Vikublaðið


Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 22. DESEMBER 1994 virðist ekki hafa mikið álit á sjálf- stæðri skoðanamyndun kjósenda í landinu. Hvort sem það var Styrmir Gunnarsson eða Matthías Johann- esen sem ritaði Reykjavíkurbréfið þá virðist undirliggjandi viðhorf hans til kjósenda vera að þar sé á ferðinni viljalítil hjörð sem lætur tilfallandi smala leiða sig hvert sem er, ffam af björgum ef því er að skipta. Styrmi/Matthíasi hefur undanfar- ið verið nokkuð tíðrætt um það sem gerðist 1977-1978. Síðasta sunnudag segir Styrmir/Matthías: „Og þá er spumingin, hvort það er raunsætt mat hjá forsætisráðherra, að óábyrg- ur málflutningur forystumanna launþega og stjómarandstöðu fái ekki byr hjá þjóðinni. Sporin hræða í þeim efnum. Þekktasta dæmið um hið gagnstæða er einmitt herför verkalýðshreyfingar og stjómarand- stöðu gegn ríkisstjóm Geirs Hall- grímssonar veturinn og vorið 1978. Abyrgðarleysi bæði verkalýðshreyf- ingar og stjórnarandstöðu var yfir- gengilegt en þessir aðilar fengu byr hjá þjóðinni í kosningunum um vor- ið.“ Það er þessi málflumingur sem er yfirgengilegur. Moggamenn virðast algjörlega blindaðir af reiði yfir því hvemig farið var með Geir um árið, en Geir heitinn stóð Mogganum nærri sem stór hluthafi og stjómar- formaður Arvakurs. Það sem Styrm- ir/Matthías er þama að segja er ein- falt. Forystumenn launþega og stjómarandstöðu gáfu út tilskipun um að koma ríkisstjóm Geirs fyrir kattamef og einnig meirihluta í- haldsins í Reykjavíkurborg (þar sem Geir hafði skömmu áður ríkt). Einhvem veginn virðist sá mögu- leiki algjörlega hafa farið ffamhjá Styrmi/Matthíasi að lýðurinn hafi refsað íhaldinu af eigin hvötum. Skoðum málið aðeins nánar. 1- haldið settist að völdum með Fram- sókn í ríkisstjórn 1974 og hófst handa með atvinnurekendum við að skerða kjör almennings. Frá 1974 til 1976 skertist kaupmáttur meðal- tímakaups verkafólks og iðnaðar- manna um 14 til 17 prósent (rikis- stjórn sömu floklca kom með enn stærri kaupmáttarskell á áranum 1983 til 1985). Að vonum tók alþýða manna þessu ekki vel. Vissulega varð 6 til 7 prósenta samdráttur í þjóðartekjum árið 1975, en hjólin fóra strax að snúast á ný og fólk vildi aftur fá fyrri kaupmátt eða að minnsta kosti kom- ast langleiðina að honum. Þetta kall- ar Styrmir/Matthías „herför“ og þegar hann talar um yfirgengilegt á- byrgðarleysi er væntanlega átt við beitingu verkfallsvopnsins. Nú um jólin ætti Styrmir/Matthí- as að hugleiða eftirfarandi: Getur það verið að lýðurinn hafi sjálfúr vilj- að meira kaup og verið tilbúinn í verkföll, burt séð ffá því sem forystu- menn sögðu? Getur verið að þegar lýðurinn rassskellti Sjálfstæðisfiokk- inn í sveitarstjórnarkosningum og þingkosningum 1978 hafi hann gert það vegna sannfæringar sinnar, en ekki vegna skipunar ffá forystu- mönnum launþega og stjómarand- stöðu? Vonandi vakna upp efasemd- ir hjá viðkomandi um að þorri lands- manna sé viljalaust verkfæri vondra manna. Mættum við vinsamlegast biðja um hlýlegri kveðjur Morgun- blaðsins til alþýðunnar nú um hátíð- amar? í Jólafrumsýning Þjóðleikhussins Fávitinn Sakleysi og mannúð gegn græðgi og mannvonsku Annan í jólum ffumsýnir Þjóð- leikhúsið á Stóra sviðinu leikrit- ið Fávitann, sem byggt er á sam- nefndri sögu rússneska stórskáldsins Fjodor Dostojevskís. Myshkin fursti er kallaður Fávit- inn vegna þess hve takmarkalaust græskulaus og góðhjartaður hann er, auk þess sem hann er flogaveikur. Hvað gerist þegar allt að því algóður maður birtist í kaldrifjum heimi? Allt í kringum Myshkin ólgar lífið af svikum, ástríðum, undirferli og græðgi. Hann hrindir af stað at- burðarás sem jafhvel gerir illt verra en um leið laðar hann ffam kosti allra þeirra sem á vegi hans verða. Mannúð er teflt gegn mannvonsku, auðmýkt gegn klækjum. í Fávitanum fjallar Dostojevskí um kærleikann, þjáninguna og ekki síst kristna trú af einstæðu innsæi og mannskilningi og sagan um sakleys- ingjann Myshkin hefur heillað les- endur í gegnum tíðina. Þetta er í fyrsta sinn sem leikrit byggt á verki Hilmir Snær Guðnason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverkum sínum. þessa mikla rithöfundar er sviðsett hérlendis og Þjóðleikhúsið fékk til liðs við sig þrjá finnska leikhúslista- menn við uppsetningu verksins. Leikgerðin er eftir Bretann Simon Grey en er endurskoðuð af leikstjór- anum, Kaisu Korhonen og landa hennar Seppo Parkkinen. Þýðinguna gerði Ingibjörg Haraldsdóttár. Lýs- ingu annast Esa Kyllönen, leikmynd er eftir Eeva Ijás og búninga hannaði Þórann Sigríður Þorgrímsdóttir. Með helstu hlutverk fara þau Hilmir Snær Guðnason, Baltasar Kormák- ur, Tinna Gunnlaugsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Helga Bachmann, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, Halldóra Bjömsdóttir og Edda Amljótsdóttir, en alls taka um sextán leikarar þátt í sýningunni. Listamaðurinn Sæmundur Valdi- marsson færði Reykjavíkurborg að gjöf listaverkið Sigríði Listamaðúfinn Sæmtmdtu- Valdi- marsson færði Reykjavíkurborg að gjöf listaverkið „Sigríði" þann 24. nóvember síðast liðinn. Fonnaður menningarmálanefndar, Guðrún Jónsdóttir, tók formlega á móti gjöf- inni. Verkið er til sýnis í vesturand- dyri Ráðhússins næstu 2-3 mánuði en að því loknu verður því fundinn veglegur staður í einhverri af stofh- unum borgarinnar. Sæmundur fæddist árið 1918 að Krossi á Barðarströnd og var búsett- ur þar til fullorðinsáranna. Með sveitarstörfunum stundaði harm ýmis störf til sjós og lands. Árið 1948 fluttist hann til Reykjavíkur og vann vaktavinnu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, en síðustu sex árin hefur hann eingöngu sinnt listsköpun sinni. Um árið 1970 fór hann að setja saman myndir úr steinum og reka- viði, sem fyrst vora sýndar á alþýðu- sýningu í Gallerí SÚM árið 1974. Um það leyti hóf hann að vinna stærri höggmyndir úr rekaviði. Fyrstu einkasýningu sína hélt Sæ- mundur árið 1983, en síðan hefur hann haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis. Auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Verk hans hafa vakið athygli bæði innlendra og erlendra listunn- enda, og um þau hefur verið skrifað í blöðum og virtum tímaritum. Prent eflir mennt Saga bókagerðar U't er komin bókin Prent eflir • mennt, eftir Inga Rúnar Eð- valdssop, í ritröðinni Safn til Iðn- sögu Islendinga. Bókin er merk heimild um upphaf iðngreina í prentiðnaði, vöxt þeirra og þroska- feril. Gerð er grein fyrir breyttum starfsaðferðum ffá einföldum verk- færam til fullkomnustu tölvutækni nútímans. Höfundur rekur verkefni prent- fyrirtækja, fjallar um sívaxandi afköst og rekur sögu nokkurra fyrirtækja, svo sem Kassagerðar Reykjavíkur, Morgunblaðsins, Plastprents, Prent- smiðjunnar Odda og Ríkisprent- smiðjunnar Gutenbergs. Gerð er grein fyrir menntunarmálum og fjallað um þátt bókagerðarmanna í frá upphafi síðari hluta 20. aldar bókmenntum og listum, því fjöl- margir þeirra hafa skipað sér á bekk með ffemstu listamönnum þjóðar- innar. Þá er skýrt ffá launakjöram og vinnutíma bókagerðannanna og get- ið um Hið íslenska prentarafélag, Bókbindarafélagið, Félag bókagerð- armanna, Félag íslenska prentiðnað- arins og fleiri hagsmunafélög í prentiðnaði. Um 300 ljósmyndir prýða bókina og era margar þeirra fágætar. I bók- arauka er að finna ffóðlegan kafla eftir Þorstein Þorsteinsson er nefnist Þættir úr letursögu. Ritstjóri var Jón Böðvarsson og útgefandi er Hið ís- lenska bókmenntafélag. Bókinn er 550 blaðsíður. Menntasmiðja kvenna á Akureyri ann 16. desember s.l. útskrifúð- ust fyrstu nemendumir frá Menntasmiðju kvenna á Akureyri. Nemendur hafa verið 20 konur sem hafa átt það sameiginlegt að vera all- ar án launaðrar atvinnu. Námsefhið var íjölbreytt, enska, íslenska, bókhald, umhverfisvernd, tjáning, sjálfsstyrking, markmiðsem- ing, sálffæði, myndlist, handpijón, matargerðarlist, tölvunotkun, auk fyrirlestra um ýmis málefni. Markmiðið með skólanum er að byggja upp sjálfstraust kvennanna eða auka þekkingu þeirra svo þær séu hæfari til að takast á við lífið með og án atvinnu. Menntasmiðjan var fjármögnuð af félagsmálaráðuneytinu, mennta- málaráðuneytinu og Akureyrarbæ. Menntamálaráðuneytið valdi Menntasmiðjuna til að vera ffamlag Islands til samnorræna verkefnisins Voks Nær, sem vinnur að því að finna nýjar leiðir í fullorðinsffæðslu. Þróunarverkefhið Menntasmiðjan hefur tekist mjög vel og er því ósk- andi að fjárveiting fáist til áffamhald- andi starfsemi. s Eg var staddur á Laugaveginum að kaupa jólagjafir og það eina sem ég hafði að leiðarljósi var að gjafimar ættu að kosta lítrið en líta út fyrir að vera dýrar. Það var nefnilega þannig að bæði var búið að loka símanum og vísa lánasjóðsafborguninni til löginn- heimm hjá Ammundi og Ástráði. Ekki nóg með það; fjölskyldan varð fyrir því óláni að neyðast til að kaupa þjónustu pípulagningarmanns, þannig að fjárráðin vora takmörkuð. Sem ég horfi í einn verslunar- gluggann flaðrar upp um mig gömul ff ænka mín sem ég hafði ekki séð í all nokkur ár og hafði svo gott sem gleymt. Mundi nú í einu vetfangi að hún væri ekkja verktaka sem aldrei skorti verkefhi fyrir herinn á Miðnes- heiði. Og mundi um leið að ég hefði alltaf ætlað mér að rækta þessa ffænku mína. Heimsækja hana og leyfa henni að kjassa bömin. Passa upp á affnælisdaginn og jólakortin. Það var erfitt að kreista ffam bros ffaman í þessa glötuðu fjárfestingu. ,JVIikið skelfing ertu ræfilslegur, frændi," veinaði ffænka. Eg varð strax gáttaður á léttleikanum í henni. Eg mundi helst efrir henni með skeifu um munninn á árum áður. Auk þess hafði hún verið grá og guggin í framan, en var nú kaffibrún. Eg taut- aði eitthvað sem átti að heita kveðja en hún tók strax af mér orðið. „Þú þarft að komast í sól. Eg var að koma úr mánaðardvöl í villunni minni í Orlando, mikið dýrðarveður er þama. Eg hefði auðvitað getað verið lengur, en gat ómögulega hugsað mér að missa af jólunum heima. Svo þurftí ég hvort sem er að skreppa heim til að ganga ffá hluta- bréfastússinu, þú veist hvemig það er. Eg fer bara aftur út eftír þrettánd- ann.“ Eg lét ekki koma ffam að ég vissi ekki um villuna í Orlando (hvað þá að ég hefði eitthvert vit á hlutabréfa- stússi) og bað hana afsökunar á því hve langt væri síðan ég hefði heim- sótt hana í Garðabæinn. „Blessaður vertu, ég bý ekki lengur í Garðabænum. Eg leigi út bæði ein- býlishúsið og íbúðina við Sóleyjar- göm. Spurðu ekld um leiguna, end- urskoðandinn setur eitthvað á blað,“ sagði hún og blikkaði mig. „Eg er sjálf komin í indælisíbúð við Efsta- leitrið og lifi eins og blómi í eggi með sprellfjöragum jafnöldram mínum. Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af mér góði minn. Eg hef leigumar og lífeyrisgreiðslumar og svo fæ ég á- gætis pening út úr þessum pappíram sem Siggi ffændi ávaxtar fyrir mig. Það er aldeilis munur en þegar pen- ingamir brannu upp á gömlu spari- sjóðsbókinni." Eg áttí erfitt með að halda uppi samræðum við hana ffænku mína. Eg saug upp í nefið og reyndi að rétta úr mér. Hún faðmaði mig að sér. „Nú verð ég að rjúka elskulegur ffændi minn, jeppinn er við stöðu- mæli. Áttu ekki annars ennþá blessuð bömin tvö? Auðvitað! Héma er fimm þúsund kall, blessaður kauptu eitthvað fallegt handa þeim. Eg hef alveg efni á þessu, hafðu ekki áhyggj- ur. Oðlingurinn hann Davíð var að afnema þennan andstyggilega ekkna- skatt, eins og maður hafi ekkert betra við peningana að gera. Vertu sæll og gleðileg jól, frændi.“ Eg horfði á fimm þúsund kallinn. Þama fékk ég óvænt hátt í tvöfalda þá launahækkun á mánuði sem reikna iná með því að samið verði um á næstunni. Einhvern veginn gat ég samt ekki glaðst.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.