Vikublaðið


Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 8. DESEMBER 1995 BLAÐ SEM V I T ER í Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Páll Vilhjálmsson Fréttastjóri: Friðrik Pór Guðmundsson Púsundþjalasmiður: Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: 551 7500 - Fax: 551 7599 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: 551 7500 - Fax: 551 7599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðjan hf. I------------------------------------------------ Til vamar Davíð Oddssyni Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í frægri ræðu 17. júní í sumar að innganga Islands í Evrópusambandið rnyndi leiða til afsals fullveldis og væri óásættanleg fyrir ís- | lendinga. í lok nóvember ítrekaði forsætisráðherra af- stöðu sína á málþingi Sjálístæðisflokksins og fór yfir helstu rökin sem mæla gegn aðild íslands að Evrópusamband- inu. Sannfærðir Evrópusambandssinnar hafa brugðist ó- kvæða við og ýmist saka forsætisráðherra um að vilja ekki umræðu um aðild eða um „geðvonskulega afstöðu“ til Evrópumála. í afstöðu sinni til Evrópusambandsins tiiikar forsætis- ráðherra íslenska hagsmuni og hefur haldið þannig á mál- um að foll ástæða er að til að þakka honum fyrir skelegga frammistöðu. í fyrirsjáanlegri framtíð á ísland ekki heima í Evrópusambandinu. Saga okkar og menning markast af þeirri sérstöðu að við erum eyþjóð á miðju Atlantshafi, milli tveggja meginlandsálfa. hinganga í Evrópusamband- ið er okkur álíka nærtækt og að sækja um aðild að Banda- ríkjum Norður-Ameríku. I Evrópusambandið er söguleg tilraun meginlandsþjóð- | anna til að skapa frið og jafavægi í Evrópu. Oxullinn í Evr- ópusambandinu er Frakkland-Þýskaland en þessar þjóðir hafa marga hildi háð og frá dögum frönsku byltingarhm- ar reglulega farið með ófriði hvor gegn hinni. Tifraun stórþjóðanna felst í samkomulagi um að sameiginlegar stofhanir taki æ fleiri ákvarðanir um málefni sem hingað til hafa verið á valdi hvors ríkis um sig. Utanum þessa til- raun var stofhað til félagsskaparins sem heitir Evrópusam- bandið núna. Nágrannaþjóðir Frakka og Þjóðverja hafa tekið þátt í samstarfrnu enda vita þær af langri reynslu hvað til síns friðar heyrir. íslenskir vinstrimenp sem renna hýru auga til Brussel ættu að rifja upp feril þeirra manna og kvenna sem fyrr á öldinni sóttu pófitíska sannfæringu lengra austur. Sameinmgarumræðan Samstarfvinstri flokkanna er ekki raunhæft nema það sé reist á traustum grunni og vilja almennra stuðningsmanna flokkanna. Afar mikilvægt er að umræðan einskorðist ekki við forystumenn flokkanna heldur að sem flestir flokks- menn og áhugamenn um vinstristjómmál taki virkan þátt. A vettvangi Alþýðubandalagsins er þegar haftn umræða um framtíð vinstrihreyfrngar. Ný stjóm flokksins hefar hvatt flokksfélögin til að setja málefhið á dagskrá og ræða um hvemig þau geta stuðlað að samstarfi og pólitískri samstöðu hvert á sínum stað og í sínu félagslega umhverfi. I samræmi við samþykktir á landsfhndi flokksins er haf- j in undirbúningur að skipan starfshópa sem munu með i öðm fjalla um sameiningu vinstriflokkarma. Sameining ; verður langt férli þar sem mun reyna á ratmverulegan vilja vinstrimaima til að starfa saman í einum flokki. Onmundarlínan Engin stórtíðindi gerðust á fundi ABR um sameiningu vinstriflokkanna á Hótel Sögu á mánudagskvöld. Ekki var þess heldur að vænta. Spjalltónninn í þátttakendunum í umræðunum benti ekki til að þeim lægi mikið á. Einum málshefjenda var nokkuð niðri fyrir en hann var líka á öðru róli en hinir. Ogmundur Jónasson þingmaður Al- þýðubandalagsins og óháðra og for- maður BSRB vill fara afar hægt í sam- einingárumræðuna og helst er á honurn að skilja að sameining ætti ekki að vera á dagskrá. Fáir vinstrimenn treysta sér til að vera opinberlega á móti hugmynd- inni um sameiningu - þótt sumir þeirra vilji í hjarta sínu ekki leggja gömlu flokkana niður. Röksemd Ögmundar er á þá leið að fyrsta skylda stjómmálaflokka sé að hafa sannfæringu og á þeim grundvelli, en ekki öðrum, eigi flokkur að móta stefhu og áherslumál. Á fundi ABR hrósaði hann Alþýðuflokknum fyrir að vera um margt heilsteyptur flokkur með skýr stefhumið og skarpa ímynd. - Eg er bara ekki sammála ykkur, sagði hann og klappaði öxlina á Jóni Bafdvini Hannibalssyni. Ögmundur varði tilvist Kvennalist- ans og kallaði það tilburði til skoðana- kúgunar þegar vinstrimenn hallmælm tilveru kvennaflokks. Séu nógu margir um tiltekna stjómmálaskoðun er um að gera að halda úti flokki, sagði Ögmund- ur, og þar endurtqk hann svotil óbreytt orðin frá tólfta landsfundi Alþýðu- bandalagins í haust: Við þurfum fleiri flokka en ekki færri. Samkvæmt orðum þingmanns óháðra er valdapólitík öndverður meið- ur sannfæringarstjóramála. Valdapóli- tík, hugtak sein áður hefur komið við sögu í Tilsjá - þó ekki í sama samhengi - vill þröngva stjómmálum í einn farveg og lemur á þeim sem ekki rekast í hjörðinni. Valdapólitík sameiningar- sinna á sér rætur í þeirri forsendu að vinstrimenn verði að renna saman í einn flokk til að geta keppt við Sjálf- stæðisflokkinn um lyklavöld að stjóm- arráðinu. „Ef sundrung verður áfram svipmót vinstri hreyfingar á Islandi og það ástand staðfest með tilvist margra smárra þingflokka verður auðvelt fyrir Sjálfstæðisflokkinn í samvinnu við Framsóknarflokldnn að drottna hér um langan tíma,“ segir í texta sem var til umræðu á sama landsfundi og Ög- mundur bað um fleiri flokka. Ögmundur skilgreinir kratana sem hægriflokk og stórefast um að Jóni Baldvini og félögum sé viðbjargandi. Á fundi ÁBR lagði hann dæmið upp þannig að tvær meginhugmyndir að- greindu stjómmál í hægri og vinstri. - Vinstriflokkar stefna að jöfnuði en hægriflokkar að markaðslausnum, sagði hann og bætti við í framhaldi að nafn- gift flokka segði ekki alla söguna. - Nýsjálenski Verkamannaflokkur- inn innleiddi á síðasta áratug kerfis- breytingar í anda frjálshyggjunnar. Álþýðuflokkurinn valdi hægristjóm 1991 þegar hann gat valið að ffamlengja líf ríldsstjómar Steingríms Hermanns- sonar. Álþýðuflokkurinn innleiddi í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn sér- staka skattheimtu í heilbrigðis- og Pólitízkan Niburfærsla AB Þann 18. desember veröur haldinn aðal- fundur Almenna bókafé- lagsins vegna ársins 1994 og með- al fundarefna er niðurfærsla hlutafjár. Þetta fornfræga bókafólag má svo sanriarlega muna fífil sinn fegurri. Rékst- urinn komst í verulegar ógöngur á sínum tíma þótt þungaviktarmenn eins og Björn Bjarnason núverandi menntamálaráðherra sæti í stjórn og Davíð Oddsson þóverandi borgarstjóri beitti útsvarsfé borgarbúa í reddingunum. Ekki tók betra við þegar Friðrik Fríðriksson kosninga- stjóri og ráðgjafi Davfðs tók félagið upp á sína arma óg nú er bók eftir Hann- menntakerfinu sem heitir á kansellímáli sértekjur og em til umræðu á blaðsíðu fimm í Vikublaðinu í dag. Hugsjónapólitíkin sem Ögmundur er hlynntur á sér erlenda hliðstæður. 1 samtökum þýskra Græningja var lengi togstreita núlli „fundis“ sem vildu ekld fyrir nokkum mun víkja af vegi sann- færingarinnar og „relos" en þeir að- hylltust málamiðlamr sem fólu í sér stjómarþátttöku og þar með afslátt af prinsippum. Undir forystu Joschka Fischer hafá „relos" náð yfirhöndinni og Græningjar í Þýskalandi gera sig lík- lega til að opna á samvinnu hvorttveggja til hægri og vinstri. Ögmundarh'nan getur auðveldlega leitt til einangmnarstefnu, sé henni fylgt út í æsar. Hún getur líka legið í aðra og óvæntari átt, sé afstaðan til Al- þýðuflokksins höfð í huga, og fært úr stað viðurkennda pólitíska viðmiðun- arpúnkta. Mörður Amason varaþing- maður Þjóðvaka spurði Ögmund á fundi ABR um það hvort hann heldur vildi vinna með Sjálfstæðisflokknum en Alþýðuflokkunum. Nei, ekki var þing- maðurinn á því. Kratamir væm skárri Atburðarás af þessu tagi vœri endurtekn- ing áþekktu sagna- minni í íslenskri stjómmálasögw Stjómmálajlokkar sem ánetjast erlendri hugmyndafrœði tapa tiltrú og trausti en íhaldið og átti Ögmundur við ríkis- stjómarsamstarf. Undirritaður skildi spumingu Marðar á annan veg: Er nær- tækara fyrir Alþýðubandalagið að starfa með Sjálfstæðisflokknum, almennt séð, heldur en Alþýðuflokkunum? Fjarstæða. Alþýðubandalag og Sjálf- stæðisflokkur hafa alla lýðveldissöguna verið pólamir í íslenskri pólitík. En er líklegt að svo verði um alla framtíð, má spyrja á móti? Langstærsta pólitíska deilumál á ís- landi síðustu hálfa öldina er afstaðan til herstöðvarinnar á Miðnesheiði og að- ildarinnar að NATO. Alþýðubandalag- ið og forverar þess vom einangraðir í andstöðunni við herstöðina og hemað- arbandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn einarðasti talsmaður hvomtveggja. Framsóknarflokkurinn Ijáði máls á her- lausu landi á tímabili og ungliðar í Al- þýðuflokknum ályktuðu smndum í sömu átt. Herinn er ekki lengur á dag- skrá íslenskra stjómmála. Annað meginstef stjómmálasögunn- ar á þessari öld er stéttapólitík. Aftur vom Alþýðubandalag og forverar þess annar póllinn og Sjálfstæðisflokkurinn hinn. Úm langa hríð var það teldð sem gefið að stjómmál snemst um hags- muni stéttanna og flókinn veruleiki var smættaður niður í verkalýðsstétt og auðvaldsstétt. Tungutakið var sósíah'skt og er horfið úr stjómmálaumræðunni en andstæðumar hafa tilhneigingu til að lifa sjálfetæðu h'fi. Um síðir sést skógur- inn fyrir trjánum. es Hólmstein Gissurar- son nánast eina útgáfa félagsins. Fjöldi aðila hefur krafist gjaldþrotaskipta á AB, Friðrik persónulega og fleiri hluta- félögum FriðriKS. en sífellt dregst að úr- skurða i þessum málum og skýringar vandfundnar. Meðal langþreyttra kröfu- hafa eru Nýherji, Hugver, Sýslumaðurinn í Kópa- vogi og Herdís Þorgeirs- dóttir. Alþýöublabi?) fækkar útgáfudögum Alþýðublaðið kemur þessa dag- ana út aðeins þrisvarsinnum í viku og er þá náttúrulega á mörkum þess að geta talist dagblað. Hrafn Jökuls- son ritstjóri blaðsins hefur nú í desem- ber sent frá sér 24 síðna blöð á fimmtu- Útflutningsleið Alþýðubandalagsins, sem síðasta kosningabarátta flokksins var byggð á, er vel samrýmanleg pólitík Sjálfetæðisflokksins. 1 kosningabarátt- unni skynjaði Þjóðvald eitthvað dirrindí í loftínu og nuddaði Alþýðubandalag- inu upp úr þrí að vilja ekla fyrirfram úti- loka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hvorki útflumingsleióin né annað í stefnu Alþýðubandalagins er ósamrým- anlegt póhtík annarra flokka og er það stóra breytingin frá kaldastríðsárunum. Um leið og Alþýðubandalagið verður bemr húsum hæft eru kratar að gera sig tæplega selskapshæfa. Alþýðuflokkur- inn hefur einangrað sig ffá öðrum stjómmálaflokkum með þeirri stefnu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur með mörgum kytrum. Skemmtilegusrn skilgreininguna á flokknum heyrði ég snemma á síðasta áratug í Háskólanum. Friðrik Sophusson, Ólafúr Ragnar Grímsson og Vilmundur heitinn Gylfa- son ræddu pólitík við stúdenta og eðli flokkanna bar á góma. Friðrik sagði að Sjálfetæðisflokkurinn væri „bara fólk.“ Ein hefð í Sjálfetæðisflokknum leggur rækt við varðveislu stofnana samfélags- ins á líkan hátt og íhaldsflokkar megin- lands Evrópu. Fjölskyldan var lengi sér- stakt áhugamál sjálfetæðismanna en vægi menningarinnar, tungunnar og fullveldisms upp á síðkastið hefur auldst jafnt og þétt. Menningin, tungan og sjálfetæðið eru Alþýðubandalaginu sér- lega hugleikin og hafa alltaf verið. Inn- an vébanda flokksins voru stónneistarar úr röðum rithöfunda og hstamanna og fyrirferðin á þeim olh á tíðum togstreitu við verkalýðssinna sem töldu flokldnn ekki sinna kjarabaráttu nógu vel. Varð- veislusjónarmið, t.a.m. á sviði náttúru- vemdar, hafa einnig átt upp á pallborð- ið hjá Alþýðubandalaginu. Nægir þar að nefna Hjörleif Guttormsson. Fari svo sem horfir, að umræðan um afstöðu til Evrópusambandsins verði veigamikill þátrnr í íslenskum stjóm- málum, er einboðið að styttra verður á milh Alþýðubandalags og Sjálfetæðis- flokks en Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks. Sé samstarf alþýðubandalags- manna og sjálfstæðismanna í verkalýðs- hreyfingumú tekið með í reikningiim verður enn líklegra að forysta Sjálfetæð- isflokksins h'ti til Alþýðubandalagsins sem valkost við Framsóknarflokldnn. I ríkisstjóm án Sjálfetæðisflokksins yrðu Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur burðarásar. Alþýðuflokkurinn yrði vart talinn stofuhæfur í stjómarráðinu. Atburðarás af þessu tagi væri endur- tekning á þekkm sagnanúnni í íslenskri stjómmálasögu: Stjómmálaflokkar sem ánetjast erlendri hugmyndafræði tapa tiltrú og trausti. Páll VUhjálmsson Eitt sinn saman... I síðustu viku var regluleg útgáfa Vikublaðsins felld inn í sameiginlega útgáfu Alþýðublaðsins, Þjóðvakablaðs- ins og Pilsaþyts, málgagns Kvennahst- ans. Hugmyndin að sameiginlegu út- gáfunni átti sér stuttan aðdraganda og ekld reyndist unnt að tilkynna lesend- um Viíaiblaðsins urn hana með fyrir- vara. Ekki em uppi áform mn að endur- taka leikinn. pv dögum og ákvað að álagið væri of mikið á fámenna ritstjórnina. Til að létta á ör- þreyttri ritstjórninni var um leið ákveðið að sleppa því að 'gefa blaðið út á föstu- dögum og á sú ákvöröun aðeins að gilda fram að jólum. Eftir sem áður mun þetta vera í fyrsta sinn í 76 ár sem ekk- ert Alþýðublað kemur út á föstudögum. En félagar okkar á Alþýðublaðinu eru kokhraustir þótt við bætist aö Siða- nefnd BÍ hafi úrskurðað að blaðið hafi gerst sekt um alvarlegt brot á siða- reglum blaðamanna í umfjöllun um Guðna Ágústsson þingmann Framsóknarflokksins. Ekki munum við á Vikublaðinu til þess að Alþýðublaðið hafi áður komið fyrir siðanefndina. Ftrafn krefst þess að Guðni fylgi úrskurðinum eftir og höfði meiðyrðamál.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.