Vikublaðið


Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 11
VTKUBLAÐIÐ 8. DESEMBER 1995 11 ALÞJÓÐASAMBAND LÝÐRÆÐ- ISSINNAÐRA KVENNA, FIMMTÍU ÁRA AFMÆLI Er raunhæft að stjórnarand- stöðuflokkarnir vinni saman? (Spurt á sameiningarfundi ABR á Hótel Sögu.) Sigríður Richards Hálf öld er nú liðin síðan konur sem verið höfðu fangar í fangabúðum þýskra nazista komu saman í París og stofnuða Alþjóðasamtök lýðræðis- sinnaðra kvenna. Heiti samtakanna á ensku er: Women's Intemational Democratic Federation. Hugmyndin að stofnun kvenna- samtaka til baráttu fýrir firiði og mannhelgi hafði búið um sig í huga og hjarta þeirra kvenna sem kornust lífs af úr pyntingaklefum fangabúð- aiuia og þær hófu undirbúning að stofnþingi þegar síðari heimsstyrj- öldinni laukvorið 1945. Á þessum tíma var hungrið og evðileggingin í E\TÓpu svo yfirþyrm- andi að það var á fárra samtaka færi að gangast íýrir fjöltnennu þinghaldi. Þetta tókust nýstofnuð kvennasam- tök í Frakklandi á hendur. Undir- búningur dróst frarn á vetur og boð- að var til stofnþings 26. nóv. 1945 í Parísarborg. Þar með var ekki öllum þrengingum loldð, því allt sam- göngukerfi Evrópu var í rústum. Flug var ekki orðið að samgöngukerfi fyrir almenning og var ógnar dýrt á þessum rima. Jámbrautakerfi álfunn- ar var allt sundur slitið og helstu aðal- brautastöðvar víða í rústum. Þrátt fýrir þetta lögðu konur af stað úr öll- um áttum áleiðis til Parísar. Fyrir fimm ámm ræddi ég við búlgarska konu sem sótti þingið í París, ásamt tveim öðmm forystu- konum. Þær vom ekki mjög vel á sig komnar, en þá tmgar að ámm og lögðu af stað frá Sofiu 20. nóvember með lítið nesti og örfáa ffanska franka í farareyri. Næstu dagana ferðuðust þær í farþega- eða farang- urslestum til og ffá um Þýskaland, Niðurlönd og suður á Italíu, áður en þeim tókst að komast til Parísar. Enginn matur var fáanlegur í lestun- um og oft ekki heldur neitt vatn. Enga peninga höfðu þær til að kaupa iýTÍr á brautarstöðvum. Þær vom því nær dauða en lífi þegar þær komu loks til Parísar 27. nóvember. Fleiri konum varð förin til Parísar harðsótt. Héðan af Islandi fór ein kona, það var Laufey Valdimarsdótt- ir, sem þá var formaður Kvenrétt- indafélags íslands. Laufey átti hlut- deild að stofnun Alþjóðasambands iýðræðissinnaðra kvenna, sem stofn- að vom formlega 1. desember 1945. Það hefði skipt sköpum fýrir íslenska ífiðarhrej’fingu og fýrir Kvenrétt- indafélagið, ef Laufeyju hefði auðn- „ ast að bera kyndil ffiðarhreyfingar- innar heim til Islands. En, Laufey lést í París og í dag minnumst við fimm- tugustu ártíðar hennar. Frá upphafi hefur Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvertna átt gagn- merkar forystukonur. Fyrsti fofseti samtaka var ffanska vísindakonan Eugenie Cotton og var hún helstd höfiindur að stefnuyfirlýsingu sam- takanna, en þar segir í lauslegri þýð- ingu. „I umboði 81 milljónar kvenna sverjum við þess dýran eið að verja efnahagslegan, stjómmálalegan, lagalegan og þjóðfélagslegan rétt kvenna. Við berjumst ffrír því að skapa skilvrði fýrir heilbrigði og heillavænlegum þroska barna okkar og komandi kynslóða og munum berjast óþreytandi baráttu gegn fas- isma, nasisma og kyTiþáttafordómum til þess að skapa veröld þar sent lýð- ræði og varanlegur ffiður verði að venileika." Friðarsamtökin nutu forystu Eu- geniu Cotton frá 1945 til 1967, en við ffáfall he'nnar tók Nina Popova, formaður Sambands samtaka sovét- kvenna við forsæti samtakanna. Sjötta þing ALK, sem haldið var í Helsinld, kaus þingkonuna Herthu Kuusinen sem forseta 1969 og það var hún sem bar ffam til sigurs tillögu um það að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna boðaði til sérstaks „Kvennaárs" sem ákveðið var að yrði árið 1975. Einnigvar „Kvennadagur- inn 8. mars“ þá yfirlýstur sem Kvennadagur Sameinuðu þjóðanna. Forsetar ffiðarsamtakanna hafa verið víðs vegar að svo sem Freda Brown ffá Ástralíu, Fatdma Ibrahim frá Norður-Afríku, Ilse Thieler ffá Þýskalandi og Sylvie Jan ffá Frakk- landi. Við styrjaldarlokin var það á vit- orði alls hugsandi fólks að það var hetjuleg barátta Sovétþjóðanna, verkalýðssamtaka, róttækra stjórn- málaflokka og ffjálshuga samtaka vís- indamanna og kvenna sem vann bug á martröð nazismans. Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna var því frá upphafi meðal þeirra ffjálsu félagasamtaka sem eiga aðild að samtökum Sameinuðu þjóð- anna. Það hefur ráðgefandi stqðu af 1. gráðu við ECOSOC, Fjárhags- og félagsmálastofnun S. Þ. og B. stöðu við UNESCO, Menningarmála- stofnun S.Þ. Tengsl og samstarf hef- ur ALK við Alþjóða vinnumálastofh- unina, Heilbrigðisstoffiunina og Matvæla- og landbúnaðarstofnunina FAO. Fulltrúi ALK var meðal annars í undirbúningsnefhd sem efndi til þings á vegum S. Þ. um inannréttt- indamál í GENF, sem varð stefnu- markandi. Samtökin hafa átt fulltrúa við undirbúning allra fjögurra kvennaráðstefiia Sameinuðu þjóð- anna. Aðild íslenskra kvenna að Alþjóða- sambandinu hófst ekki fýrr en 1952 og við misstum því af nær áratug mildllar uppsveiflu í réttindabaráttu kvenna og hlutdeild í ffjósömu al- þjóðlegu samstarfi þar sem ALK var núkill drifkraftur. Þessari fi-estun ollu sterk tök stjórnmálaflokka á félags- starfi kvenna hér á landi og væri ósk- andi að þeirri ánauð kvenna verði senn loldð. Síðustu þrjátíu árin hafa friðarsam- tök um allan heim átt á móti andbyr að sækja. Nýlendumar sem bmtust undan yfirráðum stórvelda á heims- styrjaldarárunum em nú undirokaðar af auðhringum og bankastofiiunum sinna fýrri nýlenduherra. Alþýða Evrópu og Ameríku er ofurseld spá- kaupmennsku, ffjálshyggjufikn og nýnazisma sem beitirýmist fjárkúgun eða vopnavaldi til þess að halda uppi hámarksgróða af því fé sem þeir hafa náð undir sig. Það var því eins og leifturljós inn í ffamtíðina að eiga kost á því að eiga fund með konum hvaðanæva úr heiminum á Fommi frjálsra félaga- samtaka á haustdögum 1995. Konur sem vildu bæta sfn samfélög og vom einbeittar í viðleitni sinni ril að skapa betri, ffjálsari heim ýrír komandi kyislóiðir. Konumar á NGO Foram lýstu skorinort sínu mati á lífsgæðum: FRIÐUR er fýrsta forsenda fagurs mannlífs. JÖFNUÐUR milli kynja, stétta, aldurshópa, þjóða og menn- ingarheilda er nauðsyn svo að mann- kyruð allt geti náð eðlilegum þroska. Mannfólkið ber ábyrgð á umhverfi sínu og má ekki fýrirgera náttúm- gæðum eða núsnota auðlindir sem eiga að erfast til komandi kynslóða. Enn er þess þörf að konur taki hönd- um saman og leggi kapp á að skila ó- menguðum jarðvegi, vatni og and- rúmslofti til afkomendamia svo að þeir geti hfað heilbrigðu lífi á okkar fögm jörð. Menningar- og ffiðarsamtök ís- lenskra kvenna minnast þessara tíma- móta með bókmenntakynningu og afinælishófi laugardaginn 9. desem- ber kl. 15 að Vatnsstíg 10. Öllum er heinúil aðgangur. Þórunn Magnúsdóttir Ekki með óbreyt- ta forystu. Að öðra leyti líst mér vel á alla sam- vinnu og tel að unga fólkið geti ráðið við þetta. Viljinn er það eina sem þarf. Steinunn Óskarsdóttir Já, það er alveg raunhæft. Menn verða að koma sér saman um grunn til að byggja á. Það er kanski lengra í þetta en vonir standa til, en raunhæff. Um- ræðan er konún í gang og hún berst út í grasrótina, á meðal imga fólks- ins og í stofnanir flokkanna. Unga fólkið kemur ferskara inn í umræð- una og á ekki að baki langvarandi mótlæti stjómmálamannanna. Pétur Ósk- arsson Þetta er alveg borðliggjandi. Umræðan er bara komin svo skammt á veg. Kristrún Heimisdóttir Já. Þetta er ein- faldlega raunhæff og nauðsynlegt. Vilhjálmur Þorsteinsson Áuðvitað er það raunhæff. Það em stórir hópar fólks í þessum flokkum sem vilja vinna saman, nema kanski mjög öfga- sinnaðir jafnaðar- menn. Stofnanir flokkanna verða að koma sér saman um einhvem gmnn til að byggja á. Samvinna er engin spurning. Lausn- in Iiggur hjá fólkinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Fylhlega raunhæff. Memi þurfa bara að koma sér sam- an um megin- markmið. Þó ekld þannig að þetta verði einhver „bræðingur“ ffá stofnunum flokk- anna. Menn eiga að taka það besta ffá hverjum og einum, þá gengur þetta upp. g/i/rjjpi'g.ri-i/r Allt upp í loft í samninga- málum Mildl óeining er ríkjandi innan verkalýðshreyfingarinnar í afstöð- umú dl þess hvort segja eigi upp gildandi kjarasamningum ffá því í febrúar eða samþykkja þær kjarabæt- ur sem vinnuveitendur og ríkið hafa boðið gegn því að samrúngamir haldi. Launanefndannenn verkalýðs- hreyfingarinnar hafa fallist á tilboð rínnuveitenda og ríkisins en fjöl- mörg félög innan ASÍ og þá einkum innan Verkamannasambandsins em afar óánægð með ákvörðun launa- nefndamtannanna. Innan Verka- mannasambándsins sögðu minnst 23 félög kjarasamningunum upp en í þeirn félögum em mn 22 þúsund fé- lagar. Tvö félaganna hafa dregið uppsagnir sínar til baka. Bjöm Grét- ar Sveinsson fomiaður VMSI telur samkomulagið innan launanefndar- imiar víðsfjarri því að duga til að jafna muninn á febrúarsamningun- um og sanuúngum þeirra sem sömdu síðar. Benedikt Davíðsson forseti ASI segir hins vegar að á- kvörðun launanefndar hafi verið rétt, enda ekld samrúngslegar forsendur fýrir uppsögn. í komandi rílcu úr- skurðar félagsdómur í máh rínnu- veitenda gegn Baldri á Isafirði og þá kemur í ljós hvort uppsögn Baldurs og þar með annarra félaga em lög- mætar. ítrekuð mótmæli gegn kjarnorkutilraunum Frakka Alþingi hefúr samþykkt þingsá- lykmnartillögu þar sem ítrekuð em mótmæh íslenskra stjómvalda við til- raunum Frakka og Kínverja með kjamavopn. Um leið felur Alþingi ríkisstjóminni að beita sér fýrir og styðja aðgerðir á alþjóðavettvangi sem þrýsta á frönsk og kínversk stjómvöld að breyta um stefiiu og hætta við frekari kjamorkuvopnatil- raunir. Fyrsti flumingsmaður tillög- unnar var Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Alþýðubandalagsins, nema hvað að í meðfömm utanrílds- málanefndar var orðalag tillögu- greinarinnar mildað. I greinargerð með tillögu Steingríms og félaga segir meðal annars: „Kjamorkutil- raurúr Kínverja og Frakka hafa vakið öldu mótmæla og reiði um allan heim. Tilraunimar nú em enn frá- leitari en ella í ljósi væntanlegrar gildistöku samkomulags urn bann við ffekari tilraunum með kjama- vopn í kjölfar Genfarríðræðnanna,” og í umræðum á þingi sagði Stein- grímur að framganga Frakka í mál- inu væri sérlega ósvífin og óbilgjöm. Hann nefridi einnig að umhverfisá- hrif slíkra tilrauna væm núklu alvar- legri en hingað til hefði verið haldið ffam. ASÍ mótmælir upptöku innritunargjalda Miðstjóm Alþýðusambands Is- lands „mótmæhr harðlega þeim á- fonnum ríldsstjómarinnar um að taka upp innritunargjöld á sjúkrahús og gera með þeim hætti sjúkdóma og veikindi almennings að sérstök- um skattstofiú. ASÍ h'tur svo á að í tillögum ríkisstjómarinnar felist enn ein aðförin að þeirri samstöðu sem ríkt hefur urn almennan og hindran- arlausan aðgang að sjálfsagðri heil- brigðisþjónustu. ASI varar ríð því að lengra verði gengið á þeirri braut sem stjómvöld hafa fetað að undan- fömu varðandi niðurskurð í heil- brigðiskerfmu og álagiúngu svokall- aðra þjónusmgjalda sem f raun em ekki annað en dulbúnir skattar. Skattar af þessu tagi koma harðast niður á þeim sem úr nútmstu hafa að spila og munu ef ffam heldur sem horfir leiða til þess að kostnaður vegna almennrar heilbrigðisþjónustu verður hinum verst settu óbærileg- ur.“ BSRB hefur ályktað á sömu lund. ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í húsgögn í fjóra leikskóla Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 5. desember 1995, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 28. desember 1995, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 —J^ISLA TIl^ERNDAR MANN RÉniNDUM 10. DESEMBER í ÍSLENSKU ÓPERUNNI SUNNUDAGSKVÖLD 10. DES. KL. 20.30 PALL OSKAR HJALMTYSSON EMILÍANA TORRINI • CAPUT BORGAROÆTUR • T0LLI EINARÖRN EINARSS0N& KÓR KEFLAVÍKURKIRKJU DAVIÐ GREENALL & STÍNA B0NGÓ BUBBI MORTHENS KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI GUÐNI FRANZS0N &GERRIT SCHUIL LÖGREGLUKÓR REYKJAVÍKUR EEÍSABET JÖKULSDÓTTIR VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR MÆTUM ÖLL OG STYÐJUM RÉTTINDABARÁTTU BRAGI ÓLAFSSON • OFL. LESBÍA OG HOMMA MIÐAVERÐ ER AÐEINS KR. 700.-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.