dulin ósk varðandi fiotm hlutanna. Við vitum ekki hvers vegna hatm óskarsérþá öðruvísi en þeir eru í raunveruleikanum. En raunveru- leikinn virðist tnanninum alltaf ófiill- nægjandi. Því fyllist hann hamingju, þegar listamaðurinn stillir upp fyrir augliti hans hlutum, sem falla satnan við óskir hans. Það erþetta sem kallað er Fegurð....Heimur hinna fógru hluta er frábrugðinn raunveruleikanum, og þegar maðurinn hugleiðir hann, finnst honum hatni vera staddur utan við beiminn, faginfi-æðilega fluttur í annan heim. Nautn fegurðarinnar er dul- mögnuð tilfmning eins og allt það sem kemur okkur í návist handanheitnsins. “ Ef við tökum þessi orð Spánverj- ans alvarlega og hermum þau að breyttum breytanda upp á veggteppi Ásgerðar Búadóttur, þá er það einmitt þetta sem er kjarni málsins: veggteppi hennar sýna okkur hrein- ræktaða fegurð, fegurð sem á sér metafysískar eða trúarlegar rætur sem liggja handan hins sýnilega veruleika. List hennar er til þess fall- in að flytja okkur í annan heim, „koma okkur í návist handanheims- ins“. Samkvæmt orðum þessa spánska heimspekings verður fullnægja feg- urðarþrárinnar til þar sem löngunin og lögmálið mætast íhinu fullkomna formi. Og þessi löngun er eitthvað sem er manninum eðiislægt og ligg- ur djúpt í dulvitundinni. I rauninni er eins og Ortega y Gasset sé að lýsa eiturlyfjanautn: raunveruleikinn er okkur ófullnægj- andi eða jafnvel óbærilegur og við þráum að komast „í amian heim“ fyrir tilverknað þessa meðals, sem er hið hreinræktaða form er stendur hlutveruleikanum ofar. Því var á sínum tíma haldið fram að trúarbrögðin væru „ópíum fyrir fólkið“. Ekki veit ég hvort sú samlík- ing er að öllu leyti réttmæt, en sé lík- ingunni haldið áffam þá hefur As- gerður Búuadóttir gert listina að staðgengli trúarbragðanna á sinn hátt, og veitt olckur þaiinig tækifæri til að fullnægja þessari djúpstæðu og dulvituðu löngun okkar eftir „öðrum heimi“. En Spánverjinn lætur ekki staðar numið við þessa samlíkingu listar- innar og trúarbragðanna. Hann bendir á að þessi hreinræktun forms- ins geti leitt út í ógöngur: „hlutveru- leikinn, setn gengið var útfrá tstílfærsl- unni, hverfur stnátn satnan, og í hans stað sitja eftir hin tómuform, hrein og listræn eðafdgtir, en nánast cinangnið í sérleika sínum. Þá á sér stað forvimileg þróun. Forrnin glatíi virkni sinni og gildi, því hlutverk þehra var að upp- hejja hinn raunvmdega hlut til „full- komnunar“ sinnar eða ;fegurðar“. Það felur ísérað hluturinn heldur áfram að vera sá satni í hinni nýju tnynd sittni. Ef listin fjarlægist hann of tnikið, ef áðeins er um óljós og vart sjáanleg tengsl að ræða, gerist það að ,fegrunargaldur- inn“ mistckst og listin verður að hrein- um stílbrögðum, sem umbreytist. í reglu án innihalds. Þannig kcmur fram hjá listamönnumttn og áhorfendunum óvænt þreyta á Fegtirðinni, og listin snýst hunndrað og áttatíu gráður um möndul sitm tilþess að snúa sér aftur að hinum raunverulega hlut. “ Þótt Spánverjinn hafi þama verið að fjalla um uppgjör Velazques við mannérismann á öndverðri 17. öld, þá em þessi orð að mörgu leyti lýsandi fyrir samtíma okkar og þá hættu sem list Ásgerðar Búadóttur stendur frammi fyrir. Eg er ekki í nokkmm vafa um að Ásgerður geri sér sjálf grein fyrir þessari hættu, og þar með þeirri staðreynd að hin ó- hlutlæga abstraktiist hennar kyn- slóðar stefhir í ákveðin þrot. Þau þrot em ekki bara einstaklingsbund- in, heldur tengjast þau falli ákveð- innar þjóðfélagsútópíu sem byggði á heildarlausn og er kennd við módernisma. Spánverjinn Ortega y Gasset trúði líka á heildarlausnir, og fyrir honum virtist listasagan vera einföld sveifla á milli hefðbundins raunsæis eða natúralisma og form- hyggju. Vandinn í samtímanum hef- ur hins vegar reynst þyngri en svo, þar sem við stöndum ffammi fyrir þeirri staðreynd að heildarlausn hins hefðbundna raunsæis hefur líka beð- ið skipbrot fallinna trúarbragða og fullkomin afhelgun tungumálsins virðist óhjákvæmileg. Andspænis þessum vanda hefur Ásgerður Búadóttir haldið á lofti fána útópíunnar af hetjulegum sann- færingarkraffi, sem skipar henni í ffemstu röð meðal fulltrúa hinnar föllnu draumsýnar í íslenskri mynd- list. (H FORVAL F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir verktökum til að taka þátt í forvali vegna lokaðs útboðs á byggingu lokahúss við aðalæð II. Áðurnefnt hús verður staðsett í nágrenni Grafarholts og er rúmtak húss ca. 100 m3 og byggingarefni er steinsteypa. Forvalsgögn liggja frammi á skrifstofu vorri frá og með þriðju' deginum 22. nóvember 1994. Lysthafendur skili forvalsgögnum til Innkaupastofnunnar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, í síðasta lagi þriðjudaginn 29. nóvember 1994 fyrir kl. 16.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Hagstofa íslands — Þjóbskrá Er lögheimili ybar rétt skráb í þjóbskrá? Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mik- ilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvab er iögheimili? Samkvæmt nýjum lögheimilislögum frá 1. janúar 1991 er lögheimili sá staður þar sem maöur hefur fasta búsetu. Hvab er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýbir ab lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvab er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir t.d. vegna orlofs, vinnuferða og veikinda er ekki breyting á fastri búsetu og þarafleiöandi ekki breyting á lögheimili. Sama gildirt.d. um dvöl í gistihús- um, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum. Hvernig eiga hjón og fólk í óvígbri sambúb ab vera skráb? Séu þessir aðilar samvistum, eiga þeir að hafa sama lögheim- ili. Hvab barnafólk varbar er reglan sú ab dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna at- vinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn -þeirra hjá sér. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á ab tilkynna innan 7 daga frá flutn- ingi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands — Þjóðskrár eba lögregluvarbstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerbum eybublöðum. Hagstofa íslands — Þjóbskrá Skuggasundi3 150Reykjavík Sími: 91-609850 Bréfasími: 91-623312

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.