Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.04.1959, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 25.04.1959, Blaðsíða 7
FRJALS ÞJOÐ — 'JJauqarda auaardacfinn. 25. aprlt 1959. 71 borða eðahafa vagn, sem rúmar þá eina. ^Þeir vilja hafa vagn með. uxum fyrir, því að þeir henna í brjósti um heiminn og vilja vinna að velferð og hjálp- ræði allra. □ ' T'' ildustu rök mahayana- manna fyrir þessari veiga- miklu kenningu er fordæmi Búddha sjálfs. Búddha lét sér ekki nægja að finna veginn. Hann stóðst þá freistingu að hverfa þegar til hinnar eilífu hvíldar, er hann hafði náð full- komnun. Hann vann það heit að hverfa ekki inn í nirvana, fyrr en hann hefði boðað mönn- um hjálpræðið, hafnað sælu sjálfs sín til þess að verða öðr- um til bjargar. í Saddharma- Tlúddhamenn greindust T* snemma í flokka, en aðal- deildir þeirra eru tvær, mahay- ana, „stóri vagninn" eða „farið meira“, og hinayana, „litli vagninn“ eða „farið minna“. Eftir þeim löndum, sem þessar deildir eiga höfuðstöðvar sínar í, eru þær stundum nefndar „norðurdeild" og ,,suðurdeild“. Hinayana hefur varðveitt upp- runaleg einkenni búddhadóms- ins miklu betur. Mahayana má í rauninni teljast ný trúar- brögð. Samkvæmt frumbúddhískri kenningu hvarf meistarinn inn í nirvana við dauða sinn. Þar með er hann algerlega og eilíf- lega skilinn við þessatilveru, og milli hans og játenda hans á jörð og hérna megin við nirv- ana yfirleitt er ekkert sam- band. Engar jarðneskar bænir ná eyrum hans. Hinayana hef- ur aldrei vikið frá þessu. Nú- tíma-búddhamaður frá Ceylon segir: „Vér trúum því, að hann (Búddha) sé ekki framar í neinum heimi endurfæddur, hvorki á jörðu né annars stað- ar. Vér reynum að biðja til hans og gerum það, vér reyn- um að íhuga hann og það, sem oss er frá honum sagt, og ger- um það. En vér væntum aldrei svars. Vér teljum, að vér höf- um á einhvern hátt gott af því að íhuga og biðja“. □ npakmark Búddhamannsins er púndarika hijóðar hið mikla að ávinna hjálpræði eftir hait svo: „Öllum verum vil ég Að undanförnu hefur mik- ið verið rætt í heimsfréttum um Tíbet og trúarbrögð landsmanna, eina grein Búddhatrúar. Af þeim ástæð- um fór FRJÁLS ÞJÓÐ þess á leit við Sigurbjörn Ein- arsson prófessor að fá að birta kafla bá um greiningu Búddhatrúar og lamatrúna í Tíbet, sem eru í bók hans, Trúarbrögðum mannkyns, er út kom hjá forlagi Isafoldar fyrir tveimur árum. Varð prófessor Sigurbjörn vinsam- lega við þeim tilmælum blaðsins, og fara kaflarnir hér á eftir. ara og áþreifanlegra markmiði, himni sælu og dýrðar, Súk- havat, „landinu hreina“, þar sem Amitabha býr í dýrðar- Ijóma. „Heimurinn Súkhavati er ríkur og frjór, góður, auðug- ur að vistum, unaðslegur, byggður fjölda guða og manna. í þessum heimi, Ananda, er ekkert helvíti, engin endur- holdgun í dýragervi, engir draugsheimar, engir hamir illra anda, yfirleitt engar til- verumyndir. Og gimsteinar slíkir, sem eru í heiminum Súkhavati, þekkjast ekki í þess- ari veröld“. Þannig er lýsing heimkynni sælunnar í „Himna- lýsingunni“, Súkhavativyúha. Og jafnframt heitir Búddha því að leiða þangað hvern þann, Sigurbjörn Einarsson prófessor: Súddhatrú OG TÍBET tilvísun hans, í þessu lífi eða öðru, verða arhat, hæfur til þess að segja að fullu skilið við þessa tilveru. Bæði þessi atriði hafa um- breytzt gagngert í mahayana. Heiti deildanna beggja eru upp- haflega mótuð af mahayana- mönnum, og þau fela í sér þá meðvitund, að boðskapur þeirr- ar stefnu sé innihaldsríkari. Mönnum er Ijóst, að kenningar mahanyana urðu ekki studdar við ppprunalegar heimildir, en það vandamál leystu menn með því, að Búddha hefði flutt boðskap sinn í mismunandi búningi og nokkrum útvöldum lærisveinum sínum hefði hann trúað fyrir hinum fullkomnari lærdómum. Mahayana heldur því fram, að hver maður eigi að keppa að því að verða Bodhisattva, þ. e. vera, sem sé hæf til þess að verða Búddha, fræðari og bjargvættur mannkyns. Það er ekki nóg að ná þeirri fullkomn- un helgunar og vizku, að mað- ur geti stigið úr straumsogi til- verunnar. Eða öllu heldur: Fullkomnunin er fólgin í því að hafna hvíldinni, hverfa aftur til tilverunnar og leitast við að hjálpa og bjarga öðrum. Sadd- harma-púndarika líkir heimin- um við brennandi hús. Þeir, sem í húsinu búa, þurfa að flýja það til þess að forða lífinu. Og þeir þurfa vagn til þess að kom- ast leiðar sinnar. Sumir láta sér nægja lítinn vagn með rádýri eða geit fyrir. Þeir hugsa ekki um annað en að bjarga sjálfum sér inn í nirvana og láta sér nægja hin fjögur sannindi meistarans um þjáninguna, uppruna hennar, brottnám og leiðina til þess að nema hana á brott — það er rádýrið, sem dregur vagninn — eða þeir láta við það sitja að þekkja orsaka- lög'málið — það er geitin, sem þeir spenna fyrir. En öðrum er ekki íióg að sjá sjálfum sér ftr- svala, er visna í líkömum sín- um, er loða við veraldirnar þrjár, er visna í kvölum. Fögn- uð vil ég færa þeim, uppfylla óskir þeirra og veita þeim sæla hvíld. Heyrið mig, herskarar guða og manna, komið hingað og lítið mig. Ég er Tatagata, drottinn, sem engan á æðri yf- ir sér. Til hjálpar er ég borinn í þennan heim“. Þessi Búddha er guðlegur hjálpari, sem hefur af fúsum líknarvilja- sínum komið til mannanna til þess að leiðbeina og bjarga þeim. Og hann er ekki horfinn inn í þögnina og tómið. Hann hlýtur að heyra og sjá þá, sem leita athvarfs hjá honum. □ TT'n mahayana lét ekki staðar numið við þetta. Hinn sögulegi Búddha tilheyrir yfir- standandi heimsskeiði. En á öðrum skeiðum hafa aðrir gegnt hlutverki hans, guðdómlegir Búddhar og Bodhisattvar, sem hafa boðað lausn og reynt að bjarga þjáðum mönnum. Á bak við þá alla er einn og sami guð- legi veruleiki, Adibúddha, Frumbúddha, og með íhugun. dhyani, skapar hann fimm „í- hugunarbúddha11, Dhyani- búddha, en af þeim fæðast aft- ur fimm „íhugunarbodhisattv- ar“. Menn hugsuðu' sér, að til- tekinn Dhyanibodhisattva hefði framleitt alheiminn á hverju skeiði hans, en tilveran rís eins og alda á útsæ af djúpi eilífðar og hnígur aftur í sama far — ómenguð, indversk skoðun. Sá Dhyanibúddha, sem núverandi tilveruskeið lýtur, heitir Amit- abha, en Dhyanibodhisattva hans Avalokitesvara, og hann er hin guðlega frummynd Gautama Búddha. Síðari hluti nafnsins Avalokitesvara er ind- verska orðið Isvara. herra, fyrri hlutinn táknar „tillit“ eða „að horfa“ — Avalokitesvara er m. ö. o. sá drottinn, sem lítur til mannanna í líkn og mildi, og hann er sá guð, sem mahayana- menn leita ásjár hjá, tigna og tilbiðja. í Kína hefur hann orð- ið að gyðju sakir mildi sinnar og heitir þar Kúanjin (á jap- önsku Kúannon). Hefur verið gizkað á, að kínverskir Búddha- menn hafi orðið fyrir áhrifum af Maríu-tilbeiðslu Nestoringa- kirkjunnar, en hún náði tals- verðri útbreiðslu í Kína um svipað leyti og mahayana- búddhadómur var að festa þar rætur. Þykja sumar myndir af Kúanjin minna á Maríu-mynd- ir Nestoringa. En þessar og aðrar getur um kristin áhrif á mahayana verða að teljast hæpnar. Fleiri Bodhisattvar hafa ma- hayanamenn dýrkað, þ. á m. Maitreya, sem þeir telfla, að muni koma til hjálpræðis, þeg- ar þessu heimsskeiði lýkur. □ T7ilífðarvonir mahayana- manna eru og með tals- vert öðrum blæ en upphaflegar hugmyndir búddhadómsins voru um þau efni. Nirvana er að vísu eftir kenningunni hið æðsta markmið, lokatakmark- ið. En ritningarnar og trúarlíf- ið beina athyglinni að nálæg- er deyr í trú á hann: Öllum þeim, sem minnast Tatagata með lotningu, hafa snúið huga sínum til upplýsingarinnar og biðja þess að fá að komast til Súkhavati, „öllum slíkum mun, er dauðastund þeirra nálgast, Tatagata, hinn heilagi, hinn fullkomlega upplýsti, birtast-, umkringdur skara af munkum. Þá munu þeir allir, er þeir hafa litið herra sinn og andans í guðræknum huga, komast í heiminn Súkhavati“. Úr þessari sæluvist hverfa þeir ekki, er þangað komast, til nýrra fæðinga, nema þeir, er gerast Bodhisattvar, hjálparar annarra. í raun og veru er þróun ma- hayana-stefnunnar eðlisbreyt- ing miðað við hinn upphaf- lega búddhadóm. Boðskapur Búddha var sjálfsendurlausn. Fordæmi hans, kenning og regla voru hjálpartæki, en hver varð að leiða sjálfan sig og ávinna á eigin spýtur hina hjálplegu þekkingu, sigra lífs- hvöt sína án þess að geta vænzt neinnar æðri liðveizlu. □ T^etta horfir allt öðruvísi við í mahayana. Þar fær boð- skapurinn um æðri hjálp yfir- hönd. Athygli mannsins er beint frá sjálfum sér til guðdóms. Mannsálin megnar ekki að leysa sig sjálf. En henni býðst liðveizla, guðleg miskunnsemi. Bhakti-hreyfingin indverska hefur náð tökum á búddha- dómnum og náð með honum til þeirra landa, sem mahayana hefur borizt til. Hinni guðlegu hjálpfýsi og líknarvilja svarar maðurinn með trausti, hollustu, kærleika hjartans, bhakti. Trú- in, ekki sjálfsþjálfunin, verður hjálpræðisleiðin. Mahayana-menn viðurkenna hinayana eða hina uppruna- legri stefnu. En þeir telja hana aðeins forgarð eða anddyri inn í hið háa og víða musteri búddhískra sanninda. Því verður ekki neitað, að> fræði mahayana eru ekki að~ íns meiri að vöxtum, heldur eru þessar kjarnahugmyndir„ sem hér hafur verið bent á, veigamiklar, bæði frá trúarlegil og siðgæðislegu sjónarmiði. En mahayana-stefnan er mörgar blandin. Hið „stóra far“ hefur haft víðar gáttir og á för sinni um löndin innbyrt margt. □ Mahayana-stefnan nær sínum fyllsta blóma í Indlandi á 2. öld e. Kr. og fremsti læri- meistari hénnar var Nagarjuna. Undir merkjum hennar barst búddhadómur til Austur-Asíu og var þar lengri aldur búinn en í heimalandi sínu. Á 6. öld fluttist yfirmaður reglunnar, Bodhidharma, til Kína. Mörg ólík viðhorf voru uppi með ma- hayanamönnum og hafa þeir. skipzt í fjölda sérflokka. Skilin. hafa einkum orðið um tileink- un hjálpræðisins. Sumir hafau lagt áherzlu á nauðsyn sjálfs* aga og íhugunar, aðra hefur borið svo langt frá frumbúddh* ísku viðhorfi, að þeir hafa tal* ið allt slíkt fánýtt, maðuriniBi hvorki megni né eigi annað að> gera en ákalla guð sér til hjálp* ar. Og jafnaðarlegast hefúr náð*- arboðskapurinn úrkynjazt, orð- ið siðferðilega veigalaus og leitb til yfirborðslegrar verkhelgir „Þeir, sem hafa látið gjöra/ búddhamyndir úr hinum sjö eðalsteinum eða af eiri eða lát- hafa allir öðlazt upplýs- uni, ingu“, segir Saddharmapúnda- ríka. Og enn: „Þeir, sem hafa sæmt helga dórna Tatagata blómum eða reykelsi ... hafa allir öðlazt upplýsingu. Og einnig þeir, sem hneigt hafa höfuð sitt einu sinni fyrir helg- um dómi eða einu sinni sagt: Dýrð sé Búddha, — jafnvel þótt hugur hafi ekki fylgt máli, þeir hafa allir öðlazt hina hjálpsamlegu upplýsingu“. □ Qá Búddhadómur af mahay-« ^ ana-gerð, sem barst til Tí- bet á 8. öld e. Kr., er vitni um það, hvernig komið var þróun hans á Indlandi um það leyti. Mesti postuli hans meðal Tíbet- inga hét Padma Sambhava. Hann var fyrst og fremst tantra-fræðingur og ríflegur hluti þess helgiritasafns, sem Tíbetingar eignuðust og nefn- ist Kandsjúr, er galdraþulur. Landsmenn höfðu átrúnað á miklum fjölda anda og illra vætta, er þeir leituðust við að blíðka og bægja frá sér með töfrum og særingum. Þessi máttarvöld hurfu ekki af sjón- arsviðinu, en sigurför búddha- dómsins byggðist einkum á því, að munkar hans voru tald- ir fjölkunnugri en aðrir. Hinir himnesku Búddhar eru vold- ugir andar, ofjarlar annarra og ráðin til þess að ná liðveizlu þeirra eru þau helzt að flytja helgar þulur og kynngimögnuð orð. Slík kynngiyrði eru t. d. þulan „Om mane padme hum“, ,,ó, þú, með lótusinn í skauti þér“, ávarp á kvenlega og per- sónugjörða lcynorku, sakti, Avalokjtesvara (Kenrezi). Þessi orð eru hvarvetna, skráð á kletta veggi, veifur og ræm- ur og eru á hvers manns vör- um. Bréfræmur þéttskráðar bænum eru festar á sívalinga cða kvarnir, sem menn snúa Frh. á 11. s.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað: 16. Tölublað (25.04.1959)
https://timarit.is/issue/260020

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. Tölublað (25.04.1959)

Aðgerðir: