Vikublaðið


Vikublaðið - 16.12.1994, Qupperneq 10

Vikublaðið - 16.12.1994, Qupperneq 10
10 VIKUBLAÐIÐ 16. DESEMBER 1994 Umhyggja ríkisstjómarinnar fyrir hátekju- og stóreignafólki er sérdeilis mikil. Þar fara einkum ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins á kostum við að sýna og sanna hverra hags- muna þeir em mættir til að gæta. Davíð Oddsson og félagar em til- búnir til að klífa hæstu fjiill ef það mætti gera veg hinna best settu meiri. Alþýðunni er boðið upp á kröpp kjör, hækkandi skatta og okurvexti, uppboð, gjaldþrot og atvinnuleysi. Að bæta kjör alþýðunnar er bannað því það'kemur af stað „koIlsfeypu“ og „vítahring verðlags og launa“. Nema þegar sérstaklega stendur á. Þannig var hægt að redda hjúkrunar- fræðingum 15% kauphækkun. For- sendan var sú að þá væri hægt að kaupa kosningasigur í Reykjavík í vor. Skilyrðið var að hækkuninni yrði haldið leyndri svo pöpullinn sækti ekki í sömu hækkun. En þetta var undantekningin. Nýi félagsmálaráðherrann hefur sýnt hug sinn til hinnar skuldsettu al- þýðu. Rannveig Guðmundsdóttir hefur talið þá sem sótt hafa um greiðsluerfiðleikalán og talið fáa. Hún virðist ekki átta sig á því að skil- yrðin fyrir slíku láni em afar ströng. Fólk þarf að vera orðið nánast gjald- þrota til að komast í þau lán. Á með- an er fólkinu vísað til rándýrra út- lánadeilda lánastofnana. Og bank- arnir gefa ekki krónu án þess að fá tvær til baka. Helst þrjár. Og félags- málaráðherrann sem kannski sér al- þýðu manna speglast í kjömni tengdasonar síns, telur bráðnauð- synlegt að bjóða alþýðunni upp á námskeið í fjármálastjómun fjöl- skyldunnar. Það á að kenna þessu liði að fara betur ineð peningana sína. Davíð Oddsson var um síðustu helgi búinn að skrifa lausnarbeiðni fyrir ríkisstjórn sína. Astæðan var sú að kratar vom með kjaft, heimtuðu áframhaldandi hátekjuskatt og yfir- lýsingu um fjármagnstekjuskatt. Svo virðist sem Davíð hafi álitið að krat- ar myndu halda kjafti og hegða sér í samræmi við stöðu sína; sem ör- flokks á leiðinni út úr hinu íslenska flokkakerfi. Kratar neituðu að hlýða og ákváðu að leggja út í pólitískan póker. Gerðu kröfu um hátekju- og fjármagnsskatt og sögðu við Davíð: Gjörðu svo vel og sprengdu stjórn- ina ef þú vilt. Hvað ætlar þú að segja kjósendum? Að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi slitið stjómarsamstarfinu af því að kratar vildu skattleggja háar tekjur og verðbréfa- og vaxtagróða? Davíð sá að slíkt kosningamál myndi vart vera við hæfi ofan í skuld- setta, skattpínda og lágt launaða al- þýðuna. Sem hefur ekkert á móti því að breiðu bökin taki á sig auknar byrðar. Svo Davíð ákvað að taka þátt í leiknum. En hann ákvað að koma með krók á móti bragði til að verja vini sína með háu launin og stóm eignirnar. Hann fékk kratana til að samþykkja „afnám ekknaskattsins“. Það hljómar líka vel. Rikisstjórnin er góð við ekkjur. Brilliant. Nema hvað að „ekknaskatturinn“ er ekki skattur á tekjulágar ekkjur. Hann er annað þrep eignarskattsins sem lagður er á það stóreignafólk sem er með vænar tekjur. Með því að fella niður þennan stóreignaskatt hefur megninu af hátekjuskattinum verið komið fyrir kattamef. Með öðmm orðum kom Davíð því til leiðar að þeir sem græða langsam- lega mest á „aðgerðum" ríkisstjóm- arinnar er ríka fólkið. f Glæsiley Ijós- myndasýning í Ráðhúsinu Formenn stjórnmálaflokka ganga á fund forseta, þegar viðræður um stjórnarmynd- un standa yfir. Flér fær Lúðvík Jósepsson umboð forseta til að reyna stjórnarmynd- un 1978. Ljósmynd: Þjóðviljinn Nú stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur ljósmyndasýning- in Forseti Islands, tákn frelsis og þjóðareiningar, en forsetaembættið átti hálffar aldar afmæli eins og lýð- veldið 17. júní síðastliðinn. Á sýningunni em nimlega 100 myndir frá ferli forsetanna fjögurra og sjína þær mikilvægi embættisins frá mörgum hliðum. Til dæmis em skemmtilegar inyndir ffá fyrstu ferð- um Sveins Bjömssonar forseta um landið, þar sem þjóðin sést fagna lýð- veldi og forseta sínum með innilegri gleði og virðingu, myndir af fyrstu heimsóknum erlendra þjóðhöfðingja í forsetatíð Ásgeirs Ásgeirssonar og fyrsta stórveldafundinum, fundi Nixons og Pompidou þegar Ki istján Eldjárn var forseti, svo fátt sé nefnt. Nýlegar myndir em svo af núverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, sein ekki einungis hefur notið sömu virð- ingar og forverar hennar í embætti, heldur einnig vakið mikla athygli er- lendis. Það er Reykjavíkurborg sem stcndur fyrir þessari sýningu til heið- urs forsetaembættinu og er sýningin sett upp af Ljósmyndasafni Reykja- víkurborgar. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 8:20 - 19:00 og laugardaga og sunnudaga ffá kl. 12:00- 18:00. Sinfoniiihljómsveitiii með fjölskyldutónleika Amorgun, laugardaginn 17. des- ember kl. 14:30, efnir Sinfóníu- hljómsveit Islands til fjölskyldutón- leika í Háskólabíó. Við gerð efnisskrár þessara árlegu jólatónleika hljómsveitarinnar er haft að leiðarljósi að foreldrar komi með börn sín á tónleika og fjölskyld- an eigi saman ánægjustund og kom- ist í jólaskap. Stjórnandi á tónleikun- um verður Gerrit Schuil. Að þessu sinni varður farið í ferðalag, sleða- ferð, til hinna ýmsu landa og jólalög viðkomandi landa leikin. I þeirri ferð taka þátt auk hljómsveitar sönghóp- urinn Voces Thule og kór Kársnes- skóla en leiðsögumaður í ferðinni verður Sverrir Guðjónsson. Að lok- inni ferð mun stíga á svið ungur trompetleikari, Guðmundur Haf- steinsson. Þreytir hann hér sína frumraun með hljómsveitinni í sónötu fyrir trompet og hljómsveit eftir Herni Purcell. Tónleikunum lýkur á hefðbundinn hátt með lestri úr Jólaguðspjallinu og söng jóla- sálma og er þess vænst að tónleika- gestir taki undir með kór og hljóm- sveit í lok tónleikanna. Upplesarar í Jólaguðspjallinu að þessu sinni eru tvö ellefu ára biirn, þau Gunnhildur Daðadóttir og Guðmundur B. Þorsteinsson. Aðgöngumiðaverði á þessa tón- leika er mjög stillt í hóf. Fyrir full- orðna kostar miðinn kr. 1.000,- en fyrir böm kr. 500.-. Börn yngri en sex ára fá frítt svo fremi sem setið er nteð þau. Guðmundur Hafsteinsson trompetleikari þreytir frumraun sína með Sinfóníuhljómsveitinni. Jólagleði í Álafosskvosinni Nú um helgina á laugardag og sunnudag mun menningar- nefnd Mosfellsbæjar ásamt lista- mönnum í Mosfellsbæ efna til jóla- gleði í ÁJafosskvosinni. Vinnustofur listamanna verða opnar báða dagana, og uppákomur í hverju skoti s.s. tón- list, upplestur, leiðbeiningar í bonsai-rækt og fleira. Meðal þeirra sem frain koma em Barnakór Varm- árskóla, Símon ívarsson gítarleikari, Skólahljómsveit Varmárskóla, Mos- fellskórinn, nemendur úr Tónlistar- skóla Mosfellsbæjar og kór Eldri borgara. Áslákur sér um veitingar á staðnum og auðvitað verður jóla- sveinn til skrafs og ráðagerða. Jóla- gleðin ntun standa yfir báða dagana frá kl. 13:00 - 17:00. Margir lista- menn munu sýna verk sín í Álafoss- kvosini þessa helgi. Bubbi að Ijúha tonleihaferö Bubbi Morthens hefur ver- ið á tónleikaferð um land- ið þvert og endilangt á undan- förnum mánuðum og kynnt nýjustu hljómplötu sína, Þrír heimar. Platan hefur selst vel og tónleikum Bubba vel tekið af landsmönnum. Húsfyllir hefur verið og góð stemning á tónleikunum, þar sem Bubbi leikur einnig gamla slagara sína, sem lands- lýður kann orðið utanbókar. Næstu tónleikar Bubba verða í kvöld á Ristorante Pavarottí á Akranesi, en á laugardags- kvöld kemur hann fram í Gjánni á Selfossi. Tónleikamir hefjast kl. 23:00. Hátíð í hálfa öld Lýðveldi fagnað í Reykjavík 1944-1994 Eitt af því sem tilheyrir jólunum em allra handa ljósaskreytingar á flestum mögulegum og ákaflega mörgum ómögulegum stöðum. Flaggstengur, tré, girðingar, vatns- rennur og karmar, allt skal sett gul- um og rauðum ljósaperam í örvænt- ingafúllu hrópi mannanna eftir ljósi, birtu, yl. Svalir eru líka vinsælar. í fyrra fylgdist ég nokkuð með átök- um í fjölbýlishúsK einu um hvernig staðið skyldi að Ijósaskreytingum þar. Vart er hægt að segja að þar hafi allt verið með hugarfari Jesúbarnsins en skemmtilegt var það engu að síð- ur. Málið hófst ósköp sakleysislega á húsfundi í nóvember þegar frain kont tillaga um að athugaðir jtóu möguleikar á að hafa eitthvað sant- ræmi í jólaskreytingum þetta árið. Tillagan var santþykkt og stjórninni falið að skoða málið. Hún lagði ffam tillögur sínar í byrjun desember og stakk upp á að allir hefðu rauðar perar á svölunum sínum. Strax og spurðist út hvað til stæði kom upp óánægja og var smal- að grimmt á naata húsfund svo nauðsynlegt reyndist að færa fúnd- inn í sal veitinghúss í grendinni. Þegar tillaga stjórnar hafði verið kynnt reis upp digur þjór, meðhjálp- ari safnaðarins, og tilkynnti að hann hefði sko erft sína seríu ffá foreldr- um sínum, hún væri gul og fyrr skyldi hann brjóta niður svalimar hjá sér en að setja upp rauða seríu. Varp- aði hann síðan fram þeirri tilgátu að stjómin „væri eintómir helvítis kommúnistar" og væri að þessu bara til að traðka á heiðarlegu fólki vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Að afloknum þessum lestri stóð formaðurinn upp og reyndi að bera blak af tillögunni, sjálfsagt væri unnt að ná samkomulagi og menn skyldu ekki vera að leggjast í víking útaf svona smámáli. En þar varð honum illillega á í messunni. „Smámáli!" argaði hálfur salurinn og það var eins og við manninn mælt að fundurinn leystist upp í rifrildi milli borða, pústra og hárreitingar. Einhverjir höfðu verið svo forsjálir að taka með sér sýnishom af seríum sínum og nú komu þær í góðar þarfir. Ekki er vit- að hver byrjaði en skyndilega voru perur farnar að fljúga milli borða og sprangu með háum hvelli á veggjum og hausurn. Eitt leiddi af öðra og þegar veitingamaðurinn kom til að sjá hverju þessi hávaði sætti logaði allt í slagsmálum. Hann sagði það eftir á að kostulegasta sjónin hefði verið kona meðhjálparins sem hafði haft konu formannsins undir og lét nú leifamar af erfðaseríunni dansa á bakhluta formannsffúarinnar. En svo fór að það voru fáar og smáar seríur á þeirri blokk síðasta ár. Og þær sem upp fóru voru flestar brotn- ar áður að jólum kom. Ut er komin glæsileg bók um sögu hátíðarhalda 17. júní í Reykjavík frá upphafi til afmælisárs- ins 1994. Þetta er sérlega falleg bók sem hefst á ávörpum Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta Islands, Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra ogjúlíusar Hafstein formanns Lýðveldishátíðarnefndar í Reykjá- vík. Rakin er forsaga hátíðarhalda 17. júní, sérstakur kafli er um lýðveldis- árið 1944 og sagan síðan rakin nokkurn veginn í tímaröð. I bókinni er rakin eftirminnilegur þáttur í ís- lenskri menningarsögu - sögu hátíð- ar sem tekur yfirleitt einn dag á ári hverju og allir uppvaxnir Reykvík- ingar eiga einhverjar minningar um. Bragðið er upp skgmmtilegum mynduin allt frá forsögu þjóðhátíðar til hinnár litríku nútíðar og effir því sem frásögninni vindur fram er öðru hverju rifjað upp með myndum hvernig var umhorfs fyrr á dögum. Með kveðskaparbútum, brotum úr hlaðafrásögnum og frásögnum lista- manna er rifjað upp hvernig til tókst. Á sjötta hundrað ljósmyndir era í hókinni og þúsundir Reykvíkinga geta þekkt sjálfa sig á myndunum.. Bókin er 360 blaðsíður að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.