Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.12.1958, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 06.12.1958, Blaðsíða 4
4_______________________________ Jer. 3, 22: Hér erum vér,' vér komum til þín, því að þú ert Drottinn, Guð vor. Vér heyrðum stutta játningu, sem eitt sinn var flutt fyrir munn þjóðar á uggvænlegum tímum. Og það er uggur í orðun um, kvíði og ótti að baki þeim, ekki vegna tímanna; heldur vegna þjóðarinnar. Þau eru bæn, bænarhróp: Gerðu, þjóð mín, þessi orð sönn, þessa játn- ingu að þinni. Þá fer vel. Ann- ars illa. Og það fór illa. Ógæfan dundi yfir. Eftir að hafa vegið salt á valdametum tveggja stór-^ velda, sem kepptu um heims- yfirráð, varð þjóðin öðru þeirra að bráð. Þetta var saga ísraels á dögum Jeremía. Guð talaði fyrir munn hans, minnti þjóð- ina á, að hann hafði gefið henni „unaðslegt land, hina dýrðleg- ustu arfleifð", eins og komizt er að orði. En „þeir hafa gleymt, gleymt Drottni, Guði sínum.“ Þetta var sagan .sú. Vér rekjum ekki þá sögu lengra. Vér erum sjálfir að lifa sögu. En ofar allri sögu og í allri sögu er sama lífsins vald og sömu dauðans rök og fyrrum og það er sami Guð, sep talar.j Vér höldum hátíð í dag, minningarhátið, minnumst þess, að vér eignuðumst unaðslegt land, sem vér höfðum numið og byggt og síðan misst í annarra greipar, eignuðumst það aftur sjálfir, fengum viðurkenndan eignarréttinn, urðum fullveðja þjóð á ný, fullvalda ríki. Síðan eru 40 ár, blessuð ár, þegar á allt er iitið. Þegar fullveldisdag- ur íslands rann 1. des. 1918, var heimstímabil á enda runnið. Sú veröld, sem vér fæddumst inn í sem íullvalda ríki, var næsta óráðin- og raunar tvísýnni en flesta varði þá. Og það, sem enn er fram komið af svipmóti henn- ar, er stórum tvíbeníara en fyrstu drættirnir. Þessi 40 ár erú skammur tími í sögu lands og enn þá skemmri i sögu heims. En þau hafa verið mikil um ör- lög. Og hvaða framtíð þau boða mannkyni og þar með oss, sem nú erum riðnir inn í öi'laga- möskva aiþjóðasögunnar svo sem aldrei áður, það er hulið, það er óráðin gáta og ráðningin alit arínað en einsæ. En það er víst, að vér íslend- ingar megum þakka í dag. Mik- ið var oss gefið. Þetta er bless- aður heilladagur. Og annar kcm á settum tíma, vordagur- inn á Þingvelli. Þá flaut blóð um allar álfur, en fáninn,-sem aldrei skyldi vígður undir vopn né blóði drifinn, var dreginn að hún, fáni hins íslenzka lýð- veldis. Stórar gjafir. Vér gleym- um þeim aldrei. Gjafir? Hver gaf? Vér syngjum á þessum degi og öðrum hátjðum: Ó, Guð vors lands, vér lofum þitt heilaga nafn. Hans var gjöfin. Hér erum vér, vér komum til þín, því að þú ert Drottinn Guð vor. — En kynni ekki að vera uggur i þeirri raust, sem and- svarar þessart játningu hátíð- anna og tyllidaganna, uggur í þeim helga góða barmi, sem fylgist með oss á hversdagsveg- um þjóðlifsins? Hvað segir Guð? Vér höfum orð hans: „Gæt þess, að þú gleymir ekki, gleym- ir ekki Drottni Guði þínum . . .' Lát eigi, þagar þú hefur etið og ert mettur orðinn og hefur reist fögur hús og býr í þeim, þegar nautgripir þínir og sauðfénað- rjCau^arJa^inn 6. deó. 1958 - FRJÁ LS fJJDÐ Hér birtist ræða sú, sem frjálsa íslands. Krossfáninn er ijátning þessarar þjóðar: Hér er- um vér, vér komum til þín, því að þú ert Drottinn, Guð vor. Vér játum þetta fyrir konung- inum tignarstóra og eina, sann- leikans og kærleikans konungi Kristi. En hversu sönn og heil er sú játning? Einu sinni efndi íslenzkt tímarit til verð'launasamkeppni um svar við spurningunni: Hvað skortir íslenzku þjóðina mest'? Hvert er svarið? Ekki snjallasta, heldur sannasta svar- ið? Einhvern tíma sagði maður með karlmannlegu, en hógværu stolti: „Vér eigum menn“. Hann var að svara útlendum gesti sín- um, sem spurði: Hvað eigið þið í þessu fátæka landi? Vér eig- um menn, var svarið. Það land er auðugt, sem á menn. Jónas kvað fyrir meira en 100 árum: Eyjan hvíta átt hefur sonu Sigurbjörn Einarsson pró-j fremri vonum. Og land Jónasar fessor flutti í háskólakap- var ríkt í örbirgð sinni. Það ellunni 1. desember síðastl. átti menningu, af því það átti ........ > menn í kotum og kytrum, í basli Vér erum á þessum morgni í' helgidómi æðstu menntastofn- unar þessa lands. Hver sem hef- ur daglega umgengni við það æskufólk, sem hér stundar nám, * veit, að fóstran aldna á efni góð i1 ungsprotum þjóðmeiðsins. Og ! það blasir víðar við. En um framtíð og reynd mannsefnis kemur fleira til greina en gáf- ur, atgjörvi óg aðstaða til náms. Nútíminn mótast mjög af þeirri ^ skoðun, að menning sé mennt- un og aftur menntun. Upplýs- ing er eitt hinna stóru kjörorða og hefur aldrei verið sterkar að því kveðið en árin eftir síð- ! asta stríð. Það þarf að kenna og fræða þær þjóðir, sem ekkert kunna, kenna þeim að lesa, veita þeim aðgang að mennta- lindum. Vitaskuld alltsaman rétt út af fyrir sig. Mennt er máttur. Og nú vita menn það, bæði í austri og vestri, að úr-^ slitin í heimsvaldataflinu velta á því, hverjum skilar hraðast áfram í þeirri menntun, sem er máttur, tæknimenntun. En r Sifjnrbjiim BZisaars&nti próiessnr: Síi krnátta er ekki §4i er íftur varasömum vilja ur þinn fjölgar, þegar silfur þitt og gull eykst og allt, sem þú átt — lát þá eigi hjarta þitt ofmetnast og gleym eigi Drottni Guði þínum, sem leiddi þig út úr þrælahúsinu“ (5. Mós. 8, llnn). Þannig talar Guð. Er það í tíma talað við oss í dag? Og enn segir svo: Ef þú gleymir Guði þínum, ,,þá mun útlend- ingurinn, sem hjá þér er, stíga hærra og hærra upp yfir þig, en þú færast lengra og lengra nið- ur á við. Hann mun lána þér, en þú munt eigi lána honum, hann mun verða höfuðið, en þú munt verða halinn“ (5. Mós. 28, 43n). Þannig talar Guð í orði sínu. Er þetta talað við oss? Útlendingurinn, sem hjá þér er, hann mun stíga hærra og hærra upp yfir þig, þú lengra og lengra niður á við, hann lánar, þú ] þiggur, unz hann verður höfuð- ið, en þú halinn? Þetta var sagt við ísrael. Sú þjóð var ekki út- valin til fríðinda, heldur til þess að saga hennar yrði oi'ð, vitnisburður, lifandi dæmi um lífs'ins vegu og dauðans, um það, hvað af því hlýzt að muna og að gleyma, rækja Guð og afrækja hann, vera Drottni sínum, köll- uri sinni, hinni æðstu hugsjón trúr eða bregðast. Þess vegna er það, sem við hana var mælt og fram kom við hana, við oss talað, til áminningar og örvun- ar, í miskunn eða dómi. Og það því frernur sem vér höfum hlót- ið þá dýrðlegustu arfleifð, sem þjcð hins gamla sáttmála öðl- aðist ekki nema í fyrirheiti, Krist og boðskapinn um ríki hans. Vér játum hlutdeild vora í þeirri arfleifð hverju sinni sem vér hyllum krossfána hins og armóði. Slíkt land er ekki fá- tækt, sem á það fólk, karla og konur, sem með réttu ber þessa einkunn, einstaklinga, sem eru sarínir menn í huldum smá- munum og berum vanda, fólk, sem á manndóm, heilindi, sam- vizku. Og það land er ekki ríkt, sem er fátækt að slíkum mönn- um, þótt fjölmennt væri og fé- sælt. Sú þjóð er elcki að vaxa og ekki að auðgast, þótt hún Vaxi að höfðatölu og auratali, sem rýrnar að manndómi, tap- ar á vettvangi trúmennsku, bindindissemi, graridvarleiks, ábyrgðarvitundar,' samvizku- semi. Sú þ'jóð er ekki að dafna, sem gerist hirðulaus um hugar- far sitt, sinnulaus um sál sína. Sú kynslóð er ekki upplýst, sem afrækir uppbyggingu hins innra manns, hversu fjölfróð sem húh jkynni að vera. Slík lýðmennt- un og landsmenning, sem hefur allt annað fremur í fyrirrúmi en það, sem miðar að innri vexti og þroska einstaklinganna, horf- ir ekki fram, heldur aftur, hversu glæst sem hún kann að vera á yzta borði. Það fólk er ekki á leið inn í jarðneskt sælu-' ríki, sem hættir að líta til him-j ins, hversu mjög sem hagir J vænkast, þægindi aukast, ör- yggi vek. Það eru meiri líkur á, að slík kynslóð sé á leið ofan í þá jörð, sem hún prettar um himininn, niður í dýflissu af ein- hverju tagi, svarthol sinnar eig- in jarðhyggju, sinnar eigin tækni, i tröllahelli, sem gín að baki hillinganna, éf hún lýkur þá ekki ferli sínum í ógöngum þeirrar styrjaldar, sem guðvana girnd og vitfirrtur vítisótti æs ir á hendur henni. menn vita líka annað, þótt það liggi meira í þagnargildi: Kunn- átta er ekki reglulega góð, ef hún lýtur óþroskuðum, vara- sömum eða vondum vilja. Það er nokkuð alvarlegt, sem banda- ríski heimspekingurinn og há- skólakennarinn Lewis Mumford upplýsir. Hann hefur rannsakað vísindalega siðgæðisleg við- brögð fjölda námsmanna í æðri skólum og háskólastúdenta, og niðurstaðan er .sú, að fast að því þriðjungur þessa fólks verði- að teljast siðgæðislegir fávitar.eins og hann kemst að orði, eða allt að því. Þeir hafa staðizt próf sín með prýði, þ. á m. gáfnapróf, en samvizkan er um þroska á stigi’ fávitans. Þetta er niður- staða gætins manns, sem cr heimskunnur. Mundi útkoman betri í öðrum forustulöndum? Engar líkur eru á því. Það er allt í lagi með þetta fólk, nema hjartalagið, ekki upplag þess fyrst og fremst, heldur mótun þess, það hefur ekkert verið sirírít um það, mannfélagið hef- ur ekkert ráðrúm til þess, hvorki heimilin né allir skól- arnir, og kirkjan nær hvergi til, það er enginn tími á stundaskrá heimila eða skóla fyrir þetta smáræði, mótun hjartalags, hug- arfars, sálarlífs, það er svo margt, sem þarf að nema og kenna hagnýtara, miðað við það að komast áfram, eins og það er kallað, koma að notum og njóta sín í tækniþróuðu þjóð- félagi. nútímans. Og auðvitað geta þessir menn með sína dvergvöxnu samvizku stjórnað vélum, stýrt iðjuverum og fyr- irtækjum, jafnvel herdeildum, tekið að sér málfærsluskrif- stofur og spítala og enda orðið ráð'herrar, hvað sem tilfinn- ingalífi líður og samvizkunæmi. En eru það slíkir menn, sem eiga að sveifla galdrastöfum tækninnar yfir höfðum vorum? Mennt er máttur. En hvað stýrir þeim mætti? Einhver hef- ur sagt: Það er aðeins-eitt, sem er verra en djöfull, og það er menntaður djöfull. Það er víst, að velferð heimsins er ekki ógn- að af ólæsum frumstæðingum. Vér óttumst menntaða djöfla, mannlegt djöfulæði, sem ræður yfir mætti menntanna, hefur vald á tæknigöldrum, á vísinda- legum brögðum, bæði til áróð- urs og ofbeldis, já, til tortím- ingar. Hver er manneskjan á bak við máttinn, hugsunin, sem notar tækin, hjartað bak við formúlurnar? Er menntun að- eins það að auka afl sitt án til- lits til hugarfars? Slík mennt- un skapar ekki menn, heldur, þursa. Þekking án siðgæðis- legrar viðmiðunar um markmið hennar, án bindandi ábyrgðar um notkun hennar, er meira en fánýt, þegar til lengdar lætur, hún er hryllileg ógn. Þessi ógh er sú martröð, sem yfir heirn* inum hvílir í dag. Og menn vilja ekki vakna upp af þeirri mar- tröð. Það er það alvarlegasta, Að vakna væri það, að vér, mað- urinn, manneskjan, tæki ráð* in af óviti þursans og segðum af heilindum barnsins við sann- an, heilagan Guð: Vér komum til þín og lútum þér, því að þú ert Drottinn, Guð vor. Gætum vér ekki vaknað þannig' á ís- landi? Vilja ekki einhverjir, vakna þannig? — Vér vitunx það nú og undrumst það, hvað veröldin gat verið blind, hin menntaða og tæknilega vædda veröld, árin næstu fyrir 1914 og árin næstu fyrir 1939. Hvað öll sú tæknilega og menntunar- lega framför fór öfugt, hvað allur sá pólitíski klókskapur, sem þá stýrði heiminum, var heimskur, hvað allir þessir djúpvísu undirhyggjumenn, all- ir þessir_ frábærlega slyngu taflmenn, sem ævinlega urðu ó- kvæða, þegar einfeldningar úr hópi fjöldans gagnrýndu þá og sögðu þeim, að vígbúnaður þeirra og diplómatísku refskák- ir, væru feigðarflan, hvað þeir voru skammarlega ugglausir, átakanlega litlir, já blind- ir leiðtogar — og hvað menntaður almenningur var þægur í taumi þeirra. Þeg- ' ar minnzt er þessarar dýrkeyptu reynslu, er síður en svo ástæða til að vera alls kostar bjartsýnn á þróun mála nú. Þvi að enn er teflt eftir sömu reglum. Hið pólitíska vit ríður við einteym- ing auðshyggju, síngirni, yfir- gangs. Og vér höfum, íslend- ingar, á næstliðnum mánuðum I séð við eigin landssteina nokk- uð af því, sem hylst á bak við stóru og fögru orðin um rétt lít- ilmagnans, um frelsi og frið og jafnrétti, um smán ofbeldis og kúgunar. Þessi reynsla af ís- landsmiðum máir ekki blóðspor og hræsnismerki af annarri ó- mennsku, hversú sem einhverj- ir kunna að óska þess eða vænta, en hún vekur oss ferskan ó- hugnað við það tafl, sem verið cr. að tefla, og hún gerir þann siðgæðisvcíg, sem ber v'ppi vestrærít viðnám og vopnagný meira en lítið vafasaman, og vitanlega án þess að fláttskapur Frh. á 6. s.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.