Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.08.1955, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 06.08.1955, Blaðsíða 4
FRJÁLS ÞJÓÐ - Laugardaginn 6. ágúst 195U. FRJÁLS ÞJÖÐ ÍJtgefandi: Þjóðvarnarflokkur íslamds . Ritstjóri: Jón Helgason, síml 6169. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 17. Rvík. Simi 8-29-85, Pósthólf 561. Áskriítargjald kr. 6,00 á mánuði. — Verð í lausasölu kr. 2,00. Félagsprentsmiðjan h.í. Deila um tvær leidir ' íhaldið í Reykjavík á orðið langa sögu. Enda þótt það sé í verulegum minni hluta í bæn- pm, hefur því jafnan tekizt að ihalda meiri hluta íbæjarstjórn- arkosningum. Þótt viðurkennt tsé, að stjórn bæjarins hafi verið og sé með allt öðrum Bhætti en æskilegt er, hefur það inð jafnaði náð talsvert meira atkvæðámagni í bæjarstjórnar- Icosningum en þingkosningum. Það ætti því sannarlega að Vera tímabært, að andstæðingar áhaldsins geri sér grein fyrir í>ví, hvað þessu veldur. Ástæð- lurnar gætu verið tvær: Annars •vegar uggur fólks við það, að andstöðul'lokkarnir geti x-kki vegna gamals rígs sameinazt tim skaplega stefnuskrá og etjórn á bænum — hins vegar ;að vinnubrögð andstöðuflokk- anna í bæjarmálum séu að öðru Jeyti með þeim hætti, að þeir tVeki ekki þaö almannatraust, ®r vera þarí'. Hvað fyrra atriðið snertir, þá leitaðist Þjóðvarnarflokk- ' urinn við að beita sér fyrir samkomulagi um heildar- stefnuskrá og eiirn fram- boðslista allra íhaldsand- stæðinga við síðustu bæjar- < stjórnarkosningar, en fékk engan hljómgrunn hjá hin- , um flokkunum. Þá vildi t Þjóðvarnarflokkurinn, að andsiæðingar íhaldsins kæmu sér fyrir kosningar saman um borgarstjóraefni — og var reiðubúinn að benda á mann í því sam- bandi — en elcki gat heldur orðið samkomulag um það. Það verður því með engum sanni sagt, að Þjóðvarnar- flokkurinn hafi verið ófús til þeirra aðgerða, er gátu rutt fyrri ástæðunni úr vegi. Hvað siðara atriðið snertir, Í>á værður þaö að segjast sem satt er, að í bæjarmálefnasögu igömlu minnihlutaflokkanna er auðveít að benda á átakanleg <og augljós dæmi um sýndar- mennsku, sem ekki er til þess fallin að vekja traust, heldur <eru greinilega aðeins busl á grynnsía vaði. Um þeíta hafa þjóðvarnarmenn fátt rætt op- inberlega, því að þeir hafa skirrzt við að beina sérstaklega athyglinni að veilunum í máls- meðferð andstöðuflokka íhaids- ins, þar eð þeim þykir það stærra og mikilvægara verk- efni, að unnið sé að því að kné- setja íhaidið sjálft. En nú, þegar hafnar hafa veriö og margendurteknar í fuilkomnum rógsstíl árásir á bæjarstjóinarfulltrúa jjjóð- varnarmanaa, einmiil fyrir þá sök, að hann hefur viljað móta barátturia gegn íhald- inu með þeim hfetti, a.ð allri sýndarmennsku sé lraínað og byggt á traustum grunni gildra raka, verour ekki hjá komizt ttA hftnýn, a . .þessar veilur. En þegar þess er gætt, að aðferð gömlu flokkanna, með þeirri sýndarmennskú, er þeir hafa sttmdum haldið sér hagkvæmt að beita, hef- ur til þessa dags ekki gefið þá raun, að bæjarstjórnar- íhaldið hafi neyðzt til þess að hengja pólitískar brækur sínar upp á þilið í síðasta sinn, þá sætir nokkurri furðu, hvers vegna þeim er svo mikill þyrnir i augum, að önnur baráttuaðferð sé reynd. Jafnframt þvi sem hinir gömlu andstöðuflokkar íhalds- ins í bæjarstjórn hafa stundum teflt á fremst hlunn um yfir- boðstillögur og afstöðu, syo að þeir lágu betur við höggi fyrir íhaldið en átt hefði að vera, þá hefur gætt undarlegrar linku og fákænsku um gagnrýni þcirra á málum, sem mestu skipta fyrir fjárliag Reykjavík- urbæjar. En á þeim vettvangi hefur fulltrúi þjóðvarnar- manna. Bárður Daníelsson, lagt grundvöll að nýrri sókn á hend- ur íhaldinu. Þegar rædd var fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurbæjar um síðastliðin áramót, færði hann fram óhrekjandi gögn fyrir þvi, að eitthvað er meira en lítið bogið við stjórn Reykjavíkur- bæjar og tilhögun framkvæmda hjá honum. Til þess að' veita oroum sínum fullan þunga lagði hann fram reikningaStaf- angurs í Noregi árið 1952. — bæjar af sömu stærð og Reykja- vík og með svipaðar tekjur. Við þennan samanburð á reíkningum Stafangurs og fjárhagsáætlun Reykjavíkur kom í Ijós, að stjórn Stafang- urs icostar aðeins 41% þess, sem kostar að stjórna Reykjavík. Kostnaður við skrifstofu fræðslufulltrúa var hér helmingi .meiri en í Stafangri, stjórn fram- færslumála 230% kostnaðar- samari og gatnahreinsunin í Stafangri kostaði aðeins 9% af því, sem áætlað var, að hún kostaði í Eeykjavík í ár. Að sama skapi lagði svo Stafangur meira fé til verk- legra framkvæmda, sjálfra skólamálanna og annarra nauðsynjaframkvæmda, og hlutfallslega enn meira varð úr þeim framlögum. Hér töluðu tölur óhrekjanlegu máli. . í framllaldi af þessu sýndi svo Bárður með fullum rökum fram á sleifarlagið við gatnagerð, gatnahreinsun og framkvæmdir fleiri verka á vegum Reykja- víkurbæjar og gerði ákveðnar, rökstuddar tillögur um nýtt, betra og ódýrara verklag, sem myndi spara margar miiljónir króna á ári. Um þessa nýju bar- áttuaðferð gegn bæjarstjórnar- íhaldinu hefur hann hvað eftir annað fengið fulltrúa annarra , , . Frajiúi. i 7. siðu. Úr víöri rcröld Þjóö, sem aetíö borgar allar pyrir skömmu hófu tvö helztu blöð Finna baráttu fyrir því, að Rússar hyrfu brott úr herstöðinni á Porkkalaskaga, „Kefla- vík Finnlands". En svo undarlega hefur við brugðið, að íslenzk blöð hafa lítt haldið þessum tíðindum á lofti. Orsökin er sú, að kommúnistar vilja ekki minnast á kriifur um, að Rússar víki úr herstöðvum, er þeir hafa klófest i öðrum löndum, og Atlants- hafsbandalagsblöðin stritast einnig við að þegja, þótt hér sé kröfunum stefnt gegn Rússum, þvi að vitneskja um hreyfinguna í Finnlandi, þar sem herstöðvarnar eru þó algerleg einangrað- ar, er likleg til þess að vekja fleiri ísiendinga til umhugsunar um. bandarisku hersetuna í þeirra landi. sinar Hér verður nokkuð sagt frá finnskum málum, enda er það verðugl, þvi að Finnar eru fyrir margra hluta sakir mjög merk þjóð. Siðan þeir öðluðust sjálf- stæði, liáfa þeir áunnið sér að- dáttn og virðingu manna viða um heim, og veldur því margt. Mest beindist þó athygli lieims- ins að Finnum i vetrarstríðinu 1939, þegar fámennar, finnskar sveitir vörðust innrás fjölmenns sovéthers frá Rússlandi og stöðvaði framsókn hans. Þá kom í Ijós, hvíliku viljaþreki Finnar búa yfir. En það kom ekki siður í Ijós siðar, þegar Finnland var flakandi í sárum, og þurfti jöfn- um höndum að endurreisa at- vinulifið, sjá aragrúa flótta- manna fyrir nýjum heimilum og greiða hinar þyngstu stríðs- skaðabætur, án nokkurs stuðn- ings frá öðrum. — Finnar ltöfn- uðu nefnilega Marshall-hjálpinni um svipað leyti og íslendingar, sem höfðu auðgazt á stríðinu, seildust til hennar og notuðu hana meira að segja að nokkru leyti til kaupa á neyzltivorum. En Finnland er líka stundura nel'nt „landið, sem alltaf borgar skuldir sinar“, en það er lieið- ursheiti, sem fáar þjóðir geta skreytt sig með. Til slíks þarf þrek og manndáð, þegar svo. erj krcppt að þjóðum sem var aðj Finnum um skeið — ekki síður en „Finninn fljúgandi", Paavej Nurmi, hefur þurft þrek o:1 seiglu tit þess að setja sin 24; heimsmet. í ' • Þjóðarandinn finnski. Finnland er skógarland, og timbur og trjávörur helztu út- flutningsvörurnar. Finnar urðti lika fyrstir allra þjóða til Jiess að taka upp fullkomið eftirlit með öllu skóglendi. Hvcr, sem fellir skóg i Finnlandi, verður annað tveggja að græða nýjan skóg eða breyta landinu t akur. Vanræki hann það, gerir ríkið það — á hans kostnað. Margir finnskir bændur rækta skög á þremur fjórðu hlutum landareignar sinar, en ltorn eða aðrar nytjajurtir. á einum fjórða. Htutskipti finnsku konunnar. ar og þær konur, sera eiga mann á lífi. Baðmenning Finna. jjaga Finnlands sannar þ'að, svo að ekki verðui: um deilt, hví- liku hugrekki, viljaþrekí og þoli þjóðin er gædd. Á hinn bóginn cru Finnar á stundiun. nokkuð ofsafengnir, og í Finnlandi er það ekki injög fátitt, að víg séu unnin i bræði. Með Finnum hafaj og þróazl á stundum ofstækis- i'ullar hreyfingar, sem til dæmis liafa ékki vilað fyrir sér að beita mannránum i pólitiskri baráttu, svo sem Lappómenn gerðu fyrir 2U—25 árum. Þann ciginleika. sem Finnar meta mest, nefna jieir sisu. Það er lúnn djarfi, óslökkvandi bar- áttuvilji, sein stundum hefur virzt gefa þeim þrek og djörf- ung til þess að gera það, er sýnast mætti ofviða. Hver sannur Finni verður að vera gæddur sisu — jiað er grundvöllur sjálfsvirðingar hans og metnaðar. Harðbýlt land. fáum þjóðfélögum bera kon- urnar þyngri byrðar, og ó- viða láta þær meira til sín taka á þeim þjóðlífjSsviðum, er yfir- leiít eru helguð karlmanninum. Frá öndverðu hefur það orðið hlutskipti Finna að heyja styrj- aldir mpð skömmu millibili, og þegar þeir hurfu að lieiman, kom það i hlut kvennanna að sinna heimastörfum. I Finnlandi má líka sjá konur plægja akra og vinna byggingarvinnu, svo að ekki sé talað um léttari störf. Níutiu af hundraði finnskra lýfjafræðinga eru konur, áttatíu af liundraði tannlæknar. Og þar eru vagnstjórar og rakara.r ætíð konur. Þannig livílir starfsskyldan þimgt á herðum finnskra kvenna, en þær hafa lílca rétt- indi. Finnskar konur fehgu kosningarrétt þegar 1900, og við fyrsfu þingkosningar í Finn- landi, árið 1907, náðu nitján konur kosningu. Styrjaldirnar hafa kostað Fínna mörg mannsíif, og má marka mannfallið nokkuð af því, jað nú eru ógiftar konur og ekkjur í Finnlandi viðlika marg- '.■.■.-.■.■.■.■.-.sv.-.-.-.-.' þegar Finni reisir sé.r hús, er óhiigsándi, að hann gleymi baðstofunni. — Sauna er hin. finnska baðstofa nefnd. Þar þvær heimilisfólk hans likama sinn, og þangað telja Finnar sig sækja lieilbrigði, hvild og endur- næringu. í baðstol'u sina bjóða Finnar grönnum sinuni og kunn- ingjum, líkt og aðrir bjóða til kvöldboðs. Baðstofurnar finnsku eru svo gerðar, að þar er eldstó, dálitlu hærra en gólfið, og i henni ertr. steinar, sem látnir eru brenn hitna við viðarekl. Við vegginn gegnt eldstónni eru bálkar, sem. baðgestir hvila á. Þegar bað- gestir hafa svitnað vel, e'r vatni ausið á heita steinana, svo að iiiikil gufa myndast, og þá er lirisvöndur lekinn fram. Með homim er liörundið strokið eða jafnvel barið. Að þessu loknu þvo baðgestir sér vel úr sápu- vatni, én fara að þvi búnu í kalt bað eða velta sér upp úr snjó. Svo sjálfsagt þykir slíkt bað mcðal Finna, að hermenn í vetr- arstriðinu 1939 fengu með sér á vígstöðvarnar litlar baðstofur, sem mátti taka sundur og setja saman aftur á skammri stundu. Löng baráttusaga. JJinn finnski ættstofn er talínn hafa komið til Finnlands á þjóðflutningatimunum, og af þe'im þjóðum, sem nú eru til, eru Ungverjar skyldastir Finnum. Á siðari hluta tólftu aldar hóf Ei- rikur niundi Svíakonungur her- för gegn þeim og kúgaði þá tit kristni með báli og brandi og braut undir sig hluta landsins. Ýmiss konar forn' átrúriaður varð þö svo lifseigur í landinu, að frani á þennan dag trúa marg- ir á vættir i vötnum og skóguni, enda þótt Finnar séu menn vel menntaðir, og margir ævafornir siðir eru enn í fullu gildi. En þungar fórnir hefur það kostað I-'inna að var'ðveita svo fornar erfðir. Framan af öldum Framh. á (>. síðu. Íj/ía^t Átnátt - J*kki verður annað sagt en Fjrinlánd sé harðbýlt land. Finnski veturinn er langur og mjög kaldur. í nyrztu héruðun- um inú heita heimskautáhótt i íimmtíu súlarliringa samfleytt. Frostið er mjög hart, en loftið er þurrt og ttert, og mörgum Finna finnst fégurst veðrátta frá xpiðjum vetri til vors. A sumrura er ú.hinn bóginp allheitt í yeðr.i. FYRIR nokkru gerðu enskar flugsveitir loftárásir á fimfn þorp arabiskra œttflokka á brezku „verndarsvceði“ í námunda við Aden i Suður- Arabiu. Orsök þessa hermd- arverks var si2, að œttar- höfðingjar höfðu ekki goldið Bretum álögur, er þeir heimtuðu af þeim og vildu táta gjaldá i peningum og riffíum. Þetta viál.var tekið til umrceðu i fyrirspurna- tima á Bretaþingi. Deildu þingmenn úr verkamanna- flokknum á stjór'nina fyrir svivirðilegar fjöldarefsingar og líktu aöförunum í Arabíu við grimmdarverk nazista, 'er þeir eyddu tékkneska þorp- inu Lidice. Nýlehdumálaráð- herrann, Lennox-Boyd, neit- aði hins vegar algérlega að banna slik hermdarverk og sagöi, að „þetta vœri eina hentuga aðferðin til refsing- ar fyrir móðganir af þessu tagi.“ Vitnaði hann i, a'ð sams konar aðförum hefði verið beitt á Malakkaskaga á sínum tíma. SKIPUÐ hefur verið nefnd til þess að rannsaka fjárhags- ástand á Norður-Írlandi, en þar er átvinnuieysi tilfinn- anlegt. — írar gera sem kunnugt er þá kröfu, að Norður-írland sameinist írska ríkinu. MIKILL ís hefur verið við Vestur-Grœnland i sumar. I byrjun júlímánaðar lokaðist Fœreyjahöfn, og ekki varð kq.vbizt'til Stór.u-Hrafuseyjar--

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.