Frjáls þjóð

Tölublað

Frjáls þjóð - 07.07.1956, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 07.07.1956, Blaðsíða 1
Engan hóf á efstu skör ~TT'Í yfirborðiö glœsta. Varpar tign á kotungskjör A konungslundin stœrsta. (Stephan G. Stephansson) 5. árg. Laugaidaginn 7. júlí 1956. 31. tbl. tjtt rh rtö ir titjmt r rt /. íssi/órtt tt r; Eysteínn og LúÍvík hlið við hlið í næstu stjórn? Olafur Thors ófeimnari við komma en Haraldur Þeir, sem kunnugastir eru að tjaldabaki í leikhúsi stjórnmálanna, telja nú mestar iíkur á því, að mynduð verði samstjórn Framsóknar, Alþvðuilokks og Aiþýðu- bandalags. Ef sú stjórnarsamvmna tekst á ann^ð borð, getur það orðið mjög bráðiega. Að öðrum kosti verður áreiðanlega stjórnarkreppa um hríð, og getur þá brugð- ið til beggja vona, hvers konar ríkisstjórn verður um síðir timbruð saman. Þegar eftir kosningarnar fóru fram mairgvislegar þreifingar cg einkasamræöur milli ráða- manna í flokkunum, þar sem ieitað var hófanna um sam- komulagsmöguieika'og hugsan- tegan samstárfsgrundvöll. Ekki munu þó hafa verið byggðór r.einar þrýr yfií' stórfljótin á íandamærum flokkanna á þeim samfundum, heldur látið nægja að velta vöngum yfir brúar- stæðunum. Kóngur vill sigla.... (Það mra mekal annsrs hafa gerzt þessa daga, að Ól- afur Thors, formaður Sjalf- síæðisflokksins, gekk á fund Einars Olgeirssonar og bauð honum stjórnarsamvinnu ineð þekkilegum skilmálum. Vildi Sjálfstæðisflokkurinn fá i sinn hlut yfirráð yfir bönkunum. fiskútflutningn- um og innflutningnuni, en AiþýÖubandalagið mátti kjósa sér önnur mál að vild sinni. Ágreiningurinn í her- stöð%’amá3inu skyldi jafnað- ur með þeim liætti, að fram færi þjóðaratkvæðagrciðsla um samninginn við Banda- ríkjamenn. Gamalt máltæki segir, að vandi sé vel boðnu að neita, en þó þykir sennilegra, að Ólafur fái hryggbrót hjá hihni rauðu heimasætu. • Sósialistaflokkur- inn kynni að vísu að halda nokk urn veginn sínu gamla fylgi í stjórnalrsamvinnu við íhaídið (sú varð að minnsta kosti raun- in á nýsköpunarárunum), en fylgi Hanníbals myndi áreið- anlega snúast öndvert gegn slíkri véndingu. Þar að auki blasir við, að Sjálfstæðisflokkurinn. myndi fyrirsjáanlega varpa Alþýðu- bandalaginu á dyr innan skamms tíma og táka saman við Framsókn á nýjan leik, þvi eft- ir slíka atburði þættist hún ekki lengur bundin af fyrirheitum sínum í kosningunum i og vildi allt til vinna að sprengja stjórn- arsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. Þar með væri og loku skotið fyrir’ vinstri- stjórn i landinu í náinni fram- tíð. Þess vegna þykir j nokkurn Framh. á 2. siðú. Endurbætur á kosningalög- unum, sem ekki fengu byr Tillögur þjóðvaniarmanna á þingi Nú, þegar svo mikið er býsnazt yfir fjáraustrinum, sem beitt var í kosningunum, bifreiðafjöldanum, sem flokk- arnir höfðu í sinni þjónustu, og jáfnvel kosningasvikum, er gott að minnast þess, að þing- I menn Þjóðvarnarflokksins j fluttu á síðasta kjörtímabili bæði þingsályktunartillögu og frumvarp til laga til.þess að sporna við slíku háttalagi. En þeim málum var þá ekki gaumur gefinn af þorra þing- manna. I frumVarpi þjóðvarnar- manna um breytingar á kosn- ingalögunum var bann lagt við því, að vitneskja um það, hverjir búnir væru að greiða atkvæði, væri sent flokksskrif- stofunum af. kjörstað og þess kfafizt, að í fjölbýli yrði hver maður, sem kæmi á kjörstað, að færa sönnur á, að hann væri sá, sem hann segðist vera. Með samþykkt hessara á- kvæða hefði bæði verið kippt fófunum undan' þeirri óhugnanlegu smalamennsku, sém gömlu flokkarnir beita við kjósendur og þeir þanr' með ekki haft not a£ hinuitn mikla bílafjölda sínum og í öðru lagi verlð loku fyrir þafR skotið, að óhlutvandir menn geti í bæ eins og Reykjavík komið á kjörstað og greitt atkvæði • annars nafni. Þingsályktunartillagan, sem flutt var að frumkvæði þjóð- varnarmanna með atfylgi Al- þýðuflokksmanna, var um rannsókn á því, hvernig skorð-i ur yrðu reistar við takmarka- lausum fjáraustri flokkanna í . kosningum. Víða erlendis: mega flokkar ekki verja méira fé í þessu skyni en lög ’mæla1 fyrir um og eftirlit er haft me<5 því, að þeim ákvæðum sé; fylgt. SÍíku mætti ekki síður koma við hér. En fyrir því var ekki áhugi á þinginu, er málið var flutt þar, þótt við hverjar kosningar sannist betur og bet- ur, hve f jármunir eru gegndar- laust notaðir til þess að hafa áhrif á úrslit beirra og með því settur svartur blettur á íslénzkt lýðræði. j ★ Happdrættinu frestað Drætti í happdrætti FRJ.4LSRAR ÞJÖÐAR hefur veriiiv frestað um sinn, og eru þeir, sem hafa happdrættismiða til sölu, beðnir að halda sölu áfram, en panta meira af miðum, ef þeir liafa þegar lokið sölu á því, er þeir fengu. Verða „kálfarnir^ settir á? Eysteinn Jónsson: Heimavanur í stjórnarráðinu eins og meistari á verkstæði sínp. Lúðvík Jósefsson: Lærlingur, öllu óvanur, er. stendur til bóta undir hand- leiðslu meistarans. tHver verður formaðtir þing- flokks Alþýðubavnfalagsins? Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hefur komið saman til fundar. Á þeim fundi gerðist það, að nokkrir úfar risu milli Hanníba’is Valdimarssonar og Einars Olgeirssonar, sem virð- ist telja sig sjálfskipaðan for- mahn þingflokksins. Mun Hanníbal hafa bent honum á, að formaður þessa þingflokks hefði ekki verið kosinn. Við það sat, því áð formaður var ekki kjörinn a-þessum iundi. Fróðlegt verður að sjá, hvor skjöldinn ber, er gengið verður til formamiskosningar, þar eð af því má marka, á hvora sveif- ina þeír Lúðvík Jósefsson og Karl Guðjónsson leggjast, er ágreiningur Verður. Finnbogi Rútur Valdimarsson er í sjúkra- húsi um þessar mundir, og má vera, að ekki verði kosipn for- maður þingflokksins fyrr en háhn er kominn á fætur. ■ ir Maðúr spyr manh: Verð- ur kálíunum slátrað? En enginn hefur getaðj gefið ó- tvíræð svör við því, hvort „kálfarnir“ verða settir á eða ekki. En með þessum orðaleik eiga menn við uppbótarþingmenn Alþýðuflokksins og spurn- inguna um það, hvort þeir muni fá setu á alþingi eða verða gerðir afturreka. Menn hafa gaman af því að tala í líkingum, ekki sízt þegar stjórnmálamþnnirnir eru annars vegar. Þegar blaðið fór í prentun bafði . landkjörstjórn ekki komið saman til fundar, þar eð enn voru ókomin í liennar hendur kjörgögn úr iveimur kjördæmum, Snæfeosness- og Hnappadalssýslu og N - ísafjarðarsýslu. En búið var að krefja hlutaðíeigandi yfir- kjörstjórnir um þau í amiað sinn. Má því ætla, að ekki verði langur dráttur á því úr þessu, að þau berist land- kjörstjórn. Engiun getum skal að því leitt, hvernig landkjörstjórn! úthlutar uppbótarsætunum, j og engin vitneskja liggur enn fyrir um hað, hvernig j alþingi, aem fellir lokadóm- inn, muni taka á málununi. Það Iiggur þó í lofti, að al- þingi muni ákveða að „setja kálfana á“, ef samkomulag næst um stjórnarmyndun Framsóknarflokksms, Al- þýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins, þótt ónotalega beri það keim af hrossa- kaupum, að horfur á stjórn- armyndun skuli hafa áhrif á ítfgreiðslu þessa máls til eða frá. Yrði „káifunum“ hins veg- ar slátrað, kæmi fram á ál- þingi hreinn meirihluti Franisóknsrflokks og Al- þýðubandalags, og þá mynd- aðist ienn nýr möguleiki til Lausnar á stjórnarkreppu, ef á Alþýðuflokknum kynni að stranda önnur stjórnar- myndun, þótt á hínn bóginn sé meira en . efamál, að Framsókn þætti „kálfasteik- in,é góður veizlukostur handa nýrri ríkisstjórn. Því verð- ur cnn sem fyrr að álykta, að Alþýðubandalagið munii ætla að snúa sér að Sjálf- stæðisflokknum til stjórnar- samvinnu, ef þeir flokkar af- gjeiða þetta mál í samein- ingu. En sagt er, áð þeir þríse þingmenn Alþýðubandalags- ins, sem mestri tryggð lialda við kommúnismann, Einar Olgeirsson, Björn Jónssou frá Akureyri og Gunnar Jó- hannsson frá Siglufirði, getí vel fellt sig við stjórnarsam- vinnu við íhaldið, ef þeim tækist að knésfctja aðra þing- menn þess. En bótt „kálfarnir“ hljótl lif að þessu sinni, verður það Alþýðuflokknum varla örugg hjörð til frambúðar, að ó- breyttu kjörfylgi, því að líf— gjöfina yrðu þeir sennilega að launa með breytingum á kjördæmaskipun og kosn- ingalögum í lok þessa kjör- timabils.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.