Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.04.1959, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 25.04.1959, Blaðsíða 1
„Mældu rétt, strákur" ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ 50000 dagsverk þarf til al rísa undir kostnaði alþingis Aðeins ein leið er til að skera niður þingkostnaðinn: afnema dagpeningakerfið og greiða þingmönnum föst laun Á síðasía fjárhagsári nam kostnaður af alhinfd ís- lendinga samtais 8 120 000 — átta milliónum e’tt hundrað og tuttugu búsund — krónum. AIIs voru skatt- þegnar landsins það ár um 62 fjúsund, og var albingis- kostnaðurinn því kr. 130,97 á hvern skattgreiðanda. Til samanburðar má geta þess, að í nágrannalándum okkar er kostnaður af þinghaldi frá 3 til 15 ísl. kr. á hvern skattþegn. að vera að komast af með ör- fárra mánaða eða jafnvel vikna þinghald á ári hverju, enda mundi sú verða raunin, ef þingmenn yrðu sviptir þeirri freistingu, sem dag- peningafyrirkomulagið hefur reynzt þeim. Er þess og ekki langt að minnast, að þing var háð hér á landi fáeinar Um daginn fengu margir kaupmenn í Reykjavík heim- sókn tveggja eftirlitsmanna frá verðgæzlunni. Tóku þeir að rýna í útvegnar vörur kaup- Parkinsonslög- maisð i stjorn- arráðinu Samkvæmt Parkinsonslög- málinu eykst starfsmanna- hald í opinberum skrifstof- um um 3% á ári hverju, þótt verkefnin aukist ekki neitt. í stjórnarráði íslands og und- irdeildum þess unnu 70 menn árið 1942, og með þeirri aukningu á starfsmanna- haldi, scm Parkinsonslög- málið stjórnar, hefðu þeir átt að vera orðnir í kringum 115 árið 19.58. En íslendingar gerðu betur. Starfsmenn í stjórnarráðinu voru orðnir 142 árið 1958, en það svarar til nálcga 5% aukningar á ári hverju. Á íslandi þarf því að gera ráð fyrir miklu álagi á Parkinsonslögmálið, eins og þar háttar nú, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir því, að raun- veruleg verkefni hafi eitt- hvað aukizt. En þá er þess að gæta, að Parkinsonslögmálið var lengi búið að verka ó- hindrað árið 1942. manna, höfðu hönd á sykurkílói hér og hveitipundi þar og settu á vog til að gæta þess hvort var- an stæðist vigt. I Ijós kom við þessa rann- sókn, að mjög víða reyndist „lóðið vera lakt“ og vörurnar vegnar þannig, að hallaði á kaupandann. „Mældu rétt, strákur!“ var viðkvæðið forð- um, þegar níðast átti á alþýðu manna og stela af vigtinni. Sama tilhneigingin gerir sýni- lega vart við sig enn þá. En úr því að farið er að minn- ast á verðgæzluna, mætti ef til vill geta þess, að oft verða eft- irlitsmenn þess áskynja, að vara sé seld of háu verði. Samt heyr- ist þess undarlega sjaldan get- ið, að kaupmenn séu kærðir fyr- ir verðlagsbrot. Blaðinu er kunnugt um kaupmann einn í Hlíðunum, sem oftar en einu sinni hefur verið staðinn að því að selja yfir hámarksverði. Hann hefur þann hátt á, að strax er eftirlitsmenn koma, lækkar hann vöru sína og selur þannig nokkrar einingar á réttu verði, en síðan er varan hækk- uð aftur eins og ekkert hefði í skorizt. — Hvers vegna eru brot, sem þessi ekki tekin föst- um tökum? Ef fávís manngarm- ur tekur hundrað krónur úr veski, er hann eltur og dæmdur með pomp og pragt. Er ekki rétt að láta lögin ganga jafnt yfir alla? Kostnaðurinn af löggjafar- samkomu þjóðarinnar hefur far- ið sívaxandi undanfarin ár, unz svo er nú komið, að nær 50 þús- und dagsverk (skv. Dagsbrún- artaxta) þarf til að rísa undir þeirri stofnun. Dagpeningakerfið undirrótin. FRJÁLS ÞJÓÐ hefur hvað eftir annað gagnrj'nt harð- Iega þetta gegndarlausa fjár- bruðl íslenzkra alþingis- manna og bent á, að það á 79 af stöðinni á ungversku Hin kunna skáldsaga Ind- riða G. Þorsteinssonar, Sjötíu og níu af stöðinní, kemur út í Ungverjalandi í ágústmán- uði næstkomandi, eða jafn- vel fyrr. Ungverskur mennta- maður, Bernáth István, þýðir söguna. Hann hefur numið ís- lenzku, auk annarra Norð- urlandamála, og þýtt nokkuð af ljóðum íslenzkra nútíma- skálda á ungversku, einkum Ijóð eftir Davíð Stefánsson. Útgefandi er Forlagið Evr- ópa, sem sinnir því hlutverki að gefa út á ungversku verk evrópskra höfunda, einkum hinna yngri. Nú er mælirinn fullur Ofríki og yfirgangur Breta innan íslenzkrar fisk- veiðilögsögu er nú orðinn svo gegndarlaus, að það verður æ brýnna með hverjum degmum, sem líður, að nýjar gagnráðstafanir verði gerðar, en ekki látið sitja við einskis verðar mótmælaorðsendmgar, svo sem gert hefur verið til þessa. Með örstuttu milhbili hafa tveir brezkir landhelgisbrjótar verið staðnir að. ólöglegum veiðiim langt innan við fjögurra mílna mörkin frá 1952, sem Bretar hafa þó í orði kveðnu þótzt viðurkenna. Handtaka hmna seku hefur verið hindruð með vopnuðu ofbeldi, og er sú saga kunnari en frá þurfi að segja. Mótmælaorðsendingu, sem ut- anríkisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, sendi brezku stjórninni var lengi vel ekki svarað, og sýnir það eitt út af fyrir sig, hverrar virðingar við njótum með þessari bandalags- þjóð okkar. En er svarið loksins kom, má segja, að það hafi ekki 'verið annað en kurteisleg á- bending til fslendinga að halda sér saman. Kröftugustu mótmaélin. Ríkisstjórnin hefur nú kallað heim sendiherra íslands í Lund- únum „til viðræðna um ýmis mikilvæg málefni", eins og það er kallað, og hefur sú ráðstöfun eftir fregnum að dæma, vakið nokkra athygli ytra. Hér heima fyrir verður sú krafa hins veg- ar æ háværari, að Kristinn Guð- mundsson sendiherra hverfi ekki aftur til Lundúna, heldur verði brezka sendiherranum hér vísað úr landi og stjórnmála- sambandi við Breta slitið. Nú eru senn liðnir átta mán- uðir, síðan Bretar tóku að verja ránsskap sinn í fiskveiðilög- sögu íslands með bryndrekum sínum, og það hefur sýnt sig, að allar venjulegar mótmælaorð- sendingar hafa reynzt gagns- lausar. Nýjar gagnráðstafanir verður að gera án tafar. Kröft- ugustu mótmælin, sem vopn- laus smáþjóð getur viðhaft, er að slíta stjórnmálasambandi við þá þjóð, sem ekki einungis virð- ir rétt hennar að vettugi, held- ur fer að henni með vopnuðu ofbeldi og neitar staðreyndum. Framfe. á 3. síðu. fyrst og fremst rót sína að rekja til bess, að þingmenn fá grcidda dagpeninga og er í sjálfsvald sett að tej'gja þinghaldið von úr viti. Und- anfarin ár hafa menn líka horft upp á, að þingmenn hafa hangið mánuðum saman starfslausir á þingi, enda eru á hverju ári slegin ný ís- landsmet í löngu og rándýru þinghaldi. Föst ársíaun þingmanna. Þá hefur einnig verið bent á það hér í blaðinu, að aðeins er til ein leið út úr þeirri sjálf- heldu, sem alþingi íslendinga er komið í, og hún er sú, að þingmönnum verði greitt fast árskaup án tillits til lengdar al- þingis. Sú aðferð er viðhöfð í nágrannalöndum okkar, svo sem Englandi og Noregi. Islcnzkt þjóðfélag er svo lítið og fábrotið, að auðvelt á vikur annað hvert ár. Þing- fararkaup íslenzkra alþingis- manna ætti því að sjálfsögðu Framh. á 2. síðu. ---•---- Er sparnaiar- nefndln ekkf matvinnungur? Þó að flest gjöld, sem Reykja- vikurbær innheimtir, hækki óð- fluga, jafnvel þegar lækkun hafði verið boðuð á mörgum sviðum, starfar sparnaðarnefnd á vegum bæjarins. Á sliku er að sjálfsögðu ekki vanþörf. Einn sparnaðarnefndarmað- urinn ekur bifreið, sem bærinn á. Aksturskostnaður er þrjá- tíu til fjörutíu þúsund á ári, en hann er allur færður á reikning barnaverndarnefndar. Hefur sparnaðarnefndin ekki verið matvinnungur, ef öll kurl koma til grafar á heimabúinu? Aðalfundur Þjóðvarnar- félags Reykjavíkur Aðalfundur Þjóðvarnarfélags Reykjavíkur var haldinn s.l. þriðjudagskvöld. Ingimar Jón- asson viðskiptafræðingur stýrði fundi, en fráfarandi formaður, Hallberg Hallmundsson, skýrði frá störfum félagsins. í stjórn Þjóðvarnarfélagsins voru kosnir Bergur Sigurbjörns Bergur Sigurbjörnsson. son viðskiptafræðingur formað- ur, Guðm. Löve skrifstofustjóri varaformaður, en aðrir í stjórn voru kjörnir Bjarni Arason ráðunautur, Eggert Kristjáns- son póstmaður, Kristján Jóns- son loftskeytamaður, Ingimar Jónasson viðskiptafræðingur og Ingimar Jörgensson kaupm. — í varastjórn voru kosriir: Guðríður Gísladóttir frú, Sigur- jón Þorbergsson og Stefán Páls- son tannlæknir. í fulltrúaráð Þjóðvarnarfé- laganna í Reykjavík hlutu kosn- ingu auk stjórnar: Ásgeir Hösk- uldsson póstmaður, Bjarni Sig- urðsson verzlunarmaður, Björn Sigfússon háskólabókavörður, Guðríður Gíslasdóttir frú, Haf- steinn Guðmundsson prent- smiðjustjóri, Hallberg Hall- mundsson afgreiðslumaður, Leifur Haraldsson skrifari og Magnús Baldvinsson múrari. Til vara: Eyþór Jónsson póst- maður, Ottó Michelsen skrift- vélameistari, Sigurleifur Guð- jónsson verkamaður og Þórhall- ur Bjarnarson prentari. Endur- skoðendur voru kosnir Þórhall- ur Halldórsson mjólkurfræðing- ingur og Hermann Jónsson skrifstofustjóri. Að loknum aðalfundarstörf- um flutti Gils Guðmundsson mjög ýtarlegt framsöguer- indi um stjórnmálaviðhorfið, en Þórhallur Vilmundarson gerði grein fyrir kjördæmamálinu. Eftir það voru frjálsar umræð- ur og tóku margir til máls. -— Fundurinn var fjölsóttur og mikill áhugi rikjandi meðal fundarmarina.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað: 16. Tölublað (25.04.1959)
https://timarit.is/issue/260020

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. Tölublað (25.04.1959)

Aðgerðir: