Vikublaðið


Vikublaðið - 24.11.1995, Síða 4

Vikublaðið - 24.11.1995, Síða 4
4 rrjaiinygfflan VIKUBLAÐIÐ 24. NÓVEMBER 1995 Nýsjálenska tilraunin David Thorp með Ögmvmdi Jónassyni formanni BSRB á málstofu bandalagsins fyrir viku. Frjálshyggjutilraunin á Nýja-Sjálandi hefiir leitt til þess að harðsvíraðir stjómendur sniðganga stéttarfélög í krafid nýrra laga um ráðningarsamninga og þannig er grafið undan verkalýðshreyfingunni. , Mynd Ol.Þ. David Thorp er firam- kvæmdastjóri PSA (Public Service Associatíon), sem er stéttarfélag opinberra starfs- manna í Nýja-Sjálandi, þ.e. þeirra sem starfa hjá ríld, sveitarfélögum, í heilbrigðisgeiranum og við orku- veitur. Hann fluttí sl. föstudag er- indi á málstofu BSRB um nýskip- an í ríkisrekstri í Nýja-Sjálandi, eins og hún blasir við opinberum starfsmönnum þar í landi. Róttækustu breytingamar í þeim efnum má rekja til fyrrum fjármála- ráðherra í ríkisstjóm íhaldsmanna, Ruth Richardsson, en hún varð svo umdeild af róttækri hægri stefhu sinni að íhaldsflokkurinn sá sig knú- inn til að losa sig við hana úr ráð- herraembætti eftir að flokkurinn hafði nær misst meirihluta sinn í kosningum 1993. Ruth þessi Ric- hardsson var á meðal þeirra fýrirles- ara sem Friðrik Sophusson fjánnála- ráðherra bauð upp á á hugmynda- stefhu um nýskipan í ríldsrekstri. Hér fer á eftir erindi David Thorps um nýsjálensku tilraunina (milhfyrir- sagnir em Vikublaðsins). Formælendur lofsyngja lík- an sitt Athygli umheimsins hefur beinst mjög að breytingunum í Nýja-Sjá- landi á undanfömum áramg. Við fengum góða gesti ffá stéttarfélagi ykkar fyrr á þessu ári sem vildu kynna sér í hverju þessar breytingar væm fólgnar. Mér er það ánægja að vera hér í dag til þess að kynna ykkur þær, einkum hvað varðar efnahagslífið og breytingar í opinbera geiranum, og hvaða þýðingu þetta allt hefur fyrir almenn samtök launþega. Breytingunum í Nýja-Sjálandi hef- ur verið lýst sem svo að markaðsöfl- unum hafi verið geftnn lausari taum- ur en í nokkm landi öðra. Formæl- endur Nýja-Sjálands-líkansins hafa gert víðreist í því skyni að lýsa því og lofsyngja það. Það sem á vantar er hins vegar raunhæft mat á breyting- unum og niðurstöðunum, þar sem ffam koma áþreifanlegar hagsbætur. Mikilvægur þáttur hvað snertir á- hrifamátt breytinganna hefur verið hvemig breytingunum hefur verið hrint í ffamkvæmd án pólitísks um- boðs og þess vegna án þess að al- menningur hafi fyllilega samþykkt þær. Breytingar án pólitísks um- boðs Umbætumar hófust 1984 eftir ó- vænt úrslit í þingkosningum sem skellt var á með htlum fyrirvara. Ur- slitin ollu kreppu á gjaldeyrismarkaði og var hún notuð til að réttlæta áætl- unina um breytingamar. Ríldsstjóm- in hafði ekkert umboð til að hrinda þessari áætlun í ffamkvæmd og má rekja endanlegan ósigur hennar til þeirrar almennu skoðimar að kjós- endur hefðu verið sviknir. Ríldsstjóm Ihaldsflokksins fékk einnig völdin á fölskum forsendum og hélt fast við á- ætlunina án þess að hafa til þess raun- verulegt umboð. Slík fyrirlitning á kjósendum og eðlilegum lýðræðislegum leikreglum var meginástæðan fyrir stuðningi al- mennings við umbætur á kosninga- löggjöfinni, sem gera það að verkum að á næsta ári verður nýtt þjóðþing kjörið í hlutfallskosningum. Vonast er til að þetta muni leiða til lýðræðis- legri stjórnarhátta þar sem stjóm- málaflokkarnir hafa óskorað umboð og em gerðir ábyrgari fyrir gerðum sínum. Þörf er á endumýjaðri stefhu- festu stjórnvalda í því skyni að öðlast á ný traust almennings og trá á þeim sem gegna opinberam embættum, hvort sem þeir hafa verið til þess kosnir eða skipaðir. Breytingamar hafa haft áhrif á alla þætti atvinnulífsins, en þær em eink- uni fólgnar í því að afhema höft og leitast við að fá sem mest út úr efna- hagshfinu með því að treysta á að ffjáls samkeppni fullnægi þörfum al- mennings. Og þær byggjast á því að hver maður njóti réttar síns án þess að byggt sé á hugmyndaffæði sam- takamáttarins. Eftirht á landamærum með fjármagnsflutningum og við- skiptum hefur verið fellt niður að mestu leyti, niðurgreiðslur til land- búnaðarins og annarrar atvinnustarf- semi hafa verið afnumdar, grundvall- arbreytingar hafa orðið í opinbera geiranum og hlutum hans breyÆt í fyrirtæki eða einkavæddir. Jafhvel heilbrigðisþjónustan hefur verið falin fyrirtækjum í því skyni að skapa sam- keppnismarkað og hyggjast talsmenn breytinganna taka til hendinni í menntakerfinu með sama hætti. Þróun helstu efnahags- þátta Ríldsstjómin hefur mælt fyrir þrennum lögum sem vera skulu und- irstöður efnahagsstefnu hennar: lög um Seðlabanka til að takmarka „ratmvemlega“ verðbólgu við 2%; lög um ábyrgð í fjármálum sem tak- marka afskipti stjómvalda af efna- hagsh'finu; og lög um ráðningar- samninga sem ætlað er að hefta möguleika vinnandi fólks til að stofna félög og gera almenna kjarasamn- inga. Lítum á vísbendingar um heil- brigði efnahagslífsins á tmdanfömum áratug: • hagvöxtur hefur aukist síðan 1991, en var þó minni á síðast- fiðnum áramg en þeim næsta á undan. Hagvöxtur í Nýja-Sjá- landi var minni en í flestum öðr- um iðnríkjum, • atvinnustig hefur vaxið vemlega síðan 1992, var aðeins örlítið hærra í árslok 1994 en um miðj- an 9. áratuginn, • rauntekjur vom lægri 1994 en á fyrrihluta 9. áratugarins, þ.e.a.s. hækkun lægsm tekna á liðnum áramg varð minni en verðhækk- un nauðsynjavara, • skuldastaðan jókst verulega á hðnum áratug; skuldir hins op- inbera og erlendar skuldir vora vemlega meiri við árslok 1994 en 1984, • raunvextir í árslok 1994 vom vemlega hærri en um miðjan 9. áramginn. Sjóðir notaðir til skatta- lækkana fyrir kosningar Þegar litið er til þessara þátta er skiljanlegt að margir Nýsjálendingar séu þeirrar skoðunar að þjóðfélags- breytingamar hafi fært þeim lítinn á- þreifanlega ávinning. I raun er líklegt að margir séu fjárhagslega verr settir en á fyrstu árum 9. áratugarins. Að venju hafa þó flestir þeir sem skrifa um efnahagsmál lýst sig bjartsýna um ffamtíðarhorfur Nýja-Sjálands á síð- ari helmingi 10. áramgarins. En þrátt fyrir þennan raunvera- leika, og sökum mikils en sveiflu- kennds hagvaxtar undanfarin tvö ár, hefur ríldsstjómin nú yfir að ráða gildum sjóðum sem hún hyggst dreifa í formi skattalækkana fyrir næstu kosningar. Þrátt fyrir tekjuaf- gang ríldssjóðs hefur ríkisstjómin lagt strangar hömlur á útgjöld og haldið flestiun sviðum opinberrar þjónusm í fjársvelti. Með lögum um opinbera þjónusm og lögum um op- inber fjármál hefur verið lagður grundvöllur að verulegum útboðum opinberrar þjónusm og annarri einkavæðingu hvers konar þjónusm. Þessum breytingum í opinbera geiranum var ætlað að skapa grund- völl undir virkari, hagkvæmari og ábyrgari stjómun og skipulagningu opinberrar þjónusm. Þess er vænst á 10. áramgnum að hinir nýju stjóm- endur opinberrar þjónusm stjómi, noti eigið ffumkvæði og beri meiri á- byrgð á ákvörðunum en fyrirrennar- ar þeirra. Þetta hefur valdið því að menn óttast að hið nýja vald til á- kvarðana hafi neikvæð áhrif á tiltrá og traust almennings á opinberri þjónusm. í hveriu er nýskipanin fólgin? Nýsldpan í stjómvm opinberrar þjónusm þekldst víðar en i Nýja-Sjá- landi, enda átti hún upptök sín í Norður-Ameríku og Bretlandi fyrir u.þ.b. hálfum öðmm áratug. Hug- takið „nýskipan í stjómun opinberr- ar þjónustu" merkir nú sambland ýmissa kenniseminga - val almenn- ings, umboð, ffamkvæmdakostnað o.s.ffv. Segja má að Nýsjálendingar hafi komist næst því að skilgreina meginþætti nýskipanar í stjómun op- inberrar þjónusm í kynningarriti sem fjármálaráðuneyti Nýja-Sjálands gaf út 1987. Fyrirhugað markmið breyting- anna í Nýja-Sjálandi er að gera stjórn ríkisins skilvirkari. Hins vegar hefur verið lögð megináhersla á einn þátt- inn - opinbera stjómun - og hún felld undir lögmál viðsldptalífsins með því að leita samlíldnga í einka- geiranum. Gefa þarf meiri gaum að pólitískum timbótum (umræðan í Bretlandi um umbætur í stjórnar- skrármálum, málefni sem snerta lýð- veldi og sambandsstjóm í Ástralíu og aðsldlnaðarstefna í Kanada ber e.t.v. vott um verulegan kvíða vegna ffammistöðu stjómvalda og hvemig þau starfa). I Nýja-Sjálandi em menn gjaman mjög á öndverðum meiði um hlutverk stjómvalda. Breytingarnar í Nýja-Sjá- landi Breytingar í Nýja-Sjálandi hafa verið fólgnar í: • breytingum í uppbyggingu og skipulagi í því skyni að aðskilja fjármögnun og veitingu þjón- ustu, skilja stefnumörkun ffá ffamkvæmdum og stofna opin- ber verslunarfyrirtæld sem rekin em á viðskiptagrundvelli, • endurbótum á tækjum og tækni í stjómun opinberrar þjónustu, endurbótum í stjómun og upp- lýsingakerfum á sviði fjármála, og aukinni sérþekkingu, • innflutningi nútímakenninga á sviði stjómtmar og ffam- kvæmda, • auldnni beitingu útboða, • nýjum vinnubrögðum varðandi samsldpti aðila virmumarkaðar- ins og mannauðskerfi, • víðtækum uppsögnum og fram- sældnni stefhumörkun í manna- ráðningum, og • endurskipun stjómarstofhana og opinberra stofnana. Ahrif breytinganna í opinbera geiranum í Nýja-Sjálandi hafa verið byltingarkennd. Á tíu ára tímabili hefur menningarumhverfi opinberr- ar þjónustu tekið vemlegum breyt- ingum. I hugum og yfirlýsingum for- mælenda breytinganna fékk hugtaldð „menningammhverfi opinberrar þjónustu“ merkinguna óhagkvæmni, forréttindi, aðgerðir til að hrága starfsmönnum á ríkisjötuna og sóun. Fundið var upp eða flutt inn nýtt tungumál, tungumál nýskipunar í Atlagan að stéttarfélögunum Eftir að Thorp hafði flutt erindi sitt á málstofu BSRB var opnað fyr- ir fyrirspumir og leysti hann úr þeim mörgum. Fundarmönnum lék mest forvitni á að vita um þessa svokölluðu ráðningarsamninga og nánar um áhrif kerfisbreytinganna á stöðu stéttafélaga. Thorp sagði meðal annars að skylduaðild að stéttarfélögum hefði verið afhumin og að ráðningarsamningar sem ein- staklingar gera við vinnuveitendur hafi sömu vikt og almennir kjara- samningar. Hvað opinbera geirann varðar hefðu stofhanir og fyrirtæki orðið mun sjálfstæðari en áður og ábyrgari um fjármál sín, meðal ann- ars um ráðningar og kjör. Á sama tíma hefði opinbemm aðilum verið sett þröng rammafjárlög með flöt- um niðurskurði. Þetta hefði meðal annars leitt til þess að launahækkan- ir hefðu orðið mun lægri meðal op- inberra starfsmanna en í einkageir- anum. Á hinn bóginn hefði afnám skylduaðildar bitnað mun harðar á stéttarfélögum hins almenna vinnu- markaðar, þar sem félagsmönnum hefði fækkað vemlega. Þá kom ffam hjá Thorp að ýmis- légt í þjóðfélaginu væri að þróast ffá grundvallarstefhunni um félagsleg- an jöfhuð, meðal annars í heilbrigð- is- og menntamálum. Kaupmáttur launa færi lækkandi og launamunur kynja yxi. Atvinnurekendur sækist nú effir meiri sveigjanleika í vinnu- tíma með breytingum á yfirvinnuá- lagi og vaktavinnugreiðslum, sem í sinni einföldustu mynd myndi þýða að dagvinna færi úr 37 til 38 stund- um á viku í 40.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.