Vikublaðið


Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 22. DESEMBER 1994 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf. , Tilsóknará nýjuári Ársins 1994 verður ekki síst minnst fyrir þá miklu gerj- un sem er á vinstri væng íslenskra stjómmála. Fram hef- ur komið skýr krafa um uppstokkun, sameiningu og sam- starf, sem áhrifaríkast birtist í sameiginlegu ffamboði fé- lagshyggjuflokkanna í Reykjavík og sögulegum sigri í borgarstjómarkosningunum. Þessi krafa á sér ma. rætur í hugmyndalegu hmni frjáls- hyggjunnar, endurmati á stefnumörkun flokka félags- hyggju og jafhaðar og mikilli óánægju með vaxandi mis- rétti í þjóðfélaginu í tíð núverandi ríkisstjómar. Efnahag- ur þúsunda heimila er að hmni kominn, mikill fjöldi ein- staklinga þegar gjaldþrota og atvinnuleysisvofan hefur haldið innreið sína í íslenskt þjóðfélag á ný. Það er því þyngra en támm taki að félagshyggjuflokk- arnir skyldu ekki á síðari hluta ársins nýta sér það tækifærí sem fyrir hendi var að fylkja sér saman í þeim tilgangi að taka við landsstjóminni líka. Það var hægt að gera með ýmsum hætti, allt frá yfirlýsingu um samstjóm að kosn- ingum loknum eða sameiginlegri stefnumörkun til hreins kosningabandalags. Þetta tækifæri var látdð úr greipum renna og nú ganga vinstri menn til leiks í fleiri fylkingum en fyrr. Allt eykur þetta líkur á að íhaldið, sem óánægjan beinist þó gegn, geti áffam vermt valdastólana. Ymsir hafa haldið því ffam að undanfömu að Alþýðu- bandalagið sé að veikjast. Það er mikil glámskyggni. Alþýðubandalagið hefur á síðustu missemm unnið mjög markvisst að ítarlegri stefhumótun á öllum sviðum, ekki síst í efhahags- og at- vinnumálum, en þeirri stefhu hefur verið gefið heitið út- flutningsleiðin. Um þessa stefhu ríkir alger einhugur í flokknum og hafa þessi vinnubrögð vakið athygli og aðdáun, einnig and- stæðinga Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið var ótvíræður sigurveigari sveitar- stjórnarkosninganna í vor. Flokkurinn tvöfaldaði tölu sveitarstjómarmanna sinna og er nú í meirihlutaaðstöðu í mörgum mikilvægustu sveitarstjómum landsins. I að- draganda kosninganna og reyndar einnig í haust hefur fé- lagsmönnum flokksins fjölgað vemlega. Sú þróun heldur áfram því fólk er að vaxa til vitundar um að það getur ekki setið hjá, heldur verður að taka þátt í stjómmálastarfi, ætli það að standa vörð um kjör sín og rétt. Þannig áttu ýmsir forystumenn í verkalýðshreyfingunni ffumkvæði að því að stofha félagið Framsýn í Reykjavík, einnig í þeim tilgangi að efla einingu Alþýðbandalagsmanna í Reykjavík, en sundmng flokksmanna í því kjördæmi hefur á undanföm- um ámm verið veikasti hlekkur flokksstarfsins. Þá hefur það einnig gerst á síðustu vikum að fjölmargir félagshyggjumenn sem staðið hafa utan flokka hafa óskað efdr samstarfi við Alþýðubandalagið í kosningunum og ma. lýst áhuga á að skipa sæti á G-listunum. Allt þetta hef- ur orðið til að efla samhug og þrótt, ekki síst í Reykjavík þar sem menn sjá nú ffam á mjög öflugan framboðslista sem verður hið raunverulega mótvægi við Sjálfsstæðis- flokkinn í höfuðborginni. Alþýðubandalagið mun því ganga sigurreift til leiks á nýju ári. Pólitízkan Kapphlaup um storibju Kosningar nálgast og ýmsir ráð- herrar em farnir að auglýsa sig, inn á milli þess sem þeir ferðast til út- landa. Nú eru tveir þeirra komnir f kapphlaup um atkvæði með yfir- boðum um stóriðju. Halldór Blöndal landbúnaðar- og sam- gönguráðherra býður upp á zink- verksmiðju og þegar greint var frá því sá Sighvatur Björgvinsson að við svo búið mátti ekki standa. Hann kom því á framfæri að rætt hefði verið við þýska álframleiðend- ur um möguleikann á að þýsk ál- verksmiðja verði flutt til íslands og reist á svæði ÍSAL í Straumsvík. í báðum tilfellum er því komið á fram- færi að viðkomandi ráðherrar séu að redda um 400 manns vinnu. Og Sighvatur hefur komið því viðhorfi sínu til Morgunblaðsins að zink- verksmiðja sé bara alls ekki svo hagkvæm. Augljóslega verður báð- um málum haldið heitum fram yfir 8. apríl. Svik Dóra Blöndals Það var átakanlegt að fylgjast með heilagri reiði Matthíasar Bjarna- sonar og Egils Jónssonar þeg- ar ræða skyldi fjáraukalög 1994 á Alþingi á þriðjudag. Téxti hafði verið settur á blað er laut meðal annars að jarðræktarlögum og Byggða- stofnun, texti sem ekki hafði verið borinn undir þessar höfuðkempur, en sagður var samkomulag meiri- hluta stjórnarsinna í fjárlaganefnd við Halldór Blöndal landbúnað- arráðherra og Friðrik Sophus- son Ijármálaráðherra. Uppsteitin í Matthíasi og Agli var svo mikil að kasta varð málinu af dagskrá þings- ins. Ekki er gott að segja hvað hefur farið fram í þingflokksherbergi í- haldsins í kjölfarið, en afskaplega hlýtur Dóri Blöndal að hafa átt bágt. Það er ekki hægt að túlka orð Matthíasar og Egils öðru vísi en að þeir hafi verið sviknir og það af sjálf- um Halldóri. Viöhafnarvibtal vib Davíb Páll Pétursson þingmaður Fram- sóknarflokksins fær að vitna í Morg- unpóstinum sl. mánudag, en tilefnið var að Svavar Gestsson Alþýðu- bandalagi var tekinn tali í fréttatíma Stöðvar 2 kvöldið áður. Svavar greindi meðal annars frá þeirri skoðun sinni að Framsóknar- maddaman væri farin að snyrta á sér hægri vangann með áberandi hætti og að Ijóst væri að Halldór Ásgrímsson formaður Framsókn- ar stefndi í rikisstjóm með íhaldinu. Ekki kom beint fram í frétt stöðvar- innar af.hvaða tilefni rætt var við Svavar en þegar betur var að gáð kom í Ijós að Tíminn var með opnu- viðtal við Davíð Oddsson forsæt- isráðherra og formann Sjálfstæðis- flokksins. Hafa verður í huga að rit- stjóri Tímans er Jón Kristjánsson þingmaður Framsóknarflokksins. Um viðhafnarviðtal er að ræða og vart hægt að segja að blaðamaður- inn „saumi að“ Davfð. Og óneitan- lega blasir við að Tíminn hefur ekki tekið opnuviðtal við sjálfan Halldór allar götur frá því að hann tók við af Steingrími Hermannssyni á upphafsmánuðum ársins. Reyndar má ekki gleyma því að það var Davíð sem tryggði flutning Stein- gríms í Gabbró-höllina við Arnarhól. Fátæku ekkjurnar Ef til vill á niðurfelling „ekknaskatts- ins" eftir að verða sú aðgerð sem lýsir ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar best í væntanlegum minningar- greinum, en sem kunnugt er kemur sú aðgerð best út fyrir hátekju- og stóreignafólk. Engu er líkara en að aðgerðin hafi verið sniðin fyrir ekkjur stóreignamanna á borð við Hall- dór H. Jónsson og Thor Ó. Thors eða þá ekkjur á borð við Ernu Finnsdóttur, konu Geirs Hallgrímssonar heitins, sem Davíð hefur skrifað um lærða grein í Andvara. Víst er að aðgerð þessari hefur verið veglega fagnað í Breiða- bliki, svonefndri „ellihöll hinna ríku“ við Efstaleiti. Að sama skapi er það lýsandi fyrir hagsmunagæslu ríkis- stjómarinnar að grípa til aðgerða í lífeyrismálum sem koma ráðherrum, þingmönnum og öðrum slíkum hópum mest til góða. Og enn ber- ast fréttir af góðsemd ríkisstjórnar- innar við lítilmagnann, Ingimund- ur Sigfússon fyrmm forstjóri Heklu á að verða sendiherra, en svo óheppilega vildi til að fjölskylda Ingimundar sneri við honum baki innan fjölskyldufyrirtækisins vegna valdabrölts hans í Stöð 2. Framsókn selur ísland Frést hefur að trúnaðarskjal frá á- hrifamönnum í Framsóknarflokkn- um hafi fundist á almenningsbóka- safni í Taívan. Skjalið er með endemum, en þar rakka framsókn- armennirnir, með Bjama Einarsson miðstjórnarmann í broddi fylkingar, niður Eimskip, Flugleiðir og fleiri Kolkrabbafyrirtæki um leið og þeir falbjóða ísland eins og það leggur sig. Sérstaklega bjóða Bjarni og fé- lagar - með stimpil frá Steingrími Hermannssyni - fiskeldisstöðvar á hálfvirði og láta þess getið að hægt sé að kaupa land fyrir lítinn pening. Skýrslan mun samkvæmt frásögn DV vera dagsett 25. mars 1993 en kynnt ytra á næstu mánuðum. Full- yrðir Bjarni opinberlega að Stein- grímur hafi verið með í ráðum og fengið fyrsta eintakið af skýrslunni. Þá hljóta spumingar að vakna um stöðu Steingríms, sem þarna var enn formaður Framsóknarflokksins en kominn í biðröð að dyrum Seðlabankans. Og menn hljóta að spyrja um afstöðu Halldórs Ás- grímssonar núverandi formanns flokksins. En ekki sist hljóta að vakna upp spurningar um afstöðu landsbyggðarþingmanna flokksins, manna á borð við Guðna Ágústs- son, Rál Þétursson og Jón Helga- son. Eru þeir tilbúnir til að selja Taí- vönum land fyrir lítið fé og afhenda þeim fiskeldisstöðvar á hálfvirði? Þeir ættu að leyfa kjósendum að heyra svörin. ■

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.