Vikublaðið


Vikublaðið - 02.12.1994, Page 6

Vikublaðið - 02.12.1994, Page 6
6 VTKUBLAÐIÐ 2. DESEMBER 1994 ÁfMdkifp Olafur biskup Skúlason brást enn einu sinni ókvæða við um dag- inn. Vandlætingarsvipurinn er satt að segja að festast á ásjónu hans. Nú var tilefnið líka ærið. Félag stjóm- málaffæðinema leyfði sér að benda háskólanemum á, að ef þeir segðu sig úr þjóðkirkjunni rynnu sóknargjöld- in til háskólans og gæti þetta fært skólanum allt að 24 milljónir auka- lega upp í peningahallærið sem Olaf- ur G. og Friðrik Sophusson hafa or- sakað. Stúdentamir benda á þetta í litlum ritlingi og líta á ábendinguna sem mótmælaaðgerð. Fréttastofa RUV sagði ffá þessu og biskup brást þegar ókvæða við. Flann var ekki að tvínóna við hlutina heldur rauk beint í Davíð Oddsson forsætisráðherra. Ekki er að sjá að biskupinn hafi haff fyrir því að staldra við hjá Þorsteini Pálssyni ldrkjumálaráðherra. Biskup messaði yfir hausamótunuin á Davíð og gaf opinberlega út þá yfirlýsingu um þeirra tveggja rnanna tal að Davíð hefði „alveg komið af fjöllum" og að honum hefði þótt eins og sér „að þetta væri ekki rétt skrefi'. Þessi messa fór ffam að morgni dags og effir hádegi stormaði biskup til háskólarektors. Effir þá messu gaf rektor opinberlega út þá yfirlýsingu að áskomn stjómmálafræðinema væri „vanhugsuð strákapör“. Sem vitaskuld er skrítið því áskomn var aldrei lögð ffam. Og biskupinn kom ffam í fféttum til að viðra vandlætingu sína opin- berlega. Hann gaf meðal annars út þá kosmlegu yfirlýsingu að stjóm- málaffæðinemarnir væm með þessu að „höggva í átt til nokkurs konar móður í menntunarmálum á Is- landi“. Viðbrögð Olafs einkennast af tvennu. Forræðishyggju og rökleysu. Annars vegar rýkur hann til og klag- ar í sjálfan forsætisráðherra (sem var náttúmlega upptekinn af öðmm mikilvægari málum, svo sem stjórn efnahagsmála og Kínaför) og síðan fór hann og klagaði í háskólarektor. Hvað ætlaði biskup þessum mönn- um? Að þeir bönnuðu nemunum að hafa skoðun á málinu? Fylgir það stjómarskrárbundinni vemd ríkis- valdsins á þjóðkirkjunni að málffelsi fólks sé skert? Hins vegar er það rökleysan. Bisk- upinn sagði ekkert utn að þjóðkirkj- an þyrfti á þessum peningum að halda. Einu „rök“ biskupsins vom að kirkjan væri „móðir menntunarinn- ar“ í landinu vegna þess að hún sá um menntunina Iengi vel á öldum áður. Hefur það eitthvað með efni málsins að gera? Þjóðkirkjan er ekki fjársvelt eins og Háskólinn. Þjóðkirkjan hefur aldrei haff meiri tekjur en nú. Hún beinlínis veður í peningum á meðan alþýða manna starir skelkuð á gluggapóstinn. Dagsskrárgerðar- maður RUV sá í vikunni ástæðu til þess að spyrja biskupsritara hvort kirkjan sé ekki haldin „fjárfestingar- brjálæði“ (illum öndum?), enda fer margfalt meira fé í steinsteypubrölt en kristniboð éða annað trúarlíf í þeim anda. Þjóðkirkjan er upptekin af „rekstri fasteigna". Biskup íslands gefur sér þó tíma til að klaga í forsæt- isráðherra og rektor yfir að einhverj- ir stúdentar séu með kjaft. Væri ekki nær að biskupinn klagaði í forsætis- ráðherra yfir að æ fleira fólk býr við og undir fátæktarmörkum? í dagsins önn Minningar- diskur um Guðmund Ingólfsson Tvöfaldur geisladiskur væntanlegur eftir helgina I næsm viku kemur á íslenskan hljómplömmarkað á vegum Jazz- vakningar tveggja diska albúm með leik hins ástsæla djasspíanista Guð- mundar Ingólfssonar. Þegar Guðmundur Ingólfsson lést þann 12. ágúst 1991 var stórt skarð höggvið í raðir íslenskra djassleikara. Hann hafði verið þeirra vinsælasmr síðasta hálfan annan áramginn og átt flestum öðrum meiri þátt í því að hefja djassinn að nýju til vegs og virðingar í tónlistarlífi þjóðarinnar. Fljótlega eftir dauða Guðmundar Ingólfssonar ákvað stjóm Jazzvakn- ingar að efiia til minningartónleika um hann. Agóðanum skyldi varið til að safna hljóðrimnum hans, skrá þær og gefa út úrval þeirra á tveimur geisladiskum. Vernharður Linnet, Björn Thor- oddsen, Guðmundur Steingrímsson og Hreinn Valdimarsson söfnuðu hljóðrimnum, völdu efni og undir- bjuggu til útgáfu. Aætlað var að disk- arnir kæmu út fyrir jólin 1992, en verkið tafðist því engan óraði fyrir hve mikið var til með Guðmundi - og eru vísast ýmsar hljóðritanir ó- fundnar. Eingöngu voru valdar upptökur fráárunum 1977 til 1991 ogekkihin lengsm lög, sem taka allt að 20 mín- úmr í flutningi. Fyrst og frernst var haft í huga að gefa sem gleggsta mynd af Guðmundi, eins og aðdá- endur hans muna hann best. Þessar hljóðritanir spanna hálfan annan áramg og voru gerðar við afar misjafhar aðstæður. Allar voru þær teknar beint inná tveggja rása sterio Guðmundur Ingólfsson við flygilinn í Duushúsi á Norrænum útvarpsdjass- dögum 1990. /Ljósm: RÚV. hljómbönd og margar hljóðritaðar um leið og bein útvarpsútsending fór ffarn. I eftirvinnslu hefur því ekki verið möguleiki á endurhljóðrimn af neinu tagi. Þess í stað hefur sú leið verið farin að jafha aðeins hljóðstyrk og yfirbragð ásamt því að Iagfæra upptökurnar eins og kosmr hefiir verið. Jafnframt hefur þess verið gætt að raska sem minnst þeim anda er ríkti er tónlistin var flutt. Eftir- vinnsla hljóðritana voru unnar í Rík- isútvaqrinu af Hreini Valdimarssyni. Aðeins eru nú eftir þrjár sýningar á leikritinu Sannar sögur af sálarlífi systra, sem sýnt hefur verið við miklar vinsældir á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Sannar sögur eru leikgerð Viðars Eggertssonar á þremur skáldsög- um Guðbergs Bergssonar, Her- mann og Dídí, Það sefur úr djúp- inu og Það rís úr djúpinu, mein- fyndin og raunsönn lýsing á ís- lenskri fjölskyldu í rammíslensku sjávarplássi á sjötta áratugnum. Síðusm sýningar verða í kvöld, fösmdag. 2. des, sunnudaginn 4. desember og þriðjudaginn 6. des- ember. Djasstónleikar fyrir Styrktar- félag Tónlistar- húss í Perlunni í kvöld Sérstakur gestur Niels Henning Örsted Pedersen Ikvöld fösmdaginn 2. desember verða haldnir djasstónleikar fyrir styrktarfélaga Samtaka um byggingu tónlistarhúss. Tónleikamir verða í Perlunni (niðri) og hefjast kl. 21:00 Þar munu fyrst og ffernst leika hljómsveit Guðmundar, en hana skipa gamlir félagar, Guðmundar Ingólfssonar, m.a. Guðmundur Steingrímsson og Þórður Högna- son, Þórir Baldursson og Rúnar Ge- orgsson. Þrír söngvarar, þau Andrea Gylfadóttir, Bubbi Morthens og Ragnar Bjarnason, sem heyra má á nýja disknum; „Guðmundur Ingólfs- son“, koma væntanlega í heimsókn. Kvartett Sigurðar Flosasonar með splunkunýja, kornunga hrynsveit innanborðs stígur á svið. Þriðja hljómsveitin er undir stjóm Tóinas- ar R. Einarssonar og mun Guð- mundur Andri Thorsson syngja með sveitinni. Að lokum mun svo danski bassasnillingurinn Niels Henning Orsted Pedersen stíga á svið og leika, bæði einn og með íslenskum hljóð- færaleikumm, m.a. dúetta með Bimi Thoroddsen. Niels Henning og Björn Thoroddsen munu m.a. spila dúett á styrktartónleik- unum í Perlunni í kvöld. Málverk eftir Tolla á jólakorti íslands- deildar Amnesty International Islandsdeild Amnesty Intemational er nú að hefja sölu á jólakortum ársins 1994. Nokkur tmdanfarin á hefur íslandsdeild Amnesty Inter- national gefið út listaverkakort og hefur sala þeirra verið ein helsta fjár- öflunarleið deildarinnar. Kortið í ár prýðir mynd af málverkinu ,Mótun“ eftirTolla. Akveðið hlutfall af sölu jólakorta íslandsdeildar Amnesty Internation- al rennur í „hjálparsjóð", en fé sem safnast í þann sjóð er nýtt til endur- hæfingar fómarlamba pyndinga og veitt í aðstoð við aðstandendur „horfinna“ og aðra sem sæta grófum mannréttindabrotum. Kortin em seld á skrifstofu sam- takanna að Hafnarstræti 15 í Reykja- vík. Svo heppilega vill til að í blokk- inni minni er einn íbúi sem hugsar um hag heildarinnar. Þar er ekki sóuninni fyrir að fara. Sé hægt að spara einhvers staðar þá er það gert og ef ekki er hægt að spara þá er enn meiri ástæða til að gera það nú samt. Hann hefur til dæmis komist að þeirri niðurstöðu að rafmagnseyðsla okkar sé allt of inikil. Eftir að hafa án nokkurs sýnilegs árangurs flutt dómsdagspredikanir á mörgum húsfundum um hvernig allt sé að fara til fjandans í þessu húsi sökum þeirrar áráttu manna og barna að kveikja ljós í tíma og þó aðallega ó- tíma, ákvað vinurinn að grípa í taumana. Og einn daginn skyldi enginn neitt í því að það var sama hvernig hamast var á slökkvurum, hvergi var ljóstým að sjá. Oll öryggi vom í lagi og því ekki annað í stöð- unni en álykta að allar pemr hefðu spmngið af einhverjum annarlegum ástæðum. Skyggna konan í húsinu taldi sig hafa orðið vara við ærsladraug á þvælingi á göngunum og eftir að hafa fallið í trans komst hún að því að hér væri á ferðinni framliðinn rafvirki sem af ergelsi yfir ffamhjá- haldi konu sinnar (fyrrverandi) hefði sprengt allar pemr. Þau skila- boð fylgdu jafnframt með að hand- an að á komandi jólum vildi hann fá almennilega Iýsingu á leiðið sitt með lituðum pemm. Að öðmin kosti myndi hann taka allt rafmagn af húsinu klukkan fimm á aðfanga- dag. Hússtjórnin sá sér ekki annað fært en kaupa nokkur hundmð per- ur og tók til við að skipta um. Jafn- framt vom gerðar ráðstafanir til að styrkja ekkjuna til ljósaskreytingar- innar. Svo vel vildi þó til að formað- ur félagsins á það til að vera noklcuð út á þekju og nú skrúfaði hann í öf- uga átt við upphaf peraskiftanna. Og það var eins og hjá Guði forð- um, það varð ljós. Nú kom í ljós að það sem gerst hafði var einfaldlega að „einhver“ hafði losað allar pemr í almenning- um hússins. Ekki þurfti neina spek- inga til að átta sig á hver hefði verið á ferðinni en þar sem tveir doktorar em í stjórninni þá leið hátt í vika áður menn áttuðu sig. Þá var líka haldið á fund predikarans og hann beðinn um að Iáta perar hússins í friði en að öðmm kosti yrði stigið ofan á skottin á kisunum hans! Síð- an hefur verið sæmilega ratljóst inn- an hússins en þó er eklci frítt við að ein og ein pera vilji losna af illskilj- anleguin ástæðum. Jón Axel Björnsson á Sólon fslandus Laugardaginn 3. desember kl. 16:00 opnar Jón Axel Bjömsson myndlistarmaður sýningu á vatns- litamyndum á Sólon Islandus. Jón Axel er af yngri kynslóð inálara og hefur haldið fjölinargar einkasýning- ar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Myndirnar sem Jón Axel sýnir að þessu sinni em unnar á síðustu tveimur ámm. Persónuleg meðferð lita og afgerandi samspil þeirra er einkennandi fyrir verk Jóns Axels, sem oftar en ekki fjalla um mann- eskjuna og mannlega tilvist í tengsl- um við órætt umhverfi. Sýningin á Sólon Islandus stendur til 27. desember og er opin daglega. Olga Guörún með nýja plötu fyrir böm Olga Guðrún Amadóttir hefur semt frá sér hljóm- plötuna Babbidí-bú með íjórtán nýjum barnalögum á geisladisk og kassettu. Oll tónlist og textar em eftir Olgu Guðrúnu sjálfa, en Margrét Örnólfsdóttir annaðist út- setningar. Olga Guðrún er þekkt fyrir söng sinn á barnaplötunni Eninga Meninga sem kom út fyrir mttugu árum og náði gríðarlegum vinsældum. Um langt skeið hefúr Olga Guð- rún einkum fengist við rit- störf, en einnig hefúr hún sungið inn á nokkrar plötur. Þá hefur hún samið tónlist við eigin barnaleikrit og við sjón- varpsmyndina urn Emil og Skunda eftir Guðmund O- lafsson sem framleidd var af Stöð tvö fyrir fáeinum ámm. Fjöldi hljóðfæraleikara kemur frain á Babbidí-bú, sem gefin er út af Olgu Guð- rúnu sjálfri.. Japís annast dreifingu. Babbidí - bú, nýr geisladiskur Olgu Guðrúnar Árnadóttur

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.