Vikublaðið


Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 22. DESEMBER 1994 Eru úrslit þing- kosningaima 1 Bandaríkjunum áfall íyrii’ Clinton? Repúblíkanar hafa náð örugg- um meirihluta í báðum deild- um bandaríska þingsins og hugsa sér gott til glóðarinnar að taka til hendinni efrir þömtíu ár í minni- hluta. Fljótt á litið kemur þetta sér illa fyrir Clinton forseta, því hann hefur átt alveg nógu erfitt uppdráttar til þessa þótt flokkur hans hafi haft meirihluta í báðum þingdeildum. Clinton hefur aðeins gegnt embætti í tæp tvö ár og hefur frá upphafi átt í vandræðum með að koma sínum málum áfram í þinginu. Nú ætti honum þar af leiðandi að vera öllum lokið. En er það alveg víst? Firring og reiði Oánægja er sérlega útbreidd í Bandaríkjunum. Meira og minna all- ir hópar og einstaklingar eru firrtir á einhvem hátt og finnst þeir ekki ráða við líf sitt eða nánasta umhverfi. Eig- inlega eru engir fyllilega sáttir við það sem þeir hafa og eru. Lífsbarátt- an er líka hörð og alltaf einhverjir á næstu grösum sem æda að taka allt frá manni eða vilja troða manni um tær. Þessi tilfinning að ráða engu verður enn áleitnari fyrir þá sök að ein helstu gæðin sem bandarísk menning leggur áherslu á em einmitt að hafa stjóm á hlutunum: „ég krefst þess að ráða yfir eigin lífi og stjóma frekar öðrum eða ráðskast með þá en að láta þá ráða yfir mér.“ Þegar það tekst ekki nær reiði tökum á fólki og það vill refsa þeim sem það telur bera ábyrgð á ástandinu. Það skipti því engu máli hversu vel þing- menn demókrata höfðu unnið á síð- asta kjörtímabili; þeim var æði mörg- um steypt. Er bent á Thomas Foley í Washington-fylki, forseta fulltrúa- deildarinnar, sem gott dæmi, en hann hefúr verið Iengi á þingi og er almennt virtur sem dugmikill og heiðarlegur stjómmálamaður. Reiði kjósenda kom sérlega skýrt í Ijós í Kalifomíu, þar sem jafnframt var kosið um ný lög sem gera ráð fyrir því að neita megi ójöglegum inn- flytjendum ffá Mexíkó og Suður Ameríku um ýmsa þjónustu á vegum hins opinbera, svo sem menntun og heilsugæslu; en í það fara nú þrír milljarðar dala árlega. Mikill meiri- hluti Kaliforníubúa, það er að segja næstum allt hvítt fólk, var hlynntur þessari ráðstöfún, sem rejmdar er vitað að stenst ekki stjómarskrána, því reynt var í Texas árið 1975 að útiloka böm ólöglegra innflytjenda frá því að ganga í skóla. Hæstiréttur ákvað sjö ámm síðar að öll böm hefðu heimtingu á skólagöngu, sama hver réttarleg staða þeirra væri. Kannanir á kjörstað benda til þess að hvítir karlar hafi kosið repúblik- ana sem aldrei fyrr eða 63 af hundraði, á meðan rúmur helmingur kvenna kaus demókrata. Fáir hópar em líka jafn áhyggjufullir um eigin stöðu en hvítir karlar. Að eigin mati hafa þeir um nokkurt skeið ekki fengið að njóta sín sem skyldi, held- ur hafi þeir verið lítillækkaðir fyrir tilstilli alls kyns kvóta sem gera ráð fyrir að konur og minnihlutakarlar gangi fyrir um störf og stöðuhækk- anir. Þar að auki hafa laun stórra hópa þessara karla lækkað svo um munar. Aðrir helstu stuðningsmenn repúblikana vom kristnir hópar af ýmsum toga, sem ofbýður ffjálslyndi í opinberri umræðu. Þeir berjast fyr- ir því að styrkja hina eiginlegu kjamafjölskyldu til góðra verka gegn fæðingum óskilgetinna barna, skiln- uðum og kvenffelsi. Þessir hópar hafa líka andstyggð á eilífúm og endalausum sjónvarpsþáttum þar sem stöðugt er verið að tala við fólk sem er að skilja, konur sem hafa far- ið í fóstureyðingu eða karla sem vilja skipta um kyn, og þar ffam efrir göt- um. Nýtt blóð Annar samnefnari kosningaúrslit- anna er sterk þrá efrir raunvemleg- um breytingum á bandarísku samfé- lagi. I stað reyndra og virtra þing- manna vom gjarnan kosnir ffam- bjóðendur sem margir hverjir hafa enga reynslu af stjómmálum. Þeir vom miklu sprækari á fundum og kraftmeiri í ferðum sínum um kjör- dæmin, nokkuð sem almenningur kunni vel við, en fundir repúblikana vom víðast fjölsóttari og fjömgri en fundir demókrata. Fólk flest vildi nýtt blóð og ný andlit. Reiði var því engan veginn alls ráðandi, heldur virðist enn blakta vonarneisti í fólki um að einhverju verði breytt til batn- aðar. Það átti reyndar líka við í for- setakosningunum fyrir tveimur ámm, þar sem Clinton átri að vera maður breytinga og boðberi nýrra tíma. I raun er því sama aflið að verki og þegar hann var kosinn: gervöll bandaríska þjóðin vill breytingar þótt deilt sé um markmið og leiðir. Clinton fékk tvö ár til að spreyta sig áður en honum var refsað. Hinir nýju þingmenn og hinn ráðandi flokkur repúblikana geta ekki gert ráð fyrir að þeir hafi lengri tíma til stefúu. Þeir mega því hvergi hvika frá settum markmiðum. En hvað geta repúblíkanar þá gert fyrir sitt stuðingsfólk? Ef þeir em heppnir tekst þeim að standa við Ioforð um skattalækkanir og stuðning við kjamafjölskylduna. Engu er hins vegar hægt að breyta um dagskrá sjónvarpsins og laun er ekki hægt að hækka svo nokkm nemi. A hinn bóg- inn má spyrja hvað geti gerst ef vel- ferðarkerfið verður skorið niður það mikið að atvinnulaust fólk og ein- stæðar mæður fá hvorki í sig né á? Dregur úr afbrotum eða fjölgar þeim? Málið er ekki svo einfalt að frjáls viðskipti á öllum sviðum og hert löggæsla breyti öllu til batnaðar á skömmum tíma, ekki frekar en rík- isforsjá gerði það í Austur-Evrópu. Mannlegt samfélag er flóknara en svo. Nú þegar er tekin til starfa tíu manna nefnd repúblikana til að ann- ast valdaskiptin í byrjun næsta árs og er helmingur nefndarmanna nýr á þingi. Newt Gingrich, sem áður var forsprakki stjómarandstöðu á þingi en verður að öllum líkindum forseti Fulltrúadeildarinnar, segir að nefnd- in eigi að sjá til þess að þingdeildir starfi betur og verði ábyrgari en áður. Skipt verður um þingmenn í öllum nefndum og undimefndum og starfsmamiahaldi breytt vemlega (en á vegum nefnda Fulltrúadeildarinnar starfa 2222 manns, en 1354 á vegum nefnda Oldungadeildarinnar). Heil- miklar breytingar í helstu stefnumál- um hafa þegar verið boðaðar - og hljóma sumar reyndar eins og Reag- an sé kominn aftur. Utgjöld til hern- aðar og landvarna verða aukin, þótt repúblikanar reyndar viðurkenni að það verði ekki auðvelt ef þeir ætla að standa við loforð um minni fjárlaga- halla og enga skuldasöfnun. Niðurskurður á ffamlögum til vel- ferðarkerfisins er á döfinni og ein hugmyndin að svipta einstæðar mæður yngri en 26 ára öllum styrkj- um, fyrst þær vom svo vidausar að eignast böm. Um það bil níu milljón böm yrðu fyrir barðinu á þessu. Hófsamari repúblikanar vilja þó miða við 21 árs aldur og myndi rá- stöfunin þá aðeins bitna á sex milljón bömum. Einnig á að gera fyrirtækj- um auðveldara um vik, eins og það heitir, og leggja niður ýmisleg gjöld. Eins verður séð til þess að smærri fyrirtæki þurfi ekki að kaupa sjúkra- tryggingu fyrir starfsfólk sitt, en það ædaði Clinton að lögleiða með breytingum á heilsugæslu og sjúkra- tryggingum í landinu. Einnig á að skera niður aðstoð til þróunarríkja, en það hefur væntanlegur fonnaður utanríkismálanefndar, Jesse Helms, boðað í mörg ár. Loks er ekki búist við öðm en að dregið úr framlögum til umhverfisvemdar og skaðabótp- skylda fyrirtækja takmörkuð (og lík- legur áhrifamaður um heilsugæslu og umhverfisvemd er Thomas Bliley, sem hefur lengi barist gegn afskiptum hins opinbera af sígarettu- framleiðendum). Ekkert öruggt Vandi repúblikana er að spamaður sem næst með niðurskurði gerir ekki meira en að vega upp á móti því sem tapast við lækkun skatta. Þar hugsa þeir einkum um lækkun tekjuskatts (fyrir hjón, en ekki fólk í óvígðri sambúð), en jafnffamt lækkun eða afnám skatta af tekjum af peninga- viðskipmm og fjármagnsgróða. Hvort tveggja myndi einkum gagn- ast millistétt og yfirstétt samfélags- ins, þar sem dyggustu stuðnings- menn flokksins er að finna. Vitað mál og þaulreynt er að vandasamt verður að finna tekjustofna í staðinn og róðurinn þyngist enn þegar kem- ur að sjálfum fjárlagahallanum. Það hefur ekki verið rætt opinberlega í smáatriðum, enda kannski óleysan- legt mál. Forsprakkar í fjármála- heiminum, sem annars fögnuðu úr- slitum kosninganna ákaft, hafa bent á þetta og óttast að fjárlagahallinn eigi ekki eftir að minnka nokkum skap- aðan hlut á næstu áram, hvað þá að hann verði horfinn árið 2002 eins og bjartsýnir repúblikanar fullyrða. Það sem enn frekar á efrir að ráða úrslitum um árangur repúblikana til lengri tíma litið er það hvort þeim tekst að breyta það miklu í Was- hington að almenningur þori að fara að treysta þingmönnum og stjórn- völdum. Urslit síðustu kosninga gætu nefnilega orðið til þess að stjórnarhætrir í Washington breytt- ust úr linnulausri togstreitu í alvöra samvinnu flokkanna tveggja. Svipuð staða kom upp á tímabili í Frakklandi fyrir áratug þegar Mitterrand forseti og hægristjóm urðu að deila völdum. Það tókst nokkuð vel, að minnsta kosti í fyrstu. Ekld er að efa að breyt- ingar í átt til sátta og samlyndis í Washington myndu styrkja til muna stöðu stjórnmálamanna í vitund al- mennings, þá fyrst og fremst auðvit- að stöðu repúblikana ef þeir hafa framkvæði að slíkum breytingum. Allir helstu höfðingjar þeirra, svo sem Gingrich, Bill Archer og Bob Dole, segja að ekkert sé því til fyrir- stöðu að blása til samvinnu við demókrata og forsetann. Reyndar fer ekki hjá því að nokkurs hefndarhug- ar gæti í yfirlýsingum þeirra, enda kannski von eftir að repúblikönum hefur verið haldið frá mótun fram- varpa og stefnu í ótal nefndum í ára- tugi, en allt kemur þetta í ljós á næstu mánuðum. Og engu hægt að spá Báðar fylkingar segjast ætla að vinna saman, en taka ffarn að þær séu reiðubúnar að kljást hvor við aðra. Ekkert á að gefa eftir, en samt ekki hleypa öllu upp í loft. Þróunin velmr á styrkleikahlutföllum innan beggja flokka, því í báðum gætir þess nú að ákafinn er meiri en áður og öfgar gæm farið vaxandi. Hinir nýju þing- menn repúblíkana era upp til hópa í- haldsamari en þeir sem fyrir era, en demókratamir sem féllu era flestir afar hófsamir í skoðunum. Viðbrögð innan demókrataflokksins verða þá sennilega að róttækari menn ná betri hljómgranni, líkt og til að vega upp á móti þróun innan hins flokksins. Hætmrnar leynast því víða, sé miðað við að samstarf og vinarþel sé æskilegt einkenni stjómmála. Ekki er heldur gott að segja hvað hentar best. Takist gott samstarf eiga repúblíkanar á hætm að vera sakaðir um linkind, en verði harka á báða bóga eiga þeir á hætm að vera sakað- ir um að grafa undan stjómskipun landsins í þágu flokksins og eigin hagsmuna. Þeir verða því að fara var- lega í sakirnar. Demókratar hafa meira svigrúm og þá fyrst og fremst Clinton forseti. Hann hefur fengið þann dóm að vera ófær um að koma á þeim breytingum sem hann var kosinn til að koma í verk. Láti hann allt eftir hinum nýju valdhöfum er víst að hann má sín lítrils gegn þeim í kosningum eftir tvö ár. Streitist hann hart á móti og reyni um of að fara sínu fram gæti staða hans meira að segja orðið það veik að honum yrði steypt þegar í prófkjöri demókrata. Hvað gemr hann þá gert svo al- menningur sannfærist um að hann eigi skilið að ná endurkjöri eftir tvö ár? Hann kveðst enn vera sá nýi demókrati sem hann gaf sig út fyrir að vera fyrir tveimur árum. Hann hefur lofað að vinna með hinum nýju valdhöfum á þingi, en ædar ekki að leggja niður vopn og heitir því að blása til sóknar á næstunni. Þar á hann vafalítið við ýmis brögð í þing- inu og nefndum, þar sem demókrat- ar munu ætia að nýta sér ýmis lög og reglur sem repúblíkanar börðust fyr- ir og náðu í gegn þegar þeir höfðu forsetann (Reagan og Bush), en demókratar þingið, því gert er ráð fyrir talsverðum möguleikum þing- flokks í minnihluta og forseta til að spilla fyrir aðgerðum meirihluta þingsins. Takist honum að leika þann leik án þess að fá á sig það orð að vera skemmdarvargur og um leið sýna framkvæði og einlægan vilja til umbóta, þannig að augljóst þyki að repúblikönum sé um að kenna ef babb kemur í bátinn, gæti hann ver- ið í góðum málum og staða hans sterkari en nokkra sinni fyrr þegar kemur að kosningum um embætti hans að tveimur áram liðnum. Þá hafa þessar kosningar koinið sér vel, miðað við hinn möguleikann, að demókratar hefðu haldið sínum hlut og Clinton haldið áfram að ganga illa í starfi og ekki átt við neinn að sakast nema sjálfan sig. Már Jónsson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.