Vikublaðið


Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 8. DESEMBER 1995 Verðandi 9 Góður fundur á Fóget anum Lækkun aldurs til áfengiskaupa var um- ræðuefnið á fyrsta almenna fundi Dríf- andi, félags ungs Alþýðubandalagsfólks í Reykjavík, sem haldinn var í við- eigandi andrúmsloftí Fógetans síðasta dag nóvembermánaðar. Með framsögu fóru Katrín Júlíusdóttir, stjómarmaður í Verðandi og Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins. Rúmlega 20 manns mættu á fundinn og vom umræður líflegar. Katrín Júl- íusdóttir mælti eindregið með lækkun aldurstakmarks til áfengiskaupa. Sagði Katrín 20 ára aldurstakmarkið í hrópandi mótsögn við alla aðra löggjöf er varðar rétt- indi 18 ára einstaklinga. Bryndís Hlöðversdóttir taldi ákveðins misskilnings gæta meðal þeirra sem gagnrýnt hefðu þingflokkinn fyrir afstöðu sína í málinu. Eðli málsins hefði verið slíkt að ákveðið var að þingflokk- urinn tæki ekki sameiginlega afstöðu gagnvart írum- varpinu heldur væri það hvers þingmanns fyrir sig að gera það. Hún kvað sína skoðun vera þá að lækka bæri aldur tíl áfengiskaupa en vildi skoða löggjöf varðandi sjálfræði í samhengi við þá breytingu. Þegar þær stöllur höfðu loldð máh sínu tók við létt spjall fram eftír kvöldi um þessi mál og önnur. Látið var vel af bjómum á Fógetanum og þessir ólánsömu yngri en 20 hrósuðu appelsínusafanum óspart. Sérstakt gleðiefni var góð mæting nýrra félaga. Það sannar mikilvægi þess að byggja upp á nýtt ungliða- Bryndís, Erla og Henný hreyfingu flokksins í Reykjavík. Olafur Þórðarson kom skemmtu sér vel í og smellti af nokkrum myndum sem við látum fylgja fjörinu á Fógetanum. með. Glaðir gaurar á góðri stund: Jón Yngvi og Stefán. Segiði SIS þótt það sé fallið: Katrín og Sigrún Við horfum bara á bjórinn en drekkum límonaði: Margrét, ísól og Harpa. ÁBENDINGIN Abendinguna að þessu sinni fær Anii Johnsen: ,yAmt! Miðaldra kennslu- konur, örfáar ömm- ur ogpabbi hans Emils í Kattholti rífa í eyrun. Hvað varð utn „heilsua aðsjó- mannasið?“ I Vestmannaeyjum hefði það orðið tdl- efni mannorðs- missis fyrir ein- hverjum árum síð- an ef sjómaður eða önnur afurð veiði- mannasamfélagsins hefði orðið uppvís að jafn lúalegu fantabragði og að rífa í eyrun á fólki. Það hefði jafn- ffamt leitt til félagslegrar útskúfunar ef sami maður hefði síðan sparkað í gumpinn á öðrum. Ja, svei! Heim- ur versnandi fer. SPÁDÓMURINN Árið er 1996. Össur Skarpéðinsson leggur ffam ffumvarp til laga sem kveður á um sérstaka efl- ingu sjálfsvamaríþrótta í landinu. I greinargerð með ffumvarpinu segir Össur það sjálfgefha staðreynd að ofbeldi færist í vöxt og að í ljósi síðari tíma þróunnar sé ljóst að ofbeldið í mið- bænmn sé að breiða úr sér og að þess verði vart á hinum ólíklegustu stöðum. Við þessu verði að bregðast. KOMMENTIÐ „Formann ABK tilforseta!!“ - Garðar Vilhjálmsson formaður Alþýðubanda- lagsins í Kópavogi „Samvinna - samfylking - sam- einining" var þema fundar sem ABR stóð fyrir á mánudaginn. Ef ég hefði verið nýkominn til lands- ins eftir áralanga dvöl erlendis, ef ég væri samfylkingarsinni, ef ég hefði verið þátttakandi í pólitík áður en ég fór utan og ef fundur- inn á mánudaginn hefði verið fyrsti pólitíski fundurinn sem ég færi á eftir heimkomuna, þá hefði ég orðið fyrir miklum vonbrigð- um á mánudaginn. Mér hefði virst sem draumurinn um sameiningu jafnaðarmanna hefði aldrei verið fjær því að rætast. Að draumurinn væri ff áleitur. En af því að ég er samfylkingar- sinni, af því ég er þátttakandi í pólitík og af því ég hef verið bú- settur á landinu alla mína hunds- og kattartíð, þá vissi ég svo sem á hverju var von. Þama yrðu sem sé fulltrúar stjórnarandstöðuflokk- anna ásamt þeim Benedikt og Ög- mundi. Ég vissi að innlegg Benna og Ömma yrði ffóðlegt, jafhvel skemmtilegt en ekld afgerandi. Þá var vitað að Margrét og Jóhanna myndu vera jákvæðar gagnvart rá formanni sameiningu, að Kristín Ástgeirs myndi vera á móti og að Jón Bald- vin myndi flækja þetta allt saman. Það er nefhilega svo að það er hægt að fá ffam hvað það and- rúmsloft á svona fundi sem menn vilja Og það fór ekld á milli mála í ávarpi Gests Ásólfssonar, for- manns ABR, hvers lags fund stjóm ABR vildi fá. Ekld áherslu á það sem sameinar okkur. Áherslu á það sem sundrar. Ég gagnrýni ABR ekld fyrir þetta. Hins vegar gagnrýni ég Jón Baldvin og Krist- ínu Ástgeirs. Það er ástæða til þess að harma ffamkomu þeirra á þess- um fundi. Það er sorglegt að horfa upp á manneskjur sem em svo gegnsýrðar af pólitískum átökum fyrri ára, að það þurfi ekki annað en panel og nokkra áheyrendur til þess að þau séu komin í skotgraf- irnar. Eg tek ofan fyrir Margrétd Frí- mannsdóttur sem sýndi meiri vilja til samvinnu og samfylkingar en ég hafði átt von á. Ég tek ofan fyr- ir Jóhönnu Sigurðardóttur. Þeir sem hafha sameiningu gera það oft út ffá þeirri forsendu að það sé einfaldlega of mikill á- herslumunur á flokkunum í hinum ýmsu málum. Þetta er rétt. Og þegar menn þræta og þrátta um hvort eigi að finna fyrst samnefn- ara flokkanna eða livort eigi að sameina fyrst og vinna svo málefn- in, þá em menn á villigötum. Sam- eining er ekki eitthvað sem hægt er að afgreiða á nokkrum mánuð- um, þetta er áralangt ferli. Upp- hafið er samvinna. Með samvinnu á ég við samstarf þingflokkanna þar sem stjómar- andstaðan leitaðist til við að vera samstíga í áherslum og málfhitn- ingi. Samvinnan gæti jafhframt falið í sér sameiginlegar málstofur flokkanna um stefnumótun. Sam- starf ungliðahreyfinganna þyrfti að vera aðskilið, það myndi skila mestum árangri. Ög ef allt annað bregst þá myndi það samstarf sldla sér á einum til tveimur áratugum. Ef samvinnan gengur upp þá er næsta skref óumflýjanlega sam- fylking í fonni kosningabandalags, þar sem flokkamir skuldbyndu sig til samstarfs eftir kosningar. Gangi samfylkingin, þá er næsta skref sameining. Svona sé ég þetta fyrir mér. Sem ferli sem spannar ár, jafnvel áratugi. Sameiningarstig- inu væri hægt að ná eftir 4-8 ár. Það gæti líka dregist í 12-18 ár. Það gæti aldrei náðst. Ungt fólk hefur verið meira á línu sameiningar en þeir sem eldri em. Við komum til með að taka við. Og við erum að senda sldla- boð tdl forystumanna flokkanna; við viljum taka við einum flokki; í A-flokki, flokk jafiiréttis og rétt- lætis, flokk sem gemr og þorir ... þegar hans tími kemur. Allt sein við viljum er að þið takið fyrsta skrefið. Róbert Marshall 1

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.