Vikublaðið


Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 12
vYikubla B L A, Ð S E M V I T FIMMTUDAGURINN 22. DESEMBER 1994 Sátt um mannréttindakafla stj ór nar skr ár innar Formenn þingfiiokka hafa lagt fram sameiginlegt frumvarp tíl stjómskipunarlaga þar sem gert er ráð fyrir veigamiklum breytingum á mannréttindaá- kvæðum gildandi stjómarskrár. Náðst hefur samkomulag tun tals- vert viðameiri breytingar en Iá fyrir í tillögum stjómarskrár- nefiidar sl. vor, en afitur á móti er tækifærið ekki notað til að koma á ýmsum breytingum sem stjómar- skrámefhd náði samkomulagi um 1982, meðal annars um þjóðar- eign, þjóðaratkvæði og útivist. Þegar málið var kynnt á Alþingi nú í vikunni benti Ragnar Amalds á, að verið væri að endurskoða miklu stærri hluta stjómarskrárinnar en stjómarskrámefnd skilaði af sér til- lögum um. I raun væm það ein- göngu ákvæði um dómendur í 5. kafla sem yrðu útundan. „Þetta er samkomulag sem allir þingflokkar standa að og er að mínu mati mjög vel viðunandi," segir Ragnar en hann bendir þó á að ekki hafi náðst sam- komulag um mikilvæg atriði sem sátt náðistum 1982. „Þarvart.d. gertráð fyrir því að fjórðungur Alþingiskjós- enda gæti óskað efidr því að ffiam færi ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla Ragnar Arnalds. um einstök málefiú, en þetta flokka ég hiklaust imdir mannréttindi. Eg sakna einnig ákvæðis um að náttúm- auðlindir landsins skuli vera ævar- andi eign landsmahna og enn fremur ákvæðis um að vemda skuli náttúm landsins og auðlindir þess svo ekki spillist líf eða land að nauðsynjalausu og landsmönnum þannig öllum tryggður réttur til eðlilegrar nýting- ar landsins til útivistar,” segir Ragn- ar. Hann nefiiir einnig að í þriðju grein ffiumvarpsins, þar sem kveðið er á um jafirræðisreglu, hafi gjarnan mátt nefiia hugtaldð fötlrm. Ragnar segir að upp hafi komið sá hugsanlegi miskilningur að ákvæði um félagaffielsi í ffiumvarpinu væri túlkað sem svo að alfarið væri bann- að að skylda aðild að félögum. „Þetta er ekki alveg rétt því í frumvarps- greininni segir að með lögum megi kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmætu hlutverki vegna almanna- hagsmuna eða réftinda annarra. Það er því ekki fortakslaust að skylduað- ild verði bönnuð. Akvæði um svo- kallað neikvætt félagaffielsi á fullan rétt á sér í nútíma samfélagi, dómar mannréttindadómstólsins sýna að okkur Islendingum er þörf á að skil- greina þennan rétt. En ég vara menn við því að draga rangar ályktanir. Og rétt er að undirstrika að hér eru menn ekki skyldaðir til vera í verka- lýðsfélagi. Hins vegar reyna stéttar- félög að tryggja lágmarkskjör og er öllum skylt að lúta þeim lágmarks- kjörum, sem er annar handleggur. Stéttarfélagsgjald er vissulega inn- heimt hvort sem menn eru í félagi 16$ hjón með yfír 8,4 milljóna króna árstekjur s amkvæmt álagningargögn- um við útreikning eigna- r skatts fyrir síðasta ár voru 168 hjón í landinu hvoru tveggja með yfir 8,4 milljónir króna árs- Námslán 31 millj- arðar ✓ Utístandandi námslán hljóðuðu um síðustu ára- mót upp á um 31 milljarða króna. Það samsvarar því að hvert mannsbam á Islandi skuldi um 120 þúsund krónur í námslán og hver fjögurra manna fjölskylda nær hálffii milljón króna. Námslán eru um 12 prósent af skuldum heimilanna og helming- ur af þeim skuldum sem ekki eru vegna öflunar húsnæðis. Heildar- skuldir heimilanna eru í námunda við 270 milljarða króna um þessar mundir. Það samsvar- ar rúmum milljón krónum á mann eða fjórum milljónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. tekjur (700 þúsund á mánuði) og með nettóeignir upp á meira en 20 milljónir króna. Einnig kemur ffiam að 380 hjón voru með yfir 6 milljónir í árstekjur (500 þúsund á mánuði) auk þess að eiga nettó- eignir upp á meira en 20 milljónir. Þetta er það fólk í Iandinu sem hagnast mest á þeirri ákvörðun ríkis- stjómarinnar að afinema svokallaðan „ekknaskatt“, auk einhleypra með háar tekjur og nettóeignir yfir 10 milljónum króna. Hjón sem eiga 30 milljónir í nettóeignum hagnast um nálægt 170 þúsund krónur á ákvörð- 86 MILLJARÐA SKATTAHOLA FYRIRTÆKJA Mikil brögð eru að því að upp- saftiað rekstrartap fyrirtækja sé auglýst tíl sölu og keypt af fyrir- tækjum sem skila hagnaði. Gild- andi skattalög heimila fyrirtækj- um að minnka greiðslur sínar til samfélagsins með kaupum á tapi annarra fyrirtækja. Onýtt rekstrartöp em í ár um 86 eða ekki, sem er nokkurs konar vinnuréttargjald vegna tryggingar á lágmarkskjörum en það er annað mál sem má skoða,” segir Ragnar. un ríkisstjórnarinnar. Alls 1.850 hjón eða 3.700 einstak- lingar í hjúskap áttu árið 1993 nettó- eignir yfir 20 milljónum króna. Af þessum 3.700 einstaklingum í hjú- skap greiddu 1.573 engan „ekkna- skatt“, 1.876 skertan skatt, en 1.251 greiddu eignarskattsauka þennan að fullu. Alls 1.737 einhleypir áttu yfir 10 milljón króna nettóeignir. Tekju- tengingin leiddi af sér að aðeins 458 þeirra greiddu „ekknaskattinn“ að fúllu, 649 greiddu hann skertan og 630 greiddu hann alls ekki. milljarðar króna og hafa aukist um 20 milljarða á síðustu tveimur áram. Breytingar fyrr og nú til að takmarka heimildina hafa litlu breytt í þessum effitum. Þetta er miskunnarlaust mis- notað, fullyrðir Jóhanna Sigurðar- dóttir utanflokkaþingmaður og vill ganga mun lengra en gert er til að draga úr misnotkuninni. V I N N I N G A R Styrktu gott málefni og kauptu jólakortin og jólamerkimiðana frá Slysavarnarfélagi íslands, því þau eru jafnframt skafmiðar. Stórglæsilegir vinningar að verðmæti yfir 20 milljónir kr. Tugir ferðavinninga til Florida, tugir fjallahjóla, skíðaútbúnaður, gasgrill, kuldagallar, geisladiskar o.fl. o.fl. o.fl. Jólakortin og merkimiðarnir eru seld í stórmörkuðum, blómaverslunum, bókaverslunum og hjá björgunarsveitunum. Styrktu gott málefni - vinir þínir og ættingjar gætu fengið óvænta gjöf. - til bjargar mannslífum

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.