Vikublaðið


Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 8
8 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 25. NOVEMBER 1994 Oftúlkun Sveins Allans Nu er tekist á um það í fjöl- miðlum hvort það hafi ver- ið Jóhanna eða forystu- menn Alþýðubandalagsins sem klúðrað hafi, í bili amk, möguleikum á samstarfi félagshyggjuafla fyrir kosningar. I því sambandi hefur Sveinn Allan Morthens lagt höfuðá- herslu á yfirlýsingu Steingríms J. Sigfussonar varaformanns Alþýðu- Einar Karl Haraldsson Sveinn Allan Morthens: Það er einfaldlega rangt hjá Sveini Allan að Steingrímur hafi blásið samfylkingu af, segir Einar Karl Haraldsson í grein sinni. Mynd: Ól.Þ. bandalagsins • í Ríkissjónvarpinu 7. nóvember sl. Sveinn Allan telur að þar hafi Steingrímur J. blásið af sam- fylkingu og tilkynnt um hrein G- listaframboð í öllum kjördæmum í vor. Þetta hafi ráðið úrslitum í ákvörðun hans um að ganga til liðs við sérffamboð Jóhönnu. Sjálf hefur Jóhanna Sigurðardóttir margítrekað vitnað í ummæli Steingríms í fjöl- miðlaviðtölum til vitnis um það að Alþýðubandalagið hafi í raun ekki haft áhuga á samstarfi. Vilji miðstjórnarfundar Það skiptir máli fyrir Alþýðu- bandalagið hvort Jóhanna og Sveinn Allan fara rétt með í þessu efhi. Þess vegna skal hér farið yfir aðdragand- ann. Eftir miðstjórnarfund Alþýðu- bandalagsins 5.-6. nóvember tók fféttaritari Stöðvar 2 á Suðurnesjum viðtal við formann flokksins. I inn- gangi fullyrti fréttaritarinn að gerð hefði verið samþykkt um að Alþýðu- bandalagið leitaði effir samfylkingu fyrir kosningar. I framhaldinu lýsti Olafur Ragnar því fjálglega hversu mikill vilji til samstarfs félagshyggju- afla hefði komið ffam á fundinum. Þessi ffétt var röng að því leyti að ekki var gerð nein samþykkt í þessa veru. Lýsingin á vilja fundarmanna var samt í meginatriðum rétt. Þó mælti Hjörleifur Guttormsson ein- dregið. gegn samvinnu við „hala- stjömu“ eins og Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Hann fékk hinsvegar á bauk- inn ffá ýmsum áhrifamönnum í sveitarstjórnarmálum sem töldu að það væri sterk krafa meðal almenn- ings að leitað yrði sem víðtækastrar samstöðu félagshyggjuafla fyrir komandi kosningar. Enginn vafi lék á því að formaður flokksins túlkaði anda miðstjórnarfundarins rétt. Jóhanna Sigurðardóttir: Féll í sömu oftúlkunargryfju og Sveinn Allan, en þó er dyrunum enn haldið opnum af hálfu Alþýðubandalagsins. Mynd: Ól.Þ. Afdráttarlausir inngangar Frétt Stöðvar 2 vakti talsverða at- hygli en á blaðamannfundi 7. nóv- ember, þar sem grein var gerð fyrir tillögum miðstjómarfundarins, m.a. um björgunarsjóð heimilanna vegna neyðarástands í húsnæðismálum, kom eðlilega ffam að engin sam- þykkt hefði verið gerð um samfylk- ingu. Og þá er komið að viðtali Helga Más Arthúrssonar við Steingrím J. Sigfússon. Aftur er það inngangur fféttamanns sem er mun afdráttar- lausari heldur en ummæli forystu- manns Alþýðubandalagsins. I inn- ganginuin segir: „Alþýðubandalagið mun leggja til í stjórnarmyndunarviðræðum í vor að komið verði á fót björgunarsjóði heimilanna í ætt við atvinnutrygg- ingasjóð útflutoingsgreina. Flokkur- inn setur vanda heimilanna í brenni- depil í kosningabaráttunni. Flokkur- inn býður ffam í eigin nafni í vor. A blaðamannafundi þar sem Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá nafn á fomu kvæði Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Flateyri. A = 1 = Á = 2 = B = 3 = D = 4 = Ð = 5 = E = 6 = É = 7 = F = 8 = G = 9 = H = 10 = 1 = 11 = í = 12 = J = 13 = K = 14 = L = 15 = M = 16 = N = 17 = 0 = 18 = Ó = 19 = P = 20 = R = 21 = S = 22 = T = LO UJ II U = 24 = ú = 25 = v= 26 = x = 27 = Y = 28 = Ý = 29 = Þ = 30 = Æ = 31 = Ö = II fN áherslur Alþýðubandalagsins í kom- andi stjómarmyndunarviðræðum vom kynntar kom ffam að á aðal- fundi miðstjórnar hefðu farið fram opnar umræður um hugsanlega sam- vinnu félagshyggjufólks. Samþykkt um samfylkingu af því tagi var engin gerð á fundi Alþýðubandalagsins og var málið rætt á þingflokksfundi Al- þýðubandalagsins í dag. Viljann til samstarfs ber að skilja svo:“ Hér lýkur inngangi Helga Más og Steingrímur J. tekur við: „Við höfum verið jákvæð og tdlbú- in til viðræðna en aðrir aðilar hafa ekki ljáð máls á slíku og við það situr í raun og vem.“ Þá spyr Helgi Már leiðandi spurn- ingar: „Þannig að Alþýðubandalagið sem flokkur býður ffam í næstu kosning- um, það er engin spurning um það?“ Eins og nú stendur Og Steingrímur J. svarar: ,Já gerir það að sjálfsögðu eins og nú standa mál en við höfum sem sagt verið tilbúin til viðræðna um sam- starf eða samfylkingu og það hefur ekki strandað á okkur í þeim efnum. Hvað svo sem það hefði svo falið í sér, það er náttúrlega ótímabært að velta vöngum yfir slíku fyrr en að á það þá reynir að það sé einhver gagnkvæmur vilji.“ Það er ekki hægt að ráða í þennan texta öðmvísi en að Ríkissjónvarpið hafi ákveðið að Alþýðubandalagið byði fram sem flokkur í vor en Stein- grímur J. haldi því opnu að sé um gagnkvæman vilja þá muni hvorki nú sem fyrr stranda á Alþýðubandalag- inu. I rauninni segir Steingrímur J. ekki annað en hið fornkveðna að „illt sé að leggja ást við þann sem enga leggur á móti“. Enn opnar dyr Sveinn Allan Morthens stendur ffammi fyrir því _að hann hefur í dómum sínum látdð stjómast af for- málum og inngöngum fféttamanna. Stjórnmálamenn verða hinsvegar ekki dæmdir af öðm en orðum sín- um og gerðum. Hugleiðingar fjöl- miðla um það sem býr að baki orð- um og gjörðum em svo oft á tíðum ekki annað en fjas og vaðall. Og fjöl- miðlun nú til dags gengur svo hratt fyrir sig að ættu stjórnmálaforingjar að standa í leiðréttingum á öllu því sem missagt er gerðu þeir ekki ann- að. Sveinn Allan og Jóhanna hafa oftúlkað ummæli Steingríms J. Sig- fússonar og'þannig lagt sitt af mörk- um til þess að loka dyrum á samtöl um samfylkingu og samstarf. En það er semsagt enn haldið opnum dymrn hjá Alþýðubandalaginu ef einhverjar tílfinningar skyldu vakna í þess garð hjá þeim sem það hefur biðlað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.